Morgunblaðið - 07.07.2001, Side 35

Morgunblaðið - 07.07.2001, Side 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 35 ÞAÐ er best að taka það strax fram að þetta er ekki uppskrift að fiskisúpu. Nei um er að ræða matvæli sem mik- ið hafa verið til umfjöll- unar á síðustu vikum. Menn hafa fjallað um verðmyndun þeirra en með mjög ólíkum hætti. Hvað varðar grænmet- ið þá hefur samkeppn- isstofnun rannsakað málið og komið fram með upplýsingar um starfshætti, sem helst hafa minnt á aðferðir mafíunnar. Nefnd hefur verið sett á fót og ráð- herra hefur komið með yfirlýsingar um að það verði að komast til botns í þessu máli. Garðyrkjubændur sáu sig knúna til að bæta málstað sinn 1. maí sl. og gefa almenningi grænmeti og rósir. Öll umræða um verðmyndun á grænmeti og ávöxtum á Íslandi er að færast í það horf, að það sé eitt helsta réttlætismál dagsins í dag að koma henni í eðlilegan farveg. Íslenska þjóðin hefur nú samt lifað á fiski. Á hátíðarstundum hælumst við um vegna þekkingar okkar á veið- um og vinnslu. Íslenskar útgerðir gera útrás og þar með innrás til ann- arra landa með þekkingu og reynslu að vopni. Sjómenn eru ,,hetjur hafs- ins“, vinna langan vinnudag, við hættulegri störf en hermenn í orr- ustu, skila þjóðarbúinu ógrynni verð- mæta o.fl. o.fl. Hver kannast ekki við þessar lýsingar? Ekki eru þó allir dagar hátíð- isdagar. Sjómenn og útgerð- armenn hafa deilt a.m.k. í tíu ár um verð- myndun á sjávarfangi. Hægt er að finna upp- lýsingar um sögu deil- unnar á vef Sjómanna- sambandsins og einnig á vef ASÍ. Það ætti að vera sameiginlegt hags- munamál sjómanna og útgerðarmanna að sem best verð fáist fyrir aflann. Auðvitað deila ekki allir sjómenn við úrgerðarmenn um verðmyndunarmálin. Afli margra skipa er seldur á markaði, ýmist hér innanlands eða á erlendum mörkuð- um. Einnig eru dæmi þess, t.d. á rækjufrystiskipunum, að hluti aflans fari á markað, en annar hluti, sem þá er e.t.v. deilt um, sé keyptur af út- gerðarfélaginu til vinnslu í verk- smiðju sem er í eigu þess. Síðan eru dæmin um að útgerðin selji sjálfri sér allan aflann og þá getur verið hag- stæðast fyrir ,,samstæðuna“ að borga sem minnst. Auk þessa viðgangast svo lögbrotin þar sem sjómenn neyð- ast til að taka þátt í kvótakaupum. Deilan hefur tekið á sig ýmsar furðulegar myndir. Sem dæmi má nefna þá ákvörðun útgerðar að binda skip sín vikum saman við bryggju, vegna þess að sjómenn vildu ekki sætta sig við það verð sem boðið var. Í því tilfelli má segja að menn hafi verið sveltir til hlýðni og að lokum urðu sjó- menn að taka því sem bauðst. Aðgerð af þessu tagi er ekki nefnd í lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur og því er ekki vitað hvort hún er lögmæt. Sennilega hefur löggjafinn ekki haft hugmyndaflug til að sjá svona dæmi fyrir. Íslenskir útgerðarmenn virðast hafa ótrúlegt hugmyndaflug til að flækja mál og komast kringum lög en minna til að leysa deilur. Verðlags- eða velferðarmál ,,Velferð fyrir alla“ var yfirskrift 1. maí sl. að tillögu ASÍ. Félagsleg staða og kjör sjómanna eru með töluvert öðrum hætti en hjá öðrum launa- mönnum á Íslandi. Lágmarkslaun í landi eru fyrir dagvinnu, þ.e. 173,33 stundir, kr. 85.000. Kauptrygging sjó- manna er kr. 85.205, þar getur verið um að ræða 12 tíma vinnuskyldu og mánaðarfjarvistir frá