Morgunblaðið - 07.07.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 07.07.2001, Síða 27
VESTURLAND BÚVÉLASAFNIÐ HVANNEYRI Búvélasafnið sýnir vélvæðingu landbúnaðarins á framanverðri 20. öld. Þar er fjölbreyttasta forn- traktorasafn landsins. Í safninu eru einnig jarð- yrkjuverkfæri Torfa í Ólafsdal og fjöldi annarra verkfæra, auk ljósmynda. Opið 13-18. BYGGÐASAFN AKRANESS OG NÆRSVEITA, Görðum. Nýtt glæsilegt safnahús að Görðum hýsir nú tvær sýningar, Steinaríki Íslands og sýningu Landmælinga Íslands. Byggðasafnið að Görðum er í næsta húsi, þar er varðveitt heild- stætt safn muna. Að Görðum er einnig að finna elsta steinsteypta íbúðarhúsið á Íslandi og kútter Sigurfara sem er eina varðveitta Þilskipið hér á landi. Opið 10-12 og 13:30-16:30. BYGGÐASAFN SNÆFELLINGA OG HNAPP- DÆLA, Norska húsinu, Stykkishólmi. „Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld” Búið er að færa aðra hæð Norska hússins í svipað horf og má hugsa sér að heimili hjónanna Árna og Önnu Thorlacius, er byggðu húsið 1832, hafi litið út. Á neðri hæðinni er myndlistasýningin „Fimm sinnum fimm”. Krambúðin og safngeymslan í risinu eru opin. Opið 11-17. BYGGÐASAFN SNÆFELLSBÆJAR - Pakkhúsið, Ólafsbraut, Ólafsvík. Sýning á skipa- og bátalíkönum. Sýning á færeysku handverki. Sýning á alþýðuheimili frá fyrri hluta 20. aldar. Svipmyndir úr verslunarsögu og útgerðarsögu Ólafsvíkur. Opið 10-19. SAFNAHÚS BORGARFJARÐAR, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. Listasafn, byggðasafn, bókasafn, skjalasafn, náttúrugripasafn. Opið 13-18. AUSTURLAND HORNAFJÖRÐUR JÖKLASÝNING Í SINDRABÆ v. Hafnarbraut. Opið 10-18. Náttúruvísindi, sambúð manns og jökuls, kvikmynd, skyggnusýning, fyrirlestrar. PAKKHÚSIÐ Opið 13-22. Handverk og kaffi. Ljósmyndasýning Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur um ferðir gullskipsins. Sjóminjasafn á neðri hæð. Kl.13: Heimasíða Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar tekin í notkun. GAMLABÚÐ (byggðasafnið) Opið 13-21. Búvéla- og bílasýning. Kl.14: Krambúð opnuð. Minjagripir og ýmis konar varningur til sölu, einnig kaffi og vöfflur. Sýslutjaldið við Gömlubúð opið 21-24. Slegið verður upp harmonikkuballi við Gömlubúð. Dansað í gamla sýslutjaldinu. Munið Gestakortið sem veitir aðgang að söfnum og sýningum. MINJASAFN AUSTURLANDS, Laufskógum 1, Egilsstöðum. „Vormenn Íslands”, ný sýning unnin af starfsmönnum safnahúss í tengslum við Landsmót U.M.F.Í. Aðalsýningarsalur einnig opinn. Síðustu forvöð að sjá sýninguna „Mörk heiðni og kristni”. Opið 11-17. MINJASAFNIÐ BURSTAFELLI, Vopnafirði. Lifandi safn. Á safnadaginn verður dagskrá frá kl.14-17; steiktar lummur á hlóðum, tóvinna, eldsmíði, heyvinna, veggjahleðsla og m.fl. Kaffi. SUÐURLAND BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu, Eyrarbakka. Dagskrá með tónlistarívafi kl.14-17 í stásstofu Hússins á Eyrarbakka. Leikið verður á hið forna píanó og sagt frá tónmenningu á Suðurströndinni. Einnig verður spunnið á rokk, kveðið og dansað. Kl.15: Leikþáttur hóps nemenda 9. og 10. bekkjar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Opið 10-18. RJÓMABÚIÐ Á BAUGSSTÖÐUM Vélar bússins gangsettar fyrir gesti. Opið 13-18. