Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 38

Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 38
28. júní sl. var jarð- settur Hermann Skúla- son hafnarstjóri og fyrrverandi aflaskip- stjóri. Hermann var af vestfirskum aflamönnum kominn og lá það beint við að hann starfaði við sjósókn mest allan sinn starfsaldur. Hann hóf sjómennskuferil sinn um fermingaraldur á nýsköpunartogar- anum Sólborgu en einnig var hann á bátum fyrir vestan. Eftir að Stýri- mannaskóla lauk starfaði hann ávallt sem skipstjóri á bátum og togurum. Lengst af var hann skipstjóri á skut- togurum sem báru nafnið Júlíus Geirmundsson. Hermann var afla- sæll með afbrigðum, enda voru ís- firsku útgerðirnar á þeim árum ávallt meðal aflahæstu skipa á landinu. Oft voru Júlíus Geirmundsson og Guðbjörg nefnd í sömu andrá þegar aflasæl skip Vestfirðinga voru nefnd. Þegar Hermann ákvað að fara í land tók hann við sem hafnarstjóri í Ísa- fjarðarbæ. Það hlýtur að vera gæfa fyrir mann, sem hefur starfað allan sinn starfsaldur á sjó að geta áfram starfað við hluti sem tengjast útgerð svo náið eins og stjórn hafna gerir. Sérstakt áhugamál hjá Hermanni var að kynna Ísafjarðarhöfn fyrir er- lendum skemmtiferðaskipum og fá þau inn til Ísafjarðar, enda sá hann þar sóknarmöguleika fyrir ferða- þjónustu á svæðinu. Þegar Hermann fór að huga að því að hætta sjó- mennsku keypti hann sér bát, sem ber nafnið Stundvís. Þar hefur hann verið í góðum félagsskap með Gísla syni sínum. Út- gerð Hermanns var og er farsæl rétt eins og allur hans skipstjórnarferill. Hermann kynntist föðursystur minni, Sólveigu Gíslasdóttir, á Norð- firði. Þá var hann skipstjóri á Guðrúnu Jónsdóttur og stunduð var síldveiði út af Austfjörðum á sjöunda ára- tugnum. Ísfirskar útgerðir lögðu margar hverjar upp aflann hjá síld- arsaltendum á Norðfirði. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu foreldrar mínir á jarðhæðinni á Grund, amma og afi á annarri hæð og Sólveig og Hermann á þeirri þriðju. Ég og Jó- hann bróðir minn áttum Eyju, elstu dóttur þeirra, fyrir leikfélaga í sand- kassanum í garðinum fyrir austan Grund. Seinna bættust svo Skúli og Gísli Hilmir í þann hóp. Sterkt minn- ingarbrot frá þeim árum er þegar Hermann er að baða þá bræður Gísla og Skúla, en þá samdi hann texta við lag sem byrjaði: „Ég heiti Gísli Hilm- ir Hermannsson og nafni minn er Gíslason ...“ Ekki man ég allan text- ann, en man þó að hann fjallaði um að honum þótti við nafnarnir vera grall- arar. Þegar síldarævintýrinu fyrir austan lauk fóru þau Solla og Her- mann alfarin vestur, enda urðu feng- sæl Vestfjarðamið viðfangsefni Her- manns næstu áratugi. Saman byggðu þau fallegt heimili við Urðarveginn á Ísafirði. Þar ólust fimm börn þeirra upp við ástúð og eftirtektarvert fannst mér alltaf hve ástfangin þau hjón voru alla tíð. Fastur hluti af æsku minni var að Hermann og Sólveig komu austur á Norðfjörð með börnin, jafnvel sum- arlangt. Eftirvænting okkar bræðr- anna var ávallt mikil þegar von var á fjölskyldunni. Alltaf fannst mér eins og þau ættu sterkar taugar austur. Þar skipti verulegu máli væntum- þykja þeirra beggja til foreldra Sollu sem bjuggu þar, sem og vinir þeirra. Sjálfsagt sáu þau einnig rómantík í þeim stað þar sem þau kynntust og norðfirska taugin hefur ávallt verið sterk í Sollu, þótt hún sé í dag góður og gegn Ísfirðingur, enda búið mest- HERMANN SKÚLASON ✝ Hermann Krist-inn Skúlason fæddist í Hnífsdal hinn 24. mars 1943. