Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 37
Elsku mamma,
amma og Maja.
Okkur langar að
kveðja þig með tilvitn-
unum í bækur sem þú
hélst mikið upp á og last þegar tæki-
færi gafst.
Úr 24 stunda bókinni, fyrir 13.
maí segir: „Reyndu að dæma ekki
aðra.
Mannshugurinn er svo fíngert og
flókið fyrirbæri, að aðeins skapari
okkar getur skilið hann til fulls.
Hugir manna eru svo frábrugðnir
hverjir öðrum, stjórnast af svo ólík-
um atriðum, þjást af svo ólíkum or-
sökum, að þú getur ekki vitað um
alla þá orsakaþætti, sem mótað hafa
hvern persónuleika. Þess vegna er
ógerlegt fyrir okkur að dæma hann.
En Guð þekkir hvern einstakling og
getur breytt honum. Láttu Guð um
að ráða rúnir mannshugans og veita
þér réttan skilning.“ Í Spámannin-
um, þar sem spurt er um dauðann,
segir: „Þú leitar að leyndardómi
dauðans. En hvernig ættir þú að
finna hann, ef þú leitar hans ekki í
æðaslögum lífsins? Uglan, sem sér í
myrkri, en blindast af dagsbirtunni,
MARÍA B.J.P.
MAACK
✝ María BóthildurJakobína Péturs-
dóttir Maack, fædd-
ist í Reykjavík 13.
maí 1940. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
28. júní síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 4. júlí.
ræður ekki gátu ljóss-
ins. Leitaðu að sál
dauðans í líkama lífs-
ins, því að líf og dauði
er eitt eins og fljótið og
særinn. Í djúpi vona
þinna og langana felst
hin þögla þekking á
hinu yfirskilvitlega, og
eins og fræin, sem
dreymir undir snjón-
um, dreymir hjarta þitt
vorið. Trúðu á draum
þinn, því hann er hlið
eilífðarinnar. Óttinn
við dauðann er aðeins
ótti smaladrengsins við
konung, sem vill slá hann til riddara.
Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu
þrátt fyrir ótta sinn við að bera
merki konungsins? Og finnur hann
þó ekki mest til óttans? Því að hvað
er það að deyja annað en að standa
nakinn í blænum og hverfa inn í sól-
skinið? Og hvað er að hætta að
draga andann annað en að frelsa
hann frá friðlausum öldum lífsins,
svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund
guðs síns? Aðeins sá sem drekkur af
vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn
volduga söng. Og þegar þú hefur
náð ævitindinum, þá fyrst munt þú
hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin
krefst líkama þíns, muntu dansa í
fyrsta sinn.“
Við þökkum þér fyrir allar góðu
stundirnar, sem hefðu mátt vera
fleiri og lengri. Sjáumst síðar.
Hallfríður, Guðjón, Árný
Sigurbjörg, María Lovísa
og Elín Helga.
Elsku Hanna mín.
Um daginn fékk ég
hringingu frá Íslandi
um að þú værir farin
frá okkur. Mig langar
bara að segja að þú ert
alveg yndisleg kona sem mér þykir
svo mikið vænt um. Það má eiginlega
segja að ég hafi alltaf litið á þig sem
plattengdamömmu mína. Enda höf-
um við Erik verið bestu vinir alveg
frá því að ég var stærri en hann. Þú
varst alltaf mjög góð við mig og ég vil
bara að þú vitir að ég mun hugsa um
Erik enda er hann mér sem bróðir.
Megi guð og englarnir vaka yfir þér,
elsku Hanna mín. Innilegar samúð-
arkveðjur til Bödda, Lísu, Eriks
Helga, fjölskyldu og vina.
Sara Karlsdóttir.
Brosið hennar, hláturinn, svo kitl-
andi og smitandi, hve auðveldlega
hún sá skemmtilegar hliðar á lífinu
og tilverunni, hversu mjög hún lífg-
aði upp á alla í kringum sig. Allt þetta
og svo miklu meira höfum við til að
minnast, sem þekktum Hönnu
Mæju.
Það er gott að eiga góðar minn-
ingar að dvelja við á erfiðum tímum.
