Morgunblaðið - 03.06.2001, Side 45

Morgunblaðið - 03.06.2001, Side 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 45 OPIÐ HÚS Keilufell 30, einbýli Vel staðsett 147 fm einbýli ásamt 29 fm bílskúr innst í botnlanga. 3-4 svefnherbergi, góður garður og endurnýjað baðherbergi. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-15. V. 18,2 m. 1221 EINBÝLI Hábær - einbýli/tvíbýli Erum með í sölu á grónum og fallegum stað í Árbæjarhverfi gott hús á einni hæð. Húsið er í dag hannað og nýtt sem tvær góðar samþykktar íbúðir, báðar með sér- inngangi. Stærri hæðin er 148 fm ásamt 100 fm kjallara að auki og minni hæðin er 94 fm. Gott ástand á húsi að utan sem innan. Stór og gróin hornlóð. Kjörin eign fyrir stórfjöldskylduna að kaupa saman eða kaupa allt og leigja út aðra eignina. V. 29,0 m. 1527 Víðiás - einlyft einbýli með innb. tvöföldum bílskúr Vorum að fá í sölu 220 fm einlyft einbýlis- hús með innbyggðum bílskúr með fal- legu útsýni við Víðiás. Eignin skiptist m.a. í þrjú rúmgóð herbergi, stofu, borðstofu, eldhús og baðherbergi. Húsið afhendist fullbúið að utan en fokhelt að innan. Grófjöfnuð lóð. Gott tækifæri til að eign- ast fallegt einbýli í nýju hverfi. Teikningar á skrifstofu. V. 19,5 m. 1550 HÆÐIR Víðihlíð - glæsileg Glæsileg 7 herbergja 177 fm íbúð á 1. og 2. hæð í „raðhúsi“ ásamt 28 fm bílskúr. Á 1. hæðinni er forstofa, hol, tvær samliggj- andi stofur, gott herbergi, eldhús, þvotta- hús og snyrting. Á efri hæðinni eru fjögur góð herbergi, baðherbergi og geymsla. Tvennar svalir og góð timburverönd. Skipti á minni eign í Hlíðunum æskileg. Frábær staðsetning. V. 22,9 m. 1517 4RA-6 HERB. Krummahólar Falleg og björt 5 herb. 117 fm íbúð á 4. hæð í lyftublokk auk sólstofu. Eignin skiptist m.a. í 4 herb., þvottahús í íbúð, baðherb., eldhús og stofu. Sérgeymsla í kjallara. Fallegt útsýni. V. 12,5 m. 1558 Flókagata - glæsileg 3ja-4ra herb. glæsileg 106 fm íbúð í lítið niðurgröfnum kjallara. Íbúðin, sem skipt- ist í tvær stofur, 2 herb., eldhús og bað, hefur nær öll verið standsett, s.s. bað, eldhús, gólfefni, gler o.fl. Húsið hefur ný- lega verið standsett að utan. Sérinng. Glæsileg eign. V. 11,9 m. 1563 3JA HERB. Básendi - Smáíbúðahverfi Erum með í einkasölu ákaflega fallega og bjarta risíbúð í steinsteyptu þríbýlis- húsi. Íbúðin er u.þ.b. 70 fm að gólffleti og nýtist mjög vel. Parket á stofu og herbergi og litlar svalir út af svefnher- bergi. Flísalagt baðherbergi. Húsið stendur á grónum og rólegum stað. V. 8,8 m. 1552 Kaplaskjólsvegur - glæsileg 2ja herb. rúmgóð 62 fm íb. á 2. hæð. Íbúðin hefur mikið verið standsett á smekklegan hátt, m.a. baðherb., eldhús og gólfefni (parket og flísar). Ákv. sala. V. 8,9 m. 1541 Krummahólar Góð 63,6 fm íbúð á 1. hæð, nýtt gegn- heilt parket, rúmgott baðherbergi. Áhv. 2,6 m. Gott verð. V. 6,6 m. 9706 ATVINNUHÚSNÆÐI Laugavegur - verslunar- og þjónustupláss Vorum að fá í einkasölu gott verslunar- og þjónusturými á götuhæð, u.