Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER kannski til marks umtíðaranda í dögun nýrraraldar að áhugi fyrir þjóð-legri og upprunalegri tónlist hefur ekki verið meiri í mörg ár. Víst ræður þar miklu mikil velgengni Buena Vista flokksins, en einnig að eftir því sem alþjóðavæðingin malar fleiri menningarkima í þjóðamjöl átta fleiri sig á, að vert er að varð- veita það sem stingur í stúf. Áður- nefndur Buena Vista flokkur hafði það með sér meðal annars, að vera skipaður framúrskarandi listamönn- um sem komnir voru af léttasta skeiði og hefur kallað á, að aldur- hnignir tónlistarhöfðingjar víðar um heim hafa fengið uppreisn æru, eins og sannast á sögunni af sígauna- sveitinni frá Rúmeníu, Taraf de Haidouks, sem nýtur sívaxandi vin- sælda víðast á Vesturlöndum og hef- ur til að mynda leikið fyrir fullum húsum í helstu löndum, aukinheldur sem skífur sveitarinnar hafa selst bráðvel. Fátt er skemmtilegra en sígauna- tónlist eins og sannast hefur í gegn- um aldirnar og tónskáld sótt þangað innblástur og hugmyndir. Ung- verska tónskáldið Bela Bartok sagði eitt sinn, að ekki væri rétt að tala um sígaunatónlist, því ungversku síg- aunarnir sem hann kynntist, væru einfaldlega að leika ungverska tón- list og svo má segja reyndar um síg- auna víða í Mið-Evrópu, því þeir hafa öðrum fremur varðveitt þjóð- legar hefðir í tónlist, leikið þjóðlega sveitatónlist löngu eftir að borg- arbúar voru búnir að þynna allt út með sölu- og yfirborðsmennsku. Austur í Rúmeníu kallast sígaunar sem leika tónlist lautari, en svo voru nefndir hirðtónlistarmenn grískra konunga og tyrkneskra soldána á öldum áður, en flestir voru þeir Rúmenar eða Moldavar. Þegar þá vinnu þraut, sneru menn aftur til heimahéraða sinna og tóku til við að leika í brúðkaupum og jarðarförum og gera þar reyndar enn þann dag- inn í dag. Lautar-mennska gengur í arf Lautar-mennska gengur í arf frá föður til sonar eða náfrænda þegar svo ber við. Sá sem fæðist inn í slíka fjölskyldu fæst við tónlist frá blautu barnsbeini og lærir á mörg hljóðfæri til að tryggja atvinnumöguleika sína. Tónlistin dregur yfirleitt keim af héraðinu eða þorpinu sem hann elst upp í og sum héruð verða nafntoguð fyrir framúrskarandi tónlistarmenn, þar á meðal svæðið í kringum þorpið Clejani suður af Búkarest, sem kem- ur meira við sögu síðar. Þegar menn hafa náð góðu valdi á hljóðfæraslætti komast þeir í hljóm- sveit, taraf, en orðið taraf er komið úr arabísku og undistrikar sterk áhrif frá tyrkneskri og arabískri tón- list. Smám saman ná menn að vinna sig upp, byrja í veigalitu hlutverki, en ef þeir standa sig vel kemur að því að þeir fá að snarstefja og verða ef til vill einn af leiðtogum slíkrar hljómsveitar þegar þeir eru komnir til vits og ára. Fjöldi liðsmanna í tar- af-sveit er reyndar nokkuð á reiki, enda aðal slíkra sveita að geta lagað sig að aðstæðum, en löngum hefur það þótt til marks um ríkidæmi, hversu margir hljóðfæraleikarar eru í hljómsveitinni, þegar höfðingjar halda veislu. Góður lautar verður að vera jafn- vígur á mörg hljóðfæri eins og getið er, en hann verður líka að vera fær í flestan sjó þegar kemur að því að spila ólíkar gerðir tónlistar. Hljóm- sveitin á allt undir því að geðjast þeim, sem á hana hlusta og gildir einu hvort leitað er eftir fjörugri gleðitónlist, drykkjuvísum eða sorg- armarsi. Tónlistin er líka fengin að láni ef svo má segja; góður lautar er fljótur að ná lagi; það er nóg fyrir hann að heyra það einu sinni til að geta spilað það eftir eyranu og kennt öðrum í fjölskyldunni að spila það með sér. Undir stjórn Ceausescus var bannað að spila fjölda þjóðlaga, því mörg sögðu þau frá hetjudáðum konunga og aðalsmanna. Í þeirra stað komu þjóðlög sem búið var að laga að sósíalískri hugsun, dauð- hreinsa og staðla. Meðal sígauna lifði aftur á móti gamla hefðin með gömlu lögunum, enda skipti enginn sér af sígaunum, sem voru utan við hið stéttlausa þjóðfélag alþýðulýðveldis- ins. Fyrir vikið varðveittu sígaun- arnir merkilegan þátt í rúmenskri menningu, þótt íbúar Rúmeníu fáist seint til að samþykkja það. Eins og getið er, eru tónlistar- menn frá Clejani og nágrenni róm- aðir fyrir færni og þekkingu og það- an kemur einmitt hljómsveitin Taraf de Haidouks, sem nefnd er í upphafi þessarar samantektar. Upprunalega hét hljómsveitin Lautari de Clejani eða Taraf de Clejani, tónlistarmenn- irnir / hljómsveitin frá Clejani. Í des- ember 1986 tók franska ríkisútvarp- ið upp verk með Taraf de Clejani, sem gefið var út á plötu 1988 undir merki Ocora. Sú plata er býsna góð, en vakti ekki ýkja mikla athygli framan af. Taraf de Clejani verður Taraf de Haidouks Ungverskur tónlistarmaður Stéphane Karo, sem bjó í Brussel í Belgíu og hljómsveitarfélagi hans, Michael Winter, fóru í búð sem seldi notaðar plötur í leit að tónlist sem þeir gætu leikið með hljómsveit sinni, sem lék arabíska tónlist. Þar rákust þeir á Ocora-plötuna áður- nefndu og sumarið 1989 notaði Karo sumarfríið sitt til að reyna að hafa upp á tónlistarmönnunum sem skip- uðu Clejani-hljómsveitina, Taraf de Cleijani. Um það leyti var Ceaucescu að missa völdin og ástandið í Clejani heldur aumt, en þar hitti hann meðal Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Sígaunasveit- in ógurlega Í kjölfar vinsælda Buena Vista-flokksins keppast menn við að leita að áhugaverðri þjóðlagatónlist víða um heim og þar á meðal í Evrópu. Árni Matthíasson segir frá rúmensku sígaunasveitinni Taraf de Haidouks. Þrjár vikur á toppnum í USA. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. NÝTT Í BÍÓ Tveimur fremstu njósnurum heims hefur verið rænt og aðeins börnin þeirra geta bjargað þeim!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.