Morgunblaðið - 07.07.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.07.2001, Qupperneq 22
NEYTENDUR 22 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEIMSMARKAÐSVERÐ á kaffi hefur lækkað um 53% síðan í ágúst 1997. Verð til neytenda hér á landi hefur lækkað um 9% á sama tíma- bili samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni en þess ber að geta að vísitala neysluverðs hækkaði um 12,8%. Í Danmörku hefur verð til neytenda lækkað um 23%, á tímabilinu en á sama tíma hafa tollar Evrópusambandsins á inn- fluttu kaffi til aðildarlandanna lækkað, segir í fréttabréfi dönsku neytendasamtakanna. Þar segir að lækkað heimsmark- aðsverð sé tilkomið vegna mikillar kaffiframleiðslu í heiminum en á tímabilinu hafa ný lönd, eins og t.d. Víetnam, bæst í hóp stórfram- leiðenda. Úlfar Hauksson, framkvæmda- stjóri Nýju kaffibrennslunnar ehf., segir miklar sveiflur vera á verði markaðarins, dæmi séu um að heimsmarkaðsverð hafi þrefaldast á nokkrum vikum. „Skráð með- altalsverð á heimsmarkaði segir ekki endilega til um innkaupsverð til okkar. Áhrif breytinga eru mis- mikil eftir því hvaða tegund af kaffi er um að ræða og frá hvaða landi það kemur.“ Hann segir að hækkun á dollara undanfarið hafi jafnað út lækkun á heimsmark- aðsverði. „Öll viðskipti á hrákaffi eru í dollurum. Í upphafi ársins 2000 var gengi hans rúmar 70 krónur en er nú komið í 104 krón- ur. Ég tel að síðustu gengisbreyt- ingar muni valda hækkun á kaffi- verði hér á landi á næstunni.“ Spákaupmennska og geng- isbreytingar hafa áhrif Pálína Magnúsdóttir hjá Ís- lensk-Ameríska segir að spákaup- mennska erlendis hafi áhrif á verðið sem innflytjendur og kaffi- brennslur kaupa inn á. „Miklar sveiflur eru á verði markaðarins en það stjórnast að miklu leyti af framboði og eftirspurn. Fjárfestar kaupa jafnan mikið af kaffi þegar verðið er lágt og geyma það síðan þar til verðið hækkar. Þess vegna skilar hækkun eða lækkun á heimsmarkaðsverði sér oft ekki til annarra milliliða og neytenda.“ Hún segir gengisbreytingar einnig hafa áhrif á kaffiverð hérlendis. „Verðið hefur lækkað að einhverju leyti til innflytjenda síðustu mán- uði en hækkun á dollaranum hefur á móti jafnað hana út.“ Eygló Björk Ólafsdóttir, mark- aðsstjóri hjá Karli K. Karlssyni hf., segir markaðinn mjög flókinn og að breytingar á heimsmarkaðs- verði hafi mismikil áhrif eftir því um hvaða tegundir á kaffi sé að ræða. „Breytingar á heimsmark- aðsverði hafa t.d. ekki haft áhrif á verð frá framleiðendanum sem við kaupum af, við höfum ekki verið að sjá breytingar á innkaupsverði til okkar.“ Aðalheiður Héðinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kaffitárs, segir að viðskipti fyrirtækisins séu með svokallaða „specialty“-vöru sem tengist mjög lítið hinum almennu heimsmarkaðsviðskiptum með kaffi, því hafi sveiflur í heims- markaðsverði lítil áhrif á þær vörur sem Kaffitár selur. Í fréttabréfi dönsku neytenda- samtakanna kemur fram að þeir sem tapa hvað mest á lágu heims- markaðsverði séu bændur sem framleiða kaffi en þeir þurfa að sætta sig við vikulaun sem eru lægri en verð á einum kaffibolla á kaffihúsi í Danmörku. Ástandið mun vera svo alvarlegt að lands- samtök kaffiframleiðenda í Guate- mala hugleiða að selja kaffi sem eldsneyti og í öðrum framleiðslu- löndum er ráðgert að eyðileggja 5% af uppskeru haustsins, en lækkunin hefur valdið stórfelldu atvinnuleysi og óróa meðal borg- ara í kaffiframleiðslulöndum. Þar segir ennfremur að þeir sem græði fyrst og fremst á lækk- uninni séu spákaupmenn sem geri framtíðarfjárfestingar í kaffiiðnað- inum, lækkunin skili sér því aðeins að litlu leyti til milliliða og neyt- enda. Einnig kemur fram að há opinber gjöld á kaffi í Danmörku kunni að hafa áhrif, en 31% af kaffiverði fer beint til ríkisins. Hér á landi eru leggst 35 króna vöru- gjald á hvert kíló af innfluttu kaffi og er sú tala óháð heimsmark- aðsverði hverju sinni. Auk þess er 14% virðisaukaskattur á kaffi. Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur lækkað um 53% frá 1997 Morgunblaðið/Arnaldur Mikil kaffiframleiðsla veldur lágu heimsmarkaðsverði. Sums staðar er ráðgert að eyðileggja 5% af uppskeru haustsins til að hafa áhrif á verð. Lítil lækkun hér vegna gengisbreytinga ERLENT NÚ FER aðaluppskerutími bláberja í hönd í Bandaríkunum. Þar eru fram- leidd um 90% af heimsframleiðslu bláberja og því ættu neytendur kannski að sjá verðlækkanir á blá- berjum á næstunni. Verð á bláberjum er mjög mismunandi á milli verslana núna, þau reyndust í gær ódýrust á 730 kr/kg í Bónus en dýrust á 1330 kr/ kg í Nýkaup, og nemur verðmunurinn 82%. Eggert Gíslason framkvæmda- stjóri heildsölunnar Mata segir verðið hafa farið lækkandi hjá þeim undan- farið. „Þau hafa einnig verið á tilboði undanfarið vegna þessarar nýju upp- skeru sem við vorum að fá í hús.“ Kílóverð helmingast undanfarið Að sögn Einars Þórs Sverrisssonar framkvæmdastjóra Ávaxtahússins hafa bláber lækkað talsvert í verði undanfarna mánuði. „Einingaverðið hefur haldist svipað en öskjurnar sem við kaupum eru helmingi stærri frá þeim svæðum þar sem uppskeran er í hámarki núna. Þannig hefur kílóverð- ið nær helmingast.“ Aðspurður um frekari lækkanir segir Einar: „Ég geri ráð fyrir því að þau muni lækka örlítið meira á næstunni, en ekki mik- ið frá okkur.“ „Bláber hafa lækkað eitthvað frá því þau komu fyrst eins og venjan er,“ segir Almar Örn Hilmarsson fram- kvæmdastjóri Banana aðspurður um verðlækkanir á bláberjum. „Ef upp- skeran bregst ekki verður væntan- lega verðlækkun, en ég get ekki sagt fyrir hvað gerist í framtíðinni. Það er háð veðri og eftirspurn.“ Nokkur ráð um geymslu og neyslu bláberja.  Bláber geymast best í kæli  Ekki þvo bláberin fyrr en rétt áður en þau eru notuð.  Þó bláber geymist ágætlega ætti að neyta þeirra fljótlega eftir að þau eru keypt.  Ef ekki á að neyta blá- berjanna strax er hægt að frysta þau með því að setja þau á eldhúspappírsblað og setja í frysti, án þess að þvo þau fyrst. Mikill verðmun- ur á blá- berjum YORIKO Kawaguchi, umhverfisráð- herra Japans, segir að samkomulag um Kyoto-bókunina um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda verði að nást í síðasta lagi á hausti kom- anda ef bókunin eigi að koma til framkvæmda á næsta ári, eins og áætlað er. Kawaguchi telur að end- anlegt samkomulag um ákvæðin þurfi að nást í síðasta lagi á umhverf- isráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Mar- okkó í október. Hefur Kawaguchi lát- ið í ljósi vilja sinn til að fullgilda bókunina án mikilla breytinga og stangast það á við fréttir undanfarið þess efnis að Japanir kunni að leggja til að breytingar verði gerðar á bókuninni til þess að fá Bandaríkja- menn til að sættast á hana. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur neitað að fullgilda bókunina á þeim forsendum að hún sé „alvarlega göll- uð“ og ekki sanngjörn í garð banda- rískra fyrirtækja. Forsætisráðherra Japans, Junich- iro Koizumi, ræddi Kyoto-bókunina við Bush, Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Jacques Chirac, forseta Frakklands, í vikunni og í kjölfarið hafa fréttaskýrendur lent í nokkrum vandræðum með að átta sig á því hver afstaða japanska for- sætisráðherrans til málsins eigin- lega sé. Þannig segir fréttaskýrandi The New York Times nýverið að það myndi ekki bera nokkurn árangur að leita að skýrri afstöðu Koizumis til málsins í þeim orðum sem hann hefði látið falla í Washington, London og París. Stundum hafi helst virst sem afstaða forsætisráðherrans hafi breyst eftir því í hvaða landi hann hafi verið og eftir því við hverja hann hafi verið að tala. Ekki sé ljóst hvort það hafi