Morgunblaðið - 03.06.2001, Side 32

Morgunblaðið - 03.06.2001, Side 32
32 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐSTRÚ OG GAGNVIRKNI Kristnir menn minnast þess áhvítasunnu er heilagur andikom yfir lærisveinana í Jerú- salem og þeir fylltust þeim krafti sem fylgt hefur kristinni kirkju til dagsins í dag. Á hvítasunnudag rættist fyrirheit sem Jesús hafði gefið lærisveinum sínum. Meðan hann dvaldi með þeim sagðist hann mundi fara burt að búa þeim stað. Þeir áttu þó ekki að óttast, heldur trúa. Jesús sagðist ekki skilja þá eftir munaðarlausa, heldur myndi faðirinn á himnum gefa þeim annan hjálpara, anda sannleikans. Jesús sagði að andinn heilagi mundi kenna lærisveinunum og minna þá á það sem hann hafði kennt þeim. Kirkja Krists miðar stofndag sinn við hvítasunnudag. Þetta samfélag heilags anda hefur teygt anga sína um allan heim undir merki krossins. Margt hefur drifið á daga kirkjunnar í aldanna rás. Hún hefur þó alltaf átt og á enn fyrirheitið um nærveru andans, nærveru Guðs sjálfs. Oft hefur því verið haldið fram að trúin sé orðin úrelt. Eins að hún sam- rýmist ekki nútímaþekkingu og skyn- semi. Nýjasta hefti vikuritsins Time er helgað umfjöllun um gagnvirka tækni, sem er ofarlega á baugi þessa dagana. Gerð er grein fyrir hinni öru þróun á þessu sviði og virðist tækninni lítil takmörk sett. Hún snertir flest svið daglegs lífs í hinum tæknivædda heimi, jafnt viðskipti, af- þreyingu og tómstundaiðju, félagslíf og mannleg samskipti, stjórnmál, heilbrigðiskerfi og trúariðkun. Blaða- menn Time greina frá mörgum nýj- ungum sem unnið er að á sviði gagn- virkni. Til dæmis tækni sem á að gera kleift að stjórna tölvustýrðum búnaði, eins og gervilimum eða vélmennum, með hugsunum eða heilaboðum, án þess að til þurfi lyklaborð eða mús- arbendil. Íslendingar þekkja vel kosti gagn- virkrar tækni. Þjóð okkar er í fremstu röð hvað varðar farsímanotkun og netvæðingu, gagnvirk tækni er orðin undirstaða umsvifamikils atvinnu- rekstrar. Tölvupóstur, spjallrásir og smáskilaboð hafa rækilega afsannað að Íslendingar séu pennalatir. Fólk fer á Netið til að afla sér upplýsinga og afþreyingar – en einnig til að iðka trú sína, eftir því sem fram kemur í Time. Þar er sagt frá Steven Waldman, sem stofnaði Beliefnet (átrúnaðar- net), fjölsótt vefsetur um trúarbrögð. Waldman, sem var áður einn af rit- stjórum tímaritsins US News and World Report, segist hafa veitt því at- hygli að þegar umfjöllun um trúar- brögð var slegið upp á forsíðu seldust þau tölublöð vel. Þó voru engin tímarit sem fjölluðu sérstaklega um trúar- brögð á hinum almenna blaðamarkaði. Í Time segir ennfremur að könnun á vegum Barna Research Associates árið 1998 hafi leitt í ljós að 12% full- orðinna höfðu notað Netið í trúarleg- um tilgangi og að einn af hverjum sex táningum töldu að þeir myndu full- nægja trúarþörf sinni í gegnum Netið innan næstu fimm ára. Þetta sýnir að trúarþörf manna er vissulega til stað- ar á tækniöld og að sumir reyna að svala henni á Netinu. Trúin er gagnvirk í eðli sínu. Þar eigast við hinn trúaði og sá sem hann tilbiður. En gagnvirkri tölvutækni eru takmörk sett þegar að trúariðkun kemur. Seta við skjáinn kemur tæp- lega í stað lifandi samfélags. Þó eru til lönd í heiminum, þar sem tölvuskjár- inn er eini snertiflöturinn við tiltekinn átrúnað. Í hirðisbréfi sínu, Í birtu náðarinn- ar, fjallar Karl Sigurbjörnsson biskup m.a. um kirkjuna og nútímann: „Meg- inverkefni kristinnar kirkju á nýrri öld er að veita leiðsögn í andlegum efnum, að laða og beina för fólks til samfélags við lifandi Guð. Það gerist ekki með orðum, yfirlýsingum og boð- miðlun að ofan. Kirkjan verður að vera opin fyrir samtali og skoðana- skiptum í einlægni. Til þess þarf hún að finna leiðir til að mæta fólki þar sem það er, umfram allt þeim ungu. Og þjóðkirkjan verður að móta á vett- vangi safnaða sinna nærsamfélag þar sem náðin er veruleiki, trúin og vonin og kærleikurinn eru ekki mynd á vegg heldur lifað líf.