Morgunblaðið - 03.06.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 03.06.2001, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gullsmiðir Bóknám til stúdentsprófs: Félagsfræðabraut  Málabraut  Náttúrufræðibraut Nám á bóknámsbrautum leggur góðan grunn að framhaldsnámi í félags- vísindum, hugvísindum, tungumálum, raunvísindum og fleiri greinum. Listnám: Fata- og textílhönnun. Myndlist: Í listnámi, sem er 3ja ára nám, er unnt að bæta við áföngum til stúdents- prófs. Námið veitir góðan undirbúning undir framhaldsnám á listasviði og í hönnun. Starfsnám: Markaðsbraut  Íþróttabraut  Uppeldisbraut  Viðskiptabraut Í starfsnámi, sem er 2ja-3ja ára nám, er einnig unnt að bæta við áföngum til stúdentsprófs. Viðskipta- og markaðsbrautir veita undirbúning undir nám og störf í viðskiptalífinu en íþrótta- og uppeldisbrautir undirbúa nemendur undir nám og störf að uppeldis-, íþrótta- og félagsmálum. Almennt nám: Almenn braut: Fyrir nemendur sem eru óákveðnir eða uppfylla ekki inntökuskilyrði inn á aðrar brautir. Kjörsvið - Mjög fjölbreytt nám! Nemendur velja sér kjörsviðsgreinar merktar ákveðnum brautum. Flytja má greinar að ákveðnu marki á milli brauta. Kjörsviðin bjóða upp á mikla sérhæfingu og dýpkun í námi. HG-hópur. Skólinn býður upp á sérstaka þjónustu á bóknáms- og listnámsbrautum fyrir nemendur með góðar einkunnir úr 10. bekk. HG-nemendur fá góða stundatöflu og geta flýtt námi sínu. Tölvubúnaður: Nemendur fá greiðan aðgang að nýjum og fullkomnum tölvubúnaði í skólanum og fer mikill hluti kennslunnar fram með tölvum. Góð aðstaða til náms! Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eru 550-600 nemendur og 60-70 starfs- menn. Skólinn starfar í nýju og glæsilegu húsnæði með góðum kennur- um og fullkomnum kennslubúnaði, s.s. öflugum tölvum og góðri lesað- stöðu. Vegna mikillar aðsóknar að skólanum er mikilvægt að allar umsóknir verði sendar í tæka tíð beint til Fjölbrautaskólans í Garðabæ, við Skóla- braut, 210 Garðabæ. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.00-16.00. Símanúmerið er 520 1600. Netfang: fg@fg.is Þeir sem þess óska geta fengið send umsóknareyðublöð. Umsóknir þurfa að berast skólanum eigi síðar en 8. júní nk. Umsóknum skal fylgja stað- fest ljósrit af grunnskólaprófi. Nemendur með nám úr öðrum framhaldsskólum þurfa að staðfesta það með viðurkenndum prófgögnum. Umsóknareyðublöð eru einnig á heimasíðu skólans. Heimasíða: http://www.fg.is Námsráðgjafar og stjórnendur eru til viðtals og aðstoða nemendur við námsval. Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstökum brautum eru á heimasíðu skólans. Hringið og fáið sendan upplýsingabækling um skólann! Skólameistari. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabær, sími 520 1600, fax 565 1957 vefslóð: http:www.fg.is, netfang: fg@fg.is Innritun fyrir haustönn 2001 er hafin Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 8—16. Innritun lýkur 8. júní. ALLT áhugafólk er velkomið á fyr- irlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/ dagbok.html Nýsköpunarstarf háskólastúdenta Þriðjudaginn 5. júní kl. 17:00–18:00 bjóða rektor Háskóla Íslands og Ný- sköpunarsjóður námsmanna til sam- komu í hátíðasal Háskóla Íslands. Á fundinn er boðið öllum styrkþegum ársins ásamt umsjónarmönnum þeirra svo og fulltrúum fyrirtækja og stofnana sem tengst hafa og styrkt starfsemi Nýsköpunarsjóðs náms- manna. Tilefnið er úthlutun ársins 2001. Dagskrá fundarins: Páll Skúla- son háskólarektor býður gesti vel- komna. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra ávarpar samkomuna. Erindi flytja: Helga Jónsdóttir, borg- arritari Reykjavíkurborgar, Baldur Þórhallsson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs náms- manna, og Hafsteinn Helgason, verk- fræðingur hjá Línuhönnun. Kynnt verða tvö nýsköpunarverk- efni stúdenta: Margrét Lilja Guð- mundsdóttir, meistaranemi í félags- fræði við Háskóla Íslands: Afbrot og öryggi. Könnun á afbrotum og örygg- istilfinningu íbúa umdæmis lögreglu- stjórans í Reykjavík. Óli Halldórsson, meistaranemi í umhverfisfræði við Háskóla Íslands: Um gildi mats á um- hverfisáhrifum við ákvarðanatöku í umhverfismálum á Íslandi Sannleikur og heimild Þriðjudaginn 5. júní 2001 heldur Róbert H. Haraldsson heimspeking- ur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir „Sannleikur og heimild: Einstök vandamál eða almennt klúð- ur“. Fundurinn fer fram í stóra sal Norræna hússins, hann hefst kl. 12:05 og lýkur stundvíslega kl. 13:00. Fund- urinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og er aðgangur ókeypis. Pragmatik í tungumálakennslu Þriðjudaginn 5. júní kl. 9:15 – 16:00 og miðvikudaginn 6. júní kl. 9:15– 15:00 verður haldin málstofa um rannsóknir í pragmatík í kennslu er- lendra tungumála í stofu 301 Nýja Garði á vegum Stofnunar í erlendum tungumálum. Kennari er Gabrielle Kasper frá University of Hawaii at Manoa. Þeir sem áhuga hafa á að vera með skrái sig hjá thordigi@hi.is. Gæðastjórnun í háskólum ... Miðvikudaginn 6. júní kl. 16:15 býð- ur viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands til málstofu. Bryndís María Leifsdóttir, M.S. nemi, heldur fyrirlestur er hún nefnir: ,,Gæða- stjórnun í háskólum og öðrum stofn- unum, tækifæri til framfara? Málstof- an fer fram í Odda, stofu 201. Allir velkomnir. M.S.-fyrirlestur Lisu I. Doucette Miðvikudaginn 6. júní mun Lisa Doucette halda fyrirlestur um rann- sóknarverkefni sitt til MS-prófs við líffræðiskor. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu G-6 í húsi Líffræði- skorar áGrensásvegi 12 og hefst kl. 16:00. Fyrirlesturinn er opinn öllum meðan húsrúm leyfir. Lisa Doucette lauk B.Sc. gráðu í sjávarlíffræði frá háskólanum í Guelph, Ontrio, í Kan- ada árið 1996 og hóf framhaldsnám til M.S.-gráðu við Háskóla Íslands haustið 1998. Rannsóknarverkefni Lisu byggðist á rannsóknarsamvinnu Líffræðistofnunar háskólans og fisk- eldisdeildar Hólaskóla og fóru rann- sóknirnar fram á Hólum. Rannsókn- arverkefni Lisu fjallar um breytileika í atferli íslenskra hornsíla og hvernig hann tengist mismunandi búsvæðum í sjó og vötnum og afránshættu. Catherine O. Ringen hjá íslenska málfræðifélaginu Fimmtudaginn 7. júní kl. 16:15 mun Catherine O. Ringen prófessor við Háskólann í Iowa halda fyrirlest- ur í boði Íslenska málfræðifélagsins fimmtudaginn í stofu 304 í Árnagarði. Fyrirlesturinn verður á ensku og nefnist „The Feature [spread glottis] in German“. Í honum verða færð rök fyrir því að þýsk lokhljóð skiptist í tvennt út frá þættinum [sperrt raddglufa] en ekki þættinum [radd- að]. Þetta er gert með tilvísun í hljóðfræðitilraunir sem sýna að í lok- hljóðaklösum milli sérhljóða eru bæði lokhljóðin órödduð (sbr. orð eins og ’Jagden’ „veiðar“). Stofnfundur