verið viljandi sem Koizumi hafi talað svona óljóst en líklega eigi afstöðu- leysi hans sér ákveðnar forsendur. Í fyrsta lagi megi ef til vill rekja þetta til lítillar reynslu hans á alþjóðavett- vangi. Hann er tiltölulega nýtekinn við embætti og þetta var í fyrsta sinn sem hann fór út fyrir landsteinana í krafti þess. Þar að auki sé Kyoto-bókunin Jap- önum ákaflega mikilvæg. Hún sé jú kennd við hina fornu höfuðborg landsins þar sem hún var sett saman fyrir fjórum árum eftir samningaþóf sem staðið hafði í áratug. Bókunin veiti því Japönum einstakt tækifæri til að hasla sér völl á alþjóðavett- vangi í gríðarlega mikilvægum mála- flokki. En þar eð Japanir hafi mjög litla reynslu af því að hafa svona mikil áhrif reyni þeir að sigla milli skers og báru. Annars vegar sé einörð afstaða Banda- ríkjamanna og hins veg- ar rétt eins einörð af- staða Evrópusam- bandsins sem er eindregið fylgjandi bók- uninni. Þarf að fara bil beggja Þingkosningar fara fram í Japan síðar í mánuðinum og hafa margir stjórn- arandstöðuflokkar, og jafnvel líka nokkrir þingmenn í stjórnarflokkn- um, lýst sig fylgjandi bókuninni. Þá hafa mörg dagblöð lýst því yfir í leið- urum að Japanir ættu að staðfesta hana. En fréttaskýrandi The New York Times bendir á að tengsl Japana við Bandaríkin, efnahagsleg, diplómat- ísk og í öryggismálum, séu ef til vill meiri en tengsl nokkurs annars ríkis við Bandaríkin. Það sé því stórmál fyrir japönsk stjórnvöld að andæfa bandamönnum sínum í Washington í svo mikilvægu máli sem losun gróð- urhúsalofttegunda. Koizumi þurfi því að fara bil beggja. Hann verði að tryggja stuðn- ing Bandaríkjastjórnar við víðtækar en um leið áhættusamar endurbætur sínar í efnahagskerfinu. Bush lýsti eindregnum stuðningi við áætlanir Koizumis og það getur komið sér vel við að svara gagnrýnisröddum heima fyrir. En Koizumi þarf líka að taka tillit til fylgismanna Kyoto í Japan. Embættismaður hjá SÞ, Michael Zammit Cutajar, sagði í fyrradag að enn hefði þar á bæ ekkert heyrst um að Japanir hefðu uppi áætlanir um að fá í gegn breytingar á bókuninni. En það væri augljóslega möguleiki á að Japanir myndu reyna að gera það. „Það er fullkomlega rökrétt að láta sér detta í hug að breyta bókuninni, annaðhvort tímaáætluninni eða markmiðunum, til þess að koma til móts við Bandaríkin,“ sagði Cutajar. Afstaða Japana til Kyoto-bókunar- innar virðist orðin harla óljós Koizumi siglir milli skers og báru Junichiro Koizumi Tókýó, Genf. AFP, AP. DÓMSTÓLL í Berlín hefur sett lög- bann á birtingu leyniskýrslu Stasi, öryggislögreglu A-Þýskalands, um Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýskalands. Kohl varð fyrsti Þjóð- verjinn sem gegndi opinberu emb- ætti til að fá dómstóla til að skera úr um hvort heimilt væri að birta Stasi- gögnin sem hann varða, en vitað er að í Stasi-skýrslunni má finna uppskrift af hleruðum símtölum sem Kohl átti árin 1982–1989. Hélt Kohl því fram að birting skýrslunnar væri gróft brot á borgaralegum réttindum sín- um. Dómarinn, Volker Markworth, breytti með dóminum tíu ára gamalli reglu um birtingu Stasi-skýrslna um opinbera embættismenn. „Það skipt- ir ekki máli hvernig lagaframkvæmd- in hefur verið heldur hvernig hún á að vera“ sagði Markworth. Marianne Birthler, yfirmaður stofnunarinnar sem gætir skjala- safns Stasi, sagðist mundu áfrýja dómnum. Ef dómurinn verður stað- festur af áfrýjunardómstólnum er ljóst að ekki gilda sömu reglur um a-þýska og v-þýska embættismenn hvað varðar birtingu leyniskýrslna um þá. Margir A-Þjóðverjar eru á þeirri skoðun að óeðlilegt sé að Kohl sleppi við þá meðferð sem fjöldi a-þýskra embættis- og stjórnmála- manna þurfti að þola þegar Stasi- skýrslurnar voru fyrst birtar upp úr 1990. Lögbann á Stasi- skýrslur um Kohl Berlín. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.