Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 19
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 19 BRESKU togararnir Lanchella og Kirkella komu til hafnar á Eskifirði í fyrsta skipti í sumar á fimmtudag, en skipin hafa stundað karfaveiðar suð- austur af landinu undanfarin sumur og veitt úr kvóta Evrópusambands- ins. Eins kom þýski togarinn Iris til hafnar á Eskifirði í gærmorgun. Skipin munu landa karfa á Eskifirði á fimmtudögum í sumar en aflinn er sendur í gámum á markað í Evrópu á föstudögum. Skipin voru að veiðum í Rósagarðinum svokallaða en karfa- kvóti ESB innan íslenskrar land- helgi á þessu ári er samtals 3.000 tonn og má aukaafli þeirra nema 10% af heildaraflanum. Fimm tog- arar stunduðu veiðarnar sl. sumar og var heildarafli þeirra alls um 1.400 tonn. Hinsvegar hafa 12 bresk og þýsk skip sótt um leyfi til veið- anna í sumar. Afli skipanna þriggja var heldur rýr að þessu sinni, að sögn Sigurþórs Hreggviðssonar hafnarstjóra á Eskifirði, aðeins um þrír gámar hjá Krikellu, tveir gámar hjá Lanchellu og tveir gámar hjá Iris en hann sagði að skipin hefðu aðeins verið þrjá til fjóra daga að veiðum. Lönduðu karfa úr ESB kvóta Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Bresku togararnir Kirkella og Lanchella í Eskifjarðarhöfn. „HEYRÐU, þetta hefur bara verið alveg þokkaleg humarvertíð. Það er ekkert hægt að vera að kvarta undan því. Veiðin hefur verið bæði góð og jöfn. Það dúraði aðeins um daginn en kom upp strax aftur,“ segir Ægir Birgisson, skipstjóri á Steinunni SF 10, í samtali við Morgunblaðið. Hvernig er krabbinn eins og þið Hornfirðingar kallið humarinn oft? „Krabbinn er þokkalegur, hann er jafnstærri en undanfarin ár. Við höf- um verið að fá upp í 60% í fyrsta flokk og sáralítið í minnsta flokkinn. Útkoman er því alveg þokkaleg. Við erum búnir að vera mest í austur- dýpunum, Hornafjarðardýpi og Lón- dýpinu. Við byrjuðum reyndar í Breiðamerkurdýpinu en krabbinn hérna austur frá var betri og stærri. Það var tekið svo mikið í Breiða- merkurdýpinu í fyrra að það virðist þurfa einhverja hvíld. Það er nauð- synlegt að fara varlega og má ekki auka kvótann of mikið að mínu mati. Ég held að það sé allt í lagi að fara upp í 1.500 tonn eins og búið er að ákveða fyrir næsta ár. En menn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir ætla sér að auka kvótann í 2.400 tonn eins og hann var á sínum tíma. Það sýndi sig þá að stofninn þoldi það ekki. Það betra að hafa kvótann minni og fá þá jafnari veiði og stærri krabba.“ Hvernig hafa veiðarnar gengið? „Vertíðin byrjaði seint núna vegna verkfallsins, en reyndar á svipuðum tíma og áður fyrr. Í fyrra byrjuðum við 30. apríl og sumir nokkru fyrr. Þá var veiðin mjög góð og það má því velta því fyrir sér hvort við hefðum ekki átt að byrra fyrr hér á árum áð- ur. Yfirleitt hefur botninn dottið úr veiðinni í kringum sjómannadaginn, en þótt við séum seint á ferðinni núna er það óvenjulegt að veiðin sé svona lengi fram á sumarið. Nú er kominn sá tími að það dúrar af og til og þá jafnvel í öllum dýpum, en kem- ur upp aftur. Við erum komnir með rúmlega 22 tonn miðað við skott og það er bara ágætt. Við sjómenn miðum alltaf við skott þótt við séum