Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 41
um, Austanvindurinn, kemur til Siglufjarðar samkvæmt útdrætti 1. umferðar. Í lok spilavertíðar fannst fréttarit- ara áhugavert að skoða árangur sigl- firsku bridsfjölskyldunnar á Íslands- mótum nýlokins starfsárs. Ber þá fyrst að telja Íslandsmeistaratitil þeirra hjóna Jóns Sigurbjörnssonar og Bjarkar Jónsdóttur í parakeppni. Þá urðu synir þeirra, Steinar og Birkir, Íslandsmeistarar í tvímenn- ingi, Steinar í opnum flokki og Birkir í flokki yngri spilara. Bróðir þeirra Ingvar varð síðan Íslandsmeistari yngri spilara í sveitakeppni. Sveit Boga Sigurbjörnssonar varð í 4. sæti Íslandsmótsins í sveitakeppni en sveitina skipuðu auk hans Birkir Jónsson, Jón Sigurbjörnsson og Ólafur Jónsson. Bestum árangri ein- stakra para á mótinu náðu þeir Jón og Ólafur. Á Íslandsmóti kjördæm- anna í sveitakeppni sem haldið var í Reykjanesi sl. vor urðu þeir Birkir og Bogi efstir í „Butler“-útreikningi 65 para. Þá tók sveit Boga Sigurbjörns- sonar þátt í Bikarkeppni Bridssam- bands Íslands. Með Boga spiluðu Birkir, Stefanía og Jóhann. Því miður reyndi ekki á árangur þar sem sveit- in þurfti að sæta útdrætti úr spila- stokki eftir fyrsta leik sinn við sveit Roche. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 41 FISKIFRÆÐINGAR Veiðimála- stofnunar vinna nú að verkefni, sem miðar að því að varpa ljósi á farleið- ir gönguseiða og fullorðinna laxa um ósasvæði Elliðaánna og út fyrir Viðey. Að sögn Sig- urðar Guðjóns- sonar, fram- kvæmdastjóra Veiðimálastofn- unar, auðveldar þekking á far- leiðum laxins forgangsröðun verk- efna, sem miða að því að koma í veg fyrir mengun, truflanir eða annað áreiti á laxinn eða seiðin á ósasvæðinu og er því einn þáttur í að tryggja framtíð laxins í Elliða- ánum. „Ef til vill geta rannsókn- irnar sýnt að gönguatferli sé tengt umhverfisskilyrðum, s.s. straumum, sjávarföllum og hita. Þekking á gönguleiðum og atferli laxins auð- veldar einnig skipulag Sundabraut- ar og annarra mannvirkja á þessu svæði,“ segir Sigurður. Tækjabúnaður og tilraunadýr Að sögn Sigurðar eru helstu tæki við rannsóknirnar rafeindafisk- merki, svokölluð hljóðsendimerki, og tilheyrandi búnaður, s.s. hljóð- nemar, móttökutæki og hlustunar- dufl. Með þessum tækjum sé hægt að afla upplýsinga um ferðir fiskanna og umhverfi þeirra. Verk- efnið á að standa yfir í tvö ár til að fá samanburð, ef til vill við ólíkar umhverfisaðstæður. Alls er stefnt að því að merkja 30 gönguseiði og er frekar reiknað með því að í flestum tilvik- um verði það eldisseiði, en e.t.v. eitthvað af allra stærstu seiðunum sem veiðast í athug- unargildruna. Stafar þetta af stærð merkjanna sem þó eru hin minnstu á markaðinum, 8,5x20 mm og 8,5x23 mm. „Leitast verður við að skrá sem mest af upplýsingum um dvöl seið- anna á ósasvæðinu. Notuð eru hlustunardufl sem staðsett eru í sundum milli lands og eyja og milli eyjanna. Hlustunarduflin slá inn kóða merkjanna þegar seiðin ganga um hlustunarsviðið. Drægni dufl- anna er 300 til 600 metrar. Á sama máta verða merktir 10 hoplaxar og fylgst með ferðum þeirra, en hop- laxar eru fyrr á ferðinni til sjávar en seiðin. Þegar hafa tvö náttúruleg seiði verið merkt og þeim sleppt og hafa þau komið fram í hlustunar- duflum úti á sundum,“ segir Sig- urður. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Þórólfur Antonsson fiskifræðingur krækir eitt hlustunarduflið upp úr sjónum undan Viðey. Farleiðirnar um ós Elliðaánna rannsakaðar ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.