“ Morgunblaðið óskar lesendum sín- um gleðiríkrar og slysalausrar hvíta- sunnuhátíðar. 4. júní 1941: „Nokkurs sárs- auka og vonbrigða gætir í skrifum danskra blaða yfir því, að Íslendingar skuli hafa tekið ákvörðunina um sambandsslitin eins og ástandið er í augnablikinu. Við nánari athugun munu þó danskir stjórnmálamenn komast að raun um, að ákvörðunin er ekki tekin af neinum illvilja í garð Dana, heldur af óhjákvæmilegri nauðsyn. Vegna ríkjandi ástands, var okkur gert ókleift að fylgja ákvæðum sambandslaganna. Danir vissu hins vegar vel að sambandsslitin voru ákveðin fyrir löngu. Formlega til- kynningu um þetta hefðu þeir fengið strax í byrjun þessa árs, ef ástandið hefði verið eðlilegt. Í sjálfstæðismálinu hefir því ekki skeð annað en það, sem allir vissu, að koma myndi.“ . . . . . . . . . . 3. júní 1961: „Engu skal um það spáð, hversu lengi þau verkföll standa, sem nú eru hafin. En margt bendir til þess að þau muni verða langvinn og afleiðingar þeirra örlagaríkar. Mikill meirihluti þjóðarinnar gerir sér ljóst að hér er ekki um að ræða kjarabaráttu í venjulegum skilningi. Verk- föllin eru fyrst og fremst pólitísks eðlis og höf- uðtakmark þeirra er að eyðileggja efnahagsráðstaf- anir, sem ríkjandi stjórn í landinu hefur hafizt handa um.“ . . . . . . . . . . „Um það getur engum hugsandi manni blandazt hugur, að brýna nauðsyn ber til þess að fara nýjar leiðir til að tryggja vinnu- frið á Íslandi. Sjálfstæð- ismenn hafa í því sambandi m.a. bent á samstarfs- nefndir launþega og vinnu- veitenda, ágóðahlutdeild launþega í atvinnurekstr- inum, almenningshlutafélög og aukna ákvæðisvinnu. Allt gæti þetta stuðlað að sátt- um vinnu og fjármagns. En því miður hefur alltof lítið verið gert til þess að hrinda slíkum nýjungum í fram- kvæmd. Verkföll hafa verið háð árlega og valdið stór- kostlegu tjóni og truflunum í allri starfsemi þjóðfélags- ins.“ Fory s tugre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. K RÖFTUG umræða um dauðarefsingu er hafin að nýju í Bandaríkjunum í kjölfarið á máli Timothy McVeigh, sem bíður þess nú að dauðadómi yfir hon- um, fyrir að myrða 168 manns í sprengjutilræði í Oklahoma-borg árið 1995, verði fullnægt. Upprunalega átti að taka McVeigh af lífi 16. maí og litu stuðningsmenn dauðarefsingar svo á að betri réttlætingu fyrir því að beita slíkri refs- ingu væri vart hægt að finna. McVeigh viður- kenndi með stolti að hafa sprengt sprengjuna í Oklahoma-borg. Hér var ekki á ferðinni maður, sem hafður var fyrir rangri sök og glæpurinn, sem hann framdi, var svo grimmilegur að erfitt er að koma honum til varnar. McVeigh vildi meira að segja láta taka sig af lífi. Síðan kom hins vegar í ljós að bandaríska al- ríkislögreglan (FBI) hafði ekki látið lögmenn McVeighs hafa öll gögn og skjöl. Einar fjögur þúsund blaðsíður vantaði. Aftöku McVeighs var frestað um mánuð og nú á að taka hann af lífi 11. júní. Lögfræðingar hans hafa farið fram á að af- tökunni verði frestað enn frekar og McVeigh, sem hafði gefið samföngum sínum allar eigur sín- ar og búið sig undir að deyja eins og hermaður ef marka má frásögn eins samfanga hans, er ekki lengur jafnáfjáður í að verða tekinn af lífi. Robert Jay Lifton, meðhöfundur bókarinnar „Hver á dauðann?