Morgunblaðið - 07.07.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 07.07.2001, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mér hefur gengið illa að fá vinnu – hvernig er best að bera sig að við atvinnuleit? SVAR Undirbúningurinn er lykilatriði.Allt of margir fara af stað í at- vinnuleit án undirbúnings og sinna atvinnuleit- inni ekki skipulega. Það er ekki vænlegt til ár- angurs, en að sjálfsögðu skiptir markaðurinn líka máli. Markaðurinn undanfarið hefur verið að taka breytingum, ekki hefur verið eins auð- velt að komast í starf og áður, hvort sem um er að ræða faglærð eða ófaglærð störf. Versl- unar- og þjónustugeirinn virðist vera að ná jafnvægi í bili og svo er ekki eins mikil hreyf- ing í skrifstofugeiranum og hefur verið und- anfarin þrjú ár. Þessar breytingar gera það að verkum að umsækjendur um hvert starf eru margir og slagurinn harður. Það er því enn meiri ástæða til að vanda til verks og undirbúa sig vel fyrir atvinnuleitina. Best er að byrja strax á fyrsta degi, hvort sem verið er að klára skóla, fyrri vinnu lokið eða eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að skipta um starf. Á fyrsta degi er best að byrja strax kl. 9, með því að setjast niður og fara í sjálfsskoðun.  Hver er ég  Hverju er ég góð/ur í (styrkleikar)  Hvað mætti ég bæta (veikleikar)  Hvað vil ég  Hvert stefni ég Það er grundvöllur að þekkja sjálfa/n sig vel og vera tilbúin/n að svara spurningum um sjálfa/n sig varðandi styrkleika og veikleika, því þetta eru spurningar sem við þurfum alltaf að vera að spyrja sjálf okkur að í gegn um lífið og þurfum við að sanna fyrir atvinnurekendum að við séum hæfustu starfsmennirnir. Við þurfum einnig að vita vel hvað við viljum og hvert við stefnum. Þegar við höfum velt þessu vel fyrir okkur, byrjum við á að útbúa ferilskrá þar sem við látum koma fram upplýsingar eins og:  Nafn, kennitölu, heimilisfang, síma númer, netfang  Námsferil (menntun)  Starfsferil (reynsla síðastliðin 10 ár)  Tungumála- og tölvukunnáttu  Áhugamál  Félagsstörf  Persónulega eiginleika  Meðmælendur (a.m.k. tvo) með starfs- heiti og símanúmeri Einnig þarf að útbúa umsóknarbréf sem er hugsað til þess að vekja athygli á ferilskránni. Í umsóknarbréfi er í stuttu og hnitmiðuðu máli sagt frá því af hverju sótt er um hjá fyrirtæk- inu og um hvaða starf (ef það er auglýst), hvað verið er að gera í dag og hvert stefnt er í fram- tíðinni. Ég mæli eindregið með bókinni „Frá umsókn til atvinnu“ eftir Jón Birgi Guðmunds- son, en í henni eru mörg góð dæmi um um- sóknarbréf, ferilskrár o.fl. Þegar við erum orðin sátt við ferilskrána og umsóknarbréfið/in (ath. ferilskrá og umsókn- arbréfið þarf að aðlaga með tilliti til mismun- andi starfa), fáum við vini eða fjölskyldu- meðlimi til að lesa hana yfir. Síðan útbúum við lista með þeim fyrirtækjum sem við höfum hug á að vinna hjá og þeim ráðningarstofum sem við ætlum að leggja gögnin okkar inn á. Því næst notum við alla morgna í að merkja við og senda gögnin um okkur til fyrirtækja. Þá þarf að vera búið að kynna sér fyrirtækið t.d. á Net- inu og stíla umsóknina á starfsmannastjóra eða viðkomandi starfsmannaþjónustu. Eftir 3-4 daga er svo hægt að hringja eða senda raf- póst á viðkomandi og fylgja gögnunum eftir. Varðandi ráðningarstofur, þá er um að gera að panta sér viðtalstíma hjá ráðgjafa, því þeir vita best hvernig ástandið er á markaðinum og einnig er það gott tækifæri til að þjálfa sig fyr- ir atvinnuviðtal. Almenn kurteisi er að láta ráðningarstofur vita þegar búið er að fá vinnu og láta taka sig af skrá. Eftir hádegið er svo mjög mikilvægt að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir sjálfan sig, t.d. fara í líkamsrækt, sund, hitta vini, sinna félagsstörfum o.s.frv. Það er ljóst að í framtíð- inni kemur fólk til með að skipta um starf á 3-4 ára fresti og fær þ.a.l. líka oft synjun um starf sem sótt er um. Ekki má láta það draga úr sér þrótt og besta leiðin til að halda þróttinum er að sinna heilsunni, jafnt líkamlega sem and- lega. Það er mun líklegra að einstaklingur sem hefur undirbúið sig vel og unnið skipulega í öllu ferlinu verði jákvæður og hafi meira sjálfs- öryggi þegar kemur að atvinnuviðtali en sá einstaklingur sem hefur sinnt ferlinu óskipu- lega og brotið sjálfan sig niður andlega. Því eins og ég sagði hér áður, erum við að keppa við svo marga á markaðinum og þurfum að leggja alla krafta okkar og