Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 28

Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STELLA Sigurgeirsdóttir sýnir ætingarmyndir sem hún vinnur með svokallaðri imageon-tækni, en verkar jafnframt eftir flóknu ferli uns hún nær þeirri áferð og þeim litblæ sem henni líkar. Myndefnið er afrakstur tölvusamskipta sem á þriðja tug manna tóku þátt í með því að senda tvo tugi orða aftur til listakonunnar. Það væri of langt mál að lýsa tæknibrögðum Stellu, en myndirn- ar eru verkaðar með bývaxi og límdar á spónaplötur, sem minna sumpart á fersníseraðan kalkstein eða margnýttar vaxtöflur; eins konar palimsest, sem alltaf er hægt að slétta aftur út svo yfirborðið geti tekið við enn einu nýju lagi af skrift. Orðum hvers tölvupóstvinar er brugðið upp á hverju spjaldi líkt og um boðorð væri að ræða. Stella nýtir sér orðfæri og eft- irlætisfrasa þeirra sem láta henni eftir póst á Netinu. Hugmyndin er góð og leturgerðin er sannfærandi. Hins vegar mætti grunnurinn að ósekju vera látlausari. Hann virkar of handunninn svo útkoman verður eilítið í ætt við tilbúna fornmuni. Slíkt bætir ekki góða hugmynd, öðru nær. Með látlausari fleti mundi athygli áhorfenda laðast enn frekar að kjarna málsins sem er – þegar öll kurl koma til grafar – sjálfsmyndir í rituðu máli. MYNDLIST Í s l e n s k g r a f í k , H a f n a r h ú s i n u Til 15. júlí. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. GRAFÍK STELLA SIGURGEIRS- DÓTTIR Mannlýsing- ar í orðum Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Eftirlætisorð Egils Helga- sonar, hins þekkta fjölmiðla- mögurs, eru fóður í einu af verkum Stellu Sigurgeirs- dóttur, í Íslenskri grafík. Halldór Björn Runólfsson Á SUMARTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag fluttu Þórunn Guð- mundsdóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir ljóðasöngva eftir Fauré, Strauss og nokkur vinsæl íslensk sönglög. Átta fystu við- fangsefnin voru ljóðasöngverk eft- ir Gabriel Fauré, allt sérlega fögur lög, eins og Mandoline, En sour- dine, Les berceaux, Notre amour, Le secret, Aprés un rêve, Clair de lune og Au bord de l’eau. Þórunn söng þessi lög vel, sérstaklega Les berceaux, Le secret og Après un rêve. Það sem einkenndi samleik Ingunnar Hildar var léttur áslátt- ur, sem naut sín vel í viðkvæmari söngverkunum eins og En son- deine og í fallegu forspilinu að Clair de lune en var of hlutlaus t.d. í fyrsta laginu Mandoline, svo eitthvað sé nefnt Í fimm ljóðasöngvum, Ich trage meine minne, Zueignung, Allerseelen, Morgen og Heimliche Aufforderung, eftir R. Strauss söng Þórunn af öryggi og af tölu- verðum tilþrifum en munur á raddblæ eftir tónsviði var oft nokkuð áberandi. Bestu lögin voru Zueignung, Allerseelen og Mor- gen, sem er eitt af meistaraverk- um Strauss og var forspilið, sem einnig er undirleikur við sönglín- una, einstaklega fallega leikið og þar naut sín léttur ásláttur Ing- unnar. Íslensku lögin voru ágætlega flutt en þó sérstaklega fallegt lag eftir Jórunni Viðar, sem heitir Vökuró, við texta eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Þetta lag var flutt af innileik og með hlýrri radd- hljóman. Önnur lög sem alltaf er verið að syngja og þarf því að flytja með „extra bravúr“, til að gleðja, voru Allar vildu meyjarnar eftir Karl O. Runólfsson, og Kossavísur eftir Pál Ísólfsson, bæði sungin af öryggi en án þess að „snerta“ strengi hrifningar. Una eftir Gunnar Sigurgeirsson og Biðilsdans eftir Loft Guð- mundsson eru lög sem hafa gleymst vegna eigin verðleika en það síðast nefnda var yfirtúlkað og einnig nokkuð gróflega leikið á pí- anóið. Vísan sem skrifuð var á vis- ið rósablað, eftir Árna Beintein Gíslason, er sérkennilegt lag og var það flutt af töluverðum þokka en aðeins of hratt, því í eðli sínu er lagið sérlega hæg tónun. Þórunn Guðmundsdóttir er góð- ur söngvari og ber túlkun hennar þess merki að hún er vel fær tón- listarkona. Það er einkum viss raddvíxl umhverfis skiptisviðið, sem valda því að efri hluti radd- sviðsins á það til verða nokkuð sár, sérstaklega þegar sterkt er sung- ið, sem er annarrar raddgerðar en heyra má í sérlega hlýrri og