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA Söguganga um Eyrarbakka kl. 13:30. Leiðsögu- maður Magnús Karel Hannesson. Gangan hefst við Sjóminjasafnið. Opið 10-18. ÞURÍÐARBÚÐ, Stokkseyri. Nýuppgerð Þuríðarbúð opin allan daginn. BYGGÐASAFNIÐ AÐ SKÓGUM UNDIR EYJAFJÖLLUM Sjóminjadeild, lanbúnaðardeild, handverksdeild, handrita- og skjaladeild auk vísis að náttúrugripa- safni. Nokkur endurbyggð hús sýna þróun húsakosts landsmanna frá torfbæ til timburhúsa. Safnkirkja. Opið 9-19. BYGGÐASAFN VESTMANNAEYJA Sexæringurin Farsæll og munir tengdir sjó og sjósókn í Eyjum. Opið 11-17. FISKA- OG NÁTTÚRUGRIPASAFN VESTMANNAEYJA Safnið hefur tekið í notkun fjarmyndavél sem er staðsett í fuglabyggð, á Litla Kletsnefi. Myndavélin sendir lifandi myndir inn í safnið.Gestir safnsins geta fylgst með atferli fugla í beinni útsendingu og um leið fræðst um náttúru- og dýralíf eyjanna. Opið 11-17. NORÐURLAND BÓKA- OG BYGGÐASAFN N-ÞINGEYINGA, Snartarstöðum, Kópaskeri. Dagskrá hefst kl.14. Opið 13-17. BYGGÐASAFN S-ÞINGEYINGA Safnahúsið á Húsavík og gamli bærinn á Grenjaðarstað verða opin 10-18. BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA, Glaumbæ. Handverk í baðstofu, ullar- og hrosshársvinna, lummubakstur á hlóðum, torfrista og -hleðsla. BYGGÐASAFNIÐ HVOLL, Dalvík. Uppákomur, ullarlitun og ullarvinna úti í garði ef veður leyfir, annars innan húss, heitt á könnunni og bakkelsi. Opið 13-17. GAMLI BÆRINN Í LAUFÁSI Kl.15-16: Félagar í dansflokknum Smáranum sýna þjóðdansa á bæjarhlaðinu. Í nýju veitingastofunni fást þjóðlegar kaffiveitingar. Einnig kjötsúpa eða skyr og brauð, ef pantað er. Opið 10-18. HEIMILISIÐNAÐARSAFNIÐ, Blönduósi. Sýnd verða gömul vinnubrögð í meðferð ullar, þ.e. hvernig ull var aðskilin í tog og þel, kemd og spunnin á halasnældu og rokk. Á safnadeginum munu safnverðir klæðast íslenska búningnum. Opið 14-17. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI, Kaupvangsstræti 12. AKUREYRI Í MYNDLIST. Samsýning sextán myndlistarmanna. Komdu og taktu þátt í að velja „besta” verkið á sýningunni og þú gætir eignast verk eftir „vinsælasta” lista- manninn og flugmiða fyrir tvo til New York. Vönduð sýningarskrá. Opið 13-18. MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI, Aðalstræti 58. Í safninu eru sýningar um sögu bæjarins og héraðsins. Einnig sýning á ljósmyndum Gísla Ólafssonar f.v. yfirlögregluþjóns, flestar frá Akureyri. Opið 11-17. Þann 8. júlí verður gengin Hjaltadalsheiði í fótspor sr. Jóns Þorlákssonar á Bægisá, undir leiðsögn Bjarna Guðleifssonar náttúrufræðings. NONNAHÚS, Aðalstræti 54, Akureyri. Bernskuheimili Nonna, Jóns Sveinssonar, jesúíta, prests og rithöfundar. Ný sýning um Sigríði Jónsdóttur móður Nonna í Zontahúsi í júlí. Leiðsögn um safnið. Opið 10-17. SÍLDARMINJASAFNIÐ Á SIGLUFIRÐI Lifandi safn um síldarævintýri íslensku Þjóðarinnar. Söltunarsýningar og bryggjuball á laugardögum kl. 15. Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverð- launin 2000. Íslensk söfn vekja athygli á fjölbreyttri starfsemi sinni. Heimsókn á safn er í senn fræðandi og skemmtileg fyrir alla aldurshópa REYKJAVÍK-REYKJANES ÁRBÆJARSAFN - MINJASAFN REYKJAVÍKUR. Fornbílaklúbbur Íslands sýnir ýmsa merka bíla á safnsvæðinu. Félagsmenn verða á staðnum, sýna bílana og spjalla við gesti. Opið 10-18. