Morgunblaðið - 03.06.2001, Side 34

Morgunblaðið - 03.06.2001, Side 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lið-a-mót FRÁ Apótekin Tvöfalt sterkara með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN                                                               NÝLEGA hefur tekist að finna hag- kvæma aðferð til vinna til baka orku úr ál- málmi. Efnarafalar byggðir á þessari tækni byrja að koma á markað á næsta ári. Ál verður þá á undan vetni sem orkumiðill og það í ýmis tæki, far- síma, fartölvur og ekki síst í farartæki, bíla. Er hér loksins kom- inn fram flytjanlegur orkugeymir til fram- tíðar? Hvað verður um alla þá gífurlegu orku sem álverin gleypa? Gufar hún ef til vill upp, verður hún að varma og hitar umhverfið? Svarið er einfaldlega það, að um það bil helmingur af orkunni fer í varma og hinn helm- ingurinn til þess að lyfta orkustigi ál-málmsins. Ál er fullt af efnaorku, ef vel er að gáð, alveg eins og olía og kol. Álmálmurinn er orkugeymir. Orkuálið Þekkt aðferð til þess að breyta efnaorku í raforku er notkun efna- rafala. Þar gengur orkugjafinn, vetni eða núna ál, í efnasamband við súrefni án bruna. Í stað þess að raf- eindir í efnaferlinu valdi skamm- hlaupi og hita eru rafeindirnar leiddar úr efnarafalanum um ytri straumrás þar sem orkan er nýtt. Orku í olíu og kolum má breyta í raforku í raforkuverum eða bara í varma með bruna. Bruni er fólginn í því að kolefni gengur í samband við súrefni og mikill varmi losnar. Við raforkuvinnslu er eldsneyti venju- lega brennt í katli og gufa er notuð til þess að knýja hverfil sem er tengdur rafala. Þessi breyting er háð lögmáli lélegrar nýtni, svoköll- uðu Carnot-hringferli (t.d. 20–30%). Nú er álið komið sem nýr kostur til geymslu á færanlegri orku, sem er endurunnin með góðri nýtni í efnarafala og nota má í farartækj- um og víðar. Ál eða vetni? Þegar talað er um vetni sem orkugjafa í farartæki framtíðarinn- ar er horft framhjá þeim vanda að ekki er þekkt nein viðunandi lausn á því hvernig hægt er að geyma vetni. Vetni er sprengihæft í 5 til 95% blöndu með lofti svo það er líka nokkuð vandmeðfarið. Núverandi geymsluaðferðir eru þrjár og allar slæmar. Að hafa vetnið fljótandi við ofurkulda, um -253 °C, en samt sísjóðandi, nota þungar stálflösk- ur og mjög háan þrýst- ing eða binda það í málm-hydríðum, sem hefur mikið varmatap í för með sér og aukinn þunga. Vetni má e.t.v. nota á sérsmíðaða sprengi- hreyfla á svipaðan hátt og bensín en með lé- legri nýtni (Carnot- hringurinn!). Vetni gæti orðið heppilegt í efnarafala, ef það tæk- ist að leysa geymslu- vandann. Ál gengur að sjálfsögðu ekki sem orkugjafi á sprengihreyfla en hreyflarnir geta verið úr áli. Álið er hins vegar góður orkugjafi fyrir efnarafala. Orkuinnihald álsins er gömul vitneskja en hvernig þessari orku er náð til baka sem rafmagni er nýjung og það stórkostleg nýj- ung. Það er auðvitað meginkostur að áli fylgja engin geymsluvandamál. Virkjanir, náttúruvernd og ál Vatnsorka Íslands er mikil og með því að breyta henni í álorku fyr- ir farartæki er m.a. verið að stefna að umhverfisvænni framleiðslu á nýjum orkumiðli. Eftir að álið kemur frá álverunum fer það í framhaldsvinnslu og í þessu sambandi eru það einkum valsverkin sem eiga hlut að máli. Álbarrarnir eru valsaðir í plötur í gífurlega stórum valsvélum við há- an hita. Síðan tekur frekari vinnsla við. Einhver hluti þessarar fram- leiðslu getur farið í orkuál fyrir efnarafala til þess að knýja farar- tæki, sem þá þurfa ekki lengur bensín. Það verður augljóslega náttúru- vænt atriði að bensínverð til farar- tækja hækki sem allra mest. Þeirri hækkun ætti enginn að mótmæla, fremur að fagna. Álið kemur í stað- inn! Ál-efnarafali Nýja efnarafalanum er í aðalat- riðum raðað saman á venjubundinn hátt, þ.e. ál-skaut, plata, sem er anóða, með alkalískan elektrólyt og loftflæðiskaut, sem hleypir inn súr- efni úr andrúmsloftinu