Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 31

Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 31 ra til fyr- ykja fyrir- þau birta þau verð- únir til að hættan er æta að ég inn verð- singagjöf. viljug að ð hjálpar til dæmis verða selj- verð ynt u sum fyr- sérstaka a á fjár- miðla til að nar, Össur með síma- verður til n betur.“ ptir miklu eyfist jafn ess vegna u á að fá vaða áhrif yrirtækja, átta sig á rinnar á framlegð æki skýra ngisbreyt- líka kom- tar dragi ppgjörun- Þetta er la flestra slæm, en þau munu ef til vill vinna það marg- falt til baka síðar að óbreyttu gengi.“ Jónas Gauti: „Varðandi framsetn- inguna þá er það til dæmis oft þann- ig að skuldir eru sundurliðaðar eftir því í hvaða mynt þær eru, en ekki tekjur og gjöld almennt, og þarna mætti bæta úr. Það skiptir til dæmis verulegu máli í hvaða mynt tekjurn- ar eru þegar verið er að leggja mat á verðmæti fyrirtækis og fyrirtækin veita gjarna upplýsingar um þetta ef þau eru spurð. Æskilegra væri ef þessar upplýsingar kæmu skýrt fram í ársreikningi.“ Pálína: „Eitt atriði enn sem nefna má í sambandi við skort á upplýs- ingagjöf er að oft vantar upplýsing- ar um kaupverð fyrirtækja. Þá á ég við að þegar skráð fyrirtæki kaupa óskráð fyrirtæki vantar oft mikið upp á upplýs- ingar um kaupverð. Þetta stafar oft af því að seljendurnir vilja ekki gefa upp kaupverðið en þetta getur verið óheppi- legt þegar verið er að leggja mat á virði skráða félagsins.“ Almar: „Til að við getum metið skráða fyrirtækið eftir kaup þess á hinu óskráða þá verðum við að hafa upplýsingar um kaupverðið.“ Of mikið af upplýsingum aðeins til málamynda Nú var ekki skylda að skila þriggja mánaða uppgjöri í vor, það verður skylda frá og með næsta hausti, en sum fyrirtæki skiluðu þó uppgjöri eða að minnsta kosti ein- hverjum upplýsingum um rekstur- inn. Þegar litið er til þess hve mörg fyrirtæki hafa skilað afkomuviðvör- unum, sérstaklega vegna gengis- áhrifanna, hefði þá mátt búast við betri heimtum af þriggja mánaða uppgjörum, eða voru skilin fullnægj- andi? Almar: „Að meðaltali stóðu fyr- irtækin sig ekki nógu vel. Í fyrsta lagi birtu ekki nægilega mörg félög árshlutauppgjör og þá má kannski orða það þannig að of mikið hafi ver- ið um að félög hafi sent frá sér af- komutölur til þess eins að senda frá sér afkomutölur. Tilgangurinn að upplýsa fjárfesta var í sumum til- vikum ekki hafður nægilega í fyr- irrúmi og dæmi voru um að menn sendu aðeins frá sér fáeinar tölur, sem skildu nánast eftir fleiri spurn- ingar en þær svöruðu, í stað þess að gefa heildstæða mynd af afkomunni.“ Edda Rós: „Ársreikn- ingar eiga að gefa glögga mynd af stöðu og rekstri fyrirtækja. Á síðustu árum eru komn- ar nýjar fjármálavörur á markað á borð við afleiður og vaxtaskipta- samninga, og upplýsingagjöf í reikn- ingum ætti að taka mið af því. Þess vegna getur þurft að sýna aðra liði nú en fyrir nokkrum árum til að fá glögga mynd af rekstrinum.“ Nú hefur reglum um meðferð söluhagnaðar verið breytt, þannig að söluhagnaður varanlegra rekstr- arfjármuna kemur fram efst í rekstrarreikningnum en söluhagn- aður af hlutabréfaeign undir fjár- magnsliðum. Í byrjun að minnsta kosti virtist þetta rugla þá dálítið í ríminu sem reyndu að átta sig á af- komunni. Hvernig metið þið áhrifin af þessari breytingu nú? Jónas Gauti: „Það er rétt, þetta hefur heldur gert mönnum erfiðara fyrir að átta sig á því hvað er sölu- hagnaður og hvað er hefðbundinn rekstur.“ Edda Rós: „Þetta hefur líka valdið misskilningi í fréttaflutningi, því fréttamenn hafa ekki endilega tíma til að kafa í reikningana. Og þeir ættu heldur ekki að þurfa að eyða miklum tíma í reikningana til að finna út úr þessu því þetta á að koma skýrt fram.