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 28. júní. an hluta ævinnar þar. Ég kom síðast vestur til þeirra fyrir um fjór- um mánuðum, en ég var á ferð þar vegna starfs míns. Flug gerði ófært og félagar mínir vildu keyra suður. Ég sagði þeim að ég vildi frekar eyða kvöld- stundinni með frænku og Hermanni á Urðar- veginum. Kvöldstundin var indæl. Við sátum og spjölluðum um heima og geyma. Velferð Ísa- fjarðar var Hermanni ofarlega í huga og sagði hann það brýnt að menni fyndu verkefni fyrir Norðurtangahúsin, enda synd að svo veglegt húsnæði stæði ónotað. Ég náði fyrstu vél suður um morguninn en félagar mínir börðust landleiðina suður og var komið fram á nótt þegar áfangastað var náð. Tilviljanirnar geta verið margvís- legar. Hinn 6. júní sl. er ég á ferð á Íslandi, keyri frá Reykjavík til að ná í breskan rækjukaupanda á Brú í Hrútafirði en hann var að koma frá Hólmavík. Ég fer með hann á Siglu- fjörð í rækjuverksmiðju og skila hon- um til Akureyrar um kvöldið. Ég hafði áætlað að keyra áfram suður, en þar sem klukkan var orðin 7 og dagurinn búinn að vera nokkuð langur datt mér í hug að athuga með flug til Reykjavíkur. Þar sem það var stutt í flug skila ég bílnum og tek flugið suður. Á flugvellinum í Reykjavík hitti ég Sveinu og Geir, en hún er systir Sollu. Þau tjá mér að Solla og Hermann séu að koma með vélinni að vestan. Ég beið því og hitti þau. Á leið sinni úr flugvélinni heldur Hermann undir hönd Sólveigar, létt- ur á fæti en það gat ekki dulist að hann var ekki heill heilsu. Að horfa á þau ganga að flugstöðvarbygging- unni, þá fannst manni enn og aftur skína í gegn ást þeirra hvors til ann- ars. Hermann bar sig vel og kvaddi með þeim orðum: „Við sjáumst, Gísli minn.“ Já, Hermann, víst er að við sjáumst aftur. Barnalán þeirra hjóna var mikið og hafa velflest ýmist búið fyrir vest- an eða sótt vinnu þangað. Í kjölfar barnaláns hafa svo barnabörnin eitt af öðru litið dagsins ljós og veit ég að öll hafa þau verið augasteinar þeirra hjóna. Missir þeirra allra er mikill en ég veit að minningin um góðan föður og afa er huggun harmi gegn. Elsku Solla mín og þið öll. Guð gefi ykkur öllum styrk. Minningin um góðan mann lifir. Gísli Gíslason, Lincoln, Englandi. Sá dagur rennur upp hjá okkur öll- um að við kveðjum þetta líf. Líf sem Guð gaf okkur, líf sem hann ætíð leiddi okkur í gegnum og var okkur nálægur bæði í gleði og sorg. En þó að lífið taki enda heldur sólin áfram að skína á himnum. Elsku Solla frænka, börn, barna- börn og ástvinir allir. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Þú leiðir oss Drottinn að lindunum hreinu, þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó, syrtir, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. (Ó.I.) Sigríður Gunnarsdóttir og fjölskylda. Kær vinur, samstarfsmaður og ferðafélagi er fallinn frá langt um aldur fram. Það var vorið 1964 , sem vantaði stýrimann á síldarbátinn Guðrúnu Jónsdóttur, 156 tonna skip, gert út frá Ísafirði, og faðir minn sem sá um útgerðina hringdi í ungan mann ný- útskrifaðan úr Stýrimannaskólanum og bauð honum plássið. Hermann vildi hugsa sig um, en til að leggja áherslu á þetta settist karl faðir minn upp í bílinn og keyrði beina leið út í Hnífsdal til að sækja strákinn og var það upphaf að þrjátíu ára starfsferli Hermanns hjá útgerðarfélaginu Gunnvöru hf. fyrst eins og áður sagði stýrimaður á Guðrúnu Jónsdóttur, síðar skipstjóri á því skipi og eftir það skipstjóri á fjórum skipum sem báru nafnið Júlíus Geirmundsson. Samskipti okkar feðga við Hermann voru mikil og góð þessa áratugi og ánægjulegt var að fylgjast með störf- um Hermanns, hann var alla tíð far- sæll og fengsæll skipstjóri og hugs- aði vel um áhöfn og skip. Að loknum löngum sjómannsferli söðlaði