“, telur að í McVeigh togist á löngunin til að verða píslarvottur og freistingin að fletta ofan af fúski stjórnvalda. Eftir að mistök alríkislögreglunnar komu í ljós er mál McVeighs skyndilega orðið vatn á myllu andstæðinga dauðarefsingar, sem spyrja hvers lags klúður eigi sér stað dags daglega í mála- tilbúnaði hins opinbera fyrst hægt er að gera slík glappaskot í þessu máli, sem fór fram undir smásjá fjömiðla og ætla má að ákæruvaldið hafi lagt áherslu á að vanda sérstaklega til verka í. Á skjön við önn- ur vestræn ríki Bandaríkjamenn eru fremur á skjön við önnur vestræn ríki hvað dauðarefsingar varðar. Hér á landi fór síðasta aftakan fram árið 1830, en dauðarefsing var hins vegar ekki numin úr lögum fyrr en 1928, en almennt höfðu dauða- refsingar mjög víða verið afnumdar í lok sjöunda áratugarins. Í mannréttindasáttmála Evrópu, sem 39 ríki hafa undirritað, eru dauðarefsingar bannaðar og dregnar í dilk með þjóðarmorði og pyntingum. Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu árið 1972 að lögin um dauða- refsingar eins og þau voru þá samræmdust ekki stjórnarskránni. 1976 féll dómur í réttinum þess efnis að dauðarefsingar sem slíkar stæðust stjórnarskrá og síðan hafa mörg ríki Bandaríkj- anna gert breytingar á lögum sínum til að upp- fylla kröfur hæstaréttar um að tiltaka skuli þá glæpi eða aðstæður, sem leitt geta til dauðadóms. 716 manns hafa verið teknir af lífi síðan hæsti- réttur gaf grænt ljós á að taka upp dauðarefs- ingar að nýju árið 1976. Dauðarefsingar eru nú löglegar í 38 ríkjum. Flestar aftökur hafa farið fram í Texas, eða 246 sem er rúmlega þriðjungur af aftökum í Bandaríkjunum öllum. Síðan koma Virginía og þar á eftir Flórída. Það er hins vegar athyglisvert hvað dauðarefsingar eru svæðis- bundnar í Bandaríkjunum. 31 ríki hefur beitt dauðarefsingum á undanförnum 25 árum, 82% dauðarefsinga hefur verið fullnægt í 10 ríkjum. Verjendur drukknir og sofandi Í Texas voru 40 fang- ar teknir af lífi árið 2000 og þau sex ár, sem George Bush, nú- verandi forseti, var ríkisstjóri þar voru 150 manns teknir af lífi. 2001 hefur aftökum hins vegar fækkað mjög og hafa aðeins sjö manns ver- ið teknir af lífi í Texas það sem af er árinu. Í Tex- as er um þessar mundir verið að endurskoða lög- in um dauðarefsingar og hefur þegar verið samþykkt að taka á því hvernig verjendur þeir fá, sem sakaðir eru um morð, og að DNA-grein- ing fari fram í málum bæði þeirra sem hafa verið ákærðir og dæmdir. Nýi ríkisstjórinn, Rick Perry, hefur þegar staðfest DNA-lögin og talið er að hann muni undirrita lögin um að sakborn- ingar fái hæfa verjendur, en Bush beitti á sínum tíma neitunarvaldi til að stöðva slíka löggjöf. Hann hefur hins vegar enn ekki ákveðið hvernig hann ætli að taka á lögum um að banna aftökur þeirra, sem eru geðfatlaðir, en Texas yrði þá 14. ríki Bandaríkjanna til að banna slíkt. Það er reyndar tekið eftir hinu breytta and- rúmslofti í Texas. Bush varði dauðarefsingakerf- ið af mikilli elju í kosningabaráttunni á liðnu ári, en hin mikla umfjöllun um það í fjölmiðlum virð- ist hafa vakið menn til umhugsunar. Þar komst meðal annars í hámæli að í Texas geta sakborn- ingar átt von á því að lögmenn þeirra komi drukknir til réttarhalda eða sofi meðan á þeim stendur. Samkynhneigður sakborningur mátti sitja undir því að saksóknarinn beitti þeim rök- um fyrir því að dæma ætti hann til dauða að það væri „ekki mikil refsing“ fyrir samkynhneigðan mann að vera sendur í fangelsi án þess að verj- andi hans hreyfði svo mikið sem mótbárum, enda svaf hann mestan hluta réttarhaldanna. Þegar sakborningurinn hugðist áfrýja og hafði leitað sér annars lögfræðings vildi hann fá í hendur málsgögn verjandans, sem reyndust vera fimm handskrifaðar síður, alls 269 orð. Þrátt fyrir þetta staðfesti áfrýjunarréttur í Texas dóminn yfir manninum. Þegar málið var endurskoðað á alríkisstigi komst dómarinn hins vegar að þeirri niðurstöðu að „sofandi verjandi væri verri en enginn verjandi“. Stjórnvöld í Texas hafa áfrýjað niðurstöðu hans. Í öðru tilfelli hafði lögmaðurinn ekki annað að segja þegar hann baðst vægðar fyrir skjólstæð- ing sinn: „Þið eruð mjög greindur kviðdómur. Þið hafið líf þessa manns í ykkar höndum. Þið getið tekið það eða ekki. Meira hef ég ekki að segja.