Morgunblaðið - 03.06.2001, Side 22
22 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÝSKI ferðamarkaðurinn er einn sá
þróaðasti í heimi og talinn gefa
traustar vísbendingar um þróun
ferðaþjónustu framtíðarinnar. Tour-
ism Intelligence International (TII)
sérhæfir sig í rannsóknum í ferða-
þjónustu og spáir í nýrri skýrslu að
aukning á ferðalögum Þjóðverja utan
heimalandsins verði 3% á ári fram til
2010. Vakin er athygli á aukinni spurn
Þjóðverja eftir fimm nátta ferðum
eða lengri, sem þýðir ferðalög til fjar-
lægari heimshluta, og búist við að hún
muni vaxa ár frá ári. Samkvæmt út-
reikningum TII munu árlegar utan-
landsferðir Þjóðverja vera orðnar 80
milljónir árið 2010. Minnst aukning er
talin verða í ferðalögum Þjóðverja til
annarra Evrópulanda og raunar búist
við stöðugum samdrætti eftir 2002.
Haukur Birgisson, framkvæmda-
stjóri Skrifstofu Ferðamálaráðs í
Frankfurt, bendir á, að í þessu samb-
andi sé átt við styttri ferðir innan
meginlands Evrópu. Ferðir til Ís-
lands geti hins vegar allt eins flokkast
undir lengri ferðalög. „Sérstaða Ís-
lands milli meginlands Evrópu og
Norður-Ameríku gæti gert að verk-
um að þessi þróun yrði okkur í hag.
Talað er um aukningu á ferðum Þjóð-
verja til Norður-Ameríku, til dæmis,
og þá er Ísland ákjósanlegur við-
komustaður,“ segir hann.
TII spáir því að Þjóðverjar muni
ferðast í síauknum mæli til ársins
2005 og til flestra heimshluta, en í
mismiklum mæli. Ráð er fyrir gert að
aukning í ferðalögum Þjóðverja til
Norður- og Suður-Ameríku, Afríku,
Austur-Asíu og Kyrrahafssvæða
verði allt að því 7% á ársgrundvelli,
2,7% til Suður-Asíu og 1,5% til Evr-
ópulanda.
Stöðugur samdráttur frá 2002
Ferðaþjónustan er að taka miklum
stakkaskiptum, að mati TII, bæði fyr-
ir tilstilli aukinnar tækni og neytand-
ans, sem sagt er að muni leiða til
grundvallarbreytinga á kröfum
ferðamanna, ferðavali, ferðaeftir-
spurn og ferðaánægju.
Bent er á nokkrar vísbendingar um
ferðahegðun framtíðarinnar, sem bú-
ist er við að verði orðnar að fullgildu
ferðamynstri árið 2010. Auk vaxandi
áhuga Þjóðverja á ferðalögum er-
lendis virðist hugur þeirra fremur
standa til ferðalaga til enn fjarlægari
staða, svo og styttri borgarferða, sigl-
inga, tilboðsferða þar sem allt er inni-
falið og heilsu- og vellíðunarferða.
Áhersla er jafnframt lögð á mikilvægi
Netsins í ferðaþjónustu framtíðarinn-
ar, sem og aukna eftirspurn eftir
klæðskerasaumuðum ferðum.
Niðurstöðurnar eru byggðar á
könnun TII meðal þýskra ferðaheild-
sala í janúar á þessu ári og er varað
við því að kaupendur muni í auknum
mæli kjósa ferðalög til fjarlægari
heimshluta á kostnað Evrópulanda,
sem muni fyrir vikið minnka mark-
aðshlutdeild sína hvað ferðalög á
heimsvísu áhrærir.
„Ferðalög til áfangastaða utan
Evrópu munu halda áfram að aukast
en búist við því að fjölgun þýskra
ferðalanga til annarra Evrópulanda
verði á bilinu 0,6% til 1,43% á næst-
unni. Frá 2002 til 2005 er síðan búist
við stöðugum samdrætti,“ segir í
samantekt TII.