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR - Smiðjan Strandgötu 50. „Þannig var...” minja og sögu- sýning. „Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í Jorvik”. Sívertsenshús Vesturgötu 6. Heimili yfirstéttarfjölskyldu á 19. öld. Siggubær Kirkjuvegi 10. Heimili alþýðufjölskyldu. Opið 13-17. BYGGÐASAFN SUÐURNESJA, Vatnsnesi. Á safninu getur að líta mikið safn ljósmynda og muna frá eldri tíð, aðallega frá Keflavík og Njarðvík. Aðgangur ókeypis. Opið 13:30-17:30. FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni v. Suðurgötu. Gömul síma- og ritsímatæki frá upphafi símans á Íslandi. Leiðsögn um safnið. Opið 13-17. GRASAGARÐUR REYKJAVÍKUR, Laugardal. Leiðsögn Evu G. Þorvaldsdóttur um garðinn kl.10-12. Mæting við Lystihúsið. Kynning á þurrkuðu og lifandi plöntusafni. Fjallað um það hvernig plöntusöfn Grasagarðsins verða til, skráningu þeirra og umhirðu. Boðið upp á jurtate. Aðgangur ókeypis. Opið 10-22. HAFNARBORG - Menningar og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34. Ljósmyndir Hans Malmberg. Einstæðar Íslandsmyndir teknar um miðbik 20. aldarinnar. Sýningin er í aðalsal Hafnarborgar. Opið 11-17. Skotskífur úr fórum Det Kongelige Skydeselskab og Danske Broderskab sem tengdar eru Íslandi. Sýningin er í Sverrissal. Opið 11-17. Sýningar frá Þjóðminja- safni Íslands. LISTASAFN ASÍ, Freyjugötu 41. List frá liðinni öld. Sýning á verkum nokkurra áhrifavalda í íslenskri myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Opið 14-18. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR, við Njarðargötu. Safnið er opið 14-17 alla daga nema mánudaga. Inngangur frá Eiríksgötu og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi 7. Sýningin „Andspænis náttúrunni” er fyrir alla fjölskylduna. Hún fjallar um náttúruna sem viðfangsefni íslenskra listamanna á 20. öld og uppsprettu verka ólíkra stílbragða. Opið 11-17. Kaffistofan er opin á sama tíma. LISTASAFN KÓPAVOGS - Gerðarsafn. Glerlist Gerðar Helgadóttur. Opið alla daga nema mánudaga frá 11-18. LISTASAFN REYKJAVÍKUR Á safnadaginn leggur Listasafn Reykjavíkur áherslu á að kynna safneignina sem nú er aðgengileg í öllum húsum safnins. Dagskráin veitir einnig innsýn í þá þjónustu sem í boði er. Dagskrá allan daginn fyrir alla aldurshópa. ÁSMUNDARSAFN Kl.11: Kynning á safneigninni, byggingunni og yfirstandandi sýningu. Kl.13: Ratleikur um styttur- nar í garðinum fyrir yngstu kynslóð safngesta. KJARVALSTAÐIR Kl.14: Kynning á Kjarvalssafni. Kl.15: Sýningin FLOGIÐ YFIR HEKLU skoðuð ásamt sýningar- stjóra, Einari Garíbalda. Kl.16: Ratleikur fyrir börn og fullorðna um Kjarvalssýninguna. HAFNARHÚS Kl.12: Kynning á Errósafninu og leiðsögn um sýninguna. Kl.14: Byggingarlist Hafnarhússins og hönnun á Listasafni Reykjavíkur skoðuð. Kl.16: Kynning á Errósafninu og leiðsögn um sýninguna. Kl.17: Soundscape - Hljóðvíðaátta. Fjöllistamaður- inn BIBBI flytur tónlist unna með ERRÓ í huga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR, Laugarnestanga 70. Leiðsögn um sýninguna Hefð og nýsköpun kl.15. Safnið og kaffistofan opin 14-17. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR, Grófarhúsi. Sýning Henri Cartier-Bresson, Paris. Aðgangur ókeypis. Opið 13-17. