Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 43 Leiftur minninga þjóta um hugann, mestmegnis frá því ég var telpa og við syst- kinin ung. Þá var lífið ávallt bjart, fullt af ævintýrum og tilhlökkun. Áhyggjur voru ekki til. Þessi leiftur sýna mér nú vægðarlaust að það sem hægt er að gera í dag á ekki að geyma til morguns. En hún Dýrleif frænka mín var bara ekkert á leiðinni að deyja. Hálfníræð manneskjan, alltaf svo sterk og falleg þrátt fyrir allt. Við eigum ekki eftir að njóta gestrisni hennar, elskulegheita og ættrækni framar og nú hef ég ekki lengur tækifæri til að spyrja hana um svo margt og það er líka orðið of seint að þakka. Dýrleif frænka mín var tíguleg kona og reist, alltaf svo flott! Höfð- ingi í sjón og raun með stórt hjarta fullt af umburðarlyndi. Ég man hana í Reykjavík ávallt glæsilega til fara heima og heiman. Ég man hana líka fyrir norðan, á Silfrastöðum, í síðbuxum og ull- arpeysu rjóða á vanganum. En sveitastúlkan að norðan var líka svolítið „öðruvísi“ með hárið sitt svarta og blik í brúnum augum. Hún fallega flotta frænka okkar, heimskonan. Dýrleif var fædd í Danmörku og lífið fór hörðum höndum um barnið og unglinginn en hún var sterk, átti góða að og spjaraði sig. Heimili þeirra Sigurðar í Reykjavík var sérlega fallegt. Sem barni fannst mér það alltaf eins og ég kæmi þar í höll. Og barnaboðin, afmælisveislurnar í Tjarnargötunni og síðar í Miðstrætinu, þær slógu allt út. Ég hlakkaði til þeirra allt árið. En Dýrleif var ekki bara góð mamma og húsmóðir. Hún var kjólameistari, listamaður af Guðs náð. Til vitnis um það eru hin vandasömu dýru verk sem henni voru falin. Þau innti hún af hendi af sömu vandvirkninni til hinsta dags. Á saumastofunni hennar í gamla daga var ævintýralegt andrúmsloft. Þar var fullt af fínum efnum, strangar, tau og fínerí um allt. Svo stóð kannski gína í prinsessukjól á miðju gólfi. Síðar, þegar ég hefi verið farin að nálgast „giftingaraldur“ áttaði ég mig á því hve lagin húsmóðir hún var. Eitt sinn í hádegi í miðri viku sá ég hana t.d. reiða fram dýr- indis veislumat undirbúningslaust. Á meðan ég snerist í kringum sjálfa mig í eldhúsi frænku minnar vann hún hratt og fumlaust um leið og hún gaukaði að mér ýmsu hag- nýtu varðandi eldamennsku. Svo saumaði hún á mig brúð- arkjólinn og nokkrum árum síðar stúdentsdragtina á Imbu systur. Enginn gat gert það af meiri skiln- ingi, elskusemi og fagmennsku. Ingibjörg amma mín og Guðrún, móðir Dýrleifar, voru systur. Guð- rún ömmusystir var fluggreind, víðlesin með afbrigðum skemmtileg kona. Um svipað leyti urðu þær báðar einstæðar mæður með ung börn. Á milli pabba og Dýrleifar voru bara fjórir mánuðir í aldri og var alla tíð afar kært með þeim, nánast eins og systkinum. Syst- urnar spjöruðu sig og börn þeirra komust öll vel til manns. Dætur Dýrleifar kölluðu ömmu Ingibjörgu stórfrænku. Mér finnst þetta orð hæfa Dýrleifu vel. Hún var í orðsins fyllstu merkingu stór- frænka. DÝRLEIF ÁRMANN ✝ Dýrleif Ármannkjólameistari fæddist í Kaup- mannahöfn 19. des- ember 1915. Hún lést í Reykjavík 19. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 29. júní. Blessuð sé minning þeirra mæðgna Dýr- leifar og Guðrúnar ömmusystur. Guðrún Broddadóttir. Það var fjölmargt sem leitaði á hugann við jarðneska burtför og fjölmenna útför Dýrleifar Ármann kjólameistara, órjúf- anlega tengt lífi mínu. Hún var seinni kona Sigurðar Magnússon- ar, lengstum blaðafulltrúa Loft- leiða, en Sigurður og faðir hans, Magnús frá Miklaholti, voru á ár- um áður, líkt og svo margir Snæ- fellingar, tíðir gestir föður míns í reisulega húsið að Rauðarárstíg 3, seinna 19. Eftir nokkrar vangavelt- ur áleit ég að virðingarvottur og örfá minningabrot ættu erindi á blað, um kæra vinkonu móður minnar og góðvætt fjölskyldunnar að ræða. Til frásagnar, að fyrri kona Sig- urðar var Anna Guðmundsdóttir hjúkrunarkona (1910–39), sem ég man óljóst eftir í eigin persónu, en til var andlitsmynd af henni í hjúkrunarbúningi á heimili okkar á Rauðarárstígnum. Þótti mér stafa frá henni slík útgeislan og upphafin fegurð að jafna mátti við Carole Lombard eiginkonu Clark Gable kvikmyndaleikarans heimskunna. Þær áttu það líka sameiginlegt að deyja í blóma lífsins og vera giftar fjallmyndarlegum mönnum sem syrgðu þær mjög, hvað Sigurð snerti í þeim mæli að hann mun hafa