Hermann um fyrir nokkrum árum og fann sér annan starfsvett- vang, sem hafnarstjóri Ísafjarðar- bæjar, þannig að samskiptin héldu áfram á nýjum stað og það er stutt síðan Hermann hóaði í okkur, er við Inga og pabbi vorum á „hafnarrúnt- inum“ eins og pabbi kallar það, inn í kaffi á hafnarskrifstofuna og rifjuð- um við upp gamla og góða tíma. Sem ferðafélagar fóru Inga og Hermann til Miami 1995 á vegum Ísafjarðarbæjar á kaupstefnu skemmtiferðaskipa, bæði til að ganga inn í Cruise Europe samtökin og til að auglýsa Ísafjörð sem góðan kost fyrir skemmtiferðaskip að koma til, en Hermann fór síðan árlega á þessa kaupstefnu og vann ötullega að þess- um málum. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja mætan mann og þökkum sam- fylgdina. Elsku Sólveig og fjölskylda, megi góður guð gefa ykkur styrk og varð- veita góðan dreng. Kristján, Inga og Jóhann Júlíusson. Hann Hermann hafði þann sið að hafa alltaf heitt á könnunni og allir voru velkomnir til hans að skegg- ræða um málefni líðandi stundar. Fyrir rúmum mánuði fór ég niður á hafnarskrifstofu til skrafs og ráða- gerða. Theódór hafnarvörður sagði að hann Hermann væri heima og í sömu svipan mætti Gunnlaugur frá Fiskistofu og keyrði undirritaðan upp á Urðarveg 19, heimili þeirra Hermanns og Sólveigar. Stuttu síðar var nýlagað kaffi á borðum með miklu úrvali af meðlæti. Hús þeirra hjóna stendur hátt, út- sýnið yfir Skutulsfjörð er stórfeng- legt og gat hafnarstjórinn fylgst með öllu að heiman frá sér. Staðsetningin hæfði stýrimannaskólamenntun Hermanns, skipstjórinn stóð í brú sinni og útvegsbóndinn hafði útsýni yfir sjóinn enda uppalinn á Brekk- unni þeirra Hnífsdælinga og snemma tekin stefna til hafs að hætti forfeðra. Eflaust hefur fyrsta sjóferð hans ver- ið á Stundvísi afa síns. Síðar keypti hann sinn fyrsta bát, nýsmíði sem skírður var Stundvís. Síðar fór Her- mann í það að gera upp húsið Pálshús á Brekkunni í Hnífsdal. Hermann var einstaklega farsæll skipstjóri bæði á bátum og síðar skuttogurum og sinnti öllum störfum af kostgæfni. Heimili þeirra hjóna, Sólveigar og Hermanns, skartar mikilli fegurð og ber vitni um öll þau gildi sem góð heimili hafa. Alltaf var glatt á hjalla og snyrtimennskan í hávegum höfð. Við Hermann höfðum staðið í ýmsum framkvæmdum saman, átt saman fiskverkunarhús og unnið saman ým- is störf. Hann hafði lagt upp hjá mér fisk og ég sem formaður hafnar- stjórnar og forseti bæjarstjórnar réð hann sem hafnarstjóra. Því var oft nauðsynlegt að hafa náið samband. Oft fórum við í gönguferðir en gall- inn var sá að Hermann var nánast þindarlaus. Mikið óskaplega var gott að setjast niður á þúfu eða stein og hlýða á útvegsbóndann og athafna- skáldið því kunnátta hans var slík á mörgum sviðum að með ólíkindum var. Sjálfur var hann í útgerð, notaði flest veiðarfæri, sinnti hafnarstjórn- arstörfum og ýmsum stjórnunar- störfum. Og átti nokkrar skjátur sér til gamans. Ef sást til skips þekkti karlinn skipið, hann vissi hver skipstjórinn var um borð, afla gat hann sér um og ef hann sá rollu á beit gat hann getið sér til um eiganda og ættfært skepn- una. Hann varð ungur fyrir þeirri reynslu að missa föður sinn og þurfti því að hafa meira fyrir hlutunum en ekki fór hann dult með að hann væri hamingjusamur með ráðslag sitt, heimili og fjölskyldu. Oft fórum við saman til vita- og hafnamálayfirvalda í Kópavogi og samgönguráðuneytisins til að ræða uppbyggingu hafnarmannvirkja á Ísafirði. Hermann hafði mikla reynslu sem skipstjóri og kapp hans smitaði út frá sér. Mér er til efs að hin mikla hafnargerð sem átt hefur sér stað á Ísafirði hin síðari