Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 52

Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í JÚNÍ setti Morgunblaðið í gang svokallað Blaðberakapphlaup sem gengur út á að blaðberar á höfuð- borgarsvæðinu safni stigum. Fá þeir ákveðin stig við upphaf og lok blað- burðar en einnig fá þeir aukastig ef þeir ljúka burðinum fyrir kl. 7. Þeir sem safna flestum stigum og standa sig best í starfi lenda svo í lukku- potti, sem dregið er úr mánaðarlega. Viðbrögð blaðbera hafa verið góð og hafa þeir sýnt mikla samvisku- semi við dreifingu á blaðinu. Kapp- hlaupið fyrir júnímánuð var mjög spennandi og voru margir sem komu til greina í lokaúrslitunum. Sú sem hreppti aðalvinninginn í þetta sinnið var Lilja Þórunn Þorgeirs- dóttir og fékk hún Nokia 3310 GSM- síma frá Tali í verðlaun og auk þess miða fyrir tvo á kvikmyndina Krókódíla-Dundee III frá Sambíó- unum. Kapphlaupið heldur svo áfram í júlí og er þá aðalvinningur ferða- geislaspilari frá Sony og þrír geisla- diskar frá Skífunni. Aukavinningar eru bíómiðar fyrir tvo á Jurassic Park III frá Háskólabíói. Lilja Þórunn er sautján ára gömul og hefur hún göturnar Dynskóga, Bláskóga og Hléskóga til umsjónar sem blaðberi. Hún segir starfið koma góðri reglu á vikuna. „Maður er betur upplagður áður en maður fer í skólann. Ég vakna korter yfir sex og það tekur svona hálftíma að koma blöðunum út.“ Launin segir hún svo hjálpa ágæt- lega upp á bensínkostnað því mikið sé um bílastúss á þessum aldri. Þórunn hlær við er hún er spurð hvort hún eigi eftir að halda áfram að vakna korter yfir sex að blað- burðarferli loknum, hristir höfuðið og segist sérdeilis óviss hvort sá hátturinn verði hafður á í framtíð- inni. Hún segist svo að lokum ekki stefna á frama í blaðamennsku að loknum blaðburðarferlinum en hún er sem stendur nemandi í Kvenna- skólanum. Blaðberakapphlaup Morgunblaðsins Árangur- inn vonum framar Morgunblaðið/Billi Á myndinni sést Margrét Björk Tryggvadóttir, starfsmaður í mark- aðsdeild Tals afhenda Lilju GSM-símann. Með þeim á myndinni eru Ró- bert Wesley, starfsmaður markaðsdeildar Sambíóanna og Ólöf Eng- ilbertsdóttir, starfsmaður áskriftardeildar Morgunblaðsins. NÚ er í fullum undirbúningi heljar- innar tónlistarveisla sem á að halda í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu um verslunarmannahelgina 3. til 6. ágúst, nánar tiltekið á Eldborg. Fram koma hljómsveitirnar Stuð- menn, Skítamórall (sem hafa verið í fríi um nokkurt skeið), Nýdönsk og Greifarnir og einnig verða þarna Sól- dögg, Buttercup, Írafár, Í svörtum fötum, Út-rás, Geirfuglarnir og Lúdó og Stefán. Fullt af minni spá- mönnum verður þarna einnig og ýmsir aðrir viðburðir s.s. Ólympíu- leikar og kosning á ungfrú Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu en slíkt hefur ekki verið gert síðan myndin Nýtt líf Þráins Bertelssonar var frumsýnd. Hljómsveitakeppni verð- ur á staðnum og ýmislegt annað húll- umhæ. Þess má og geta að á sunnu- daginn fer fram sérleg poppmessa og verður hún í umsjón valinna Snæ- fellsnesinga. Veitingasala verður á svæðinu og verður þess gætt að verðlag verði sambærilegt við það sem gengur og gerist í almennum verslunum og veitingastöðum. Tónleikahaldarar leggja og mikla áherslu á öryggi væntanlegra gesta og hefur björgunarsveitin Berserkir frá Stykkishólmi tekið að sér mönn- un og undirbúning gæslu en þessi þáttur er unninn í samráði við lög- reglu og sýslumanninn í Stykkis- hólmi. Læknavakt verður í höndum ung- lækna frá Landspítala og fulltrúar frá Stígamótum verða og með að- stöðu og móttöku. Það eru athafnamennirnir Einar Bárðarson og Ingvar Þórðarson sem standa fyrir herlegheitunum. Einar segir að markmiðið með hátíðinni sé að þarna fari fram friðsælir og skemmtilegir útitónleikar með bestu hljómsveitum landsins. „Það er náttúrlega ósk okkar tón- leikahaldara að þarna komi fólk sem er staðráðið í að skemmta sér og öðr- um í sátt og samlyndi í stórbrotinni náttúru Eldborgar.