kænsku í atvinnu- leitina. Gefðu þér því góðan tíma í undirbún- inginn – næsta starf gæti verið ætlað fyrir þig! Hvernig ber ég mig að í atvinnuleit? eftir Öglu Sigríði Björnsdóttur Atvinnuleit er ekkert annað en markaðssetning á okkur sjálfum ........................................................... persona@persona.is Höfundur er ráðningarstjóri Vinna.is Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, félags- leg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. ÞEIR sem beita starfsfólk breskra sjúkrastofnana ofbeldi, hella yfir það fúkyrðum eða sýna af sér annan ruddaskap eiga á hættu að verða neit- að um aðgang að sjúkrahúsum í allt að eitt ár nái tillögur sem lagðar verða fram á breska þinginu nú í haust fram að ganga. Svo rammt kveður að ofbeldismál- um innan breska heilbrigðiskerfisins að á síðasta ári urðu 65 þúsund starfs- menn fyrir árásum og einn af hverj- um þremur hjúkrunarfræðingum mátti þola fúkyrðaflaum. Undanfarin ár hefur ofbeldistilfellum fjölgað mjög innan bresku heilbrigðisþjón- ustunnar og í kjölfar þess hefur kom- ið fram tillaga um að neita þeim sem beita ofbeldi um aðgang að heilbrigð- isþjónustu. Ekki munu þessar reglur ná yfir þá sem haldnir eru geðsjúk- dómum og leitast verður við að með- höndla alla sem eru í bráðri lífshættu. Sjúklingarnir sem hér um ræðir munu fyrst fá aðvörun, eða gula spjaldið, við fyrsta brot en við annað brot það rauða sem felur í sér að þeim verður neitað um aðstoð. Gripið verður til fleiri aðgerða til að auka öryggi starfsfólks á sjúkrahús- um, til dæmis verður komið fyrir fleiri eftirlitssjónvörpum, neyðarhnappar settir upp og svo verður starfsfólki boðið upp á kennslu í sjálfsvörn. Þyk- ir nú mörgum sem undarleg staða sé komin upp þegar þeir sem velja sér þann starfa að liðsinna öðrum verða að þola dónaskap og ofbeldi frá skjól- stæðingum sínum eða jafnvel að- standendum þeirra. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, hefur heitið þeim stofnunum stuðningi sem hyggj- ast taka upp þessar nýju vinnureglur. Sjúklingar fá rauða spjaldið Bresk sjúkrahús London. Reuters. ALSJÁLFVIRKT gervihjarta hefur í fyrsta sinn verið grætt í mann. Við- brögð læknasamfélagsins við þessum fregnum hafa verið allt frá varfærn- um fögnuði yfir í harða gagnrýni. Gervihjartað er búið til úr plasti og títaníum og er á stærð við greipaldin. Læknar við Háskólann í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum græddu það í deyjandi sjúkling sl. mánudag. Talsmaður sjúkrahússins sagði að á þriðjudagskvöld hefði sjúklingurinn verið vakandi og fengið heimsókn ástvina. Læknar segjast vænta þess að ígrædda hjartað lengi líf sjúklingsins um einungis einn mánuð eða svo. En tækið telst mikil tækniframför frá þeim gervihjörtum sem notuð voru á níunda áratugnum og eru tengd með vírum og pípum við vélbúnað utan líkamans. Nýja hjartað, sem nefnist Abio- Cor, er alveg sjálfvirkt og engir vírar eða pípur eru tengdar við það. Því kemur afl frá rafhlöðu sem borin er utan á líkamanum og sendir straum í gegnum húðina til ígrædds spennu- keflis, stýrikassa og vararafhlöðu. Ígrædda rafhlaðan, sem er á stærð við venjulegan símboða, getur virkað í um hálfa klukkustund á milli hleðslna. Einn af frumkvöðlum gervihjarta- tækni í heiminum, dr. Robert K. Jar- vik, var ekki of hrifinn af aðgerðinni. „Margra ára reynsla hefur kennt okkur að það er óþarfi að fjarlægja hjartað,“ sagði hann. Nýja gervi- hjartað væri það stórt að svo að segja engin kona gæti notað það og þessi tækni gæti nýst aðeins um einu pró- senti þeirra sem kynnu að þurfa á hjartaígræðslu að halda. Dr. David Faxon, forseti banda- rísku hjartasamtakanna, sagði ígræðsluna ef til vill vera stórt skref fram á við í þróun gervihjartatækni. En draumurinn um ígræðanlegt, var- anlegt gervihjarta væri enn ekki orð- inn að veruleika. „Hér er auðvitað um að ræða tilraun og langtímaárangur af henni á eftir að koma í ljós,“ sagði Faxon. Blendin við- brögð lækna Louisville í Bandaríkjunum. AP. ReutersNýja gervihjartað er búið til úr plasti og títaníum. Fyrsta alsjálfvirka gervihjartað grætt í mann Tveir efnisþættir, sem birtir hafa verið undanfarin misseri í Vikulokunum á laugardögum, færast yfir í Lesbók Morgun- blaðsins frá og með deginum í dag. Þetta eru Á slóðum Ferða- félags Íslands og Vísindavefur Háskólans. Tvennt færist yfir í Lesbók

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.