“ Maðurinn var dæmdur til dauða og þegar hann áfrýjaði þótti sú vörn, sem hann hafði fengið, vera í stakasta lagi. Þessi vinnubrögð eru ekki einsdæmi fyrir Tex- as og rannsóknir hafa sýnt að ferlið er bæði ófull- nægjandi og fullt af fordómum. Fórnarlömb óhæfra verjenda eru flest fátæk. Um 90% þeirra, sem hafa verið dæmdir til dauða og bíða aftöku, eru það fátæk að þau höfðu ekki efni á að greiða kostnað af málsvörn sinni. Þriðjungur þeirra, sem teknir eru af lífi, er svartur. Þá skiptir landa- fræðin máli. Sakborningar geta átt von á mis- þungum dómum eftir því hvar réttarhaldið fer fram og þá skiptir ekki aðeins máli hvort það er í suður- eða norðurríkjum Bandaríkjanna, heldur hvar í sama ríkinu. Ein ástæðan fyrir því að Bandaríkjamenn eru hlynntir dauðarefsingu er sú að fólk hefur á til- finningunni að dæmdir morðingjar muni brátt ganga lausir á ný og drýgja frekari ódæðisverk. Komið hefur fram í könnunum að flestir þeir, sem tækir eru til að vera kvaddir í kviðdóm, myndu síður vilja dæma morðingja til dauða ef tryggt væri að í staðinn myndi hann sitja mjög lengi í fangelsi og fyrir lífstíð ef glæpamaðurinn væri sérstaklega hættulegur. Þeir sem sitja í kviðdómum hafa hins vegar enga trú á að sú verði raunin. Fyrir skömmu var gerð rannsókn þar sem rætt var við um eitt þúsund kviðdómara og kom í ljós að flestir höfðu gegnt skyldu sinni og setið í kviðdómnum án þess að hafa hugmynd um þá refsikosti, sem í boði væru. Nokkrir þess- ara kviðdómara voru í ríkjum þar sem lífstíðar- fangelsi þýðir 25 til 40 ár og fyrir verstu glæpina kæmi ekki til greina að viðkomandi fengi reynslulausn fyrr. Í Flórída hefur 51 maður verið tekinn af lífi frá 1976. Þar hefur hins vegar í raun verið ákveðið að engar aftökur skuli fara fram, í það minnsta í ákveðnum tilvikum, eftir að DNA-greining sýndi að maður, sem dæmdur hafði verið til dauða fyrir nauðgun og morð, var saklaus. Niðurstaðan kom 11 mánuðum eftir að hann hafði verið tekinn af lífi. Nú á að kanna hvort sams konar greining breytir einhverju um mál þeirra, sem nú bíða af- töku í ríkinu. Alls hafa 95 manns, sem biðu aftöku, verið látnir lausir eftir að hafa verið gerðir sýknir saka, þar af 20 í Flórída, sem er meira en í nokkru öðru ríki. Í Illinois hefur öllum aftökum verið slegið á frest eftir að 13. fanginn, sem beið fullnægingar dauðadóms, var látinn laus á þrett- án árum. Þing 16 ríkja hafa tekið til umræðu til- lögur að láta engar aftökur fara fram. Það er ekki nóg með að þeir, sem eiga dauða- dóm yfir höfði sér, geti átt von á því að fá óhæfa lögfræðinga, óvandaðri meðferð sönnunargagna og fordómum í kerfinu. Sjálf aftakan gengur heldur ekki alltaf snurðulaust. Síðan 1982 hafa 32 aftökur mistekist. 1990 var Jesse Joseph Tafero settur í rafmagnsstólinn í Flórída. Vitni sögðu að bláar og appelsínugular eldtungur hefðu skotist út úr höfði hans og það hefði tekið fjórar mínútur og þurft að gefa honum tvö þúsund volta straum í þrígang til að taka hann af lífi. Þegar Pedro Med- ina var tekinn af lífi 1997 gerðist það sama – það kviknaði í höfðinu á honum. Þá var ákveðið að taka stólinn úr umferð og smíða nýjan. Allen Lee Davis settist í hann fyrstur og þegar straumi var hleypt á lagaði blóð úr munni hans. Ákveðið var að reyna eitthvað nýtt og var notað eitur í næstu aftöku. Í einu tilviki á síðasta ári þurfti hinn dauðadæmdi, Bennie Demps, að liggja í rúman hálftíma á meðan verið var að reyna að stinga í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.