Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 41
En því miður greindist hjá Val-
gerði illvígur sjúkdómur og þurfti
hún að gangast undir erfiða lækn-
ismeðferð. Baráttuvilja hafði hún og
þrek ómælt til að takast á við sjúk-
dóminn og lengi vel trúði ég því að
hún myndi hafa sigur.
Undir það síðasta varð þó ljóst
hvert stefndi og naut Valgerður þá
ómældrar umhyggju Kristins og
fjölskyldunnar.
Ég votta eiginmanni og sonum
Valgerðar samúð mína og kveð með
orðum Jónasar Hallgrímssonar:
Við skulum sól
sömu báðir
hinzta sinni
við haf líta ; –
létt mun þá leið
þeim, er ljósi móti
vini studdur
af veröld flýr.
Oktavía Jóhannesdóttir.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag,
við krossmarkið helgi og friðar,
því tíminn mér virðist nú standa í stað,
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það ég veit að við erum ei ein,
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi.
Er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns,
nú birtir og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl,
sem eygir í hugskoti sínu
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson.)
Fáein fátækleg kveðjuorð til þín,
Valla. Á sumarsólstöðum lokuðust
augu þín. Baráttunni við vágestinn
var lokið og sál þín flogin til æðri
heima fjarri þraut og þján. Eftir
sitja eiginmaður og synir í sorg. Þú
varst stórbrotin kona. Ákveðin til
orðs og æðis. Kærleiksrík móðir og
eiginkona. Við eldhúsborðið hjá þér
var margt spjallað og þar var reynt
að leysa úr ráðgátum lífsins. Oft
tókst það nú bara býsna vel. Þú
varst barn Reykjavíkur og Esjan
var fjallið þitt. En á Akureyri áttir
þú góðar stundir í faðmi fjallanna,
brást þér á skíði og varst stöðugt að
starfa fyrir bæinn þinn og samfélag-
ið. Ég hef þessar línur ekki lengri.
Megi drottinn styrkja fjölskyldu og
vini í sorginni.
Þrúður og Hreinn.
Valgerður. Íslenski fáninn blaktir
í hálfa stöng við Videstigen í dag.
Ég hefði gjarnan viljað vera hjá þér
og fylgja þér í þessa hinstu för.
Í stað þess sit ég í Kristine kirkju,
þinni kirkju, Falukyrka, og leiði
hugann að því hversu mikla þýðingu
þú hefur haft fyrir mig og fjölskyldu
mína. Ég hef tendrað ljós fyrir þig
og þína fjölskyldu, eins og ég hef
gert svo oft áður síðustu þrjú ár.
Við hittumst í fyrsta sinn í barna-
starfi Stefansgården og þú varst
fyrsta dagmamma Wilhelms. Á
þeim tíma hittumst við á hverjum
degi og ræddum saman um stund.
Þrátt fyrir að 16 ár séu liðin síðan
þú og fjölskylda þín fluttust aftur til
Íslands höfum við haldið sambandi
og hist nánast ár hvert. Að hafa átt
þig að á erfiðum stundum er ég þér
mjög þakklát fyrir. Ég sakna þín, en
kem til með að halda minningu þinni
lifandi og ég veit að þegar við hitt-
umst á ný verða það, eins og alltaf
þegar við hittumst, miklir fagnaðar-
fundir.
Valla, þakka þér fyrir þína um-
hyggju, fyrir þá gleði og traust sem
þú hefur látið mér í té.
Hugsanir mínar leita einnig til
fjölskyldu þinnar sem var þér mikils
virði. Megi guð gefa ykkur þann
styrk sem þið þarfnist í framtíðinni.
Þín vinkona,
Birgitta, Svíþjóð.
Eftir nokkuð langt kulda- og
dimmviðrisskeið á Norðurlandi
heilsaði sumarið með sól í heiði hinn
21 júní. Rétt eftir hádegi var eins og
ský drægi fyrir sólu er fréttin um
lát Valgerðar barst okkur. Auðvitað
var vitað að hverju stefndi, en engu
að síður þyrmdi yfir okkur öll í fjöl-
skyldunni og hugurinn leitaði aftur í
tímann.
Gamlar minningar frá Falun í
Svíþjóð hrannast upp. Þetta eru
ljúfar minningar þar sem samhentar
íslenskar fjölskyldur gleðjast saman
á hátíðar- og tyllidögum, halda af-
mælisboð og fylgjast með börnum
sínum í leik og starfi í uppvextinum
á erlendri grund. Valgerður var
ómissandi í þessu góða samfélagi.
