Morgunblaðið - 07.07.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.07.2001, Qupperneq 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ þessa dagana þegar ríkisstjórnin virðist ráðþrota í efnahagsmálunum og hver höndin er þar uppi á móti annarri eftir að foringinn Davíð Oddsson er bú- inn að snúast heilan hring í sölumálum ríkisbankanna og hef- ur úrskurðað Íslend- inga annars flokks í eigin landi, eru stjórnarherrarnir búnir að finna sér matarholu til að rétta við fjárhag ríkisins. Sjúklingaskattar Davíðs Oddssonar Nýi heilbrigðisráðherrann er sendur út af örkinni með þau tíð- indi að til þess að fjárlög standist verði að skattleggja sjúklinga sér- staklega um a.m.k. 300 milljónir króna. Greiðslur sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu eru hækkaðar um 20–30% og hámarksgreiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu áður en afsláttarkorti er náð eru hækkaðar um 50%. Greiðsla sjúklings fyrir röntgenrannsóknir hækkar til al- mennings yfir 50%, en gjald lífeyr- isþega og barna hækkar enn meira, því þar fer hækkunin yfir 67%. Ekki er tekið tillit til aldraðra og öryrkja sérstaklega, þess hóps sem hefur umfram aðra verið hlunnfarinn af þessari ríkisstjórn. Loforðin um bætt kjör til þessa hóps náðu aðeins til afmarkaðs hluta hans við lagabreytinguna á almannatryggingunum í vor og fengu lífeyrisþegar með um 20 þúsund krónur í eigin tekjur eða úr lífeyrissjóði enga hækkun á lífeyri sinn, né nokkra kjara- bót. Mikið vantar upp á að greiðslur al- mannatrygginga hafi hækkað eins mikið og launavísitala í tíð þessarar ríkisstjórn- ar. Veruleg skatta- hækkun á lífeyr- isþega Ríkisstjórnin hyggst bjarga efna- hagslífinu með skattlagningu á þá sem síst skyldi, – aldraða, öryrkja og sjúka, með helmings hækkun gjalda í heilbrigðisþjónustunni og dýrari lyfjum. Félag eldri borgara í Reykjavík lét gera athugun á kjörum aldraðra í vetur. Sam- kvæmt henni hefur ýmis þjónusta hækkað mun meira en lífeyris- greiðslur og bitnar það því illa á öldruðum. Þetta kemur skýrt fram í Morgunblaðinu 13. maí sl. í við- tali við þá Ólaf Ólafsson fyrrver- andi landlækni og formann Félags eldri borgara og Pétur Guðmunds- son stjórnarmann, undir fyrirsögn- inni ,,Tími bænabréfa er liðinn“. Þar kemur einnig fram að aldraðir hyggjast ekki una meðferð ríkis- stjórnarinnar á kjörum þeirra og því séu þeir að undirbúa tvær lög- sóknir á hendur ríkinu. Samtök aldraðra hafa margoft bent á að í tíð þessarar ríkisstjórn- ar hafa álögur á aldraða í formi hærri gjalda og dýrari lyfja verið verulegar og langt umfram hækk- anir á lífeyri. Nú þyngist fram- færslan enn með þessum nýju sjúklingasköttum, sem gengu í gildi um mánaðamótin. Gefum þessari ríkisstjórn frí Það er grundvallaratriði að vel- ferðarþjónustan sé aðgengileg fyr- ir alla á sambærilegum kjörum. Gjald fyrir hana má ekki vera það hátt að sjúkir verði að neita sér um læknisþjónustu eða nauðsynleg lyf. Ríkisstjórnin hefur misst öll tök á efnahagsmálunum, verðbólg- an æðir áfram, gengið hefur fallið um 25% undanfarið ár og 40% ef miðað er við Bandaríkjadal. Svona efnahagsástand rýrir ekki aðeins kjör lífeyrisþega heldur landsmanna allra. Er ekki kominn tími til að gefa þessum mönnum frí frá lands- stjórninni? Seilst í vasa sjúklinga Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Efnahagsmál Ríkisstjórnin hyggst bjarga efnahagslífinu með skattlagningu á þá sem síst skyldi, segir Ásta R. Jóhann- esdóttir, þ.e. aldraða, öryrkja og sjúka. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Reykjavík. S ANDRA Day O’Con- nor sagði meðal ann- ars að sumir fangar á dauðadeildum fang- elsa landsins ættu ekki aðgang að góðri lög- fræðiaðstoð. Þeir sem hefðu fé á milli handanna og gætu keypt þjónustu góðra lögfræðinga væru miklu betur settir en þeir sem þyrftu að sætta sig við að dómstólar skipuðu þeim verj- endur. Tölur frá Texasríki árið 2000 bentu til að 28% hærri lík- ur væru á að þeir sem hefðu slíka verjendur yrðu sakfelldir og ef svo færi á annað borð væri 44% líklegra að þeir hlytu dauðarefs- ingu en þeir sem keyptu sér lög- fræðiaðstoð. Dómarinn sagði að kannski væri tími til kom- inn að setja reglur um lág- marksskilyrði sem verjendur yrðu að uppfylla og um lág- markslaun til handa skipuðum verjendum, svo hæfir lögfræð- ingar fengjust til starfans. Og hæstaréttardómarinn benti líka á, að þótt vitað væri að DNA- próf gætu sýnt fram á sekt eða sakleysi dæmdra manna, færi því fjarri að allir hefðu rétt til að láta framkvæma slík próf. Flest ríki Bandaríkjanna hefðu látið undir höfuð leggjast að setja lög um DNA-prófanir á sönnunargögnum í sakamálum sem þegar hefur verið dæmt í. Í erindi sínu á fundi samtaka kvenlögfræðinga í Minnesota sl. mánudag benti Sandra Day O’Connor á að í fyrra hefðu sex fangar á dauðadeildum verið sýknaðir og alls hefði 90 dauða- dæmdum verið sleppt úr haldi frá 1973. Þetta benti til að inn- an núverandi kerfis gætu sak- lausir menn verið teknir af lífi! Og enn hélt hæstaréttardóm- arinn áfram og lýsti því yfir að áheyrendur hennar hlytu að varpa öndinni léttar daglega af því að dauðarefsing er ekki við lýði í Minnesota. Erindi hæstaréttardómarans þykir skýrt merki um breytta umræðu um dauðarefsingu í Bandaríkjunum. Ekki vegna þess að neitt nýtt hafi komið fram; allir vita jú að dauða- dæmdir menn hafa oft farið í gegnum réttarkerfið með fá- kunnandi og lélega verjendur upp á arminn, meira að segja eru dæmi um að verjandi hafi sofið heilu og hálfu réttarhöldin. Nauðsyn á endurbótum á þessu kerfi hefur verið flestum ljós og nú liggur lagafrumvarp fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem lagt er til að sett verði ákveðin lágmarksskilyrði sem skipaðir verjendur verða að uppfylla þegar þeir taka að sér mál manna sem eiga dauða- dóma yfir höfði sér. Það var heldur ekkert nýtt í erindi hæstaréttardómarans um rannsóknir á erfðaefninu DNA. Bandarískir fjölmiðlar hafa skýrt frá tilraunum dauða- dæmdra til að fá slíkar rann- sóknir gerðar á gömlum líf- sýnum. Ef það tekst á annað borð, sem er alls ekki öruggt vegna þess að föngum er sjaldnast tryggður sá réttur, þá taka slíkar rannsóknir mánuði, jafnvel ár. Og loks dró hæstaréttardóm- arinn svo þá ályktun að sak- lausir menn kynnu að hafa verið teknir af lífi í Bandaríkjunum. Þeir hefðu getað leynst í hópi þeirra rúmlega 700 manna sem teknir hafa verið af lífi á und- anförnum aldarfjórðungi. Dóm- arinn er ekki einn um þá álykt- un, því skemmst er