Morgunblaðið - 07.07.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 07.07.2001, Síða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 53 • Men In Black • Guns Of Navarone • Look Who's Talking • Idle Hands • Dragon : Bruce Lee Story • Erin Brockovich • End Of The Affair • Universal Soldier II • Waterworld • Twins • Girl Interrupted • Center Stage • Godzilla • Mask Of Zorro • Replacement Killers • Wolf • Lost World • Dragonheart • Jaws • Psycho'98 • U-Turn • Parenthood • Jurassic Park • Big Daddy • Full Monty • The Thin Red Line • Stuart Little • Moonstruck • Death Becomes Her • Village Of The Damned • Circus Aðeins í verslunum Skífunnar, Músík og Mynda og BT. Þú kaupir tvo diska og færð þriðja diskinn frían! FYRIR Gríðarlegt magn titla í boði! • Men In Black • Guns Of Navarone • Look Who's Talking • Idle Hands • Dragon : Bruce Lee Story • Erin Brockovich • End Of The Affair • Universal Soldier II • Waterworld • Twins • Girl Interrupted • Center Stage • Godzilla • Mask Of Zorro • Replacement Killers • Wolf • Lost World • Dragonheart • Jaws • Psycho'98 • U-Turn • Parenthood • Jurassic Park • Big Daddy • Full Monty • The Thin Red Line • Stuart Little • Moonstruck • Death Becomes Her • Village Of The Damned • Circus Þetta er aðeins brot af því besta! BÖRNIN eru á leið í sum-arbúðir og eru yfirmátakát yfir því. En til hliðarstendur stelpa ein, sem er ekki alveg jafn kát, því hún fær ekki að fara í Regnbogaland. Það er hún Regína. En hún er ekki í fýlu í alvöru, því þetta er nefnilega leikkonan Sig- urbjörg Alma Ingólfsdóttir, sem fer með titilhlutverk Regínu í söngva- og dansamynd sem byrjað var að taka upp fyrir rúmri viku. Og Sig- urbjörg er sko engin fýluskjóða. „Sko, Regína er eini krakkinn í götunni og að því er henni finnst í öllum heiminum, sem fer ekki í sumarbúðir. Hún er alveg rosalega sár því allir krakkarnir sem eru að fara eru að grobba sig yfir því,“ út- skýrir hún. „Mamma hennar hefur bara ekki efni á því að senda hana þangað. Svo er það Pétur, besti vin- ur hennar, sem Benedikt Jónsson leikur, en hann fær heldur ekki að fara. Pétri og Regínu finnst þau verða að komast í sumarbúðirnar, og eru því alltaf að reyna að safna pen- ingum fyrir því en það mistekst og svoleiðis. Svo gengur myndin líka út á gimsteinaþjófinn Ívar sem Baltasar Kormákur leikur.“ Í fyrsta sinn á Íslandi Hrönn Kristinsdóttir er framleið- andi Regínu fyrir hönd Íslensku kvikmyndasamsteypunnar. Hún fræðir blaðamann um stafrænu myndavélina Sony HD 24, sem ver- ið er að nota í fyrsta skipti við upp- töku á íslenskri kvikmynd, en bæði Wim Wenders og George Lucas voru að ljúka við upptökur með eins myndavél. Hrönn segir mun þægi- legra að taka Regínu upp á staf- ræna myndavél, því mun dýrara sé að taka upp á filmu og í þessa kvik- mynd þarf að taka upp mikið af efni. Atriði séu oftar tekin upp í barnamyndum, það sama eigi við um söngva- og dansmyndir, ekki síst þar sem myndin verður hljóð- sett á ensku. Þá þarf að taka allar nærmyndir tvisvar, fyrst þar sem leikararnir tala á íslensku og síðan á ensku. „Aðal samframleiðendur okkar eru fyrirtækið La Fête í Québec, Kanada. Þau sérhæfa sig í barna- myndum og voru mjög hrifin af handriti Margrétar og Sjón og þau fóru fram á þessar tvöföldu upp- tökur,“ segir Hrönn. Á fæðingardeildinni Og höfundur handrits og tónlist- ar, Margrét