Kennara- og stjórnandahæfileikar
hennar nýttust okkur öllum. Eftir
að heim til Íslands var komið var
henni mjög umhugað um að kalla
saman fjölskyldurnar og þá urðu hin
svokölluðu Falunmót til, sem eru
einnig ógleymanlegar stundir. Þau
hafa tengt fjölskyldurnar sterkum
böndum og á þeim stundum finnst
manni næstum að um sé að ræða
eina stóra fjölskyldu, eins og Val-
gerður talaði oft um.
Því miður hittumst við allt of
sjaldan hin síðari ár, en ef hún rakst
á okkur systurnar í fjölskyldunni á
förnum vegi tók hún oftar en ekki
utan um okkur með orðunum: „Ég á
alltaf svo mikið í ykkur, stelpurnar
mínar.“ Þannig var hún, eins og hún
ætti í manni hvert bein, hlýjan, ein-
lægnin og ákveðnin geislaði frá
henni í samræðum um alla heima og
geima, því Valgerður var til umræðu
um hvað sem var, enda skarpgreind
og vel innsett í hin ólíkustu mál og
sýndi öllu og öllum áhuga. Um-
hyggja og sterkur vilji virtist ein-
kenna viðmót Valgerðar. Hún vildi
greiða götu fólks ef hún gat og það
gerði hún raunverulega í sínu fjöl-
breytta starfi og einnig með hlýrri
nærveru sinni.
Við söknum hennar innilega og
biðjum góðan Guð að styrkja Krist-
in, Hrólf, Stefán og Grétar, og erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast Valgerði.
Haraldur og Sigrún,
Kristín Þóra, Laufey
Sigrún og Þórný Linda.
Hjá stórum hópi fólks er stutt í grátinn,
þó stillum við okkur vel og sýnum ró.
Vinkona okkar, Valgerður Hrólfs, er látin
og vissi fyrir löngu að hverju dró.
Er lífið þokast fram og leggur gátur
á leið sem tekur undarleg hliðarstökk,
geymist í minni okkar glaðvær hlátur
og gustmikið, hlýlegt fas þitt, hafðu þökk.
Elsku Kristinn, Hrólfur Máni,
Stefán Snær, Grétar Orri og aðrir
ástvinir. Við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hrafnhildur og Jens,
Hilmar og Helga.
Svanfleyga sál!
Svifin til himins þú stundarheim yfir
sólhrein með englum í ljósvaka lifir,
nær lít eg þig, elskaða, burtfarna sál?
Seg, hvar þú skín;
hve þögul er nóttin með þúshundruð loga,
þín leitar sjón mín um stjarnanna boga.
Hvar má eg finna þig, heilaga vera?
Hve nær fæ eg vængina, sem að mig bera
til þín?
(Steingrímur Thorst.)
Með ljóðlínum þessum kveð ég
vinkonu mína, Valgerði Hrólfsdótt-
ur, sem lést 21. júní síðastliðinn
langt um aldur fram. Valgerði
kynntist ég stuttu eftir að ég fluttist
til Akureyrar og hóf að starfa með
Sjálfstæðisflokknum. Mjög gott var
að starfa með henni og leita hjá
henni ráða. Einnig lágu leiðir okkar
saman í Oddfellow-reglunni en þar
studdi Valgerður mig fyrstu skrefin.
Fyrir þetta vil ég þakka. Í minning-
unni geymist mynd af atorkusamri
og heilsteyptri konu sem áorkaði
miklu á stuttri ævi.
Að leiðarlokum þakka ég Valgerði
samfylgdina og sendi Kristni, Hrólfi
Mána, Stefáni Snæ,Grétari Orra og
tengdadætrum innilegar samúðar-
kveðjur.
Jóhanna Ragnarsdóttir.
Þegar fólk í blóma lífsins og fullt
af lífskrafti hverfur af sjónarsviðinu
er manni brugðið. Valgerður Hrólfs-
dóttir er ein af þeim sem tekin var
frá okkur allt of fljótt. Valgerður
horfði björtum augum fram á veginn
og aðdáunarvert var að sjá hversu
hetjulega hún barðist við illvígan
sjúkdóm og ætlaði sér að sigra
hann.
Okkur, sem unnum með Valgerði
í héraðsráði Eyjafjarðar, langar
með þessum orðum að þakka henni
fyrir mjög gott samstarf og góða
vinnu fyrir héraðsráð og héraðs-
nefnd Eyjafjarðar. Valgerður sat
sem fulltrúi Akureyrarbæjar í hér-
aðsnefnd Eyjafjarðar frá 1. júlí 1998
til dánardags og var formaður hér-
aðsráðs Eyjafjarðar frá sama tíma.