að minnast þess að ríkisstjóri Illinois ákvað að slá öllum aftökum í ríkinu á frest um óákveðinn tíma, eftir að í ljós kom að 13 manns sátu saklausir á dauðadeildum í rík- inu. Sakleysi þeirra hefði aldrei verið sannað án DNA-rann- sókna. Erindi dómarans vakti alla þessa athygli af því að repúbli- kaninn Sandra Day O’Connor hefur hingað til verið ötull stuðningsmaður dauðarefsingar og oft ráðið úrslitum í málum sem skipta dauðadæmda fanga miklu. Hún átti sinn þátt í að hæstiréttur þrengdi mjög skil- yrði við áfrýjunum dauða- dæmdra og gerði þeim m.a. erf- iðara að bera fyrir sig vanhæfi verjenda. Hún átti líka úrslita- atkvæði þegar rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að aftökur þroskaheftra stríddu ekki gegn stjórnarskránni. En nú, eftir 20 ár með skikkju hæstaréttardómara á herðunum, virðist Sandra Day O’Connor hafa hugsað málin dá- lítið upp á nýtt. Hún hefur að vísu aldrei verið jafnslæm og íhaldssamir kollegar hennar, sérstaklega þeir Antonin Scalia og Clarence Thomas, heldur oft mildað afstöðu réttarins veru- lega. Nú virðist henni farið að ofbjóða verulega og það skortir ekki tilefnin. Ári eftir að hún settist í réttinn var einn dauða- dæmdur fangi tekinn af lífi í Bandaríkjunum. Á síðasta ári voru þeir áttatíu og fimm. Og hátt í fjögur þúsund bíða aftöku á dauðadeild. Hugsanleg sinnaskipti Söndru Day O’Connor gætu þó skipt minna máli en ætla mætti því hún ku vera að íhuga að draga sig í hlé frá dómarastörfum. Ge- orge W. Bush, forseti og fyrr- verandi ríkisstjóri Texas, hefur sýnt það og sannað að hann tel- ur enga ástæðu til að endur- skoða dauðarefsinguna og hann heldur því blákalt fram að í Texas virki kerfið eins og til er ætlast. Í því kerfi voru 40 tekn- ir af lífi á síðasta ári, nærri helmingur allra sem teknir voru af lífi í Bandaríkjunum. Forset- inn skipar áreiðanlega skoð- anabróður í hæstarétt og þá skiptir engu þótt flestir sjái nú að margir sakborningar fá hvorki sómasamlega verjendur né DNA-rannsóknir og séu hugsanlega dæmdir saklausir. Dómarinn og dauðinn Í Bandaríkjunum gerðust þau stórtíð- indi í vikunni að einn hæstaréttardóm- ara landsins, repúblikaninn Sandra Day O’Connor, lýsti áhyggjum sínum af framkvæmd dauðarefsinga í landinu. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu FORSÆTISRÁÐ- HERRA, Davíð Odds- son, flutti þjóð sinni boðskap hinn 17. júní síðastliðinn, þann fyrsta á nýrri öld. Forsætisráðherra hef- ur ríkt í 10 ár á valda- stóli, á mesta góðæris- tímabili sem Íslendingar minnast um langa hríð. Nú hafði þessi mesti stjórnmálaskörungur liðinnar aldar tækifæri til að sanna hvað í honum býr og að hann bæri nafn með rentu. Ég bjóst við að forsætisráðherra gæfi fyrirheit um að markvissar leiðir yrðu farnar í efnahagsstjórn- inni sem gæfu tilefni til að launa- fólk í landinu, sem nýlega hefur gert samninga til lengri tíma en áð- ur hefur þekkst, sæi fram á stöð- ugleika og að kaupmáttur héldist. Ég bjóst við að mesti stjórnmála- skörungur landsins réðist að rótum vandans og flytti þjóð sinni boð- skap um hvernig ríkisstjórnin hygðist uppræta hann. En hvað gerir ráðherra? Hann ræðst með offorsi á verkalýðsstétt þessa lands. Nú hefur það verið sagt: Það er íslensku verkafólki að kenna