Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 14

Morgunblaðið - 07.07.2001, Page 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUMÚLA 2 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1313 FAX 533 1314 fron@fron.is www.fron.is F R Ó N Finnbogi Kristjánsson, lögg. fasteignasali Opið hús í Grjótaseli 5, laugardaginn 7. júlí og sunnudaginn 8. júlí frá kl. 14 til 17. Um það bil 150 fm efri sérhæð ásamt 45 fm tvöföldum bílskúr, mikið ósamþykkt rými á neðri hæð. Mjög fallegur og vel gróinn garður. Einstök staðsetning við opið svæði, leikskóli og skóli í göngufæri. Verið velkomin. Sérstök eign - Einstök staðsetning MARGRÉT Jónsdóttir leirlistakona opnar sýningu á spiladósum í Horn- stofu Safnasafnsins á Svalbarðs- strönd í dag, laugardaginn 7. júlí. „Ég hef lengi verið að velta þess- ari hugmynd að spiladósunum fyrir mér, en aldrei látið verða af því að framkvæma hana. Þegar Níels á Safnasafninu bauð mér að sýna hjá sér, þótti mér tilvalið að draga þessa gömlu hugmynd upp úr kist- unni. Oft er það svo að maður gengur lengi með hugmyndir í kollinum áður en þær verða að veruleika og það gildir um þessar spiladósir mínar,“ sagði Margét. Sjálf bjó hún eitt sinn í húsinu sem nú hýsir Safnasafnið og Horn- stofan er fyrrverandi svefn- herbergi hennar. „Ég sá strax að spiladósirnar pössuðu vel inn í þessa litlu stofu,“ sagði hún. Margrét sagði að spiladósir væru í sínum huga tákn ævintýra og lífs- gleði. „Þetta eru lítlir skúlptúrar sem snúast hring eftir hring og leika fjörug lög.“ Vildi gera eitthvað nýtt Alls eru á sýningunni 9 spiladós- ir og ein ljósakróna sem einnig er spiladós. „Ég hef ekki fengist við þetta áður, en vildi endilega nota tækifærið og gera eitthvað nýtt þegar mér bauðst að sýna í Safna- safninu, leyfa sköpunarþránni að fá dálitla útrás,“ sagði Margrét . Hún stundaði nám við Kunst- håndværkskolen í Kolding í Dan- mörku, en hefur frá árinu 1985 starfað að list sinn á Akureyri og tekið þátt í fjölda samsýninga auk þess að halda nokkrar einkasýn- ingar. Margrét var bæjarlistamað- ur á Akureyri árið 1993. Á Safnasafninu eru sex aðrar sýningar, bæði úti og inni. Safnið er opið alla daga frá kl. 10 til 18 og er aðgangseyrir 300 krónur, en ókeypis fyrir börn. Sýning Mar- grétar verður opin til 3. ágúst næstkomandi. Sýning á spiladósum Margrétar í Safnasafninu Spiladósir tákn ævintýra og lífsgleði Margrét Jónsdóttir leirlistakona með spiladósir. NÝUPPSETTIR ráspallar við Sundlaug Dalvíkur voru nýlega vígð- ir. Það var sundkappinn góðkunni, Örn Arnarson, sem mætti á svæðið af því tilefni og vígði pallana form- lega ásamt félögum í sundfélaginu Rán. Á myndinni er Örn að klippa borð- ann áður en hann stakk sér til sunds. Örn vígði nýja ráspalla Sundlaug Dalvíkur Dalvík AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. á sunnu- dagskvöld. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sól- bergsson. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12 á fimmtudag, 12. júlí. Bænaefnum má koma til prest- anna. Unnt er að kaupa léttan há- degisverð í Safnaðarheimili eftir stundina. