Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 2

Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isVinna feðgarnir þriðja sinn í röð? /B4 Íslendingar töpuðu fyrir Írum á EM í golfi / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r7. j ú l í ˜ 2 0 0 1 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmann til að greiða dóttur skjólstæðings síns, sem sýkn- aður var af ákæru fyrir kynferðisbrot gagnvart henni í Hæstarétti hinn 28. október 1999, 100 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa gert á hlut hennar eða brotið gegn friðhelgi hennar með ummælum um sakamálið í fjölmiðlum. Í dómsorði segir að Jón Steinar hafi brotið góða lögmanns- hætti með háttsemi sinni og ummæl- unum. Var hann enn fremur dæmdur til greiðslu 400 þúsund króna í máls- kostnað. Héraðsdómur vísaði hins vegar frá dómi þeirri kröfu stefnanda að Jóni Steinari yrði veitt áminning. Ummælin sem stefnt var fyrir birt- ust í fjölmiðlum á tímabilinu 5. nóv- ember 1999 til 28. sama mánaðar, en stefnt var vegna ummæla í tíu skipti, þar af sex á útvarpsstöðinni Bylgj- unni, einu sinni í Morgunblaðinu, tvisvar í Degi og einu sinni á Rás 2. Héraðsdómur taldi þó að í þrjú skipti hefði Jón Steinar ekki gengið of langt í málsvörn sinni fyrir skjólstæðing sinn. Héraðsdómur segir m.a. í niður- stöðu sinni að skv. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1991 sé óheimilt að skýra op- inberlega frá því sem fram fer í lok- uðu þinghaldi. Bar að virða friðhelgi og æruvernd stefnanda „Stefnda, Jóni Steinari, var því í umfjöllun sinni óheimilt að skýra frá öðru sem fram kom undir rekstri málsins en því sem fram kemur í dómsendurritum,“ segir í dóminum. Enn fremur segir dómurinn að hlut- verk Jóns Steinars sem verjanda ákærða í hæstaréttarmálinu frá 1999 hafi m.a. verið að draga fram það sem veikt gæti framburð stefnanda fyrir lögreglu og dómi. En eftir að málið hafi verið dæmt og skjólstæðingur hans sýknaður hafi honum borið að virða friðhelgi og æruvernd stefn- anda. Innt eftir viðbrögðum sínum við dómi héraðsdóms, sagði Sif Konráðs- dóttir, hrl. og lögmaður stefnanda, að í málinu hefðu ummæli Jóns Steinars þótt fara út fyrir mörk þess sem lög- menn hefðu áður tjáð sig um dóms- mál, sérstaklega með tilliti til þess að hann hefði vísað til hluta sem aðeins höfðu komið fram við lokuð þinghöld sem væri ekki heimilt. „Vegna þess hversu langt ummæli Jóns Steinars um persónu og æru umbjóðanda míns gengu, þótti nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort slíkt væri heimilt. Það er niðurstaða héraðsdóms að svo sé ekki. Ég tek þó fram að ég lít alls ekki svo á að lögmönnum sé óheimilt að taka þátt í umræðum um dómsmál sem þeir hafa haft til meðferðar. Það er því villandi ef menn ætla að ræða þennan dóm sem óeðlilega takmörk- un á tjáningarfrelsi lögmanna. Hér er einfaldlega komist að þeirri niður- stöðu að háttsemi af því tagi sem Jón Steinar sýndi brjóti gegn lögum, m.a. gegn lögum um meðferð opinberra mála.“ Jón Steinar Gunnlaugsson sagðist aðspurður myndu áfrýja dómi hér- aðsdóms. „Málssókn þessi var byggð á því að ég hefði brotið af mér þegar ég tók til varna fyrir mann sem hafði verið sýknaður af refsikröfu í Hæsta- rétti Íslands, við aðstæður, sem mér liggur við að segja að hafi verið mestu múgæsingar í manna minnum, þar sem hann var á opinberum vettvangi talinn sekur þrátt fyrir sýknudóm- inn,“ sagði Jón Steinar. „Með því voru brotin á honum mannréttindi hans. Við þessa málsvörn, sem fram fór á opinberum vettvangi, hefur enginn dregið í efa að allt sem ég sagði var satt og rétt.“ Dóminn kvað upp Auður Þorbergs- dóttir héraðsdómari. Jón Steinar Gunnlaugsson dæmdur til greiðslu miskabóta Talinn hafa brotið góða lögmannshætti RAGNAR Axelsson (RAX), ljós- myndari Morgunblaðsins, hlaut í gær sérstaka heiðursviðurkenn- ingu fyrir fyrsta flokks frétta- ljósmyndun á Leica Oskar Barnak verðlaunahátíðinni, sem haldin er í Arles í Frakklandi. Ragnar hlaut viðurkenninguna fyrir ljósmyndir teknar á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum, sem sýna lífshætti á norðurslóðum. Í umsögn dómnefndar um verk Ragnars segir meðal annars: „Ljósmyndir Ragnars Axels- sonar, frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum, sem sýna fólk og hefð- bundna lífshætti þeirra, eru bæði hugmyndaríkar og ljóðrænar. Hefur honum á undanförnum áratug tekist að draga upp nær- gætna og skilningsríka mynd af fiskimönnum, veiðimönnum og bændum í baráttu þeirra við hin hörðu náttúruöfl norðursins.