Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 10

Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA þátttöku Íslands í Scheng- en-samstarfinu hefur talningu er- lendra ferðamanna til landsins verið hætt og kvarta ferðaþjónustuaðilar, sem rætt var við um byrjun ferða- mannavertíðarinnar, undan því. Óvissa ríkir í allri tölfræði en nýjar sölutölur frá 750 aðildarverslunum Global Refund á Íslandi, sem end- urgreiða ferðamönnum virðisauka- skatt, benda til að aukning hafi orðið í sölu til erlendra ferðamanna fyrri hluta ársins. Hagstæð gengisþróun á dollara og sterlingspundi er talin hafa mikil áhrif í þeim efnum. Virðist sem umsvif fyrstu mánuð- ina vegna erlendra ferðamanna hafi verið töluverð en farið minnkandi nú í byrjun sumars. Þannig hefur far- þegum í millilanda- og innanlands- flugi fækkað á síðustu mánuðum og hóteleigendur, bæði á höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni, finna fyrir samdrætti í gistingu í byrjun sumars. Ágætlega horfir með júlí- mánuð en meiri óvissa ríkir um ágúst og september. Þetta er þó mis- munandi eftir landshlutum. Aukning á næsta ári Úlfar Antonsson, deildarstjóri innanlandsdeildar Ferðaskrifstofu Íslands og Úrvals-Útsýnar, segir að áætlanir þessa árs hafi staðist, en þær hafi gert ráð fyrir fækkun er- lendra ferðamanna miðað við síðasta sumar. Tekjurnar séu hins vegar meiri, þökk sé jákvæðri gengisþróun algengustu gjaldmiðla. „Reynslan sýnir okkur að til lengri tíma á sér stað aukning í ferðaþjónustunni en sveifla getur komið milli einstakra ára. Við sjáum þannig fram á töluverða aukningu á næsta ári, miðað við þetta ár. Fyrir sumarið 2001 voru gerðar sorglega miklar væntingar, en ferðamenn sem voru búnir að bóka sig til Ís- lands vissu ekki að íslenska krónan myndi veikjast í maí. Þeir eru því búnir að gera sínar ráðstafanir fyrir löngu og margir hættir við að koma. Hóteleigendur á landsbyggðinni höfðu reiknað með 85-90% gistinýt- ingu í júní en raunveruleikinn er kannski 40-45%. Væntingarnar eru alltof miklar og það er eins og menn læri aldrei af reynslunni. Minni okk- ar getur oft á tíðum verið æði stutt,“ segir Úlfar og bendir á að svipuð þróun eigi sér stað á Norðurlöndum. Erlendum ferðamönnum þangað hafi fækkað og Evrópubúar horfi í meiri mæli í austurátt til Eystra- saltsríkjanna í fríum sínum. Sigríður Gunnarsdóttir, sölustjóri innanlandsdeildar Samvinnuferða- Landsýnar, segir síðasta ár hafa verið metár í ferðaþjónustu hér á landi vegna landafundahátíðar og menningarborgarárs og búist hafi verið við samdrætti í ár, ekki bara hér á landi heldur í ferðaþjónustu um allan heim. Staðan eigi ekki að koma neinum á óvart. Hins vegar bendi margt til þess að árið 2002 verði mun betra en þetta ár, þar sem áætlaðar eru fleiri ráðstefnur og hvataferðir. „Annars gengur okkur vel að selja ferðir til útlendinga, það er ekki mál- ið. Við höfum tekið við fullt af bók- unum en finnum engu að síður fyrir breytingum miðað við síðasta ár. Við getum þó ekki kallað þetta samdrátt því við vissum fyrir ári síðan að þró- unin í ár yrði þessi og miðuðum okk- ar áætlanir við það,“ segir Sigríður. Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radison/SAS Hótel Sögu og segist einnig hafa orðið vör við samdrátt í komum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Hótelið hafi þó haldið sínum hlut á markaðnum en það hafi kostað mikla vinnu. Gert hafi verið ráð fyrir samdrætti í ár í áætlunum hótelsins. „Einhvern veginn hefur það gerst að árin sem enda á sléttri tölu, til dæmis 2000 og 2002, eru betri á ráð- stefnumarkaðnum en þau ár sem enda á oddatölu. Mér sýnist árið í ár ætla að verða svipað og 1999, sem var ágætt ár í ferðaþjónustunni hér á landi. Vöxturinn hefur verið það mikill síðustu ár að við finnum meira fyrir slakanum þegar hann kemur. Er það ekki alltaf þannig að mikið vill meira? Hjá okkur var herbergja- nýtingin 90% í júní og ég tel ekki auðveldara að gera mikið betur en það, sem er svipuð nýting og í sama mánuði í fyrra,“ segir Hrönn sem telur það mikla afturför að talningu ferðamanna inn í landið var hætt með þátttöku í Schengen-samstarf- inu. Hvetur hún til lausna í þeim efn- um og telur t.d. gistináttaskýrslur ekki besta mælikvarðann. „Ég held að sú magapína sem hrjáir marga vegna samdráttar í ferðaþjónust- unni sé vegna þess að tölfræðin er ekki á hreinu.