Örnólfsdóttir, er líka stödd á svæðinu. „Mér líður einsog ég sé á fæðingardeildinni með hríð- ir,“ segir Margrét og hlær. „Það er gaman að fylgjast með fyrstu tökunum, en ég hef annars nóg annað að gera, því það eru allt- af einhverjar breytingar sem þarf að gera á tónlistinni. Svo er verið að þýða textana sem Olga Guðrún Árnadóttir samdi yfir á ensku, því öll söngatriði eru á tekin upp á ensku sem flækir málin svolítið. Þetta er roslega spennandi og ég trúi því bara núna að þetta sé að gerast.“ – Er eitthvað öðruvísi en þú sást fyrir þér? „Já, ég var búin að ímynda mér margt, en um leið og ég sé nýju út- færsluna þá verður hún raunveru- leg. Við María Sigurðardóttir leik- stjóri og Aletta Collins danshöfundur erum búnar að vinna mjög mikið saman að hugmyndun- um á bak við dansatriðin, þannig að ég kem ekki alveg græn að því, og það er mjög flott að sjá leikarana gera allt eins og það á að vera.“ – Hvernig myndirðu lýsa þeirri tilfinningu? „Bara gleði, gleði.“ „Ég veit að það sem verður skemmtilegast í upptökunum er þegar við gerum kökulagið. Þá eig- um við að klessa okkur öll út í kremi, skreyta kökuna og rústa bara eldhúsið!“ segir Sigurbjörg full af tilhlökkun, en hún segist kunna allt handritið utan að enda séu þau búin að æfa síðan í maí. „Svo er eitt mjög fallegt atriði þegar Regína fer niður í fjöru og syngur lag til pabba síns sem dó fyrir tveimur árum. Hún er alveg að fara að gráta, hún saknar hans svo. Það er alveg æðislega fallegt lag og mér finnst svo gaman að syngja.“ Sigurbjörg segir að oft sé svolítið erfitt að þurfa alltaf að bíða svona lengi á milli upptaka, en þá les hún bara eða talar við vinkonur sínar sem hún hefur eignast við upptök- urnar. Hún bætir við að stefnt sé að því að sýna myndina annan jóladag og að hún hlakki voðalega mikið til. – Af því að þá verðurðu stjarna? „Já,“ svarar hún hreinskilin og hlær. „Ég hlakka til því ég hef aldr- ei leikið í bíómynd áður og það verður rosalega skrítið að sjá mig leika á stóru tjaldi. Ég á líka eftir að kvíða geðveikt fyrir,“ segir hún hlær enn meira. „Það er svo gaman líka að vinna með svona frægum leikurum. Mað- ur þarf samt ekkert að vera feiminn við þá, þetta er bara venjulegt fólk.“ – Hefur þig dreymt um að leika í bíómynd? „Já, ég var búin að láta mig dreyma um það síðan ég var tveggja ára! Ha, ha. Mamma vissi alltaf að ég myndi verða eitthvað þessu líkt, því ég var alltaf dans- andi, syngjandi og leikandi þegar ég var lítil. Í haust fer ég svo aftur í skólann en ef mér býðst hlutverk í leikriti eða einhverri sýningu í vet- ur, þá segi ég STRAX já! Mér finnst þetta svo skemmtilegt,“ segir þessi skemmtilega tíu ára leikkona og finnur sér kött til að leika við á meðan hún bíður eftir að röðin komi að sér fyrir framan myndavélarnar. Mér finnst þetta svo skemmtilegt! „Regnbogaland, indæla Regnbogaland“ syngur dansandi appelsínugul- ur barnaskari þar sem Hildur Loftsdóttir á leið um Ránargötuna. Morgunblaðið/Billi Bless, bless, við erum á leið í sumarbúðir. Morgunblaðið/Billi María leikstjóri er íbyggin við upptökurnar en það eru Fahad Falur að- stoðarleikstjóri og Jónas Guðmundsson gripill einnig. Morgunblaðið/Billi Draumur Sigurbjargar Ölmu um að leika í kvikmynd hefur nú ræst. Tökur á söngva- og dansmyndinni Regínu eru hafnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.