Morgunblaðið - 07.07.2001, Side 4

Morgunblaðið - 07.07.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BAUGUR og Inditex, sem er eig- andi tískuverslanakeðjunnar ZARA, hafa undirritað samning um að vinna saman að því að opna slíka keðju á Íslandi. Fyrsta skrefið verð- ur að opna verslun í nýju versl- anamiðstöðinni Smáralind í vetur og í versluninni, sem verður um 1.500 fermetrar, verður seldur fatnaður á konur, karla og börn. ZARA-verslunarkeðjan var stofnuð árið 1975 með einni verslun í borginni La Coruna á Spáni, en nú eru reknar um 550 verslanir í um 30 löndum. Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri sérvörusviðs Baugs, segir að sérstaða ZÖRU-verslananna felist í því hversu fljótt tekst til að koma tískuvörum á markað um leið og þær komast í tísku og það á hag- stæðu verði. Eins nái verslunin til breiðari aldurshóps en tísku- vöruverslanir gera almennt. Jón segir að verslunin í Smára- lind verði sett uppog rekin á sama hátt og aðrar ZARA-verslanir. „Þessi búð mun eins og aðrar fá nýjar vörur tvisvar í viku, en í hverri viku eru framleiddar um 1.500 nýjar vörutegundir. Þeir sjálfir greina þarfir markaðarins á hverjum stað og mun verslunin hér fá vörur samkvæmt því,“ segir Jón. Hann segir það gjarnan sagt um ZÖRU verslanirnar að komi við- skiptavinur þangað inn og sjái eitt- hvað sem honum líst á, verði hann að kaupa það strax vilji hann ekki missa af því alveg. „Af því að þeir skipta fötum svona ört út, eru þeir með lítið af hverju, hverju sinni. Eins reyna þeir að senda aldrei sömu vörurnar tvisvar,“ segir Jón. Hann segir að verðið í versluninni hér á landi verði svipað og í verslunum annars staðar í Evrópu. ZARA-verslanir er að finna í að- alhverfum og verslanamiðstöðvum í borgum Evrópu, Bandaríkjanna, Asíu og Mið-Austurlanda. Inditex- samsteypan er meðal stærstu fram- leiðenda tískufatnaðar í heimi með veltu upp á 2.615 milljónir evra í fyrra og hagnað upp á 262 milljónir evra. Fyrirtækið rekur fimm versl- anakeðjur (ZARA, Pull & Bear, Massimo Dutti, Bershka og Stradi- varius) og 1.100 verslanir í 33 lönd- um. Starfsmenn félagsins eru um það bil 24.000. Zara-verslun í Smáralind TIL ágreinings kom milli fulltrúa Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokks á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær og endaði með því að samstarfi flokkanna í sveitar- stjórn Skagafjarðar var slitið. Á fundinum átti meðal annars að taka afstöðu til nið- urstöðu vinnuhóps um sameiningu veitufyr- irtækja sveitarfélagsins, þar sem lögð var til sameining veitnanna, í líkingu við það fyr- irkomulag sem tíðkast hefur hjá öðrum sveit- arfélögum. Lagði Herdís Sæmundardóttir, oddviti framsóknarmanna og formaður byggðaráðs, fram tillögu um að fresta sameiningunni til 1. nóvember næstkomandi og í framhaldi af því að athugað yrði hvort ekki væri hagkvæmt að selja Rafveitu Sauðárkróks. Við umræður kom fram andstaða fulltrúa sjálfstæðismanna en við atkvæðagreiðslu var tillagan samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa B-lista gegn tveimur atkvæðum full- trúa D-lista sem lögðu fram bókun þar sem fram kemur vilji til að sameina Rafveitu Sauðárkróks og Hita- og vatnsveitu Skaga- fjarðar í hlutafélag. Í framhaldi þessa lögðu fulltrúar B-lista fram bókun þar sem fram kemur að litið sé svo á að með því að greiða atkvæði gegn tillögunni hafi sjálfstæðismenn rofið samstarfið í sveitarstjórn Skagafjarðar. Framsókn mun hefja viðræður við Skagafjarðarlistann Í samtali við Morgunblaðið vísaði Herdís Sæmundardóttir, oddviti framsóknarmanna, til bókunar sinnar og greinargerðar með til- lögunni. Þar kemur fram að sem formaður byggðaráðs telji hún mjög nauðsynlegt að bregðast við afar erfiðri skuldastöðu sveit- arfélagsins og bendir í því tilviki á að á fyrstu sex mánuðum ársins hafi skuldir hækkað um rúmar áttatíu milljónir vegna gengisbreyt- inga og verðbólgu. Sagðist Herdís áður hafa rætt þann möguleika að selja rafveituna en talað fyrir daufum eyrum. Nú hafi