og er katóða. Hún er beggja vegna að utanverðu (en bara önnur hliðin er sýnd á myndinni af efnarafalanum). Það er gerð álskautsins og elektrólytsins, sem eru reyndar bundin einkaleyf- um, sem gerir það að verkum að það næst hár straumþéttleiki og góð spenna frá sellunni. Efnaferli Anóðu-efnaskipti, neg. skaut: Al + 4OH- => AlO2- + 2H2O + 3e- og/eða Al + 4OH- => Al(OH)4- + 3e- Katóðu-efnaskipti (lofthleypin katóða), pós. skaut: O2 + 2H2O + 4e- <=> 4OH- Gagnleg heildarefnabreyting nýt- ir ál, súrefni og vatn: 4Al + 3O2 + 6H2O => 4Al(OH)3 + raforka En það, sem til þessa hefur hindr- að notkun áls, er skaðleg efnabreyt- ing: 2Al + 6H2O => 2Al(OH) 3 + 3H2 + varmi Kennitölur Efnarafali af þessari gerð skilar nú 0,8 kWh/kg. Tæki þessi koma væntanlega á markað á næsta ári og eru ætluð í farsíma og gefa 24 klukkustunda tal eða 30 daga í bið. Fræðilega má ná um 4 kWh/kg. Það er fróðlegt að bera þessar töl- ur saman við þá orku sem þarf til að framleiða álið en það eru um 15 kWh/kg með þeim orkusóandi en frekar ódýra ferli, sem flest álver nota og er kennt við Hall-Héroult. Þessu ferli fylgir reyndar líka að súrefni, sem losnar úr áloxíðinu, binst kolefni skautanna og myndar um tvö tonn af koldíoxíði fyrir hvert tonn af áli. Í athugun eru einkum tvö önnur ferli til álvinnslu, sem eru samt dýr- ari. Annað þeirra hleypir súrefninu út án myndunar koldíoxíðs. þetta ferli nýtir um 9 kWh/kg. Hitt ferlið nýtir rúm 6 kWh/kg en myndar nokkurt koldíoxíð. Samanburður Á meðfylgjandi mynd er sýndur samanburður á helstu rafhlöðum og það fer ekki á milli mála að rafhlaða byggð á álefnarafala hefur mesta orkurýmd. Framtíðarsýn Stefnt er að því að setja á markað á næsta ári efnarafala, rafhlöðu, fyr- ir farsíma, sem koma í stað hlað- anlegu rafhlöðunnar eins og áður sagði. Þá er unnið að orkuhlöðu fyrir fartölvur. Hönnunarforsendur eru gefnar þannig: Orka 200 Wh Rýmd 16 Ah Spenna 12 V Málafl 15 W, mesta afl 30 W, toppafl 45 W Orkuþéttleiki: Miðað við þunga 450 Wh/kg Miðað við rúmtak 700 Wh/l Þungi: 450 g Vinnuhiti: -20°C til +60°C Mál (l x b x h): 180 x 70 x 20 mm Og síðast en ekki síst er unnið að orkupakka fyrir rafbíla með 75 kW hámarksafli. Afhleðslukennilína fyrir ál-efna- rafalasellu sýnir stöðuga spennu uns álið er uppurið. Fyrirtæki og framleiðendur Upphaf þessa efnarafala er hjá fyrirtækinu Aluminum-Power Inc. í Toronto í Kanada og fékk það einka- leyfi á aðferðinni, sem notuð er. Næst yfirtók fyrirtækið Trimol Group, Inc. í New York málið og stefnir að víðtækri markaðssetn- ingu. Nýlega hefur svo franska stórfyr- irtækinu Sagem SA verið veitt framleiðsluleyfi, sem það hyggst nota við farsíma sína. Núverandi aðaleigandi Alumini- um-Power Inc. og Trimol Group, Inc. er fjármálamaður að nafni dr. Boris Birshtein. Hann virðist vera mjög litríkur persónuleiki, er upp- runninn í Litháen og hefur haft sterk viðskiptatengsl í fyrrverandi austantjaldsríkjum og var ráðgjafi framámanna þar. Hann býr í Bandaríkjunum og hefur einnig ná- in tengsl við ráðamenn á Vestur- löndum, í Evrópu og Ameríku, hann þekkir alla! Trimol Group, Inc. stefnir nú að framleiðslu og markaðssetningu á efnarafalatækninni. Væntingar Tæknilegar væntingar eru óþrjótandi, ef hugmyndaflugið fær að ráða. Hvenær verða orkumálin leyst með kjarnasamruna? Enn bólar ekki á því. Hrakspár um tæmingu olíulinda hafa ekki enn ræst, en verður það til frambúðar? Vetni sem flytjanlegur orkumiðill í stað bensíns er ennþá vonarpen- ingur. Virkjanir eru orðnar af hinu illa. Þannig má áfram telja. Í grein þessari er varpað fram þeirri spurningu hvort álið sé sú lausn, sem menn hafa beðið eftir, á flytjanlegri orkugeymslu til fram- tíðar. Heimildir: 1. Tölvupóstur 2. Netið ÁL – MÁLMUR ORKUNNAR Ál er fullt af efnaorku, segir Björn Kristinsson, alveg eins og olía og kol. Höfundur er prófessor við verkfræðideild HÍ. Björn Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.