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. Kirkjustarf SAFNADAGURINN er næsta sunnudag, 8. júlí, og af því tilefni munu félagar í dansflokknum Smár- anum sýna þjóðdansa á bæjarhlaðinu við gamla bæinn í Laufási. Bærinn verður opin að venju frá kl. 10 til 18, en dansarar munu verða á svæðinu frá kl. 15 til 16. Danshópurinn er frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð. Í nýju veit- ingastofunni fást þjóðlegar kaffiveit- ingar. Einnig kjötsúpa, skyr og brauð ef pantað er með fyrirvara. Dansað í Laufási TVÍTUGUR karlmaður hefur í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi vegna þjófnaðar úr bifreiðum, en sex mán- uðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þeir eru bundnir því skilorði að maðurinn sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í þjófnaðarskyni reynt að kom- ast inn í um 50 bifreiðar í Gler- árhverfi að næturlagi í mars síðast- liðnum og tekist að stela 965 krónum í smámynt úr nokkrum þeirra. Í aprílmánuði fór hann í þrjár bifreiðar og stal m.a. 15 þús- und krónum í peningum úr einni þeirra. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hefur margoft áður verið dæmdur fyrir þjófnaðarbrot. Með umrædd- um brotum rauf hann skilorð og var sá hluti dómsins því tekinn upp að nýju. Sökum andlegra erfiðleika og skýlausrar játningar þótti fært að skilorðsbinda meirihluta dómsins nú. Ólafur Ólafsson kvað upp dóminn. Héraðsdómur Norðurlands eystra Dæmdur vegna þjófn- aðar úr bifreiðum FJÖLMENNI tók þátt í sjóstanga- veiðimóti sem efnt var til í Grímsey á dögunum, en þetta er í þriðja sinn sem slíkt mót er hald- ið í eyjunni. Hefur það átt sívax- andi vinsældum að fagna. Sjóvak, Stangaveiðifélag Eyja- fjarðar, Kiwanisklúbburinn Grím- ur og Kvenfélagið Baugur í Grímsey standa fyrir þessu móti. Vel aflaðist á mótinu eða um 16 tonn sem deildist niður á þátttak- endur sem voru á bilinu 60 til 70 talsins. Aflahæsti karlinn á mótinu var Pétur Sigurðsson með 447 kíló, Magnús Ingólfsson var í öðru sæti með 425 kíló og Hörður Guð- mundsson þriðji með 381 kíló. Guðrún Jóhannesdóttir varð afla- hæsta kona mótsins með 448 kíló, Sólveig Erlendsdóttir náði 397 kílóum og varð í öðru sæti og Soffía Ragnarsdóttir varð þriðja með 389 kíló. Sólveig Erlendsdóttir veiddi stærsta þorskinn, tæp 10 kíló, Haraldur Ólafsson fékk stærsta karfann, 6,1 kíló og hann veiddi einnig stærstu ýsuna, sem var tæp 3 kíló. Valdimar Valsson veiddi stærsta karfann, tæpt kíló og Rúnar Sigmundsson var með stærsta steinbítinn, 2,2 kíló. Meðalafli á stöng í þessu móti var tæp 270 kíló. Morgunblaðið/Sigrún Konráðsdóttir 16 tonn á sjóstangaveiðimóti Grímsey RÚMLEGA tvítug kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd til greiðslu 35 þúsund króna sektar í ríkissjóð vegna fíkni- efnabrots. Konunni var gefið að sök að hafa sent tösku með fötum og peningum til Reykjavíkur í þeim tilgangi að kaupa fíkniefni fyrir peningana. Lögreglan lagði hald á töskuna þeg- ar hún var endursend til konunnar daginn eftir. Þá reyndist hún inni- halda 2,82 grömm af hassi. Lög- regla lagð hald á fíkniefnin. Konan hefur áður hlotið dóma, m.a. vegna ölvunaraksturs, líkams- árása og brots gegn valdstjórninni. Með umræddu broti rauf hún skil- orð sem nú var látið haldast, en hæfilegt þótti að konan greiddi 35 þúsund krónur í sekt vegna brots síns nú. Kona greiði sekt vegna fíkniefnabrots Lét senda sér fíkni- efni frá Reykjavík FMMTÁNDA starfsár Sumartón- leika í Akureyrarkirkju hefst með tónleikum í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 8. júlí, kl. 17. Alls verða tónleikar haldnir fimm sunnudaga í röð í júlí- og ágústmán- uði og er aðgangur ókeypis. Flytjendur á fyrstu tónleikunum verða Erik Westberg Vokal En- semble sem er 16 manna sönghópur frá N-Svíþjóð en stjórnandi hans er Erik Westberg. Einnig mun Saminn Johan Märak jojka og Mattias Wa- ger leika á orgel. Á efnisskrá verða verk eftir: Benjamin Britten, Jan Sand- ström, Hallgrím Pétursson, Jaako Mäntyjärvi, Sven-Eric Johansson, Þorkel Sigurbjörnsson, Erland Hil- dén og J. H. Roman Sönghópur frá Svíþjóð í Akureyrarkirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.