Því miður njótum við ekki lengur
starfskrafta Valgerðar en þökkum
fyrir þær stundir sem við áttum
með henni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Um leið og við kveðjum góðan
vinnufélaga sendum við Kristni og
sonum þeirra og tengdadætrum
innilegustu samúðarkveðjur okkar.
Björk Guðmundsdóttir
og samstarfsmenn í
héraðsráði Eyjafjarðar.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast
ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga
mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Valgerður Hrólfsdóttir eða Valla
eins og hún var alltaf kölluð okkar í
milli, er látin eftir langvarandi veik-
indi. Með henni er stórt skarð
höggvið í saumaklúbbinn okkar sem
hefur haldið saman í yfir 30 ár.
Dökk yfirlitum, hlátumild og
kraftmikil lét hún sig flest varða og í
önnum hversdagsins hafði hún ætíð
tíma fyrir þá sem á henni þurftu að
halda.
Valla var kær öllum sem henni
kynntust fyrir fallega og ljúfa fram-
komu hennar gagnvart öllu fólki.
Það var hvergi notalegra að koma
en á heimili hennar og Kristins,
þessi væntumþykja og hlýja sem á
móti manni tók þegar komið var.
Ég vil þakka fyrir að hafa fengið
að vera í hópi þeirra sem hún kallaði
vini sína, því vinátta af þessu tagi er
alls ekki sjálfgefin. Ég vona að hún
hafi fundið í mér þann sama vin.
Elsku Kristni og strákunum sendi
ég mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ragnhildur Bender.
Valgerður Hrólfsdóttir tók þátt í
stjórnmálum og félagsmálum af lífi
og sál. Hún lagði áherslu á að kynna
sér og taka þátt á ólíkum sviðum og
réðst ekki á garðinn þar sem hann
var lægstur. Árið 1997 var hún kjör-
in formaður stjórnar Leikfélags Ak-
ureyrar og leikhúsráðs. Hún hafði
þá setið sem fulltrúi Akureyrarbæj-
ar í leikhúsráði um nokkurt skeið,
heillaðist af heimi leikhússins og var
strax tekin í tölu íbúa hans. Erf-
iðleikar í rekstri LA kölluðu á þjálf-
aða stjórnmálamanneskju að stýr-
inu og Valgerður skoraðist aldrei
undan þegar kallað var til stórra
verka. Undir hennar stjórn gerði
leikfélagið eins og snákurinn, lét sér
vaxa nýjan ham og afklæddist þeim
gamla, byrjaði nýtt líf á nýjum for-
sendum. Það ferli var ekki alltaf
þakklátt eða átakalaust en hún
veigraði sér ekki við að taka erfiðar
ákvarðanir með langtímahagsmuni
að leiðarljósi. Í miðjum þeim kafla
hóf hún baráttu fyrir sínu eigin lífi á
þessari jörðu en eins og oft vill
verða var eins og það gæfi henni
enn víðari sýn og aukinn kraft.
Ég átti ekki því láni að fagna að
starfa með nöfnu minni í leikhúsinu
en ég þekkti hana vel á ýmsum öðr-
um vettvangi og veit því hvað býr að
baki söknuðinum og sorginni í aug-
um þeirra sem minnast hennar það-
an. Ég mun sakna hennar og þess
frísklega og hreina andrúmslofts
sem ávallt lék í kringum hana. Leik-
félag Akureyrar á Valgerði Hrólfs-
dóttur mikið að þakka. Hún kom, sá,
klippti og saumaði nýjan og betri
kafla í „leikrit“ félagsins og fyrir
það mun hún lifa ljós og sterk í
minningu okkar. Starfsfólk og félag-
ar LA óska henni velfarnaðar á nýj-
um vegum og votta fjölskyldu henn-
ar og vinum dýpstu samúð.
Valgerður H. Bjarnadóttir,
formaður Leikfélags
Akureyrar.
Kæra Valgerður. Það var stór
stund í lífi okkar haustið 1969 er við
mættum prúðbúin í fyrsta skipti í
skóla. Við vorum svo lánsöm að fá
þig fyrir kennara og þú fylgdir okk-
ur næstu sex árin. Fórnfýsi þín var
slík að þú breyttir áformum þínum
til að við þyrftum ekki að fá nýjan
kennara síðasta árið okkar. Við er-
um öll sammála um það að fátt hef-
ur jafnafgerandi áhrif á börn og það
hvort þau eru heppin með kennara í
barnaskóla og hvað þá ef þau fá að
hafa sama kennara út barnaskólann.
