Morgunblaðið - 07.07.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.07.2001, Qupperneq 40
Í dag kveðjum við kæra vinkonu og fyrr- um samstarfsmann, Valgerði Hrólfsdóttur. Valgerður hóf störf við Lundarskóla árið 1986 og vann þar til ársins 1993. Valgerður var þannig persóna að hvar sem hún fór vakti hún athygli. Hún var ákaflega glaðlynd og geð- góð. Þetta eru mannkostir sem prýða góðan kennara, enda var Val- gerður kennari af guðs náð. Hún náði ævinlega vel til nemenda sinna og söng mikið með þeim og spilaði undir á gítar. Kennslan hjá henni var góð blanda léttleika og alvöru, enda var hún virt og vinsæl meðal nemenda sinna. Hún fékk oft erfið verkefni að glíma við í kennslunni. Þau leysti hún af æðruleysi og vand- virkni og kvartaði aldrei. Valgerður var ekki bara vinsæl meðal nemenda sinna, hún var mikil kjarnorkukona og bárum við sam- starfsfólk hennar bæði virðingu fyr- ir henni og jafnframt mikið traust til hennar. Hún var fulltrúi okkar í kennararáði tvisvar sinnum á því tímabili sem hún starfaði við skól- ann. Hún hafði sérstakan áhuga á samstarfi heimila og skóla. Þessi áhugi hennar varð meðal annars til þess að Lundarskóli sótti um styrk úr þróunarsjóði grunnskóla til að vinna að þessu verkefni sérstaklega. Fyrir þessu þróunarstarfi fór Val- gerður. Hún var upphafsmaður að ýmsum uppákomum innan skólans sem hafa fest sig í sessi og orðið að föstum liðum í skólastarfinu. Það vita 5. bekkingar sem fara árlega í vorferð að Hrísum með foreldrum sínum. Valgerður hafði einnig sérstakan áhuga á öryggi barna og var bar- áttumanneskja fyrir bættri aðkomu að skólanum og öryggi nemenda á skólalóðinni. VALGERÐUR HRÓLFSDÓTTIR ✝ ValgerðurHrólfsdóttir fæddist í Reykjavík 15. janúar 1945. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 21. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Ak- ureyrarkirkju 29. júní. Valgerður var mikil gleðimanneskja og var oft glatt á hjalla í kringum hana og gít- arinn þá gjarnan grip- inn. Hún sat oft í skemmtinefnd skólans og stuðlaði að skemmt- unum og góðum anda meðal okkar og bauð þá stundum heim til sín. Valgerður var ákaf- lega gefandi persónu- leiki, jákvæð, hvetjandi og styðjandi. Við minn- umst hennar með þakklæti og gleði. Hún gaf lífinu lit. Við sendum Kristni og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Fyrrverandi samstarfsfólk í Lundarskóla. Fljótlega eftir að Valgerður og fjölskylda hennar fluttu til Akureyr- ar og hún hóf störf í Lundarskóla fóru leiðir okkar að liggja saman á ýmsum stöðum í skóla- og menning- arlífinu hér á Akureyri. Hún tók strax mjög virkan þátt í að vinna að ýmsum hugsjónamálum sínum og vann að þeim með atorku og bjart- sýni. Valgerður var í fyrstu stjórn Kammerhljómsveitar Akureyrar sem var forveri núverandi Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands, hún var um tíma formaður Leikfélags Akureyrar sem og Zontaklúbbs Ak- ureyrar. Hún sat í menningarmála- nefnd og skólanefnd bæjarins og og kom því með ýmsu móti að mótun og framkvæmd þessara áhugamála sinna. Þegar Norræna upplýsingaskrif- stofan tók að nýju til starfa hér á Akureyri fyrir rúmlega fjórum ár- um tók Valgerður við forstöðu henn- ar. Þar lágu leiðir okkar enn og aft- ur saman þar sem ég hafði umsjón með vinabæjatengslum bæjarins og var um leið fulltrúi bæjarins í stjórn Norrænu upplýsingaskrifstofunnar. Valgerður byggði starf skrifstofunn- ar upp af þeirri eljusemi og atorku sem einkenndi ætíð störf hennar. Það var ætíð gott að leita til Val- gerðar, til að ræða málin og leita leiða til að leysa þau verkefni sem kölluðu að hverju sinni. Með sínu hressilega en ljúfa viðmóti hafði hún lag á að virkja samferðafólk sitt með sér til góðra verka. Við hjónin áttum því láni að fagna að tengjast Valgerði og Kristni á fleiri vegu, bæði vegna tengsla sona okkar og vegna annarra sameigin- legra áhugamála eins og t.d. göngu- ferða. Þannig munum við ætíð minn- ast mjög ánægjulegrar gönguferðar yfir Bíldsárskarð, þar