Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hjördís Einars-dóttir, fyrrver- andi deildarstjóri, fæddist í Flatey á Breiðafirði 8. apríl 1923. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 23. maí síðastliðinn. Hjördís var miðdóttir hjónanna Ísafoldar Einarsdóttur, f. 1895 í Háholti í Reykjavík, d. 1970, og Einars Jónassonar, skip- stjóra og síðar hafn- sögumanns, f. 1892 á Fossá á Barðaströnd, d. 1959. Ísa- fold var dóttir hjónanna Kristrúnar Gísladóttur og Einars Einarssonar, útvegsbónda frá Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Einar, faðir Hjör- dísar, var sonur Petrínu Helgu Ein- arsdóttur og Jónasar Guðmunds- sonar, bónda á Fossá á Barða- strönd. Aðrar dætur þeirra Ísa- laug Lilja, f. 1973, Lárus, f. 1974, og Þórunn, f. 1976. Seinni eiginmaður Hjördísar var Sigurður Jóhannsson skipstjóri, f. 1914, d. 1972. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður, myndlistar- kona og myndlistarkennari, f. 19. maí 1952. Synir hennar eru Sigurð- ur Jökull, f. 1973, og Andri, f. 1982. 2) Ágústa Ísafold félagsráðgjafi, f. 12. janúar 1954, gift Theodóri Agn- ari Bjarnasyni forstjóra, f. 1952. Sonur þeirra er Unnar Freyr, f. 1976. 3) Erla ritstjóri, f. 24. nóvem- ber 1957, gift Lauri Eivind Damm- ert ljósmyndara, f. 1952. Börn: Há- kon, f. 1980, og Jóhann Eivind, f. 1989. Sonur Sigurðar og stjúpson- ur Hjördísar er Karl Harrý banka- starfsmaður, f. 21. febrúar 1944, maki Helga Möller kennari, f. 1943, d. 1992. Dætur þeirra eru Helena Þuríður, f. 1967, og Hanna Lillý, f. 1980. Alls eru barnabörnin 14 og barnabarnabörnin 11. Hjördís vann hjá Trygginga- stofnun ríkisins frá árinu 1972 þar til hún lét af störfum vegna aldurs í árslok 1993. Hún sat í Öldrunarráði til októberloka 1997. Útför Hjördísar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30. foldar og Einars voru Anna, f. 1921, d. 1983, og Kristrún Castagna, f. 1927. Hjördís giftist árið 1942 Bolla Vestarr Gunnarssyni loft- skeytamanni, f. 1918, d. 1995, þau skildu. Eldri sonur þeirra er Einar Gunnar fram- kvæmdastjóri, f. 6. nóvember 1943, kvæntur Sigrúnu Ing- ólfsdóttur fjármála- stjóra, f. 1947. Börn Einars Gunnars eru: Sigurður Örn, f. 1965, Þórir Björn, f. 1965, d. sama ár, Sólveig Lilja, f. 1968, Hjördís, f. 1973, Bryndís, f. 1974, og Svandís, f. 1984. Yngri sonur þeirra er Bolli Þór skrifstofu- stjóri, f. 24. febrúar 1947, kvæntur Höllu Lárusdóttur fulltrúa, f. 1945. Börn Bolla Þórs eru: Ólöf, f. 1964, Jóhanna, stjúpdóttir, f. 1964, Guð- Á augabragði hvarf öll miskunn – eins og rafstraumur væri rofinn um gjörvalla náttúruna. Til Jarðarinnar fossa fjarlægðir geimsins þagnarkuldi himingeimsins yfir um horn mánans og stjörnurnar. Ókunnugleiki stendur eftir við hlið mér. Að öxl hans hnígur andlit mitt í tárum. (Hannes Pétursson.) Erla Sigurðardóttir. Hjördís Einarsdóttir, tengdamóðir mín í sautján ár, er látin. Konan mín hefur misst móður sína og börnin mín ömmu sína. Hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Hjördís lifir í minni barna sinna og barnabarna, tengdasona og tengdadætra. Í huga mínum lifir svipmikil kona, sem þrátt fyrir mótbárur og stórar sorgir, bjó yfir óvenju mikilli lífsgleði, lifandi kímnigáfu og hafði ákveðnar hug- myndir um það þjóðfélag sem hún var virkur þátttakandi í. Henni sveið sárt þau kjör sem buðust þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Stjórnmála- skoðanir hennar og viðbrögð við at- burðum líðandi stundar báru vitni um sterka réttlætiskennd. Úr ýmsum áttum hef ég heyrt að þessi félagslega réttlætiskennd hafi verið leiðarljós í farsælu starfi hennar. Sá vitnisburð- ur er okkur huggun í sorginni. Hjördís