fall- egri tónmótun á lágsviðinu. Ing- unni Hildi Hauksdóttur lætur vel að leika fínlega tónlist en skortir kraft og skýrleika í tóntaki, þegar í tekur, svo sem heyra mátti á stöku stað í lögum Faurés og sér- staklega í Strauss og jafnvel í ís- lensku lögunum og þá sérstaklega í Allar vildu meyjarnar og Kossa- vísunum. TÓNLIST L i s t a s a f n S i g u r j ó n s Ó l a f s s o n a r Þórunn Guðmundsdóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir fluttu ljóða- söngva eftir G. Fauré, R. Strauss og íslensk sönglög. Þriðjudagurinn 3. júlí 2001. SÖNGTÓNLEIKAR Umhverfis skiptisviðið Jón Ásgeirsson Fella- og Hólakirkja SÝNINGUNNI Samræmd heild- armynd – kirkja, arkitektúr, glerlist og skrúði lýkur á sunnudag. Þann dag veita listamennirnir Sig- ríður Jóhannsdóttir og Leifur Breið- fjörð, höfundar skrúða og glerlista- verka kirkjunnar, leiðsögn um sýninguna milli kl. 15 og 18, en þá er hún opin til kl. 21. Annars er hún op- in kl. 13–18. Sýningu lýkur ÍSLENSKI safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt á morgun, sunnudag. Markmiðið með deginum er meðal annars að vekja at- hygli á því fjölbreytta starfi sem fram fer á söfnum landsins. Einnig er dag- urinn notaður til að kynna nýjar sýn- ingar og ýmsar nýjungar í safnastarf- inu. Að þessu sinni munu rúmlega 50 söfn taka þátt í safnadeginum, meðal annars listasöfn, byggðasöfn og nátt- úrugripasöfn vítt og breitt um landið. Í tilefni dagsins verða mörg þessara safna með sérstaka dagskrá á sunnu- daginn. Víða eru leiðsagnir um sýn- ingar, sérstakar uppákomur og við- burðir sem varpa ljósi á starfsemi safnanna. Nálgast má dagskrá safna- dagsins á heimasíðu Íslandsdeildar ICOM: www.icom.is Íslenski safnadagurinn FYRSTU sumartónleikarnir við Mý- vatn verða í Reykjahlíðarkirkju í kvöld, laugardagskvöld, kl. 21. Sænskur kammerkór undir stjórn Erik Vestberg flytur m.a. íslensk lög og tónverk þar sem hinum forna sönghætti Sama, jojk, er fléttað með. Johan Märak er gamalreyndur jojk- söngvari sem flytur þetta með kórn- um. Mathias Wager leikur á orgel. Aðgangseyrir er 500 kr. Sænskur kór á Mývatni SÝNING á teikningum Baltasars af ábúendum í Grímsnesi verður opnuð í dag, laugardag, í Gömlu Borg. Teikningarnar eru nú í eigu Lista- safns Árnesinga. Gamla Borg er gamalt samkomuhús sem hefur verið gert upp og er nú þar rekið kaffihús sem opið er alla daga frá kl. 14. Sýn- ingin stendur til 22. júlí. Teikningar Baltasars í Grímsnesi Guðni J. Guðbjartsson SVERRISDAGUR verður haldinn hátíðlegur í Hafnarborg í dag, laug- ardag, kl. 11. Við það tækifæri hlýtur Tónlistarskóli Hafnarfjarðar viður- kenningu úr Minningarsjóði um hjónin Sverri Magnússon og Ingi- björgu Sigurjónsdóttur sem voru frumkvöðlar að stofnun Hafnarborg- ar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Tilgangur sjóðsins er að minnast þeirra hjóna með því að veita táknræna viðurkenningu í formi listaverka, fyrir framlag til menningar og lista í Hafnarfirði. Skólinn hlýtur að gjöf myndverkið Launhelgir tónar sellósins eftir Messíönu Tómasdóttur, en verkið er annað tveggja sem Hafnarfjarðar- bær sendi á Vindhátíð Reykjavíkur – menningarborgar Evrópu árið 2000 og verður verkið afhjúpað við at- höfnina. Sverrisdagur í Hafnarborg TÓNLEIKUM Herdísar Jónsdóttur og Steef van Oosterhout, sem vera áttu í Árbæjarsafni í dag, laugardag, er frestað fram til 11. ágúst. Tónleikum í Ár- bæjarsafni frestað ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦  Í NÆRVERU - nokkrir sálgæslu- þættir er eftir Sigfinn Þorleifsson, sjúkrahúsprest á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Í bókinni er lýsing á því hvernig maður nálgast annan mann, einkum í sálarneyð, og reynir að leggja lið, styrkja og leiða. Hvern- ig þeir ganga saman svo lengi sem annar þarfnast stuðnings til þess að finna eigin styrk og trú á lífið á ný. Útgefandi er Skálholtsútgáfan, út- gáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 144 bls. prentuð í Steindórsprent- Gutenberg. Skerpla annaðist hönnun og umbrot. Kápumynd er eftir Krist- ínu Gunnlaugsdóttur. Verð: 2.980. Nýjar Bækur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.