alveg hættir að slíta um borð eins og áður var. Það gefur um 30% meira að koma með heilan humar að landi en skottin. Þetta er ágætis veiðiskapur, en það er alltaf gott á öllum veiðiskap, þegar vel gengur. Maður var nú orð- inn hálfleiður á þessu áður, þegar obbinn af humrinum var tekinn á þremur vikum eða svo og svo var verið að sarga á þessu langt fram eft- ir sumri. Menn voru þá orðnir hálf- leiðir, þegar komið var fram í ágúst. Við byrjuðum að landa heilum humri í fyrra og þá sögðu karlarnir nú loks væri verandi að vera á þessu. Það fiskaðist líka vel og við vorum jafnvel jafnmikið í landi og á sjó, vinnslan stýrði veiðunum í samræmi við afkastagetuna. Það hefur verið svipað núna og löndunum er skipt niður á bátana, við megum koma með ákveðið magn á ákveðnum degi og eftir því er farið. Það skilar sér betur fyrir alla aðila, bæði veiðar og vinnslu.“ Kom sér ekki illa að ekki skyldi fást niðurstaða í kjaradeilur sjó- manna og útvegsmanna? „Þetta ár hefur verið allt í lagi, en sjómannaverkfallið setti anzi stórt strik í reikninginn hjá öllum. Fyrir okkur á þessum bátum var þetta á skelfilegasta tíma. Framan af var vertíðin mjög léleg. Þetta var ótta- legt náskrap framan af, en þegar fór að líða aðeins á marz fór veiðin að- eins að glæðast og það reddaði okkur þessi stutti tími sem verkfallinu var frestað. Þessi tími þarna á milli redd- aði okkur og ég hefði ekki boðið í það, hefði því ekki verið frestað þá. Það ekki nógu gott að það virtist enginn sáttavilji vera, hvorki hjá sjó- mönnum né útgerðarmönnum. Menn voru skíthræddir og þorðu ekki að gefa eftir, óttuðust að þá tækju stjórnvöld það upp og settu lög á deiluna. Mér fannst það strax í fyrra, þegar menn fóru að tala saman að báðir aðilar stefndu í verkfall. Mér finnst nú ekki rétt að hafa það að markmiði í samningaviðræðum að fara í verkfall og ég er ósáttur að því leyti. Það er líka skelfilegt að geta ekki klárað svona samninga og þurfa að láta einhverjar stjórnvaldsað- gerðir yfir okkur ganga. Það getur enginn verið sáttur við þann farveg sem þessi mál eru komin í,“ segir Ægir Birgisson. Ekki hægt að kvarta Ægir Birgisson, skipstjóri á Steinunni SF, er ánægður með „krabbann“ í ár enda er hann stærri en í fyrra Morgunblaðið/HG Humrinum landað úr Steinunni SF 10. Þeir eru komnir með vel yfir 20 tonn af skottum eins og þeir segja og eru ánægðir með árangurinn. Ægir Birgisson á Steinunni SF . DÚNDUR T I L B O Ð UMBOÐSMENN UMM LAND ALLT Teba veggofn og helluborð saman í setti. Fjölkerfa blástursofn, undir & yfirhiti, grill og grillteinn. Helluborð með 4 hellum. Verð áður kr 52.500 Eldavél með grilli, 4 hellur, þar af 1 hraðsuðuhella. Geymsluhólf. HxBxD:85x49,6x60 cm. Verð áður kr. 38.900 Splunkuný gerð af 1000 snúninga Zanussi þvottavél. Sérstakt hrað - og ullarþvottarkerfi. Fékk hæstu einkunn fyrir þvottagæði. Verð áður kr. 59.900 ZANUSSI Suðurlandsbraut 16 108 Rvk. Sími 5880500 46.90 0 45.80 0 32.90 0 26.90 0 Kæliskápur í borðhæð með rúmgóðu 18 lítra frystihólfi. Sjálfvirk afþíðing í kæli. Kælikerfi með þriggja ára ábyrgð HxBxD:85x55x60 cm. Verð áður kr. 33.900 stgr. k r stgr. k r stgr. k rstgr. k r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.