var hugrökk og ósérhlífin kona og kom það ekki síst í ljós í bar- áttu hennar við þann sjúkdóm sem hún glímdi við undanfarin tvö ár. „Ég hef það fínt,“ fullvissaði hún mig um í hvert sinn sem við hringdum frá Dan- mörku. Stolt hennar og styrkur komu í veg fyrir að hún léti undan ásókn sjúkdómsins. Með dugnaði veitirðu dauðanum tjón svo djarfur ei margur var gerður. Hann hittir þig alltaf með hríf’ eða prjón og hopa til baka því verður. (Lilja Björnsdóttir.) Þessi vísa lýsir ágætlega tengda- móður minni sem þrjóskaðist við að ljúka við hæl á sokk á eitt barna- barnabarnanna síðasta kvöldið sem hún var við fulla meðvitund. Dauðinn hopaði þangað til tengdamóður minni sjálfri þóknaðist að gefa upp öndina á fallegri vornóttu með börnin sín öll, tengdabörn og nokkur barnabörn í kringum sig. Þrátt fyrir að við fjöl- skyldan byggjum í öðru landi heim- sótti Hjördís okkur oft og hringdi. Hún fylgdist með líðan barnabarna sinna og naut samvistanna við dreng- ina. Hún bakaði með þeim bessa- staðakökur um jólin og sagði þeim frá viðureign langafa síns við vestfirska drauga svo augu barnanna stóðu á stilkum. Gjafmildi hennar var mikil, ekki aðeins í gjöfum en einnig í anda. Ég upplifi nú sorg og söknuð hjá börnum okkar og frændsystkinum þeirra. Minning hennar mun ætíð lifa hjá þessu unga fólki sem á framtíðina fyrir sér. Hjördís var ómetanlegur vinur fjölskyldu minnar. Hún heim- sótti Finnland nokkrum sinnum og tók á móti ættingjum mínum hér. Móðir mín talar alltaf um Hjördísi sem sterka konu sem kynnti hana fyr- ir Íslandi og Íslendingum. Sú mynd sem ætt mín hefur af landi og þjóð mun alltaf bera merki um persónu- leika tengdamóður minnar, gestrisni hennar og viðmót. Hún hafði gaman af sænskum titli sínum, svärmor, með öllum túlkunarmöguleikum þess orðs. Tengdasonurinn var alltaf velkominn og lambalærið stóð á borðum. En það var líka mikilvægt að við kæmum vel fram við börnin hennar. Hún átti það til að kalla mig á eintal þegar henni ofbauð umgengni mín, fannst henni þá of nærri dóttur hennar gengið. Það er með miklum söknuði að við kveðjum Hjördísi en samtímis gleðj- umst við yfir því að hafa notið þeirra forréttinda að kynnast henni. Minn- ing hennar lifir. Lauri Eivind Dammert. Mig langar með þessum orðum að kveðja tengdamóður mína Hjördísi Einarsdóttir, sem lést eftir harða bar- áttu við erfiðan sjúkdóm á líknardeild Landspítalans þann 23. maí sl. Það sem einkenndi Hjördísi að mínu mati var ákaflega sterk réttlæt- iskennd og einlægur áhugi hennar á öðru fólki. Það má segja að verðmætir eiginleikar Hjördísar hafi lagt horn- steininn að gæfu lífs míns, þar sem hún ól upp, mótaði og var fyrirmynd dóttur sinnar, eiginkonu minnar. Hjördís var eldhugi í stjórnmálum sem þó einkenndist af víðsýni og næmni. Stjórnmálaskoðanir hennar voru skarpar og ótvíræðar og var hún ákafur talsmaður fyrir jafnrétti þeirra sem minna máttu sín í sam- félaginu. Persónueiginleikar Hjördís- ar voru þannig að hún naut mikillar virðingar jafnt meðal skoðanabræðra sem og annarra. Viðleitni hennar til að hlúa að börn- unum sínum var meðal annars að sameina fjölskylduna á heimili sínu, gjarnan með glæsilegum matarboð- um. En þar var ætíð vettvangur til að skiptast opinskátt á skoðunum um stjórnmál, fjölskyldumál, og annað sem efst var á baugi. Hjördís var ávallt óhrædd að láta skoðanir sínar í ljós, en virti mismunandi áherslur hjá börnum sínum. Hjördís var glæsileg kona, metn- aðarfull og stolt. Metnaðurinn fólst m.a. í ósk um velgengni barna hennar og skipti hana miklu máli að hvetja börnin til menntunar og ábyrgðar. Hefur það góða veganesti ótvírætt skilað sér í verðugum