heimili. Lágmarks orlofsgreiðslur eru 10,17% bæði á sjó og landi. Á sjónum er þetta líka hámark en á almennum markaði eru til tölur upp í 12,07% eft- ir 10 ára starf og til eru tölur yfir 14% hjá opinberum aðilum. Mótframlag atvinnurekenda getur orðið 8% í lífeyrissjóði frá næstu ára- mótum og er upp í 11,5% hjá því op- inbera. Ekki er tekið vel í kröfur sjó- manna um aukið mótframlag, sem nú er 6%. Í kjarasamningum sem gerðir hafa verið að undanförnu hafa náðst umtalsverðar úrbætur hvað varðar slysatryggingar. Sjómönnum býðst að kaupa sjálfir sínar tryggingar með einhverri aðstoð. Slysatryggingamál- in eru efni í sérstakan greinarflokk, vegna þess hvernig þau færast meira og meira inn í dómsalina ,,Hetjur hafsins“, sem verða fyrir því óláni að slasast við störf, þurfa í auknum mæli að hefja erfið málaferli til að ná fram bótum, sem eru svo oftast smánarleg- ar þegar til kemur. Vegna veikindi barna hafa laun- þegar almennt fengið 10 daga rétt til launa. Sjómenn eru ,,heppnir“ ef það stendur svo vel á túr að þeir geti tekið launalaust leyfi þegar veikindi steðja að á heimili. Þegar sjómenn eru ann- ars vegar eru aðstæður oft mjög snúnar, það getur verið flókið að sam- ræma þarfir stórrar fjölskyldu við út- gerðarmynstur. Sem betur fer eru til dæmi þess að í einstaka tilfellum sýni fyrirtæki til sjós og lands sanngirni og lipurð á erfiðum stundum, en það eru undantekningar, ekki regla. Fræðslusjóðum hefur verið að vaxa fiskur um hrygg á almenna markaðn- um. Misvel hefur gengið að fá útgerð- ir til að fylgja ákvæðum um endur- menntun skipverja. Þar er þó einungis verið að tala um námskeið í slysavarnaskóla sjómanna. Um aðra fræðslustarfsemi er ekki að ræða vegna undirmanna. Möguleiki sjó- manna til að vera í sambandi við fjöl- skyldur sínar t.d. með síma eða öðr- um fjarskiptum er enn ótrúlega takmarkaður og dýr. Svona væri hægt að telja áfram lengi og bera saman ólíkar félagsleg- ar aðstæður og kjör sjómanna og annarra launþega en hér skal staðar numið. Það er nokkuð ljóst að meðan verðlagsmálin verða ekki kláruð sitja velferðarmálin á hakanum. Að gefa falskan tón Málflutningur útgerðarmanna í þessari kjaradeilu er með ólíkindum. Einhvern veginn virðist hvorki Grát- kórinn né aðdáendur hans hafa næmt tóneyra og skynja hversu falskur söngur þeirra er. Kyrjuð er kröfu- gerð þeirra, sem felst einfaldlega í því að lækka laun sjómanna. Með ótrú- legu aðgengi að fjölmiðlum telur kór- inn hálfri þjóðinni trú um að mönn- unarmálin séu svo óréttlát að það standi endurnýjun skipaflotans fyrir þrifum Þeir staglast á því að sjómenn séu hátekjumenn, sem stefni afkomu þjóðarbúsins í voða með sífelldum verkföllum. Sannleikurinn er sá að hlutaskiptakerfið tryggir að séu tekjur sjómanna góðar gengur vel hjá útgerðinni og öfugt. Í bakröddum kórsins leynast ráðherrar, sveitar- stjórnarmenn og jafnvel prestar, sem lýsa áhyggjum af sjávarbyggðum og sálarheill. Sjómönnum er líka kennt um fall krónunnar. Margrómuð hag- ræðing í sjávarútvegi er, þegar það hentar, sögð byggjast m.a. á hugviti útgerðarmanna og frjálsu framsali veiðiheimilda. Hún er af handhöfum kvótans ein helstu rök fyrir því að ekki megi afnema framsalið. Hag- ræðingin ætti að skila öllum hags- munaaðilum betri afkomu. Sé það ekki svo, fyrir hverja er þá hagrætt? Golþorskar, gúrkur