ár hefði tekist nema fyrir áhuga Hermanns. Ennfremur var leitað til hans með álit á framkvæmdum annars staðar og ekki lá hann á liði sínu. Lögsaga hafnarstjórnar Ísfjarðarkaupstaðar stækkaði ört þessi ár með samein- ingu sveitarfélaga og vegna yfirtöku á Grunnavíkurhreppi og Sléttu- hreppi. Það líkaði Hermanni vel enda mikill búmaður. Viðhorf hans til þeirra sem lögðu hafnarmálum lið var gagnkvæmt, oftar en ekki drógust fundirnir á langinn vegna þess að sótt var í vizkubrunn manns sem hafði sótt sjó og gjörþekkti aðstæður frá fleiri en einu sjónarhorni. Hann sótti ekki fram með látum heldur stóískri ró og rökum og laus við alla tilgerð. Hermann lagði alltaf mikla áherzlu á að rækta land eða þekja strax með varanlegu bundnu efni. Hann gekk þannig frá hnútum að verkin kláruðust. Eitt var í fari Hermanns sem er dálítil ættarfylgja allra eldri Hnífs- dælinga; aldrei mátti hann hugsa til þess að verða matarlaus. Ef gest bar að garði á skrifstofu hans var boðið uppá kaffi og með því. Þegar við keyptum saman húsnæði niðri á höfn var frystikista það fyrsta sem hann bar inn. Í hana var settur harðfiskur verkaður af honum sjálfum, kjöt af eigin skepnum og fiskur af Stundvísi. Eitt sinn þegar mikill afli barst á fiskmarkað minn og mikil vinna var við slægingu fór ég yfir í kistuna og gaf slægingarliðinu harðfisk. Bátarn- ir lögðust að landi og útséð var að eft- irvinna yrði. Hermann var að vigta og ég spurði hann hvort hann ætti ekki nægan ýsukvóta á Stundvísi og daginn eftir var kominn meiri harð- fiskur í kistuna. Þegar útvegsbónd- inn skrapp bæjarleið var alltaf skjóða meðferðis með góðmeti til gjafa. Eft- ir að ég flutti norður naut ég enn bet- ur lystaukanna í bláu skjóðunni. Ákveðnari maður var vandfund- inn, árrisull var hann og vinnusamur. Hann ræktaði garðinn með bros á vör, sótti sjó með reisn og sinnti trún- aðarstörfum af kostgæfni. Hermann var mikill sjálfstæðismaður. Ég efa að meðal jafningja hafi nokkur mað- ur notið jafn mikillar virðingar innan flokks og utan. Teinréttur í fasi var hann alla tíð og heimsborgaralegur. Unun var að sjá til hans og afkom- enda dytta að bátum, sækja sjó, landa síðan og verka á eftir, fyrir- myndar húsbóndi. Þegar við hittumst fyrir rúmum mánuði síðan fann ég að dálítill kvíði var í honum þegar hann sagði mér frá sjúkdómsgreiningunni. Ég svar- aði að fyrr um veturinn hefðum við synt saman í Akureyrarlauginni og hann sem fyrr skilið mig eftir á göngu um Akureyri. Maður sem hafði aldrei kennt sér meins og lifað hóglífi myndi uppskera góðan bata. Hann þakkaði mér fyrir og nágrann- ar og vinir litu inn til að ræða málin. Ég var sleginn þegar ég heyrði frengina um lát hans en eitt get ég sagt Sólveigu, Helgu Páls móður hans og ættingjum sem syrgja góðan dreng: Ég er stoltur af því að hafa þekkt Hermann Skúlason skipstjóra og átt hann sem vin. Einar Garðar Hjaltason. Þeir sem voru að komast á ung- lingsár á Ísafirði á árunum uppúr 1970 muna að sjálfsögðu eftir skut- togaravæðingunni sem þá átti sér stað og velmeguninni sem fylgdi í kjölfarið. Allir nema einn voru þeir norsk smíð og reyndust mjög vel. Skipstjórar þessara skipa voru á vissan hátt brautryðjendur við veið- ar. Þeir voru allir afburðafisknir og farsælir flestir. Ekki fór hjá því að ungt fólk liti upp til þeirra er völdust í þessi skiprúm. Mest þó upp til þeirra er skipunum stjórnuðu. Svo var einnig um þann er þetta ritar. Í mínum huga bar þó alltaf einn af. Hann var hávaxinn, grannur, fríður sýnum og frísklegur svo af bar. Hann féll samt einhvern veginn ekki inn í þá mynd sem maður af einhverjum ástæðum hafði