að verðbólga hefur ekki verið meiri í 6 ár, gengið hefur fallið um 20% síð- ustu mánuði. Íslenskt verkafólk á heimsmet í verkföllum, verkföll eru þjóðaríþrótt Íslendinga! Hvílíkur málflutningur mesta stjórnmálaskörungs 20. aldarinnar! Á almenningur í landinu að trúa því að stoðir efnahagslífsins hafi verið svo veikar að þær hafi gefið sig við verkfall sjómanna í vor og kennaraverkfallið um síðustu ára- mót? Ef svo er þá hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki sagt sann- leikann þegar þeir hafa fullyrt að efna- hagsstjórnin væri í góðu lagi og engin ástæða fyrir lands- menn að taka spár um verðlagsþróun alvar- lega. Á margumræddu góðærisskeiði á Ís- landi vænkaðist hagur meginþorra lands- manna, kaupmáttur jókst og verðlag hélst stöðugt. Við gerð kjarasamninga á síð- astliðnu ári lýstu ráð- herrar í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar yfir ánægju sinni með hversu mikla ábyrgð að- ilar vinnumarkaðarins hefðu sýnt með þeim samningum, engin ástæða væri að ætla annað en að framundan væri áframhaldandi gósentíð. Hverjir eru þá þeir sem eru að sigla þjóðarskútunni í strand með verkföllum? Eru það kennarar sem fóru í 7 vikna verkfall um síðustu áramót, eru það sjómenn sem rík- isstjórn Davíðs Oddssonar setti lög á í vinnudeilu, eru það þroskaþjálf- ar sem nú eru í verkfalli og berjast fyrir launum í samræmi við mennt- un og þau störf sem þeir inna af hendi? Eru þetta skilaboð forsætisráð- herra til þeirra sem hyggja á fram- haldsnám; til unga fólksins sem jafnvel hefur hugsjónir og lætur sig dreyma um að leggja fram krafta sína til að sinna uppeldis- og kennslustörfum. Það skal ekki láta sér detta í hug að mennta sig til starfa þar sem vinnuveitandinn er opinber aðili, þ.e.a.s. ríkið eða sveitarfélögin. Það er, að mati for- sætisráðherra, ávísun á þátttöku í „þjóðaríþróttinni“ að gerast kenn- ari, hjúkrunarfræðingur, þroska- þjálfi eða gegna öllum þeim fjöl- breyttu störfum sem unnin eru með fólki og hafa uppeldislegt gildi. Þjóðin vill standa vörð um sam- félagsþjónustu á Íslandi. Hún vill veita börnum sínum bestu menntun sem völ er á. Hún vill veita sjúkum, fötluðum, öldruðum og öllum þeim sem fyrir einhverra hluta sakir bera skarðan hlut frá borði bestu þjónustu og umönnun. Íslenska þjóðin vill að þeir sem starfa við uppeldi og umönnun barnanna séu vel menntaðir og vel launaðir. Forsætisráðherra landsins verð- ur að vera maður til að finna aðrar lausnir á efnahagsvanda þjóðarinn- ar en að leggja Þjóðhagsstofnun niður ef spár hennar eru honum ekki að skapi. Þjóðhátíðarræða for- sætisráðherra sýnir svo ekki verð- ur um villst að hann hefur engar lausnir á þeim vanda sem við blas- ir. Hann vill eingöngu finna söku- dólga. Hann verður að leita annars staðar að sökudólgum en hjá launa- fólki á Íslandi. Hann ætti að leita vandlega í sínum eigin ranni. Mikilhæfasti stjórnmálamaður síðustu aldar ætti að líta sér nær. Úrræðaleysi forsætisráðherra Ína H. Jónasdóttir Efnahagsmál Á almenningur í landinu að trúa því að stoðir efnahagslífsins hafi ver- ið svo veikar, spyr Ína H. Jónasdóttir, að þær hafi gefið sig við verkfall sjómanna og kennara? Höfundur er varaformaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.