sem við nut- um samfylgdar þeirra Valgerðar og Kristins. Sjaldan verða tengslin nánari en á slíkum stundum. Við vitum að þessi tími, eftir að Valgerður veiktist, hefur verið henni og fjölskyldu hennar mjög erfiður, eins og ætíð verður þegar fólk er kallað burt fyrirvaralítið í miðri önn lífsins. En fyrir okkur sem eftir lifum eru allar ljúfu og góðu minningarnar sá sjóður sem við getum sótt í til að sefa sorgina. Við hjónin sendum Kristni, son- um og tengdadætrum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur við þessa kveðjustund. Hrefna og Ingólfur. Brotthvarf úr þessum heimi er eina vissan sem við höfum allt frá fæðingu. Hvenær kallið kemur veit hins vegar enginn. Ótímabært og ósanngjarnt brottkall finnst okkur það vera, þegar kona í blóma lífsins verður að láta undan illvígum sjúkdómi, þrátt fyrir hetjulega bar- áttu. Við fráfall Valgerðar Hrólfsdóttur renna í gegnum hugann ótal minn- ingabrot. Minningar liðinna ára úr starfi og leik. Þessi fasmikla, bros- milda kona, beindi okkur svo oft upp úr dægurþrasinu, til efnislegrar um- ræðu. Með ákveðni sinni og einurð tókst henni að draga fram kjarna málsins og taka sínar ákvarðanir. Það sýndi best orku hennar og vilja á hvern hátt hún glímdi við erfiðan sjúkdóm til síðustu stundar. Frá því að fjölskyldan fluttist fyrst til Akureyrar var Valgerður þekkt meðal bæjarbúa. Auk starfa sinna sem kennari, tók hún virkan þátt í félags- og foreldrastarfi. Vegna þessarar miklu atorku voru henni falin fleiri viðfangsefni og svo virtist sem hún gæti sífellt bætt við sig nýjum. Félags- og menntamál voru hennar helstu áhugasvið í sveitarstjórnarmálum, en áhugi hennar beindist að öllum þáttum mannlegra samskipta. Fjölskyldan, stóra verkefnið í líf- inu, hafði þó forgang. Það var afar ánægjulegt að finna samheldni fjöl- skyldunnar og umhyggju. Þau voru ófá sporin sem þau hjónin gengu til stuðnings og hvatningar fyrir drengina sína. Þau spor fékk hún líka ríkulega endurgoldin. Við sjáum nú á bak góðri vinkonu og samstarfsmanni og munum minnast hennar um ókomin ár. Það hefur verið sagt, að það eitt gildi sem maður geymir ósjálfrátt í hjarta sínu. Ég er þess fullviss að margar ljúfar minningar um Val- gerði munu einmitt geymast með okkur á þann hátt. Við stöndum á krossgötum, þar sem leiðir skiljast um sinn. Það var okkur mikill styrkur að eiga hana að samferðamanni. Ég er þess fullviss að hún hefði hvatt okkur til að halda vegferðinni áfram og kalla fram nýja liðsmenn í sinn stað. Hún vildi ætíð sjá okkur samhent og baráttu- fús. Hún var baráttukona sem vildi sjá verkin í stöðugri framför. Það eru einmitt þessar minningar um Valgerði sem gera það að verk- um, að þessi kveðjustund þar sem við syrgjum og söknum hennar, er einnig stund minninganna og stund- in til að þakka henni allt það góða sem hún gerði. Við kveðjum góða vinkonu hinstu kveðju og þökkum henni ljúfa samfylgd. Blessuð sé hennar minning. Góður Guð styrki Kristin, synina, tengdadætur og aðra ástvini hennar í þeirra miklu sorg. Sigurður J. Sigurðsson og fjölskylda. Á sólbjörtum sumardegi kvaddi Valgerður vinkona okkar þetta jarðlíf eftir hetjulega baráttu. Líf hennar einkenndist af sólskini bæði í fjölskyldulífi og í samskiptum við aðra. Við vorum meðal þeirra sam- ferðamanna Valgerðar sem nutum góðs af. Það var mikill fengur fyrir okkar litla bæ, Akureyri, þegar þau hjón, Kristinn og Valgerður, með drengina sína þrjá ákváðu að setjast hér að. Valgerður kom inn í saumaklúbb okkar fyrir tæpum tíu árum og féll strax inn í gamalgróinn hóp okkar vinkvenna sem höfum haldið saman síðan á unglingsárum. Hún flutti með sér ferska vinda, var hreinskiptin, hlý og lét sér ekkert óviðkomandi. Valgerður varð strax góð vinkona okkar allra og um hana eigum við svo margar góðar minningar á sama tíma og hennar er sárt saknað. Í Spámanninum segir: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Á hverju sumri hittist sauma- klúbburinn ásamt mökum og það var ætíð