“ Fækkun í millilandaflugi yfir sumarið en fjölgun á veturna Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að farþega- tölur fyrstu fimm mánuði ársins í millilandafluginu bendi til að erlend- um ferðamönnum hafi fjölgað lítil- lega miðað við sama tíma í fyrra, en í maí hafi orðið nokkur fækkun. Tölur fyrir júní eru ekki komnar frá Flug- leiðum en Guðjón telur ýmislegt benda til að svipuð þróun hafi átt sér stað og í maí. Svo virðist sem farþeg- um fjölgi yfir vetrarmánuðina en fækki á sumrin, sé miðað við síðustu ár. Jón Tryggvi Jónsson, hótelstjóri á Egilsstöðum, sem sér um Fosshótel Valaskjálf, Fosshótelið á Hallorms- stað og í Reyðarfirði, segir sumarið í ár fara af stað á svipuðu róli og í fyrra. Meira sé að gera ef eitthvað er og gott veður á Austurlandi eigi þar eflaust stóran þátt. Þetta eigi jafnt við um erlenda sem innlenda ferða- menn, ekki síst þá síðarnefndu. Jón Tryggvi segir meira um erlenda ferðamenn á eigin vegum en áður og minna sé um skipulagða hópa. „Annars erum við bara brattir og ánægðir með hvernig sumarið fer af stað. Vel lítur út með bókanir það sem eftir er sumars,“ segir Jón Tryggvi. Páll Sigurjónsson, hótelstjóri Hót- els KEA á Akureyri, sem einnig rek- ur Hótel Hörpu og Björku, er þokkalega ánægður með sumarið og segir gistinýtingu í júní 10% betri en í sama mánuði í fyrra. Fjölmenn sjó- veðurráðstefna á Akureyri um miðj- an júní hafi skipt þar miklu en ferða- menn á eigin vegum verið álíka margir eða færri en í júní í fyrra. Vonast Páll til að júlí verði svipaður og áður en er svartsýnn á ágústmán- uð vegna afpantana sem hafa verið að berast frá ferðaskrifstofunum. Hann segist hafa reiknað með aukn- ingu í ár miðað við fyrirframbókanir en þær áætlanir geti breyst á einni nóttu. Töluverðar fjárfestingar hjá bílaleigunum Bergþór Karlsson, hjá Bílaleigu Akureyrar í Reykjavík, sem er með umboð fyrir Europcar, segir við- skipti við erlenda ferðamenn svipuð og á sama tíma í fyrra. Nú sé há- annatíminn að ganga í garð og mikið um að vera á bílaleigunum fram í miðjan ágúst. Bergþór segir margar bílaleigur hafa fjárfest töluvert í nýj- um bílum vegna væntinga um gott ferðamannasumar og líklega hafi um þúsund bílar verið keyptir í maí og júní. Að hans sögn eru um 2.500 bíla- leigubílar á markaðnum á háanna- tíma, þar af um 1.100 hjá Bílaleigu Flugleiða/Hertz og Bílaleigu Akur- eyrar. Sæmundur Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Hreyfils, segir að á sumrin séu viðskipti hjá leigubílum við erlenda ferðamenn almennt minni en á veturna. Á haustin og vet- urna sé t.d. meira að gera vegna smærri hópa sem nýta sér leigubíl- ana. Meira sé um ferðamenn á eigin vegum á sumrin og heyrist Sæmundi á sínum mönnum að júnímánuður hafi verið í rólegri kantinum hvað er- lenda ferðamenn áhrærir. Ferðaþjónustuaðili um samdrátt vegna fækkunar erlendra ferðamanna Væntingarnar fyrir sum- arið sorglega miklar Morgunblaðið/Rax Hér stíga ferðamenn á land í Seyðisfirði, en þeir komu með Norrænu í fyrstu ferðinni í sumar. Með þátttöku í Schengen-samstarfinu var taln- ingu ferðamanna hætt en flestir ferðaþjónustuaðilar sem rætt er við finna fyrir samdrætti það sem af er sumri, miðað við síðasta ár. Aðilar í ferðaþjónustu, sem Morgunblaðið ræddi við, eru almennt sammála um að það sem af er árinu hafi færri erlendir ferða- menn komið til landsins en á síðasta ári. Þrátt fyrir væntingar um annað gerðu flest- ir ráð fyrir samdrætti í áætlunum sínum og telja þær hafa staðist. HELGI Hallgrímsson vegamála- stjóri segir að hugmynd Vegar, félags áhugamanna um bættar vega- samgöngur, um lagningu vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arn- kötludal og Gautsdal á Vestfjörðum sé ekki ný af nálinni og að hún hafi verið til umræðu að minnsta kosti frá því 1998. Þá var gerð langtímaáætl- un í vegamálum sem gildir frá 1999- 2010, þar sem fram kom að velja þyrfti leiðir á þessu svæði til vega- gerðar, en því var