“ Maður hefur einmitt tekið eftir því að ekki er alltaf getið um sölu- hagnaðinn í fréttatilkynningum svo fara þarf í reikninginn sjálfan til að átta sig á þessu... Almar: „Varðandi framsetningu fréttatilkynninganna þá truflar það okkur svolítið að oft og tíðum eru þær skrifaðar til að fanga athygli fréttamanna og jafnvel til þess að þeir gleypi ómelt það sem þar stend- ur. Menn stilla hlutunum þá upp sér í hag og í sjálfu sér er ekkert út á það að setja að menn leggi áherslu á ákveðna þætti eftir atvikum. Það er hins vegar mjög mikilvægt fyrir út- gefendur verðbréfanna að hafa í huga að þótt fyrstu viðbrögð við slík- um fréttatilkynningum kunni að vera góð eiga þau það til að breytast þegar fjárfestar hafa haft tíma til að rýna nánar í reikningana. Og til lengri tíma er fyrirtækjunum ekki til framdráttar að mála hlutina bjartari litum en efni standa til. Að- almálið er að viðhalda stöðugleika í upplýsingagjöf og að menn skipti ekki um mælikvarða á rekstrarár- angur eftir því hvernig vindar blása. En það er rétt að taka fram að það er eðlilegt að einhver fyrirtæki hafi gert mistök í framsetningu upplýs- inga, rétt eins og við höfum gert mistök við að túlka þær upplýsingar sem við höfum fengið. Þetta stafar af því að bæði fyrirtæki og fjárfestar eru að læra, það tekur tíma sem eðli- legt er.“ Edda Rós: „Varðandi söluhagnað- inn þá tel ég að það sé eitthvað sem menn muni læra á og að það muni lagast. Fram að áramótum réðu fyr- irtæki því með hvorri aðferðinni þau færðu söluhagnaðinn. Frá og með áramótum verður samræmi í þessu og ég held að þetta muni breytast.“ Esther: „Það má líka nefna að fyr- irtæki mættu oft gefa ýtarlegri upp- lýsingar um söluhagnaðinn og sund- urliða hvernig hann er til kominn. Það vantar nokkuð upp á þetta nú.“ Ekki samræmt uppgjör birgða og verðbréfa Þið talið um í minnisblaði sem þið hafið tekið saman að þið viljið sam- ræma framsetningu reikninga í ákveðnum geirum. Í þessu sam- bandi dettur manni fjármálageirinn og umræða um mismunandi fram- setningu á skuldabréfaeign í hug, þar sem ýmist er talið fram miðað við kaupkröfu eða markaðsverð. Er framsetning reikninga í þeim geira vandamál? Jónas Gauti: „Fyrir hinn almenna fjárfesti er þetta ekki nægilega skýrt og það væri til bóta að staðla þetta. Það má að vísu lesa út úr reikningunum hver staða hvers fyr- irtækis er, en hún blasir ekki endi- lega við.“ Edda Rós: „Ég tel að aðalmálið sé að það komi fram hver munurinn á uppgjörsaðferðunum er, en það eru rök fyrir báðum aðferðum. Og ég held að undantekningarlaust sé tek- ið fram í fréttatilkynningum fjár- málastofnana hversu miklu það myndi breyta að gera upp með ann- arri aðferð. Aðalmálið er sem sagt að hægt sé með einföldum hætti að lesa sömu hluti út úr reikningunum en það er mjög erfitt í sumum at- vinnugreinum.“ Esther: „Hér má nefna olíugeir- ann sem dæmi, þar eru birgðir færð- ar með ólíkum hætti og það skekkir samanburð. Til að auðvelda saman- burð innan sömu greinar er áríðandi að það komi skýrt fram hvaða upp- gjörsaðferðir eru notaðar og þá sér- staklega ef breytt er um aðferðir.“ Guðjón: „Í þessu sambandi má ef til vill minnast á reglur Reiknings- skilaráðs, en þar er meðal annars fjallað um einkenni gagnlegra upp- lýsinga í reikningsskilum. Án þess að ég fari að lesa þær upp hér þá eru helstu kjarnaatriðin þau að upplýs- ingarnar þurfa að vera skiljanlegar, þær þurfa að skipta máli, vera áreiðanlegar og samanburðarhæfar. Í raun og veru er það þannig að ef hlutirnir eru gerðir með þessum hætti þá ná menn því fram sem við erum að tala um hér og þetta eru því gagnlegar reglur til að hafa í huga.“ Hvert er viðhorf fyrirtækjanna til upplýsingagjafarinnar. Eru þau al- mennt viljug að gefa upplýsingar þegar eftir þeim er leitað, eða reyna menn að gefa sem minnst upp? Almar: „Eitt þarf að hafa í huga í þessu sambandi og það er að fyr- irtækin verða að gæta jafnræðis og veita öllum upplýsingar í einu. Það verður því miður stundum til þess að fyrirtæki gefa of litlar upplýsingar.