Þýskir ferðaheildsalar meta stöð-
una sjálfir hins vegar svo, að aukning
á ferðalögum til Tyrklands, Grikk-
lands, Þýskalands, Spánar, Ítalíu,
Portúgals, Rússlands, Belgíu, Hol-
lands, Tékklands, Sviss, Austurríkis,
Frakklands, Búlgaríu, Króatíu, Rúm-
eníu og Kýpur muni nema tveggja
stafa tölum á næstunni. Að mati TII
verður nefnd aukning hins vegar ein-
ungis á kostnað annarra landa innan
Evrópu. „Þýskir áfangastaðir, sem og
aðrir innan Evrópu, verða að bregð-
ast við þróuninni og markaðssetja sig
upp á nýtt, eigi þeir að ná að spyrna
fótum við þessum fyrirséða sam-
drætti.“
Tvöföld aukning á styttri ferðum
Fyrirtækið leggur mat á sam-
keppnishæfni þýskra ferðaheildsala
hvað skemmtisiglingar varðar sér-
staklega og segir að Þjóðverjar standi
verr að vígi en til dæmis Bandaríkja-
menn og Bretar á þeim vettvangi. „Sí-
aukið umfang skemmtisiglingafyrir-
tækja, harka í markaðssetningu og
hnökralaus vara mun leiða til aukinn-
ar samkeppni frá þessum fyrirtækj-
um á þýska markaðinum. Þýskar
ferðaskrifstofur munu því verða að
auka framboð sitt af skemmtisigling-
um og pakkaferðum til þess að halda
markaðshlutdeild sinni og vera sam-
keppnisfærar á Netinu,“ segir enn-
fremur.
Þá er því spáð að aukning í styttri
ferðum verði tvöfalt meiri en í ferðum
til lengri dvalar milli 1999 og 2010.
„Þeir sem selja borgarferðir munu
njóta einstaklega góðs af þessari þró-
un, sem og seljendur pakkaferða.
Skemmtisiglingafyrirtækin hafa ekki
farið varhluta af aukinni ásókn í
styttri ferðir, þar sem helsti vöxtur-
inn er í 2–5 daga siglingum.“
TII upplýsir að rúmlega 60% ferða-
heildsala telji að heilsu- og vellíðunar-
ferðalög muni aukast verulega, 30%
búist við einhverri aukningu og 10%
telji að spurn eftir slíkum ferðum
muni standa í stað. „Gæði eru enn
einn þátturinn, sem ætlað er að verði
ráðandi í samkeppnishæfni áfanga-
staða, svo sem náttúrufegurðar, þjón-
ustu, afþreyingar, gistingar og sam-
félagsskipanarinnar almennt.
Einn ferðaheildsala sem rætt var
við mat vægi þeirra sem svo að eng-
inn áfangastaður næði almennilegri
fótfestu á þýska ferðamarkaðinum
nema að meiri áhersla væri lögð á
gæði en magn,“ segir í samantekt
TII.
Pakkaferðamarkaður í upplausn
Þýsku ferðaheildsalarnir voru loks
inntir eftir því hvort viðskiptavinir
þeirra myndu vilja taka á sig hærri
ferðakostnað til þess að tryggja nátt-
úruvernd á áfangastöðum. Töldu 36%
að svo kynni að vera, 46% töldu það
ósennilegt og 18% sögðust ekki vita
hug viðskiptavina sinna þar að lút-
andi.
Vikið er lauslega að þróun í breskri
ferðaþjónustu í skýrslu TII, þar sem
segir að starfsgrundvöllur breskra
ferðaheildsala sé langt frá því að vera
tryggur í framtíðinni, en breski ferða-
markaðurinn er fjórði mikilvægasti
markaðurinn í utanlandsferðum á eft-
ir Bandaríkjunum, Þýskalandi og
Japan.