Það er líka gott til þess að vita að
Hanna Mæja átti gott og hamingju-
ríkt líf. Hún átti yndislega fjölskyldu,
fallegt heimili, sem er prýtt mörgum
fallegum hlutum eftir hana, því hún
hafði ríka sköpunarþörf. Okkar
kynni voru góð og fyrir það viljum við
þakka af heilum hug.
Guð líkni og styrki fjölskyldu
Hönnu Mæju. Elsku Böddi, Lísa og
Erik, hugur okkar er hjá ykkur.
Brynja Jóhannsdóttir og
Magnús Ebenesarson.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann er ég hugsa til fjölskyldunnar
sem býr á móti okkur er samrýmd
hjón og samhent fjölskylda. Allir
jafnir þar sem gagnkvæm virðing er
borin fyrir hvert öðru, foreldrarnir
fyrir börnunum og öfugt, allir bestu
vinir og félagar þannig að maður dá-
ist að. Það var nánast sama hvað var
ákveðið eða planað, allt var gert með
þarfir fjölskyldunnar efst í huga. Því
er maður eðlilega sleginn þegar svo
skyndilega er höggvið svo stórt
skarð í líf þessarar samhentu fjöl-
skyldu. Eiginkonan, móðirin og besti
vinur er hrifinn svo skyndilega á
brott á svo óskiljanlegan hátt að allir
eru harmi slegnir. Hún Hanna Maja
minnti mig alltaf á litla fjöruga
stelpu, svo áköf og svo jákvæð í hugs-
JÓHANNA MARÍA
SVEINSDÓTTIR
✝ Jóhanna MaríaSveinsdóttir
fæddist í Siglufirði 9.
ágúst 1959. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 25. júní síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Akraneskirkju 6.
júlí.
un. Að hlusta á hana
segja frá hvort sem það
voru börnin, ferðalög,
eitthvað sem þau lang-
aði að kaupa eða gera
eða einhverjar aðrar
væntingar var ákafinn
svo mikill að maður
hreifst með. Alltaf gat
hún laumað einhverju
jákvæðu að manni
þannig að manni fannst
maður betri fyrir vikið,
og hver vildi ekki vera
þeim kostum búinn?
Það er erfitt að hugsa
sér Bödda án Hönnu
Maju. Við á þessu heimili nefndum
þau nánast ekki á nafn nema bæði í
einu, svo samrýnd komu þau okkur
fyrir sjónir. Elsku fjölskylda, Böddi,
Lísa Rut og Erik Helgi, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð og megi
minningin um yndislega eiginkonu,
móður og vin ylja ykkur á erfiðum
tímum. Guð veri með ykkur.
Hrafnhildur, Jóhann og
fjölskylda.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.
(M.Joch.)
Ekki óraði mig fyrir því að ég myndi
setjast niður með blað og penna til
þess að skrifa stutt minningarorð um
vinkonu mína og „fóstursystur“. En
það er staðreynd, þótt bitur sé, að
fallin er frá kona í blóma lífsins, án
efa kölluð til æðri starfa. Hver til-
gangurinn er veit líklegast enginn,
fyrr en að okkar tíma kemur.
Hönnu Mæju kynntist ég fyrir al-
vöru þegar ég stundaði nám á vorönn
1997 við Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi. Þá leigði ég her-
bergi hjá pabba hennar og systur
sem einnig er ein af mínum bestu vin-
konum. Það var þá sem hún fór að
kalla mig „fóstursystur“ sína, meira í
gamni en alvöru. Samt var eins og að
baki byggi dýpri meining. Svo eftir
að pabbi þeirra flutti aftur norður á
Sigló var alltaf hægt að leita til
Hönnu Mæju ef eitthvað bjátaði á.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann þegar minningabankinn er opn-
aður er bjarta brosið, jákvæðið og
handavinnan. Hanna Maja var alltaf
að dútla við eitthvað þegar maður leit
inn í heimsókn. Ef það voru ekki
prjónarnir sem léku í höndunum á
henni voru það agga litlar perlur sem
hún þræddi saman og bjó til alls kyns
litla skrautmuni. „Perlusaum“ kall-
aði hún það og reyndi af einstakri
þolinmæði að útskýra fyrir mér að-
ferðina.