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ VIÐ NESTRÖÐ, Seltjarnarnesi. Áhöld og innréttingar úr íslenskum apótekum. Lyfjafræðingar leiðbeina safngestum. Myndband um gamlar framleiðsluaðferðir lyfja. Opið 13-17. RAFMINJASAFN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR, Rafstöðvarvegi við Elliðaár. Sérsýning í tilefni af 80 ára afmæli Elliðaárstöðvar. Opið 13-17. NESSTOFUSAFN, Seltjarnarnesi Lækningaminjasafn. Nesstofa er eitt af elstu húsum landsins, byggt handa Bjarna Pálssyni landlækni 1763. Aðgangur ókeypis. Opið 13-17. NORRÆNA HÚSIÐ Leiðsögn 8. júlí kl.15. Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur mun leiða gesti um sumarsýninguna NORRÆNIR HLUTIR. Þar er að finna verk tíu listamanna sem búa og vinna á Norðurlöndum. Tilboð á vöfflum og heitu súkkulaði. Opið 12-17. NÝLISTASAFNIÐ, Vatnsstíg 3b. Daníel Þorkell Magnússon, Karen Kerstenl Phili von Knorring og Ómar Smári Kristinsson sýna. Opið 12-17. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74. Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Opið 13:30-16:00. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hf. Leikið verður á harmoniku og aldraðir sjómenn sýna handbrögð við sjómennsku. Handverkssýning Ásgeirs Guðbjartssonar í forsal safnsins. Opið 13-17. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15. Ný sýning í tilefni af 150 ára afmæli Þjóðfundarins. Á safnadaginn verður boðið upp á leiðsögn um þá sýningu og aðrar sýningar hússins kl. 12, 15 og 16. Í Þjóðmenningarhúsinu eru nú tólf sýningar, ma.: Landafundir og Vínlandsferðir og Kristni í 1000 ár. Opið 11-17. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Skáldað í tré. Íslensk skurðlist úr Þjóðminjasafni. Sýningin er liður í samstarfi Þjóðminjasafns Íslands og Landsvirkjunar og er unnin í samvinnu við Byggðasafn Árnesinga. Sýningin er í Ljósafossstöð við Sog og verður opin fram í desember. Opið 13-18. Ljósmyndir Hans Malmberg. Einstæðar Íslandsmyndir teknar um miðbik 20. aldarinnar. Sýningin er á annarri hæð í Hafnarborg í Hafnarfirði. Opið 11-17. Skotskífur úr fórum Det Kongelige Skydeselskab og Danske Broderskab sem tengdar eru Íslandi. Sýningin er í Sverrissal í Hafnarborg. Opið 11-17. Íslandsdeild ICOM sér um framkvæmd safnadagsins. Nánari upplðsingar um söfn landsins og ítarlegri dagskrá safnadagsins er í Safnahandbókinni á heimasíðu Íslands- deildar ICOM, www.icom.is VESTFIRÐIR MINJASAFN EGILS ÓLAFSSONAR, Hnjóti, Örlygshöfn. Byggðasafn V-Barðastrandasýslu. M.a. munir frá héraðssjúkrahúsi Patreksfjarðar, símstöð, sparisjóður. Flugminjasafn. Á íslenska safnadaginn verður kistill sem geymir ritsmíðar skólabarna héraðsins aldamótaárin 2000 og 2001 innsiglaður. Kistill þessi verður ekki opnaður aftur fyrr en að 50 árum liðnum. Kaffisala. Leiðsögn um safnið. Opið 10-18. SAFN JÓNS SIGURÐSSONAR, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefðbundin dagskrá. Safnvörður leikur rómantískar ballöður á píanó fyrir gesti sem þess óska. SJÓMINJASAFN - Byggðasafn Vestfjarða, Ísafirði. Opið 13:00-17:00. ÍSLENSKI SAFNADAGURINN SUNNUDAGINN 8. JÚLÍ 2001 H ön nu n: B er gd ís S ig ur ›a rd ót tir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.