ekki slegið föstu hvaða leið yrði fyrir valinu. Leiðin um Arnkötludal og Gauts- dal er ein af þeim leiðum sem talið var að kæmu til álita samkvæmt áætluninni, en henni er skipt í þrjú tímabil og er tenging Hólmavíkur við hringveg um Djúpveg eða um Trölla- tunguheiði (Arnkötludalsleið) með fjárveitingu á síðasta tímabili hennar árin 2007-2010. Í Morgunblaðinu á sunnudag er þess getið að í skýrslu sem Vegur lét vinna af Línuhönnun hf., sé staðhæft að lagning vegar um Arnkötludal og Gautsdal sé meðal arðsamari framkvæmda sem hægt sé að ráðast í á Vestfjörðum. Þar kemur einnig fram að þegar sé farið að huga að stofnun hlutafélags til undirbúnings lagningar vegarins, þar sem hóflegt gjald yrði tekið af vegfarendum, að minnsta kosti fyrstu árin. Að sögn Helga hefur engin ákvörðun verið tekin um hvaða leið verður farin við vegagerðina. „Enn á eftir að ákveða hvaða lausn verður valin og hvort þarna verður farið í einkaframkvæmd eða ekki. Fyrst þarf að finna hvaða vegakerfi er vænlegast á þessum slóðum, svo er hægt að velta því fyrir sér hvernig er hagkvæmast að leysa verkefnið,“ segir Helgi. Skýrslan aðeins fyrsta athugun Helgi segist ekki hafa lesið skýrslu Línuhönnunar og geti því ekki tjáð sig um hana að svo stöddu. Hann bendir þó á að skýrslan sé að- eins fyrsta athugun og hljóti því eðli málsins samkvæmt að vera byggð á frekar einföldum forsendum eins og alltaf verði að gera í byrjun. „Við höfum hins vegar gert grein fyrir því gagnvart Alþingi, að aðrir mögu- leikar verði einnig skoðaðir,“ segir Helgi. Vegamálastjóri um skýrslu vegna vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar Enn á eftir að skoða fleiri möguleika STARFSHÓPUR starfar nú á vegum ríkissaksóknara sem hef- ur það að markmiði að kanna meðferð nauðgunarmála, rann- sókn sem og saksókn. Gert er ráð fyrir því að starfshópurinn muni ljúka störfum innan árs frá skipun eða í marsmánuði árið 2002. Að sögn Ragnheiðar Harðar- dóttur, saksóknara og oddvita starfshópsins, hefur verið um- ræða í þjóðfélaginu um að mikill hluti nauðgunarmála falli niður í meðferð lögreglu og ákæruvalds og sé hún studd tölulegum upp- lýsingum frá lögreglu og ákæru- valdi. Margir standa að starfshópnum Að sögn hennar kemur fram í skipunarbréfi til starfshópsins að talið sé brýnt að láta kanna meðferð nauðgunarmála og því hafi verið ákveðið að mynda starfshóp með stuðningi frá dómsmálaráðuneytinu, ríkislög- reglustjóranum, lögreglustjór- anum í Reykjavík og Lögreglu- skóla ríkisins. Hún segir að starfshópnum sé falið að fara yfir þau mál sem ekki hafi leitt til ákæru á fimm ára tímabili eða frá og með árinu 1997. Starfshópurinn mun skoða þessi mál og athuga hvort eitt- hvað er sem betur hefði mátt fara. Starfshópnum ber að kanna sérstaklega afdrif skráðra nauðgunarmála og ganga úr skugga um hvort sam- hengi kunni að vera á milli mik- ils fjölda niðurfelldra mála og rannsóknar- og saksóknargæða. Leggi til úrbætur Leiði könnunin síðan í ljós að betur megi standa að meðferð mála á rannsóknar- og saksókn- arstigi ber starfshópnum að gera tillögur um viðeigandi aðgerðir til úrbóta, breyttar verklags- og stjórnunarreglur o.s.frv. Í starfshópnum ásamt Ragn- heiði eru Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, Gísli Pálsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, og Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum í Reykja- vík. Könnun á afdrifum skráðra nauðg- unarmála TVÍTUG stúlka sem slasaðist alvar- lega í bifhjólaslysi í miðbæ Keflavík- ur á miðvikudagskvöld, liggur enn lífshættulega slösuð á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæsludeild er búist við að hún verði áfram tengd við öndunarvél fram yf- ir helgi. Maðurinn sem féll í sjóinn úr hömrum við Arnarstapa síðastliðna helgi er á batavegi á gjörgæsludeild- inni, en hann losnaði úr öndunarvél um hádegið í gær. Þá hefur stúlka á þrettánda ári, sem slasaðist í alvarlegu bílslysi við Breiðdalsvík 24. júní sl., þar sem önnur stúlka beið bana, verið út- skrifuð af gjörgæsludeildinni og er komin á barnadeild. Enn í lífs- hættu eftir bifhjólaslys í Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.