“ Yfirskrift keppninnar í ár var Samband manns og umhverfis. Leica Oskar Barnak verðlaunin sjálf hlaut franski ljósmyndarinn Bertrand Meunier fyrir myndir teknar í iðnaðarborgum í Kína. Ljósmyndir hans eru svart-hvítar og sýna þá mengun og fátækt sem er í þessum borgum. Dóm- nefndin sagði meðal annars að myndir Meuniers sýndu á áhrifa- mikinn hátt hvaða áhrif gríð- arstórar verksmiðjur hefðu á umhverfi sitt. Þetta er fyrsta stóra viðurkenning Meuniers sem fréttaljósmyndara. Leica Oskar Barnack hátíðin var fyrst haldin árið 1979, en þá voru hundrað ár liðin frá fæð- ingu Leica Oskar Barnack, sem fann upp 35 millimetra mynda- vélina. Keppnin snýr að frétta- ljósmyndun og er hún talin ein stærsta og virtasta keppni sinnar tegundar í heiminum, en í ár voru lögð fram verk 286 ljós- myndara frá öllum heims- hornum. Leica Oskar Barnak- ljósmyndahátíðin í Arles í Frakklandi Ragnar Axelsson hlýtur heiðursviðurkenningu Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá sýningu á ljósmyndum Ragnars Axelssonar, á ljósmyndahátíðinni í Arles. Á myndinni til hægri má sjá hvar Gero Fuscheim, frá Leica- myndavéla- framleiðandanum, afhenti verðlaunin í rómversku hringleikahúsi. Á myndinni eru, taldir fr.v.: Fuscheim, Bertrand Meunier og Ragnar Axelsson. PÓSTBURÐARGJÖLD í einkarétti Íslandspósts innanlands hækka að meðaltali um 5% á þriðjudag í næstu viku. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti leyfi til hækkun- arinnar 1. júlí sl. og tekur hún eins og fyrr segir gildi 10. júlí nk. Áskell Jónsson, framkvæmdastjóri mark- aðs- og sölusviðs Íslandspósts, segir hækkunina nú vera til að vega upp á móti almennum kostnaðarhækkun- um, sérstaklega launakostnaði. „Staðreyndin er sú að 60% rekstr- arkostnaðar okkar er launakostnað- ur og þegar launahækkanir verða eins og hafa orðið upp á síðkastið þarf að bregðast við með einhverjum hætti,“ sagði Áskell sem kvað hækk- unina ekki eiga eftir að snerta al- menning mikið en stór fyrirtæki sem eiga mikil viðskipti við Póstinn kynnu að finna eitthvað fyrir hækk- uninni. Lægsti þyngdarflokkurinn, 20 gramma bréf, hækkar úr 40 krón- um í 42, 50 gramma bréf fara úr 50 í 53 krónur og 250 gramma póstur fer úr 110 í 115 krónur. Ný frímerki verða ekki prentuð heldur verða þau gömlu yfirprentuð, þ.e. ný tala prentuð í stað þeirrar sem fyrir var. Yfirprentun frímerkja hefur ekki tíðkast á Íslandi síðustu hálfa öld eða svo og var það síðast gert árið 1956. Póstburð- argjöld hækka MISRÆMI kom fram í útreikningi hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæð- isins í hluta fréttar sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn um atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu. Í gær birtist í Morgunblaðinu leið- rétting frá Vinnumiðlun vegna þessa en þar kemur fram að hluti fréttar- innar sem fjallaði um 20% aukningu á atvinnuleysi á einu ári hafi verið á misskilningi byggður. Þegar haft var samband við Hugrúnu Jóhannes- dóttur, forstöðumann Vinnumiðlun- ar höfuðborgarsvæðisins, segir hún að skekkjan sé komin frá Vinnumiðl- un. Tvö viðmið í útreikningum Að sögn hennar eru alltaf notuð tvö viðmið í útreikningum um at- vinnuleysi. Frá árinu 1975 hefur mæling atvinnuleysis verið miðuð við fjölda atvinnuleysisdaga í mánuði. Þeir eru umreiknaðir í meðalfjölda atvinnulausra (ársverk) í mánuði sem gefur þá fjölda þeirra sem hafa verið atvinnulausir allan mánuðinn. Fjöldi virkra daga í mánuði er nú notaður við að deila í fjölda atvinnu- leysisdaga í mánuði til að fá þessa tölu. Fyrir árið 1975 var hins vegar stuðst við fjölda atvinnulausra í lok mánaðar. Þessar tölur eru enn not- aðar við að greina atvinnuleysi eftir aldri, síðustu starfsgrein, menntun o. fl. þáttum. Vinnumiðlanir styðjast að jafnaði við fjölda á skrá í lok dags og ekki síst í lok mánaðar til að fylgj- ast með stöðu og þróun atvinnuleys- is. Fjöldi í lok mánaðar er yfirleitt nokkuð hærri en meðalfjöldinn í mánuði bæði vegna þess að sumir eru aðeins atvinnulausir að hluta og aðrir eru atvinnulausir aðeins hluta úr mánuði. „Við notuðum sem sagt annað við- miðið í öðrum samanburðinum en hitt í hinum og þess vegna varð þetta misræmi,“ segir Hugrún og bætir við að hið rétta sé að þrátt fyrir nokkurn vaxandi fjölda fólks á at- vinnuleysisskrá síðustu vikur séu færri skráðir atvinnulausir á höfuð- borgarsvæðinu nú en á sama tíma í fyrra. „Ef við miðum við júlí er munur- inn nánast enginn. Í júlí 2000 voru alls 1.430 manns á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu en 1.406 manns 1. júlí sl.,“ segir hún en sam- kvæmt þessu hefur atvinnuleysið þá minnkað sem nemur 1,7%. Misræmi í út- reikningi um atvinnuleysi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.