tilhlökkunarefni. Nú er stórt skarð í hópinn höggvið og okk- ur öllum afar dýrmætt að eiga minn- inguna um síðasta samfund hópsins í janúar sl. Við vottum Kristni, son- um og tengdadætrum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Hildur, Anna Lilja, Margrét, Marta, Sigurlaug, Gunnhildur, Helena og María. Mig langar með örfáum orðum að minnast Valgerðar Hrólfsdóttur, bæjarfulltrúa á Akureyri. Kynni mín af Valgerði voru ekki löng, ein- ungis rúm þrjú ár, en skilja þó eftir ákaflega ljúfar og góðar minningar. Lundarfar Valgerðar var svo ein- staklega gott, hún var velviljuð og jákvæð og reyndi ávallt að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan og sann- gjarnan hátt. Drengirnir þrír og heimili þeirra Kristins var Valgerði ákaflega mik- ilvægt og í raun hornsteinninn í lífi hennar. Hún bar hag „kallanna sinna“ mjög fyrir brjósti og var um- hugað að þeir nýttu til góðs hæfi- leika sína og tækifæri í lífinu. Hún var líka ákaflega stolt og hreykin af þeim öllum og elskan sem hún bar til þeirra skein svo ljóslega í gegn þegar hún var að tala um þá og segja sögur af þeim. Valgerður átti mörg áhugamál og góðan vinahóp og mér fannst hún lifa lífinu lifandi og njóta þess að vera til. Það er mikilsverður hæfi- leiki og ekki öllum gefinn að geta unað við sitt og verið glaður í hvers- dagsleikanum. Valgerður kom að mörgum góð- um málum sem bæjarfulltrúi á Ak- ureyri og ég veit að hún vildi hag bæjarins og íbúanna sem mestan og bestan Mér finnst svo örstutt síðan við sátum saman í viðtalstíma bæjar- fulltrúa, það voru fáir mættir til við- tals og Valgerður fór að segja mér af heilsu sinni. Þá var hún nýfarin að fá torkennilega verki og hafði gengist undir rannsókn sem hún átti bráðlega að fá niðurstöðu úr. Ég skynjaði að hún var uggandi og kvíðin og reyndi því að sannfæra hana um að engin ástæða væri til ótta. Hún leit líka svo ljómandi vel út og sagði sjálf að hún hefði aldrei verið hressari og sprækari en und- anfarna mánuði. MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja frá Félagi eldri kvenskáta Kær skátasystir okkar, Guðrún Magnúsdóttir, andaðist 16. júní síðastliðinn á 98. aldursári. Með henni er gengin merk kona sem lifði nánast alla síðustu öld og þær mestu þjóðfélagsbreytingar sem um getur. Í dag, 7. júlí, er afmæl- isdagur Kvenskátafélags Reykja- víkur. Það var stofnað 7. júlí 1922 og var það fyrsta kvenskátafélag á Íslandi. Guðrún Magnúsdóttir kom þar við sögu enda var hún ein af stofnendum félagsins fyrir 79 ár- um og síðust stofnendanna til að kveðja þennan heim. Um leið og við minnumst Guðrúnar gefur frá- fall hennar okkur tilefni til að rifja upp tilurð fyrsta kvenskátafélags- ins. Eins og kunnugt er hösluðu GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR ✝ Guðrún Magnús-dóttir fæddist í Borgarnesi 28. febrúar árið 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. júní síðastliðinn eftir stutta sjúkralegu, 97 ára að aldri. Útför Guðrúnar fór fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 25. júní. drengjaskátar sér völl á Íslandi árið 1912, fimm árum eftir að Baden Powell stofnaði Skátahreyfinguna. Tíu árum síðar var Kven- skátafélag Reykjavík- ur stofnað. Tildrögin að stofnun félagsins voru þau að dönsk KFUK-skátastúlka, sem var hér á ferð, hvatti stjórn KFUK til þess að stofna kvenskátafélag á Ís- landi. Þessi stúlka, Gertrud Nielsen, varð síðar prófastsfrú á Húsavík og félagsforingi kvenskáta þar um margra ára skeið. Eiginmaður hennar, séra Friðrik A. Friðriks- son, orti suma langlífustu skáta- söngvana. Ákvörðun um stofnun fyrsta kvenskátafélagsins var tek- in heima hjá frú Áslaugu Ágústs- dóttur, eiginkonu séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests, síðar vígslubiskups, en hún var um þess- ar mundir formaður KFUK. Meðal annarra mætra kvenna voru á fundi þessum hinar þjóðkunnu konur, Guðrún Lárusdóttir, rithöf- undur og síðar alþingismaður, og Ólafía Jóhannsdóttir rithöfundur, sem starfaði