og græn paprika Signý Jóhannesdóttir Höfundur hefur verið sjómannskona frá því 1974 og alið upp fjögur börn auk þess að vera formaður í Verka- lýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995. Deilur Það er nokkuð ljóst, segir Signý Jóhann- esdóttir, að meðan verð- lagsmálin verða ekki kláruð sitja velferð- armálin á hakanum. UNDANFARNA daga hefur umræðan farið vaxandi í fjölmiðl- um um hið grófa of- beldi sem ríkir í miðbæ Reykjavíkur eftir að kvölda tekur. Þessi umræða hefur tilhneig- ingu til þess að blossa upp þegar óvenjulega grófar ofbeldisárásir komast í fréttir, en þess á milli koðnar hún niður. Að þessu sinni er kveikja umræðunnar 17. júní hátíðahöldin og það sem fylgdi. Eftir þjóðhátíðarofbeldið hafa ráðamenn ráðið ráðum sínum og reynt að koma með tillögur til úrbóta. Hvað sem þeim tillögum líður virðist ofbeldið alltaf koma þessum ágætu ráðamönnum jafn mikið í opna skjöldu. Þar til fyrir fáum árum var rekin starfsemi á vegum Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur (nú Félagsþjón- ustunnar) undir nafninu Útideildin. Útideildin var skipuð vel menntuðu og reyndu starfsfólki sem fór um götur bæjarins eftir að kvölda tók og hafði samband við unglingana á þeirra forsendum, þar sem þeir söfn- uðust saman hverju sinni. Útideildin var því á ferð um alla Reykjavík, ekki bara miðbæinn. Á forsendum unglinganna merkti að starfsfólk Útideildar var ekki á ferðinni til þess að njósna um eða koma upp um krakkana, heldur til þess að hjálpa þeim eftir mætti, leiðbeina þeim og taka púlsinn á ástandinu. Þetta vissu unglingarnir og þess vegna voru tengslin yfirleitt góð á milli þeirra og Útideildarinnar. Oft bjargaði starfs- fólk Útideildar illa drukknum og dópuðum unglingum úr ræsinu, und- an nauðgurum og ofbeldismönnum. Á daginn rak Útideildin opið hús í Tryggvagötu þangað sem hetjur næturinnar gátu leitað. Og hinir líka. Þar var reynt að bjóða þeim ungling- um sem illa voru haldn- ir af einsemd, einelti, vímuefnaneyslu eða útihangsi upp á þau úr- ræði sem hæfðu hverju sinni. Útideildin þekkti púlsinn í bænum, vissi hvernig ástandið var, hvað klíkurnar voru að bralla og hvað kraum- aði undir niðri. Starfs- menn hennar gátu því varað samstarfsaðila sína við þegar ofbeldis- óveður var í uppsigl- ingu, þótt ekki væri það þeirra hlutverk að koma upp um einstak- linga á götunni. Sömu- leiðis áttu þeir gott með að meta áhrif aðgerða stjórnvalda borgarinn- ar á miðbæjarlífið. Af einhverju ástæðum var Úti- deildin lögð niður fyrir fáeinum ár- um. Þar með voru þessi einstæðu tengsl rofin sem Útideildin hafði við nið næturlífsins. Væri ekki íhugun- arvert fyrir borgaryfirvöld að end- urvekja Útideildina, eins og ástandið er orðið núna? Útideildin væri sterk viðbót við hið frábæra starf sem Rauði krossinn, kirkjan og fleiri að- ilar reka í miðbænum. Eða eigum við bara að vona það besta, þangað til næsta ofbeldisalda vekur góðborgar- ana af værum blundi? Útideildin og of- beldið í Reykjavík Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og fyrrum starfsmaður Útideildar. Útideildin Útideildin þekkti púlsinn í bænum, segir Þórhallur Heimisson, og vissi hvernig ástandið var. „HVAR ertu, hvert ertu að fara, hver verður hjá mér, hvar verð ég á morgun?