„Vöxtur í utanlandsferðum Breta
hefur verið meiri en annarra landa
síðastliðin tíu ár, bæði hvað varðar
komur og fjárútlát. Bretar eru reynd-
ir, fágaðir og kröfuharðir ferðamenn
og ánægjulegt ferðalag er helsti út-
gjaldaliður breska neytandans. Sam-
kvæmt könnun Expedia.com eru
Bretar 12 sinnum líklegri til þess að
verða uppveðraðir yfir hugsanlegu
ferðalagi en nýrri vinnu.“
TII segir að breski ferðamarkaður-
inn sé um þessar mundir í talsverðri
upplausn. „Meðal annars vegna
ferðalanga sem vilja vera á eigin veg-
um, lággjaldaflugfélaga, eftirspurnar
eftir flugsætum einvörðungu, vildar-
klúbbsfarþega, orlofshlutdeildar,
bættrar þjónustu óháðra ferðaskrif-
stofa og Netsins. Þrátt fyrir þessa
þróun er því haldið fram að umfang
þýskra ferðaheildsala muni aukast
næstu tíu árin. Ferðaþjónustan tekur
það hröðum og róttækum breyting-
um um þessar mundir að við getum
ekki gert ráð fyrir öruggri afkomu
þeirra.
Framtíðarhorfurnar ráðast því al-
farið af getu þýskra ferðaheildsala til
þess að vera í forystu í netkapphlaup-
inu, ein leið til þess er samvinna
ferðaskrifstofa og netfyrirtækja, svo
sem á milli Thomas Cook og lastmin-
ute.com, og að sníða starfsemina eftir
höfði viðskiptavinanna, sem í augna-
blikinu vilja einstaklingsbundnari,
blandaðri og klæðskerasaumaðri
ferðir. Ferðamaðurinn sættir sig ekki
lengur einvörðungu við huggulegt
herbergi og þægilegt veður. Menn-
ingarviðburðir, hraðnámskeið, náms-
ferðir, heilsufæði, jóga, reiki, hug-
leiðslumöguleikar og heilun gætu
skipt sköpum í framtíðinni,“ segir að
síðustu í samantekt TII.
Mörg tækifæri fyrir Ísland
Haukur Birgisson, framkvæmda-
stjóri Skrifstofu Ferðamálaráðs í
Frankfurt, hefur unnið að markaðs-
málum í Þýskalandi frá því í nóvem-
ber á liðnu ári og tók formlega við
rekstri skrifstofunnar hinn 1. apríl
síðastliðinn. Þar áður gegndi hann
starfi markaðsstjóra Ferðamálaráðs
Íslands í fjögur ár.
Undanfarin ár hefur fjölgun
þýskra ferðamanna til Íslands nánast
staðið í stað og segir Haukur Ísland
þurfa að mæta „gífurlega harðri“
samkeppni á þessum markaði. „Þjóð-
verjar skila flestum gistinóttum á Ís-
landi, eða 20%, en þriðjungur þeirra
kemur til landsins í júlí. Meginland
Evrópu í heild er með 40% gistinátta.
Við teljum mörg tækifæri fyrir hendi
á þessum markaði og þróunin í ferð-
um Þjóðverja til Íslands er samspil
margra þátta, en við þurfum að fjár-
festa í aukinni landkynningu og flug-
tíðni og byggja upp ferðaþjónustuna
utan háannatíma.
Við teljum okkur geta byggt upp
fleiri markaði en fyrir sumarferðir,
meðal annars með styttri ferðum svo
sem helgar- og heilsuferðum, enda
hættulegt að einblína alltaf bara á
einn markað og ekki sjálfgefið að við
höldum okkar hlut.
Ég vil taka fram að fyrirtæki eins
og Island Tours, Katla og Natur Pur,
svo dæmi séu tekin, eru sérhæfðir
ferðaheildsalar Íslandsferða og mjög
mikilvægir í sölu, sérstaklega hvað
varðar sumarferðir og sérferðir.
Þessi fyrirtæki eru nauðsynleg til
þess að auka gæði í sölu Íslandsferða
og ferðaþjónustu á Íslandi.“
Þróun þýska ferðamarkaðarins
mikilvæg vísbending
Haukur segir 5–6 stóra ferðaheild-
sala í Þýskalandi, sem nái yfir 70% af
markaðinum, selja styttri ferðir utan
háannatíma og að nauðsynlegt sé að
íslensk fyrirtæki nái fótfestu í dreifi-
kerfi þeirra. Nú sé árangur að nást á
því sviði.