“ Pálína: „Sum fyrirtæki senda frá sér mikið af upplýsingum á meðan ekkert heyrist frá öðrum. Það mætti vera meira samræmi í þessu. Eins mættu fyrirtæki greina betur að hvaða upplýsingar þau senda út og hverjar ekki. Stundum senda þau frá sér mikið af upplýsingum, en ekki endilega þær sem máli skipta.“ Esther: „Fyrirtækin halda líka oft upplýsingum fyrir sig af samkeppn- isástæðum og þau verða að meta hvort kemur sér betur að birta meira af upplýsingum fyrir fjárfesta eða halda meiru eftir til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilarnir fái of góðar upplýsingar um þau. Þetta verður að vera mat hvers og eins fyrirtækis.“ Almar: „Þegar skráð fyrirtæki eru í samkeppni við óskráð fyrirtæki er staðan erfið. Skráðu félögin benda í sumum tilvikum á að keppi- nautur þeirra hafi takmarkaðri skyldu að sinna og af þeim sökum vilji þau sníða upplýsingagjöf sína sem mest að því sem beinlínis er skylt að þau birti. Þessi röksemd er vel skiljanleg en fyrirtækin verða þó að athuga að þau geta glatað bæði ákveðnu trausti og áhuga markaðar- ins við að gefa ekki fullnægjandi upplýsingar að mati markaðarins.“ Þolinmæði markaðarins á þrotum Hvað með viðbrögð markaðarins hér á landi við því ef uppgjör sem birtist er í miklu ósamræmi við það sem búist var við? Edda Rós: „Ég held að markaður- inn hafi verið nokkuð þolinmóður hér gagnvart þessu, en mér sýnist það vera að breytast.“ Almar: „Við sjáum yfirleitt ekki sömu viðbrögð við slæmum óvænt- um fréttum og þekkjast á erlendum mörkuðum, en þá ber þó að gæta að því að þar er seljanleiki bréfanna yf- irleitt meiri og stórir fjárfestar geta selt hluti sína hratt og án erfiðleika.“ Pálína: „Við erum að bera okkur saman við markaði sem eru yfirleitt miklu eldri og þroskaðri en mark- aðurinn hér heima, sem er ekki nema nokkurra ára gamall, svo það gefur augaleið að viðbrögðin þar eru önnur en hér. Við þurfum að læra þessa hluti og það tekur tíma, rétt eins og markaðirnir úti þurftu tíma til þess í upphafi.“ Svona að lokum, hvernig er með Verðbréfaþing Íslands, stendur það sig í að fylgjast með að upplýsinga- gjöf sé í lagi? Guðjón: „Það er rétt að láta þess getið að Samtök banka og verð- bréfafyrirtækja hafa átt gott sam- starf við Verðbréfaþingið. Samstarf þetta hefur miðað að því að þróa markaðinn enn frekar til jafns við það sem best tíðkast erlendis.“ Pálína: „Ég held að þróunin und- anfarið hjá Verðbréfaþingi hvað varðar upplýsingagjöf hafi verið í rétta átt.“ Almar: „Við höfum núna nærtækt dæmi sem er Lyfjaverslunin. Hún var sett á Athugunarlista, sem er tæki sem Verðbréfaþing hefur til að vekja athygli á óvissu í tengslum við félag. Það að lenda á þessum lista þarf ekki að vera neikvætt í sjálfu sér, fyrirtæki geta til dæmis lent þar vegna samrunaviðræðna, en í þessu felast upplýsingar fyrir fjárfestinn. En ég tek undir það að Verðbréfa- þingið sé á réttri leið enda þarf það að taka tillit til aukinna krafna markaðarins. Við verð- um þó að athuga að bætt upplýsingagjöf er sam- vinnuverkefni allra á markaðnum, okkar, Fjármálaeftirlitsins, Verðbréfaþings, félag- anna sem þar eru skráð og svo fram- vegis.“ Edda Rós: „Eitt má nefna sem snertir Verðbréfaþing annars vegar og aðhald markaðarins hins vegar og það eru útboðs- og skráningar- lýsingarnar. Ef útboðslýsingar frá því fyrir nokkrum árum eru bornar saman við þær sem nú eru gerðar er mikill munur á. Báðar uppfylla lög og reglur, en gæði upplýsinganna sem fram koma í dag eru allt önnur og meiri. Það er mjög jákvæð þró- un.“ upplýsingagjöf fyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands Almar Guðmundsson og Esther Finnbogadóttir. Morgunblaðið/Arnaldur Pálína Hafsteinsdóttir. þjófsson. ki auki upplýsingagjöf tingu rekstraráætlana ngi u- ð- p- en ar. p- m, in Niðurstöðutala flestra fyrir- tækja verður mjög slæm. Yfirleitt var upplýsinga- gjöfin ekki nógu góð. haraldurj@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur Guðjón Rúnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.