“ Þessar spurningar dynja á þeirri sem þetta skrifar á nokk- urra mínútna fresti dag og nótt. Þær koma frá alvarlega þroska- heftri og fatlaðri dótt- ur minni sem skilur ekki afhverju mikil- vægustu reglur í lífi hennar hafi verið brotnar. Það sækja að henni kvíðaköst og þráhyggjan, sem var næg fyrir, hefur aukist til muna. Hún grætur. Ég hef átt erfitt með að útskýra fyrir henni að sú stétt manna sem er henni mikilvægust, á í launabar- áttu. Ég hef átt enn erfiðara með að útskýra fyrir sjálfri mér af hverju ríki og borg vilja ekki greiða þessu fólki sómasamleg laun. Þroskaþjálfar eru að mínu viti ein mikilvægasta umönnunar- og heil- brigðisstétt í landinu, stétt sem auðgar og nærir þær sálir sem láta minnst fyrir sér fara í þjóðfélaginu í dag, þær sálir sem eru einna við- kvæmastar okkar allra. Ég hef kynnst starfi þroska- þjálfa um langt árabil. Líklega er það meira en sagt verður um við- semjendur þroskaþjálfa. Ég efast um að þeir þekki þá ósérhlífni og fórnfýsi sem þroskaþjálfar sýna í starfi sínu. Ég fullyrði að fáar ef nokkrar stéttir í landinu starfi við jafnandlega erfiðar aðstæður og það fólk sem annast dóttur mína. Ég þekki líka fáar stéttir sem vinna við jafnlíkamlega erfið störf, ef ekki beinlínis hættuleg og þessi sama stétt. Réttlætiskennd minni hefur ver- ið stórlega misboðið síðustu daga. Svo er komið að ég græt eins og dóttir mín. Ég skil ekki að nokkurt siðlegt þjóðfélag sætti sig við að bjóða háskólamenntaðri stétt upp á sléttar hundraðþúsund krónur í byrjunarlaun. Og ég skil ekki að nokkur ráðamaður skuli dirf- ast að líkja því við íþróttaleik þegar fólk með þessi laun og ábyrgð leggur niður störf til að fylgja eftir kjarakröfum sínum. Þeir menn skulu minntir á orð sín: Svona gera menn ekki. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína í nýlegu þjóðhátíðar- ávarpi helsta ráða- manns þjóðarinnar að aldrei minntist hann á þroskaþjálfa þegar hann talaði fremur háðslega um verkföll síð- ustu mánaða. Ég hef lengi haft það á tilfinningunni að ráðamönnum, hvar í flokki sem þeir eru, sé sama um hlutskipti þroskaheftra og að- standenda þeirra, heima og að heiman. Þroskaheftir eru líklega lágværasti þjóðfélagshópur lands- ins. Þeir fara ekki í kröfugöngur. Þeir lyfta ekki spjöldum. Þeir kjósa fæstir. Ég kýs hinsvegar og hef gert lengi. Ég kýs ekki þjóðfélag sem hækkar ekki laun þessarar mikil- vægu stéttar svo um munar. Ég kýs hvorki oddvita ríkis né borgar, sem báðir eru ábyrgir fyrir skeyt- ingarleysi síðustu vikna í garð þroskaþjálfa. Báðir þessir orðhák- ar geta farið mikinn í ræðu og riti, á tyllidögum sem öðrum, en orð þeirra verða að engu þegar kemur að verst launuðu kvennastétt há- skólamenntaðra manna. Þá virðist þeim báðum standa á sama. Þetta eru þung orð. Þau eru samt ekki þyngri en byrði þeirra for- eldra sem nú þurfa að skiptast á að vera heima hjá fötluðum börnum sínum á meðan verkfallið varir. Ég hlýt að skora á yfirvöld að þau hugsi sinn gang. Til þess hljóta þau að hafa óheft- an þroska. Þroski stjórnvalda Elín Sveinsdóttir Kjarabarátta Ég skil ekki að nokkur ráðamaður skuli dirfast að líkja því við íþróttaleik, segir Elín Sveinsdóttir, þegar fólk með þessi laun og ábyrgð leggur niður störf til að fylgja eftir kjarakröfum sínum. Höfundur er útsendingastjóri frétta á Stöð 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.