Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 57 annars fyrir Nicolae Neacsu, sem var steinhissa á því að ungur maður hefði áhuga á tónlistinni sem hann var að spila, enda var hann búinn að leggja fiðluna á hilluna og beið eftir því að fá að deyja. Heimsókn Karos hleypti nýju lífi í Neacsu, sem kallaði til ættmenni sín og lék inn á band fyrir Karo nokkur lög. Ekkert varð úr frekari upptökum að sinni, enda varð bylting í Rúmen- íu þá um haustið. Ári síðar komu þeir Karo og Winter svo til Clejani til að eyða þar sumrinu. Þeir ákváðu í framhaldi af því, að taka upp plötu með hljómsveitinni og senda hana í tónleikaferðir. Eins og getið er kall- aðist hljómsveitin Lautari de Clejani eða Taraf de Clejani, tónlistarmenn- inrir / hljómsveitin frá Clejani, en það þótti þeim Karo og Winter held- ur loðin lýsing. Þeir settu því saman nafnið Taraf de Haidouks, en haid- ouk er stigamaður eða ræningi. Ekki vantaði tónlistarmenn í Clej- ani og það tók þá Laro og Winter drjúgan tíma að setja saman sex manna kjarna, sem í voru meðal ann- ars elstu og reyndustu tónlistar- mennirnir, en þegar upp var staðið var hljómsveitin ellefu manna á aldr- inum frá þrettán ára fram yfir sjö- tugt. Sú sveit hélt síðan í sína fyrstu tónleikaferð um Evrópu, lék meðal annars á Womad hátíðinni bresku og vakti að sögn gríðarlega athygli, en svo vel tókst til að belgíska fyrirtæk- ið Crammed Discs samdi við sveitina um útgáfu á plötu. 1991 kom síðan út platan Musique Des Tziganes De Roumanie, sem byggist að einhverju leyti á Ocora plötunni gömlu. Platan seldist afskaplega vel og komst með- al annars ofarlega á lista yfir sölu á þjóðlegri tónlist og fjöldi tónleika- ferða fylgdi í kjölfarið. Upp frá því má segja að Taraf de Haidouks hafi verið á sífelldu ferða- lagi og er með vinsælustu tónleika- sveitum í Evrópu að því er fróðir menn segja, enda verður allt vitlaust á tónleikum sveitarinnar. Hún hefur einnig hrifið menn vestan Atlantsála og til að mynda leikið inn á plötu með Kronos kvartettinum og í einka- samkvæmum Johnny Depp. Plata númer tvö, Honourable Brigands, Magic Horses and Evil Eye, kom svo út 1994 og Dumbala Dumba 1998. Fyrstu tónleikarnir í Búkarest Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir víða í Evrópu er Taraf de Haidouks flokkurinn ekki ýkja vinsæll í heima- landinu, enda andúð á sígaunum sterk þar í landi og ekki langt síðan stjórnmálamaður, sem meðal annars vildi senda alla sígauna siglandi til Indlands, í pappakössum, fékk þriðj- ung atkvæða í forsetakosningum þar í landi. Að auki keppast Rúmenar við að standa jafnfætis vestrænum ná- grönnum sínum, ef ekki í rækt við menningu sína og hefðir, þá í neyslu og tískutildri og finnst sígaunatón- list gamaldags og hallærisleg. Meðal annars til að koma sveitinni á fram- færi heima fyrir, ákvað Crammed útgáfan að setja upp fyrstu tón- leikana með hljómsveitinni í Búk- arest. Þrennir tónleikar voru síðan haldnir í desember á síðasta ári og hljóðritaðir. Úr upptökusafninu var síðan valið á eina plötu, Band of Gypsies, sem kom út fyrir stuttu. Á plötunni má vel heyra hvað það er sem gert hefur Taraf de Haidouks eins vinsæla og raun ber vitni, en í nokkrum lögum er önnur sígauna- sveit, Kocani Orkestar lúðrasveitin, í aukahlutverki og setur óneitanlega svip sinn á það sem fram fer með villtri spilamennsku. Þeir sem gaman hafa af fjörlegri tónlist eiga eftir að taka Taraf de Haidouks opnum örmum og ástæða til að benda aðdáendum Buena Vista flokksins á skífur sveitarinnar, þótt tónlistin sé vitanlega harla frábrugð- in gamaldags kúbverskri sveiflu. Síðan er bara að vona að einhver gerist svo framtakssamur að flytja sveitina inn. Sannkallað spæjaratilboð hjá AMERICAN STYLE: Gegn framvísun bíómiða færð þú: Ostborgara, franskar, sósu og kók á 495 kr.- ásamt fullt af spæjaradóti fyrir allafjölskylduna meðan birgðir endast. Sími 551 5103C a r l o s SALSA með Carlos Júní- námskeið Sími 551 5103O r v i l l e AFRÓ Í JÚNÍ Kennari: Orville

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.