undirfélags IEEE á Íslandi Fimmtudaginn 7. júní, kl. 17 verður haldinn stofnfundur undirfélags IEEE á Íslandi um merkjafræði, rás- ir og kerfi (signal processing/circuits and systems) í húsakynnum verk- fræðideildar HÍ, VR-II stofu 158. Stofnfundurinn er öllum opinn. IEEE á Íslandi, sem stofnað var sl. haust, er undirfélag alþjóðlega raf- magnsverkfræðifélagsins Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE). Dagskrá stofnfundarins verður þannig að Jón Atli og Ragnar flytja stutt ávörp, en síðan mun George Eisler flytja fyrirlestur um þróun ethernets. Dreifing reikniþunga á heimtaug Föstudaginn 8. júní nk. kl. 13 held- ur Gunnar Jakob Briem fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræði. Verk- efnið heitir Dreifing reikniþunga á heimtaug . Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR2 við Hjarð- arhaga 2–6 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Verkefnið var unnið í samstarfi við Conexant Syst- ems á Íslandi. Námskeið Endurmenntunarstofn- unar HÍ Vefsetur: www.endurmennt- un.is Námskeið í stjórnun lista og menn- ingarstofnana Umsjón: Rósa Erlingsdóttir verk- efnisstjóri jafnréttisátaksins. Kenn- arar: Dr. Lidia Varbanova, frá Búda- pest, Sue Kay, MA frá City University í London, Ása Richards- dóttir, Guðrún Bachman og Mary Ann De Vlieg, framkvæmdastjóri evrópska leikhúsráðsins (IETM). Tími: 10.–16. júní. Menningarstjórnun og evrópskt tengslanet Kennarar: Dr. Lidia Varbanova, frá Búdapest og Isabelle Schwarz framkvæmdastjóri ENCATC. Tími: 8. og 9. júní kl. 9:00–16:00. Stjórnunar-, leiðtoga- og starfs- framanámskeið IMG Umsjón: Rósa Erlingsdóttir verk- efnisstjóri jafnréttisátaksins. Leið- beinendur eru sérfræðingar Þekking- arsmiðjunnar á sviði stjórnunar. Tími: Lau. 9. júní kl. 10:00–18:00. Vísindavefurinn Hvers vegna? – Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurn- ingum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræð- ingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: http://www.vis- indavefur.hi.is Sýningar Árnastofnun Stofnun Árna Magn- ússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14–16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 11–16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst. Þjóðarbókhlaða Þróun námsefnis á 20. öld Þriðjudaginn 17. apríl var opn- uð í Þjóðarbókhlöðu sýning um þróun námsefnis. Sýningin ber heitið Þróun námsefnis á 20. öld: Móðurmálið – náttúran – sagan og stendur hún til 31. maí og er opin á opnunartíma safnsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sett er upp sýning af þessu tagi hér á landi. Hún tekur til námsefnis fyrir skyldunám og hafa verið valin sýnishorn námsbóka í nokkrum greinum frá því um og eftir aldamótin 1900, frá miðri öldinni og loks frá síð- ustu árum. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eft- irtöldum orðabönkum og gagnasöfn- um á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans. Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér- greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn. Gegnir og Greinir. http:// www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http:// www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagna- safn Íslands. Hægt að líta á rann- sóknarverkefni og niðurstöður rann- sókna- og þróunarstarfs: http://- www.ris.is Bridsfélag Siglufjarðar Þættinum hefir borist skemmti- legt fréttabréf frá Jóni Sigurbjörns- syni um það sem helzt er að gerast í bridsíþróttinni í Siglufirði en hann hefir sent okkur fréttir frá félaginu í vetur Mánudaginn 23. maí lauk þriggja kvölda tvímenningi, Skeljungs- mótinu, þar sem verðlaun eru gefin af umboðsmanni félagsins á staðnum, Haraldi Árnasyni. Eftir harða bar- áttu stóðu uppi sem sigurvegarar: Þorst. Jóhannss. og Stefán Bened.ss. 107. Anton Sigurbj.ss. og Bogi Sigurbj.ss. 92 Ari M. Aras. og Ari M. Þorkelss. 85 Friðfinnur Haukss. og Hreinn Magnúss. 70 Ólafur Jónsson og Guðlaug Márusdótti 59 Guðrún J. Ólafsd. og Kristín Bogad. 57 Að venju var Bronsstigameistari félagsins í lok starfsársins útnefndur, en þann titil hlýtur sá spilari sem bestum árangri nær á vetrinum. Bronsstigameistari félagsins árið 2001 varð Bogi Sigurbjörnsson með 459 stig eftir gríðarlega jafna bar- áttu. Bogi varð einnig bronsstiga- meistari í fyrra, en þá með verulega betra skor, eða 645 stig. Sá stigafjöldi er nú viðmiðun til sérstakra peninga- verðlauna en þeir sem ná hærra skori yfir veturinn en 645 stig fá sérstök peningaverðlaun. Ekki kom því til slíkra verðlauna í þetta sinn. Úrslit bronsstigakeppninnar urðu annars þessi: Bogi Sigurbjörnsson 459 stig Guðlaug Márusdóttir 451 stig Ólafur Jónsson 449 stig Anton Sigurbjörnsson 426 stig Ari Már Arason 419 stig Ari Már Þorkelsson 389 stig Vetrarstarfinu lauk að venju með veglegu lokahófi miðvikudagskvöldið 23. maí en næsti dagur, fimmtudag- urinn 24. maí, var uppstigningardag- ur og frídagur í vinnu. Lokahófið nú var að venju haldið með miklum glæsibrag þar sem borð svignuðu undan kræsingum og bjór flóði um öll borð í boði stjórnar. Svo vel undu bridsfélagar sér í veislunni að þeir sem síðast yfirgáfu samkvæmið dvöldu allt til hádegis daginn eftir. Í lokahófinu fór fram verðlaunaaf- hending fyrir öll mót vetrarins og kom þar margt merkilegt fram. Til dæmis kom það fram að í firma- keppni félagsins hafi það ótrúlega gerst að Benedikt Sigurjónsson hafði í þremur útdráttum alltaf dregist út til að spila fyrir Sparisjóð Siglufjarð- ar og til að toppa þessa einstæðu til- viljun vann hann firmakeppnina fyrir Sparisjóðinn sem þar með hlaut hin glæsilegu 1. verðlaun. Þetta afrek vann hann með tveimur makkerum sínum, þeim Georg Ragnarssyni og Erni Þórarinssyni. Í ræðu sem flutt var á lokahófinu kom fram að Benni hafði hlerað að Sparisjóðurinn myndi verðlauna hann sérstaklega með kon- íaki. Daginn fyrir lokahófið kom Benni þrisvar í Sparisjóðinn til að hitta Óla en hann var alltaf upptekinn í viðtölum eða í símanum. Guðrúnu móttökustjóra fannst mjög miður í þriðja skipti sem Benni kom, að hann skyldi ekki ná á Óla og spurði hvort hún gæti ekki tekið skilaboð. Þá svar- aði Benni, nei ég ætlaði bara að vita hvað þetta yrðu margir lítrar. Fleiri fóru á kostum í samkvæminu, t.d. Friðfinnur Hauksson sem meðal annars færði makker sínum, Hreini Magnússyni, forláta eggjabikar að gjöf með þakklæti fyrir að hann hafði aldrei barið hann allan veturinn fyrir vitleysurnar sem hann taldi sig hafa gert við spilaborðið. Ein sveit frá félaginu hefur skráð sig til þátttöku í Bikarkeppni BÍ. Sveitin sem ber nafnið „Síldarævin- týrið“ mun hefja baráttuna með heimaleik þar sem sveit af Austfjörð- BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n MENNTAMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.