í mörg ár að líkn- armálum í Kristjaníu, síðar Ósló. Þessar konur höfðu mikinn áhuga á æskulýðsmálum auk þess að ljá mörgum öðrum góðum málum lið. Hinir ungu stofnendur Kven- skátafélagsins voru níu talsins og voru systurnar Guðrún og Jak- obína Magnúsdætur meðal þeirra. Eldri systirin, Jakobína, var ný- komin úr hjúkrunarnámi í Dan- mörku en auk þess hafði hún gerst kvenskáti þar og sótt foringja- skóla. Það lá því beint við að kjósa hana fyrsta kvenskátaforingja á Íslandi. Jakobína þótti hafa flesta kosti sem góðan foringja mega prýða. Allt brautryðjendastarf er erfitt en hún var ekki ein í far- arbroddi. Guðrún systir hennar og þær aðrar sem að stofnfundi stóðu unnu vel með henni. Áður en varði fjölgaði í hópnum og kátar og kjarkmiklar skátastúlkur settu svip sinn á bæinn. Þegar hlustað var á minningar frá þessum löngu liðnu dögum fór ekki á milli mála að þróttmikið kvenskátastarf var hafið í Reykja- vík. Fram til 1932 starfaði kven- skátafélagið innan vébanda KFUK með þátttöku margra ágætra kvenna en eftir það starfaði félagið út af fyrir sig undir nafninu Kven- skátafélag Reykjavíkur. Það er í raun ótrúlegt hve starfið var fjöl- breytt á þessum árum. Margir stofnfélaganna störfuðu síðan ára- tugum saman að viðgangi félags- ins. Tengsl Guðrúnar Magnúsdótt- ur við Kvenskátafélagið rofnuðu aldrei. Eftir lát Jakobínu systur sinnar árið 1957 stofnaði Guðrún minningarsjóð um hana með veg- legri peningagjöf. Úr þessum sjóði hafa mörg skátafélög í Reykjavík fengið framlög og notið góðs af. Skátahreyfingin hefur staðist tímans tönn. Grundvöllurinn er sá sami og áður, byggður á skátaheiti og skátalögum. Ferskir vindar hafa leikið um hreyfinguna og nýir straumar fundið sér farveg. Frið- arhugsjónin og bróðurþelið, sem einkennt hafa skátastarfið frá upp- hafi, mega aldrei víkja þótt á móti blási í veröldinni. Oft koma í hug orð Baden Powells: „Frið er ekki hægt að skapa með skjölum. Frið- ur getur aðeins orðið til í hjörtum mannanna. Við sem störfum í Félagi eldri kvenskáta höfum átt margar dýr- mætar stundir með Guðrúnu Magnúsdóttur. Hún var gleðigjafi þegar við ornuðum okkur stundum við minningar frá ýmsum tímum eins og lýst er í eftirfarandi erindi: Guðrún var þátttakandi í upp- hafssögu kvenskáta á Íslandi og starfaði allt fram á síðasta ár er veikindi hömluðu frekari þátttöku. Útför Guðrúnar fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 25. júní 2001. Sr. Þórir Stephensen jarð- söng og Magnea Tómasdóttir, söngkona og skáti, söng kvöldsöng kvenskáta af þvílíkri innlifun að lengi verður munað. Fyrir hönd Félags eldri kvenskáta þakka ég Guðrúnu fyrir samfylgdina og bið henni Guðs blessunar. Áslaug Friðriksdóttir. Mig langar til að minnast Guð- rúnar Magnúsdóttur sem hefur kvatt sína jarðvist eftir langa og blessunarríka ævi. Ég var 15 ára þegar ég varð þess láns aðnjótandi að koma inn á heimili þeirra hjóna Guðrúnar og Tryggva Ólafssonar. Má segja að þarna hafi heilladísir gripið í taumana og vísað mér veginn. Ég átti að vera nokkurs konar hjálp- arhella á heimilinu en kunni nú ósköp lítið til verka, 15 ára stelp- an. Henni Guðrúnu, þeirri ljúfu og elskulegu konu, varð ekki skota- skuld úr því að kenna unglingnum eins og henni einni var lagið. Ég fékk hjá henni afbragðs tilsögn í matartilbúningi og svo mörgu fleira sem ekki verður upptalið. Eitt verð ég þó að nefna sem búið hefur með mér alla tíð. Þótt eitt- hvert óhapp henti mig í þessu starfi mínu, þá heyrðist aldrei styggðaryrði frá Guðrúnu. Þannig minnist ég hennar sem einstaklega ljúfrar, glaðværrar og elskulegrar konu. Ég vil að lokum þakka allar stundirnar sem ég átti á heimili Guðrúnar og Tryggva og bið þeim blessunar í nýjum heimkynnum. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita, stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (M.J.) Ég sendi Erlu, Svönu og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún M. Valhjálmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.