Eflaust hefur þú verið kvíðin
þetta haust ekki síður en við. Aðeins
24 ára gömul tókstu okkur að þér og
í þá daga voru engir smá bekkir. 27–
32 börn í bekk var ekki óalgengt og
okkar bekkur var alltaf í stærri
kantinum. Við erum nokkuð viss um
að kennarar nú til dags séu ekki til-
búnir til að taka við svo stórum hóp.
Frá fyrsta degi vannstu þér virð-
ingu okkar, traust og kærleika. Það
er ekkert sem við hefðum ekki gert
fyrir þig. Þú áttir í okkur hvert bein.
Aðrir kennarar gerðu sér þetta
ljóst og ef við vorum ekki að sýna
okkar bestu hliðar gagnvart þeim
hótuðu þeir að klaga í þig og þá
skömm vildum við ekki gera þér.
Á þessum sex árum kenndir þú
okkur fleira en það sem hægt er að
læra af bókum. Þú kenndir okkur að
bera virðingu fyrir okkur sjálfum
ekki síður en öðrum og að allir eiga
rétt á að fá tækifæri. Það er eins
með lífið og húsbyggingar, grunn-
urinn verður að vera góður. Þú gafst
okkur góðan grunn til að byggja á.
Á haustdögum 1998 hittist ár-
gangur 1962 því 20 ár voru liðin frá
því við lukum grunnskóla. Þú vildir
svo gjarna eyða þeirri kvöldstund
með okkur en aðstæður höguðu því
þannig að þú áttir ekki heiman-
gengt. Þú sendir okkur kveðju sem
lesin var upp. Þar sagðir þú: „Ég
held að á mínum kennsluferli hafi ég
aðeins fengið einn bekk sem gæti
kannski jafnast á við ykkur.“ Það
var hinsta kveðja þín til okkar.
Þetta er hinsta kveðja okkar til
þín. Það jafnaðist enginn á við þig.
Þú varst einstök. Þú varst einfald-
lega og verður alltaf í okkar hugum
besti kennari í heimi.
1.–6. bekkur V.H.
Árbæjarskóla 1969–1975.
Kær vinkona, Valgerður Hrólfs-
dóttir er látin, langt um aldur fram.
Við hjónin vorum stödd erlendis er
sorgarfréttin barst. Okkur setti
hljóð, en fréttin kom hins vegar ekki
á óvart. Valgerður hafði átt við erfið
veikindi að stríða undanfarið og
tókst á við þau af mikilli hugprýði og
styrk.
Hvernig má það vera að þessi
hressa síunga kona, sem var hvers
manns hugljúfi, er hrifin burtu á
miðjum aldri frá eiginmanni, sonum
og öllum sínum vinum. Hún Val-
gerður sem þurfti svo mörgu að
sinna og var mörgum svo mikils
virði. Hún var sístarfandi að félags-
málum og átti sæti í ótal stjórnum
og nefndum. Þá var henni mikils
virði stuðningur eiginmannsins sem
ætíð studdi hana með ráðum og dáð.
Við Valgerður kynntumst er við
kenndum báðar við Lundarskóla
fyrir allmörgum árum. Þar var hún
hrókur alls fagnaðar eins og hvar
sem hún fór. Áður þekktumst við
Kristinn, en við erum skólasystkini
úr Héraðsskólanum að Laugarvatni.
Með okkur fjölskyldunum tókust af-
ar góð kynni og var hvert tækifæri
notað til að hittast. Við sögðum
stundum, við Valgerður, að við gæt-
um verið hálfsystur, svo vel kom
okkur saman. Við komum á jólaboð-
um milli jóla og nýárs og eru það
eftirminnilegar stundir. Strákarnir
þeirra og strákarnir okkar Tómasar
voru á svipuðum aldri svo spilin
féllu vel saman. Þá var nú ekki setið
og horft á sjónvarp eða vídeó þótt
hægt væri. Nei, þá vildu strákarnir
heldur fara í spil með foreldrum sín-
um. Þau eru ófá spilin sem búið er
að spila í jólaboðunum í Grenilundi
eða Birkilundi. Verða þessar
skemmtilegu stundir alltaf eftir-
minnilegastar.
Með þessum örfáu orðum vil ég
minnast minnar elskulegu vinkonu
og þakka henni fyrir ómetanlegar
samverustundir á lífsleiðinni. Henn-
ar verður sárt saknað.
Kristni og sonunum þremur
ásamt tengdadætrum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Ragnheiður Stefánsdóttir
og fjölskylda.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 41
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
!
"#$%&!
!
' () '!
*'+ ",- $,.-