látið hafa eftir sér að hann hygði ekki á kvonfang aftur. En enginn veit örlög sín og liðlega tveimur árum seinna var önnur og ekki síður glæsileg kona komin inn í líf hans, fullkomin andstæða hinn- ar fyrri, nafnið hljómmikið og óvenjulegt, yfirbragðið eitthvað svo dökkt, dulúðugt og framandi sem skýrðist af því að faðir hennar var af pólskum ættum. Glæsilegra par en þau Sigurð og Dýrleifu gat naumast í höfuðborginni er þau voru í blóma lífsins og á sinn hátt lengstum. Sópaði að þeim hvar sem þau komu og ekki skyggði á að Dýrleif var einstök smekkmann- eskja í klæðaburði, afburða flink í höndunum við sinn kjólasaum. Það var sem allt breyttist, heimurinn stækkaði og tilveran komst á hærra svið er þau birtust á Rauð- arárstígnum, en það átti einnig við um svo marga sem þangað rötuðu, húsið opið öllum, háum sem lágum, frá hinum aldna mælskuhal séra Árna Þórarinssyni og öðrum áber- andi í þjóðfélaginu til ungra ófram- færinna Snæfellinga er þurftu á fyrirgreiðslu föður míns að halda, litskrúðuga fjöld þar á milli. Þau hjónin fylgdust af áhuga með framhaldsnámi systkina minna, heima sem erlendis, og sjálfur stend ég í ævarandi þakk- arskuld við Sigurð þá ég hélt utan haustið 1950. Þá útvegaði hann mér samastað hjá þeim Steinunni Ólafs- dóttur og Þórði Jónssyni á Nordre Frihavnsgade 31 sem héldu uppi eins konar Unuhúsi Íslendinga í Kaupmannahöfn í meira en hálfa öld. Ekki hefði ég getað óskað mér betra né menningarlegra athvarfs og staðsetningin einstök þarna á Austurbrú, svo til miðs vegar milli Þríhyrningsins og Norðurhafnar- innar. Gestakomurnar voru eins og framhald af Rauðarárstígnum, nema að nú voru það öllu fleiri náms- og listamenn, hinir síðar- nefndu á öllum aldri, frá Þórbergi Þórðarsyni og niður, íslenzk list á öllum veggjum, bókmenntir af hárri gráðu þéttpakkaðar í hillum. Dýrleif Ármann var sterka kon- an á bak við Sigga Magg, hún lét hvorki troða sér um tær né erf- iðleika buga sig og er mér eitt minningarbrot ofarlega í huga. Veturinn 1955–56 var ég aftur í Kaupmannahöfn og nú í grafíska skólanum á Akademíunni. Vildi þá svo til að Dýrleif var lögð mikið veik inn á Ríkisspítalann, þá sjúkrasögu kann ég ekki alla en heimsótti hana ásamt Steinunni er hún tók að hjarna við. Seinna, á að- fangadag, fékk ég það hlutverk frá móður minni að færa henni blóm. Man ljóslega eftir því umstangi, leitinni að blómabúð, langri göngu í röku desemberveðrinu og komunni á spítalann á afhallandi síðdegi, ut- an almenns heimsóknartíma og af- henti hjúkrunarkonu á deild sjúk- lingsins þrönugrösin. Þegar Dýrleif tók að braggast og útskrifaðist af spítalanum flutti hún inn til Stein- unnar, sem var hjúkrunarkona að mennt, og var undir hennar umsjá um nokkurt skeið. Þar sem ég var matargestur í húsinu á sunnudög- um, og kom að auki í kaffi af og til, fylgdist ég grannt með afturbata Dýrleifar sem var í fyrstu afar veikluleg. En hún átti eftir að ná heilsu aftur, verða mikil og sterk kona á ný, lifa sem slík í heil 46 ár í viðbót og starfa alla tíð að kjóla- saum, lifa það að eignast sjö barna- börn og sextán barnabarnabörn og vera sá ás, sameiningartákn og fyr- irmynd sem líf þeirra hverfðist helst um. Þessi örsaga hermir grannt af manneskjunni að baki sem aldrei lét bugast og gaf umhverfi sínu meira en hún þáði, ber að virða og þakka vinarþel og samfylgd, biðja blessunar á guðs vegum. Bragi Ásgeirsson. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. +    #  $    #    !          !       +<  5 23 <   G ! 86 * !         #      $    36 331 $   ' ( , - 7      '"0-$7-,, *' )" ", +   #  #   !      !      0  < <  (  $ ! 8"' $ H!   # 7  / #9 ,  "     !         03 F / 0 F 3   -! 8$- 0 , ' IJ    #          4&7 ,       )  8  &  " '' , !  '' , *'$ $,,-  ,  #  !        9  39  3 8 ' =%(! '"- $  1 -    $,,-  "     #     !            !                C13   < "( -%J!   #    #  $    8 - .9     1 -    6  C@- , ! 56  0- *! 9) 'C@- , ! " - 6   '' *! "9) C@- , ! '- -  '- * *'( ()  :  #   !     !               &           &  03 F E6 3 "7$- ! * $ =! " *    #    '      1 -    "'5, ! ", 7 + $ *! 5" *! ) ,#" , !  $ " *!  #9 , *' )" ",- K  +        #         6 /3  9 5  95  <  (  $  8E $ ! "( -HB!               1 -    ") 6 7-,, ! 7"+  7"*! 6 #6 7-,, !   L 6 7-,*! 0-$A 6 8, ! *' )" ",- 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.