„Þýski ferðamarkaðurinn er einn
sá þróaðasti í heimi og við þurfum að
fylgjast vel með því sem þar gerist.
Ferðalög eru nú þegar stór hluti af
lífsstíl Þjóðverja og eru jafnframt að
færast ofar í forgangsröðinni hjá öðr-
um þjóðum. Við höfum upp á ýmislegt
að bjóða í heilsu-, vellíðunar- og
hvataferðum og ættum því að geta
komið til móts við þann markað, auk
þeirra sem hafa áhuga á náttúrunni.
Svo eru möguleikar á fleiri sérhæfð-
um ferðum og eitt af því sem við erum
að skoða er að tengja ferðalög hingað
menningu og listum,“ segir hann.
Haukur vitnar í nýlega könnun
sem gerð var í Þýskalandi þar sem
spurt var um Ísland. „Hlutfall Íslands
er frekar hátt í vitund Þjóðverja, og
svipað mikið og annarra Norður-
landa. Náttúran kemur helst upp í
huga Þjóðverja þegar þeir eru spurð-
ir um Ísland, auk þess sem þeim þykir
landið spennandi og fólkið áhugavert,
sem og sagan.
Um 52% A-Þjóðverja
vilja Íslandsferðir
Um 52% Austur-Þjóðverja hafa
áhuga á Íslandi og myndu gjarnan
vilja ferðast á landsbyggðinni og
dvelja í bændagistingu, svo dæmi sé
nefnt. Aukning á ferðum Austur-
Þjóðverja til Íslands hefur líka verið
um 25%, sem hefur komið okkur tals-
vert á óvart. Þar er aðallega um að
ræða menntamenn með meðaltekjur
eða hærri.“
Haukur segir auðvelt að kynna Ís-
land til ferðalaga en líka þurfi að vera
auðvelt fyrir fólk að kaupa ferðir til
landsins. „Íslandsferðir þurfa að vera
til sölu hvar sem er og hvenær sem
ferðamaðurinn hefur áhuga. Besta
leiðin til þess er gegnum Netið og
með dreifikerfi stóru heildsalanna, en
ferðaskrifstofur í Þýskalandi eru um
16.000 talsins.“
Um 80% fyrirspurna til Skrifstofu
Ferðamálaráðs í Frankfurt berast nú
með tölvupósti og segir Haukur loks
að sú þróun hafi verið mun örari en
búist hafi verið við.
Áætlað að árlegar utanlandsferðir Þjóðverja verði orðnar 80 milljónir árið 2010
Mestri aukningu spáð
í ferðalögum til fjarlægari heimshluta
Þýskir ferðamenn eru einn
mikilvægasti þáttur í ís-
lenskri ferðaþjónustu og
skila 20% af gistinóttum út-
lendinga á Íslandi. Kann-
anir benda til að þeir muni
heldur leggja leið sína til
fjarlægari heimshluta í ná-
inni framtíð en til landa
innan Evrópu.
Helga Kristín Einarsdóttir
tók saman niðurstöður úr
skýrslu Tourism Intelli-
gence International um
framtíðarferðahegðun Þjóð-
verja og ræddi við Hauk
Birgisson, framkvæmda-
stjóra Skrifstofu Ferða-
málaráðs í Frankfurt.
Morgunblaðið/hke
Haukur Birgisson, framkvæmdastjóri Skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt, segir gæði eitt af lykilorðum
ferðaþjónustu framtíðarinnar.
! ! "
!#$"
!#$"
# "
%#&"
%#&"
#%"
„Erfitt að ná almenni-
legri fótfestu á þýska
ferðamarkaðinum
nema að meiri áhersla
sé lögð á gæði en
magn.“
Byggt á greiningu samtala Tourism Intelligence International við
starfsmenn 20 af 25 stærstu ferðaskrifstofum Bretlands.