Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 64

Morgunblaðið - 03.06.2001, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Páll Skúlason, rektor Háskólans, segir að flestir sjóðanna í sjóðasafn- inu séu minningarsjóðir og ætlað að styrkja og efla vísindastörf á til- teknum fræðasviðum. Hann segir að hver og einn sjóður lúti stofnskrá og kjörinni stjórn og sé undir eft- irliti dómsmálaráðuneytisins. Ekk- ert fé fari úr þeim í rekstur Háskól- ans, heldur nýtist það fremur einstaklingum og framþróun í vís- indum í einstökum fræðigreinum. „Það er Háskólanum vitanlega mikill styrkur að hafa slíka sjóði að bakhjarli og finnan þann hlýhug sem liggur þeim að baki,“ sagði Páll og bætti við að í skoðun væru hug- myndir um endurskoðun stjórna sjóðanna með tilliti til breyttra að- stæðna á fjármálamarkaði, svo þeir haldi áfram að eflast. „Í flestum tilfellum er fé veitt úr þessum sjóðum af árlegum vaxta- tekjum,“ segir Páll. „Höfuðstóllinn SJÓÐIR Háskóla Íslands, eða svo- nefnt sjóðasafn hans, hagnaðist um ríflega þrjár milljónir króna milli áranna 1998 og 1999 og eign sjóða- safnsins í árslok 1999 nam alls um 15,7 milljónum króna. Hrein eign sjóða í vörslu Háskóla Íslands nam samtals um einum milljarði króna í árslok 1999, að því er fram kemur í árbók Háskólans fyrir árið 2000 sem er nýkomin út. Stærstu sjóðir í vörslu Háskóla Íslands eru Sátt- málasjóður með hreina eign upp á 162 milljónir króna, Háskólasjóður sem á 116 milljónir og Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr sem á 144 milljónir. Stærsti einstaki sjóðurinn er þó Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands. Hann er í tveimur hlutum og sá hluti sem Háskóli Íslands varðveitir átti í lok ársins 1999 11,5 milljónir en í vörslu Eimskipa- félagsins voru 196 milljónir. er aldrei skertur og beinlínis eru ákvæði um að Háskólanum beri að ávaxta féð svo það rýrni ekki.“ Endurskoðun á fyrirkomulagi Háskólasjóðsins Athygli vekur að í vörslu Eim- skipafélags Íslands eru nálega 196 milljónir kr. sem eru hluti af s.k. Háskólasjóði Eimskipafélagsins. Sá sjóður er m.a. stór hluthafi í Eim- skipafélaginu, á 5,5% hlutafjár. Páll segir að viðræður hafi staðið yfir milli Háskólans og Eimskips um endurskoðun á fyrirkomulagi því sem ríkt hefur um eignarhald og vörslu sjóðsins. Forráðamenn Eim- skips hafi unnið að mótun tillagna í því sambandi. Hann segir þau mál öll enn á vinnslustigi, en bendir þó að Háskólinn fái reglulega framlög úr sjóðnum, t.d. fimmtán milljónir kr. fyrir skemmstu til uppbygging- ar á þráðlausum tölvunetum innan skólans. „Við höfum fjallað um málefni Háskólasjóðsins við forráðamenn Eimskipafélagsins og segja má að ákveðin endurskoðun sé í gangi þótt þeirri vinnu sé ekki lokið,“ sagði Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands. Eignir sjóðasafns Háskóla Íslands 15,7 milljónir kr. í árslok 1999 Hrein eign sjóða í vörslu Háskólans einn milljarður SUMARIÐ getur verið seiðmagnað þegar sólin yljar og skerpir skugg- ana á förnum vegi. Á myndinni speglast sumarið inn í linsu ljós- myndarans og gefur gönguferð kon- unnar með barnavagninn ævintýr- anlegan blæ, þar sem kyrrðin ræður ríkjum með bláma vatnsins í baksýn. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Spegilmynd af sumri FLUGVÉL Landgræðslunnar, Páll Sveinsson, verður brátt tilbúin til að hefja árlegt áburð- arflug. Verið er að skipta um skrúfur og er gert ráð fyrir að fyrsta flugið verði 19. júní næstkomandi. Um 20 flugmenn taka að sér flugið í ár en flugmenn hafa sem kunnugt er annast áburð- arflugið endurgjaldslaust. Í næstu viku sitja þeir upprifjun- arnámskeið og taka síðan nokkrar lendingar áður en þeir hefja sjálft áburðarflugið. Þrír til fjórir flugmenn skiptast á um flugið dag hvern. Ráðgert er að byrja á Auð- kúluheiði en þar er flogið út frá flugvelli við Blöndulón sem Landsvirkjun hefur látið útbúa. Verið er að leggja lokahönd á að yfirfara vélina fyrir sumarið og skipta um skrúfur og verður hún flughæf þegar líður á vik- una. Áburð- arflugið hefst 19. júní ingarvinna og upplýsingar fylgja um sögu hvers verks. Myndirnar verða keyrðar í gegnum tölvulestur sem gerður verður leitarbær. Þannig verður hægt að leita í öllum texta þessara 200 þúsund blaðsíðna. „Við erum sannfærðir um að notk- un á þessu efni verður mikil. Í raun má segja að allir sem vinna í þeim fræðigreinum sem tengjast 19. öld- inni hafi þarna aðgang að því efni sem er kannski hvað verðmætast hvað heimildir snertir,“ segir Þor- steinn. Aðgangur að safninu verður not- endum að kostnaðarlausu. stoðarlandsbókavörður segir að elsta íslenska ritið sem gert verður aðgengilegt sé Islandske maaneds- tidninger, sem gefið var út í Hrapps- ey 1773–1776, alls 536 blaðsíður í þremur árgöngum. Verkefnið felst í því að mynda allt efnið með stafrænni myndavél. Ráð- gert er að þrír starfsmenn annist það verk og áætlað er að það taki um þrjú ár. Næsta haust er áætlað að búið verði að mynda um þrjú þúsund blaðsíður og að þær verði notaðar til þess að prófa allar vinnslulínur fyrir verkefnið. Jafnframt fer fram mikil skrán- ALLS verða um 200 þúsund blaðsíð- ur úr tímaritum og dagblöðum sem gefin voru út á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi fram að 1920 aðgengileg á Netinu eftir u.þ.b. tvö ár, þar af um 160 þúsund blaðsíður úr íslenskum ritum. Þetta er liður í verkefninu Vestnord sem Landsbókasafn Ís- lands – Háskólabókasafn átti frum- kvæði að og er styrkt af Rannís og Nordinfo. Í Landsbókasafni hefur verið unn- ið sl. eitt og hálft ár að tæknilegri þróun verkefnisins í samráði við þjóðbókasöfnin í Grænlandi og Fær- eyjum. Þorsteinn Hallgrímsson að- Gömul norræn tímarit aðgengileg á Netinu FUNDUR stóð yfir milli samninga- nefndar Reykjavíkurborgar og þroskaþjálfa hjá Ríkissáttasemjara í gær. Verkfall þroskaþjálfa hjá Reykjavíkurborg hefur staðið í hálf- an mánuð, en samningar tókust milli þroskaþjálfa og launanefndar sveit- arfélaga fyrir helgi. Ekki verða haldnir samningafund- ir í öðrum deilum um hvítasunnuna. Þroskaþjálf- ar ræða við borgina ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.