tillögu hennar verið hafnað, því telji hún forsendur samstarfs brostnar og segist hún þegar munu hefja viðræður við fulltrúa Skagafjarðarlist- ans um nýjan meirihluta. Gísli Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokks- ins í sveitarstjórn, sagði að eitthvað í þessu máli kæmi ekki heim og saman. Sveitarstjórn hefði verið sammála um að fara þá leið að sameina veitufyrirtækin og að það hefði einn- ig verið samdóma álit þeirrar nefndar sem sett var á stofn til að skoða þann mögu- leikann. Hefðu allir fulltrúar í nefndinni, sem voru frá öllum sem buðu fram til sveit- arstjórnar, verið um þetta sammála. Í gærkveldi hefði Herdís haft samband við sig og sagt að hún myndi flytja um það til- lögu að fresta sameiningunni og kanna sölu á rafveitunni. Sagði Gísli að ekki hefði verið unnt, á þessum tíma, að kalla meirihluta sam- an til fundar um málið enda hefði komið fram að meirihluti væri fyrir því í byggðaráði að fara þessa leið. Sagði Gísli að sér þættu þessi vinnubrögð afar óvenjuleg svo ekki væri meira sagt, að slíta samstarfinu á nefnd- arfundi en ekki á fullskipuðum fundi meiri- hlutans. Ágreiningur um veitufyrirtæki í bæjarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar Samstarfi fram- sóknar- og sjálf- stæðismanna slitið HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða dæmdi í gær fyrrum fram- kvæmdastjóra og stjórnarfor- mann Vesturskipa ehf. í 30 milljóna króna sekt og 10 mán- aða fangelsi, þar af 7 skilorðs- bundið, fyrir annars vegar brot á lögum um virðisaukaskatt og hins vegar brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt ákæru efnahags- brotadeildar ríkislögreglu- stjóra stóð ákærði sýslumann- inum á Patreksfirði ekki skil á virðisaukaskatti sem inn- heimtur var í nafni félagsins að upphæð rúmar 434 þúsund krónur. Þá var ákærði sakaður um að hafa ekki staðið sýslu- manni skil á staðgreiðslu opin- berra gjalda sem haldið var eft- ir af launum starfsmanna Vesturskipa ehf. á árunum 1998 og 1999, samtals að fjárhæð rúmar 11,5 milljónir króna. Ákærði játaði sök og taldi dómurinn sök hans nægilega sannaða. Ákærði var á tveggja ára skilorði eftir fangelsisdóm sem hann hlaut í Hæstarétti snemma árs 1999 og rauf skil- orðið með brotum sínum. Erlingur Sigtryggson dóm- stjóri kvað upp dóminn. Helgi Magnús Gunnarsson, löglærð- ur fulltrúi efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra, sótti málið. Verjandi ákærða var Sigurður A. Þóroddsson hdl. Dæmdur í 30 milljóna sekt og fangelsi LEIKSKÓLASTJÓRUM í Reykja- vík var veitt heimild frá 1. júlí sl. til að umbuna hverjum starfsmanni með allt að 12.500 króna gjöf eftir því sem leikskólastjórinn ákveður. Hallur Símonarson, fjármálastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir að þarna sé verið að ræða um starfs- menn sem eru í 100% starfi og hafa verið frá áramótum. Þeir hyggist vera áfram í starfi og það liggi ekki fyrir að starfsmaðurinn segi upp. Leikskólastjórarnir eru 76 talsins og segir hann að þetta hafi verið lagt í þeirra hendur. Hallur segir jafnframt að pen- ingarnir verði teknir af þeirri fjárheimild sem hver leikskólastjóri fær í upphafi árs til að reka leikskól- ann en ekki sé um aukafjárheimild að ræða af hálfu Leikskóla Reykjavíkur. „Svo verða leikskólastjórarnir að meta hvort þeir hafi efni á þessu.“ Hallur segir að leikskólastjórarnir ákveði sjálfir hvort þeir umbuni starfsmönnum sínum með því að setja peningana í ferðasjóð starfsmanna, gefi þeim gjafabréf o.s.frv. Aðspurður segir Hallur að þetta komi í framhaldi af kjaramálum frá árinu 1999. „Árið 1999 var ekki búið að gera kjarasamninga og ekki búið að skrifa undir og ekkert sest að samninga- borði. Launin voru mjög lág og það viðurkenna allir að það þurfti að gera bragarbót á því og þetta er einn liður í því að lægja þessar óánægjuöldur sem risu á þeim tíma. Þetta kemur í beinu framhaldi af því.