samfélagsþegn- um, sem hún var ákaflega stolt af. Líf Hjördísar var ekki alltaf auð- velt og mætti hún margs konar mót- læti á lífsleiðinni. Með óbilandi dugn- aði og vilja tókst henni að komast heil í gegnum flestar þær raunir. Eftir erfiðan skilnað við fyrri eig- inmanninn, hlutaðist faðir Hjördísar til um, að hún réði sig sem þerna á m/s Gullfoss, sem þá átti að sigla í 6 mánuð á milli Frakklands og Casa Blanca í Norður-Afríku. Til þess að gera þetta framkvæmanlegt tóku for- eldrar hennar elsta soninn í fóstur á meðan á siglingunum stóð og móðir fyrrverandi eiginmanns tók að sér að hafa yngri soninn í þessa mánuði. Þegar Hjördís sneri heim aftur hafði föðurfólkið tengst honum svo mikið að Hjördís lét undan þrábeiðni þeirra um að hafa hann áfram – ákvörðun sem olli henni ómældum sársauka. Hjördís var mikil heimskona og hún ferðaðist mikið. Hún hafði næmt eyra fyrir erlendum tungumálum og var þar sífellt að bæta við sig kunn- áttu. Var hún alltaf opin fyrir að kynnast og setja sig inn í allt það sem var framandi og óþekkt. Menning annarra þjóða þótti henni forvitnileg og spennandi. Og var hún til æviloka upptekin af verðmæti fjölbreytileik- ans. Áhugi á menningu og listum var henni í blóð borið og var tónlist og söngur henni einkar hugleikin. En allt frá barnæsku var tónlist og söng- ur stór hluti af lífi hennar. Það má segja að gjafmildi hafi verið hennar einkenni - hugsað í víðtækri merk- ingu. En hún leitaðist við að uppfylla óskir annara með gleði og næmni. Hjördís barðist hetjulega við illvíg- an sjúkdóm og ætlaði seint að láta í minni pokann. Hún naut ómetanlegr- ar ummönnunar starfsfólks heima- hlynningar krabbameinsfélagsins og í lokin Líknardeildar Landspítalans – einstök aðhlynning – einnig fyrir fjöl- skylduna sem við erum ákaflega þakklát fyrir. Ég kveð Hjördísi með einlægum söknuði og þakklæti og bið að Guð og aðrar góðar vættir megi gæta hennar. Theodór A. Bjarnason. Elsku amma, nú er baráttunni lok- ið og þú kvaddir þennan heim með sömu reisn og einkenndi líf þitt. Þú lést aldrei deigan síga og hélst vernd- arhendi yfir okkur öllum. Á meðan þú varst sterk gátum við verið það líka. Þú varst falleg og glæsileg kona sem hafði mikla útgeislun. Persónuleiki þinn einkenndist af virðuleika og styrk og þú hafðir lag á því að gleðja aðra. „Kóngabrjóstsykur, græni hring- urinn, eplakakan, flamenco, flóð- hestaballett, indíanafjaðrir, droppa- lys, prakkarastrik, kátína, hlátur og lífsgleði.“ Þetta er aðeins brot af því sem kemur upp í hugann þegar við sitjum hér saman systurnar og minn- umst þín. En það sem stendur upp úr er að þú varst amman okkar. Hvert sem þú komst varstu hrókur alls fagnaðar. Frásagnir þínar voru lífleg- ar og skemmtilegar og við höfðum alltaf jafn gaman af að hlusta á þig, jafnvel þó að við hefðum heyrt sumar sögurnar oft áður. Þú lifðir stórmerkilegu lífi, ferðað- HJÖRDÍS EINARSDÓTTIR                                               !   !"  # $   #   %&   '  (   #     #    !""#  '  $    !"  # !""#  !""#  '  )$*     #  !"$ )   #   $ ,"&" '  (  ) # -  '$ . . ./ 0                                   !!" #       $   %  & %%  '      ! "#$ % & '(" (   '("( ( )* '("+                                                 ! "   # $%     &     &       '   ( ' ')  * ((  +     ! "" #   $%&&' ( !  )*&! ""  + ! $%&! "" , !  (&' ) $%&! "" )  &&'  .  / $%&&' 0   (.&"&! "" . * '$ $. */                         !                         !" " " #$% #& " '$(( ) %  ) " % "*+ " '$(( ,$   % -  -.  % -  -  -. /                                          !"#  $! !"% & !!!  !! & !!#  '&   $!!  !( ) !    "!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.