þ.b. 180 fm ásamt 120 fm kjallara. Plássið er í fallegu og virðulegu steinhúsi neðarlega við Laugaveg og fylgja því 4 sérbíla- stæði á baklóð. Laust 15.09.2001. V. 32,0 m. 1548 Lokað í dag, sunnudag Borgartúni 22, 105 Reykjavík. Sími 5-900-800. Álftavatn í Grímsnesi Sumarbústaður/Selmýrarvegi 11 Til sölu þetta fallega 50 fm sumarhús á besta stað í Gríms- nesinu. Um er að ræða 10 ára gamalt hús og stendur það á 5.000 fm eignarlóð nálægt Álftavatni. Kúpt klæðning utan í bjál- kastíl. Rafmagn og rennandi vatn. Risloft er yfir hluta hússins. Fallegar sérsmíðaðar innréttingar, fallegt innbú og rafmagns- tæki fylgja húsinu. Bílastæði fyrir 4-6 bíla. Frostfrítt vatnskerfi. Ásett verð 8,5 millj. Sjón sögu ríkari. Lágmúla 7, sími 55 12345 Öll húseignin á Hverfisgötu 18 er til leigu. Eignin skiptist í kjallara, 1. hæð, 2. hæð og ris og er heildarflatarmál eignar 567 fm. Upplýsingar veitir Stóreign í síma 55 12345. Hverfisgata 18 HAGAMELUR 27 Vorum að fá í sölu fallega og bjarta 3ja herb. 71 fm íbúð í kjallara (ath. lítið niðurgrafin og stutt frá Háskólanum). Tvö rúmgóð herb. og rúmgóð og björt stofa. Íbúð mikið endurnýjuð. Parket á gólfum. Hús nýl. viðg. Nýl. gler og rafmagn. Sérinng. Fallegur suðurgarður m. leiktækjum. Áhv. 4,2 millj. Verð 9,8 millj. LAUS FLJÓTLEGA. Hulda og Jón sýna íbúðina frá kl. 14–17 í dag, sunnudag. GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 OPIÐ HÚS SUNNUD. 3. JÚNÍ NÖKKVAVOGUR Snotur og falleg 2ja herb. íb. í kj. í fallegu fjór- býli. Baðherb. nýlega standsett. Heimreiðin er öll hellulögð, góð aðkoma. Áhv. 2,2 millj. Verð 7,5 millj. Laus í ágúst. 1394 FAXASKJÓL Rúmg. og björt 3ja herb. íb. í kj. með sérinngangi í þríbýlishúsi. Stórt baðherb. Gott eldhús. Nýir ofnar og lagnir. Verð 9,5 millj. Góð staðsetning. 1365 LAUGARNESVEGUR Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. íb. í kj. með sérinngangi í fjölb. Stærð 92 fm. Verð 9,5 millj. Laus fljótlega. 1513 FELLSMÚLI Rúmgóð 4ra herb. íb. á 1. hæð í fjölb. Tvær saml. stofur. Tvö svefnherb. Parket og flísar. FAXASKJÓL Rúmg. og björt 3ja herb. íb. í kj. með sérinngangi. Stórt baðherb. Gott eldhús. Nýir ofnar og lagnir. Verð 9,5 millj. 1365 HJARÐARHAGI - BÍLSKÚR Rúmg. 3ja herb. íb. á 1. hæð ásamt bílskúr og herbergi í kjallara. 2 saml. stofur. Baðherb. nýl. stand- sett. Stærð 91 fm. Hús í mjög góðu ástandi. Verð 11,9 millj. 1482 HÁALEITISBRAUT - BÍLSKÚR Rúmg. 4ra herb. íb. á jarðhæð ásamt 25 fm bílskúr. 3 svefnherb. Rúmg. eldhús, góð innr. Að- gengi út á sérverönd frá stofu. Verð 11,9 millj. 1447 FÍFURIMI Glæisleg efri sérhæð með sérinngangi ásamt innb. bíl- skúr. Tvær stofur. Rúmg. eldhús, búr og þvottahús innaf. Stærð 118 fm samtals. Hús í mjög góðu ástandi. Verð 14,5 millj. 1507 LANGHOLTSVEGUR - BÍLSKÚR Gott endaraðhús ásamt inn- byggðum bílskúr. 3 stofur, 3-4 svefnherb. Rúmgott eldhús. Stórar suðursvalir. Bílskúr og mikið vinnurými á jarðhæð. Húsið er í góðu ástandi. Stærð 200 fm. 1505 LAUGARÁSVEGUR - LAUST Vorum að fá í sölu einbýlishús á tveimur hæðum ásamt sérb. bílskúr. Hægt að gera tvær íbúðir með sérinngangi. Stærð 209 fm + 41 fm bílskúr. Stór gróin lóð. LAUST STRAX. 