um togarajaxla. Þessi maður var Hermann Skúlason sem við kveðjum nú langt fyrir aldur fram. Maðurinn með ljáinn gekk ákveðinn til verks að þessu sinni. Baráttan var stutt en hörð. Eiginlegt samstarf okkar Her- manns hófst árið 1994 er hann var kominn í land og orðinn hafnarstjóri á Ísafirði og ég tók við formennsku í hafnarstjórn. Því verður ekki á móti mælt að þar mættust ólíkir persónu- leikar og því var ekki skrýtið að menn nálguðust hvor annan varfærn- islega. En það var engu að kvíða. Að- lögunarhæfni Hermanns var mikil. Hann átti mjög auðvelt með að um- gangast og starfa með ólíku fólki eins og sannast hefur fyrr og síðar. Hermann varð fyrstur manna til þess að gegna starfi hafnarstjóra sem aðalstarfi og má því segja að í hans hlut hafi komið að móta það starf að mörgu leyti. Það fórst honum mjög vel úr hendi. Hann var fylginn sér og óþreytandi að koma málum sinnar hafnar að á sinn kurteislega ýtna hátt. Árið 1996 voru sveitarfélög á norð- anverðum Vestfjörðum sameinuð í Ísafjarðarbæ. Þar bættust undir stjórn Hermanns þrjár hafnir sem voru misjafnlega staddar. Á hans herðum hvíldi að mestu að samhæfa starfsemi og þjónustu þeirra. Það erfiða starf leysti hann vel. Þær eru í dag allar góðar hafnir heim að sækja og ekki hvað síst snyrtilegar en þar kom fram einn af kostum Hermanns, snyrtimennskan. Hermann var að mörgu leyti mað- ur andstæðnanna. Hann var óhrædd- ur að tileinka sér nýjungar en undir niðri var hann maður sígildra lífs- gilda. Hann var hinn sanni útvegs- bóndi sem hugsaði bæði til fjöru og fjalls. Um leið og ég þakka Hermanni samfylgdina og samstarfið bið ég öll- um ættingjum og vinum hans Guðs blessunar við þeirra mikla missi og þá sérstaklega móður hans Helgu Pálsdóttur, eiginkonu hans Sólveigu og börnum þeirra og barnabörnum. Eiginkonan, börnin og barnabörnin voru mesti fjársjóður hans. Guð blessi minningu Hermanns Skúlasonar. Halldór Jónsson. Mikið afskaplega varð brátt um hann Hemma Skúla. Þetta var ekki hans stíll – og þó. Honum þótti alltaf betra að hafa þokkalega hreinar línur í öllu því sem hann tók sér fyrir hend- ur. Við Hermann störfuðum saman á Ísafirði á árunum 1994-1997 og átt- um ágætlega skap saman. Hann var rólegur og dulur en fylginn sér – komst það sem hann ætlaði sér. Mér þótti oft með ólíkindum hversu sein- þreyttur maðurinn gat verið til vand- ræða en skildi verklagið betur eftir því sem ég sá hann vinna sífellt fleiri málum sínum framgang. Öll hans verk báru þess vitni að þar fór maður sem í flestu vissi hverju hann vildi ná fram en um leið varð maður þess full- viss að hann hugsaði líkt og skák- menn gera, hann spáði vel í þá leiki sem framundan voru. Hermann var hafnarstjóri á Ísa- firði á þessum árum, var í orði hættur til sjós, en komst þó aldrei lengra frá hólnum en svo að hann stóð í útgerð og nýtti iðulega frídaga sína til sjó- sóknar á skipakosti þeirra feðga. Ég get vitnað um það að starfi sínu sem hafnarstjóri á Ísafirði sinnti Her- mann jafnan sem um skipsstjórn væri. Hann var vakinn og sofinn í því að gæta hagsmuna hafnarinnar og seildist oft langt í því að halda þeim sjónarmiðum á lofti sem höfninni komu best. Uppruni hans og starfs- reynsla komu sér iðulega vel þegar hann þurfti að taka á ýmsum smáum sem stórum úrlausnarefnum sem óneitanlega komu upp þegar haft er í huga eðli og umfang þeirrar starf- semi sem Hermanni var trúað fyrir. Hermann var mér persónulega af- ar ráðagóður og þakka ég honum traust hans og væntumþykju. Ég vil að leiðarlokum þakka Hermanni góða samfylgd og votta Sólveigu, MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.