“ Einar segir að lokum að heima- menn hafi tekið þessu vel og sam- vinna hafi verið afar góð við ráða- menn á svæðinu. Eldborg um verslunarmannahelgina Þriggja daga tónlistarveisla Ljósmynd/Ari Magg Skítamórall verður á Eldborg um Verslunarmannahelgina. ÍSLENSKAR stúlkur, sem stunda nám við Skandinavíska skólann í Brussel í Belgíu, heilluðu sænska konunginn, drottninguna og krónprinsinn upp úr skónum þeg- ar þau heimsóttu skólann á dög- unum. Systurnar Stella, Agnes og Andrea Vestmann hafa numið við skólann í nokkur ár. Stella er elst og útskrifaðist frá skólanum nú í sumar með láði en Agnes og Andrea eru 8 ára gamlir tvíbur- ar. Í heimsókn sinni í þennan nor- ræna skóla kynntu konungshjónin sænsku og sonur þeirra sér það sem nemendur hafa aðhafst og skapað. Íslensku systurnar fylgja allar sérstakri norrænni námsskrá þar sem mikil áhersla er lögð á tungumálanám og þær þurfa að nema frönsku, ensku, sænsku og ekki síst íslensku. Stella fékk tækifæri til þess að kynna sig fyrir konungsfjölskyld- unni og tala við hana um fjöl- skyldu sína og veru hennar í Brussel, auk framtíðaráforma, en stúlkurnar eru börn Bjarna Vest- mann, starfsmanns utanríkisráðu- neytisins og fyrrverandi frétta- manns á Ríkissjónvarpinu og konu hans. Þar að auki sýndi Stella þeim málverk sem voru hluti af lokaverkefni hennar sem hún hafði unnið fyrir lista- og hönnunarbraut námsins. Við Skandinavíska skólann í Brussel eru um 400 nemendur á aldrinum 2–19 ára. Íslandsfélagið starfrækir íslenskuskóla í hús- næði skólans nokkrar helgar á haust- og vormisseri, auk þess sem félagið nýtir sér aðstöðuna við skólann til að halda 17. júní hátíðlegan. Aðalbygging skólans er gömul höll og er umhverfi hátíðahald- anna því mjög skemmtilegt. Til fróðleiks er hægt að afla frekari upplýsinga á heimasíðu skólans: www.sbb.be. Íslenskir nemendur í Brussel Ljósmynd/Bjarni Vestmann Konungshjónin heilsa nemendum skandinavíska skólans. Fulltrúar nemenda frá Íslandi: Andrea, Agnes og Stella (t.v.) ásamt öðr- um nemendum búa sig undir að taka á móti konungshjónunum. Heilluðu sænska kóngafólkið ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Á leikferð um landið:         !   9;9,   0( 2;9  35;9 6    33;9 <  ( 3.;9 7  34;9 , 3;9)  -$ 3*;9     !" #"  $% $&''()& % *+ "" ,% &-- ..'//**!""0+1!2/! 333  & (   $4 & (  Hálft í hvoru Vesturgötu 2, sími 551 8900 Nýr matseðill, léttir og spennandi réttir MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 14. júlí kl. 20 – NOKKUR SÆTI LAUS Lau 21. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Í KVÖLD: Lau 7. júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Sun 8. júlí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI Fi 12. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 13 júli kl. 19 – Breyttur sýningartíma Fö 13 júlí kl. 23 – Breyttur sýningartíma Ath. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI TABU Leikhópurinn Fenris sýnir norrænt samstarfsverkefni ungs fólks Má 9. júlí kl. 20 HÁTÍÐARSÝNING Ath. Aðeins þessi eina sýning hér á landi. Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið                    HEDWIG KL. 20.30 Lau 7/7 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda örfá sæti laus Fös 13/7 örfá sæti laus Lau 14/7 örfá sæti laus Fös 20/7 nokkur sæti laus Lau 21/7 Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN Miðasalan er opin frá kl 10-14 í Iðnó og 14-16 í Loftkastalanum alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.