“ Leikskólastjórum veitt heimild til að umbuna starfsfólki GOTT veður var á fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum í gær, þurrt en skýjað, og um kvöldmatar- leytið voru mótsgestir um 800. Dag- skráin hefst í dag klukkan 10 með yf- irlitssýningu kynbótahrossa. Hópreið verður farin strax að loknu matarhléi. Þá verða B-úrslit í tölti og úrslit í op- inni gæðingakeppni stóðhesta. A-úr- slit í tölti verða um klukkan 20 og dansleikur um kvöldið á mótsstað. Bruni frá Hafsteinsstöðum og Jak- ob Sigurðsson náðu hæstu einkunn allra í forkeppni gæðingakeppninnar í gær. Hlutu þeir 8,62 í keppni B-flokks gæðinga og tróna að sjálfsögðu á toppnum þar. Næstir þar eru Sólon frá Stykkis- hólmi og Vignir Jónasson með 8,48 og Kóla frá Laugabæ og Róbert Logi Jó- hannsson eru í þrðja sæti með 8,36. Næst koma með 8,35 Fannar frá Akranesi og Lárus Á. Hannesson og Dagrún frá Skjólbrekku og Olil Amble. Í sjötta sæti er Geisa frá Kirkjuskógi og Vignir Jónasson með 8,34 og Guðmar Þór Pétursson er með hross í næstu tveimur sætum, þau Hreim frá Hofsstöðum með 8,33 og Ögrun frá Útnyrðingsstöðum með 8,27. Þessi átta pör mæta í úrslit á sunnudag. Í A-flokki gæðinga standa efstir Högni frá Gerði og Reynir Aðal- steinsson með 8,39 en Sölvi frá Gísla- bæ og Jón Gíslason fylgja fast á hæla þeirra með 8,36. Í þriðja sæti koma Einir frá Gullberstöðum og Þorvald- ur Á. Þorvaldsson með 8,33, Tindur frá Innri-Skeljabrekku og Jóhann Þorsteinsson eru í fjórða sæti með 8,32 og Birna frá Ketilsstöðum og Jakob Sigurðsson eru með 8,30 í fimmta sæti og Reynir frá Skáney og Haukur Bjarnason sjöttu með 8,29. Í sjöunda sæti eru Kolskeggur frá Ósi og Vignir Jónasson með 8,28 og Hálfdán frá Vestri-Leirárgörðum og Jón Gíslason áttundu með 8,26. Efstur í ungmennaflokki var Jó- hann K. Ragnarsson á Dögg frá Kverná með 8,22, Ásdís Kjartansdótt- ir kemur næst með 8,13 á Galsa frá Dunki. Af unglingum er efst Gróa B. Bald- vinsdóttir á Yrpu frá Spágilsstöðum. Sjöfn Sæmundsdóttir kemur næst á Skjóna frá Selkoti með 8,21 og Guð- mundur M. Skúlason er þriðji á Snorra frá Borgarhóli með 8,20. Í opinni gæðingakeppni stóðhesta standa efstir Askur frá Kanastöðum og Þórður Þorgeirsson með 8,56 en í A-flokki eru efstir Ás frá Breiðholti og Leifur Helgason með 8,29. Af börnum hlaut hæsta einkunn í forkeppni Sigurborg H. Sigurðar- dóttir á Odda frá Oddsstöðum með 8,38. Eva K. Kristjánsdóttir er önnur á Pjakki frá Hvoli með 8,36 og Ing- ólfur Ö. Kristjánsson þriðji á Mími frá Syðra-Kollugili. Fjórðungsmót hestamanna á Kaldármelum hófst í gær Morgunblaðið/Valdimar Hinum flugvakra stóðhesti Aski frá Kanastöðum var nú telft fram sem klárhesti í opinni gæðingakeppni stóðhesta og stóð hann sig með prýði hjá Þórði Þorgeirssyni. Hlutu þeir 8,56 í einkunn og standa efstir. Bruni og Jakob voru með hæstu einkunn VERKEFNALEYSI blasir við starfsfólki stórgripasláturhúss Goða á Hellu eftir helgi þar sem gripa- flutningsaðilar hættu að keyra gripi til sláturhússins sl. fimmtudag þar sem þeir segjast ekki hafa fengið greitt fyrir vinnu sína síðustu vikur og mánuði. Guðmar J. Tómasson, sláturhús- stjóri á Hellu, staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær og sagði starfsemina eiga eftir að lamast strax eftir helgi og tíu til tólf starfs- menn sláturhússins verði verkefna- lausir. Kristinn Geirsson, framkvæmda- stjóri Goða hf., segir að fyrirtækið hafi ekki fengið tilkynningu frá flutningsaðilum þess efnis að þeir muni hætta að keyra gripi til slát- urhúss Goða á Hellu. „Þetta kemur okkur verulega á óvart en ef þessir aðilar hætta að keyra þá leitum við bara annarra leiða. Það eru okkar viðbrögð við þessum athugasemdum. Okkur finnst þetta athugavert með þessa akstursverktaka þar sem þeir keyptu flutningstæki sín af Goða en hafa lítið borgað okkur. Ef við förum í hver eigi að vera að greiða hverjum þá sýnist mér að þeir ættu að vera greiðendur til okkar,“ segir Krist- inn. Spurður sagði Kristinn að hann ætti ekki von á öðru en að slátrað yrði áfram á Hellu. Sláturhús Goða á Hellu Verkefna- leysi yf- irvofandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.