1460 Skora á launa- nefndina MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá fundi Starfsmannafélags Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson- ar 28. maí 2001 þar sem segir meðal annars: „Starfsmannafélag Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar harmar seinagang og viljaleysi samninga- nefndar Launanefndar sveitarfélaga til að koma til móts við sanngjarnar launakröfur tónlistarkennara. Nú þegar samið hefur verið við alla aðra kennara skýtur skökku við að tónlistarkennarar, með margra ára sérnám að baki, séu hunsaðir. Lýsir þetta menningarfjandsamlegu við- horfi. Eins og rannsóknir sýna hefur tónlistarnám víðtæk jákvæð áhrif á þroska og gengi ungmenna. Auk þess er sannað að menningarstarf skilar þjóðarbúinu beinhörðum hagnaði. Við skorum á Launanefnd sveitar- félaga að standa við gefin fyrirheit, koma til móts við tónlistarkennara og semja strax.“ Sálfræðingur flytur fyrirlest- ur hjá Styrki STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 5. júní kl. 20:30. Heiðdís Valdimarsdóttir sálfræð- ingur flytur erindi um þróun marg- miðlunardisks til að aðstoða konur með stökkbreytt brjósakrabba- meinsgen við að meta stöðu sína. Heiðdís er búsett í New York og starfar þar sem gestaprófessor við Mount Sinai-sjúkrahúsið. Í frétt frá Styrki segir að allir velunnarar félagsins séu velkomnir. Tveggja ára af- mælishátíð Herbalife Í TILEFNI af tveggja ára starfs- afmæli Herbalife á Íslandi halda fyr- irtækið og dreifingaraðilar þess af- mælishóf á Grand hóteli í Reykjavík næstkomandi miðvikudagskvöld, 6 júní, kl. 19.00. Af þessu tilefni kemur hingað til lands einn af aðalforsvarsmönnum Herbalife-fyrirtækisins – Alan Lor- enz lögfræðingur frá Bretlandi. Alan Lorenz situr í stjórn fyrirtækisins og ferðast á vegum þess út um allan heim og heldur fyrirlestra. Herba- life-fyrirtækið er 21 árs gamalt með miðstöðvar og þjónustu í fimmtíu og einu landi. Nánari upplýsingar veita dreifingaraðilar Herbalife á Íslandi. Heldur fyrirlest- ur um sannleika og heimild RÓBERT H. Haraldsson, heimspek- ingur, heldur fyrirlestur í hádegis- fundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir „Sannleikur og heimild: Einstök vandamál eða al- mennt klúður“, þriðjudaginn 5. júní. Fundurinn fer fram í stóra sal Nor- ræna hússins, hann hefst kl. 12:05 og lýkur stundvíslega kl. 13:00. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og er aðgangur ókeypis. Í fyrirlestrinum verður rætt um gagn og ógagn heimspekilegrar um- ræðu um heimildir, minningar og staðreyndir. Tekin verða nokkur dæmi af því hvernig slík umræða get- ur leitt menn í ógöngur, sem torratað er úr. Róbert H. Haraldsson er dokt- or í heimspeki frá Háskólanum í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Hann hefur fengist við kennslu og rann- sóknir á Íslandi síðan 1992 og gegnir nú stöðu lektors við heimspekiskor Háskóla Íslands. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.