Þó svo að ekki sé langur tími liðinn
frá því að kynni okkar hófust er
minningabankinn fullur af góðum
minningum sem munu varðveitast
um ókomna tíð.
Elsku Böddi, Lísa, Erik, Berta,
Sveinn, systkini og aðrir ættingjar og
vinir, missir ykkar er mikill en megi
algóður Guð styðja ykkur á þessum
erfiðu tímum. Ég og fjölskylda mín
vottum ykkur okkar dýpstu samúð,
hugur okkar er hjá ykkur.
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið þér.
En geymd
í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
– við hverja hugsun
sem hvarflar til þín.
(Hrafn A. Harðarson.)
Elsku Hanna Maja, þakka þér fyr-
ir yndisleg kynni. Þín „fóstursystir“,
Inga Rut, Laugarbakka.
Það er erfitt að trúa því að kær
vinkona sé farin frá okkur á besta
aldri. Ég vil þakka henni þeirri vin-
áttu sem varað hefur síðan ég kom
fyrst til Siglufjarðar. Ég var svo lán-
söm að kynnast henni og urðum við
góðar vinkonur margs er að minnast
og margt ber að þakka og áttum við
oft góðar stundir saman.
Elsku Hanna Maja, með þessum
fátæklegu orðum sendum ég og fjöl-
skylda mín okkar hlýjustu kveðjur
og vottum fjölskyldu þinni innilegar
samúðarkveðjur og biðjum algóðan
Guð að styrkja þau í þessari miklu
sorg.
Edda og fjölskylda.
Þriðjudagsmorguninn 26. júní,
fengum við þær hörmulegu fréttir að
Hanna Maja vinkona okkar hefði lát-
ist kvöldið áður. Við stóðum sem löm-
uð og hugur okkar neitaði að með-
taka þetta. Ekki Hanna Maja sem
alltaf var svo hress og kát. Hvernig
stendur á því að kona í blóma lífsins
er hrifin á brott, frá elskandi eigin-
manni og börnum? Litlu kraftaverk-
in þeirra, þau Lísa og Erik, vaxin úr
grasi, þannig að áhyggjum sem
fylgja barnauppeldi var lokið, og tími
Hönnu Maju og Bödda var kominn.
Þau voru svo yndislega ástfangin og
samrýnd og við áttum öll eftir að
gera svo mikið saman og bara njóta
þess sem lífið hefur uppá að bjóða.
Við kynntumst Hönnu Maju og
fjölskyldu fyrir réttum áratug. Síðan
þá hefur þróast sönn og einlæg vin-
átta með fjölskyldum okkar. Minn-
ingarnar um þessi 10 ár ryðjast fram
í hugann og líða hjá eins og í bíó-
mynd. Allar útilegurnar, sumarbú-
staðaferðirnar, matarboðin og sam-
verustundirnar sem við áttum með
Hönnu Maju, Bödda og börnunum,
allt eru þetta yndislegar minningar
sem við getum yljað okkur við og
verða ekki teknar frá okkur. Hanna
Maja var listamaður í höndunum og
eru þær ófáar flíkurnar sem hún hef-
ur prjónað eða þá allt föndrið sem
prýðir fallega heimilið á Höfðabraut-
inni. Við þökkum þér, elsku Hanna
Maja, fyrir samfylgdina sl. 10 ár.
Blessuð sé minning þín.
Elsku Böddi, Lísa og Erik, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð
og biðjum algóðan Guð að vaka yfir
ykkur.
Sigríður, Ásgeir og börn.
Lífið er jafnlangt hvort sem grátið
er eða hlegið.
Mig langar til minnast nágranna
míns, Vatnars sem var lítill og
skemmtilegur karl í bernskuminni
mínu. Ekki var ég mjög há í loftinu
þegar ég fór að venja komur mínar
til þeirra systkina Vatnars og Lauf-
eyjar á Grímsstöðum enda ekki langt
að fara, bara í næsta hús. Alltaf var
vel tekið á móti litlu skellunni þó að
kominn væri matmálstími og ef ég
kom á þeim tíma þá var það með ráð-
um gert því yfirleitt var betra að
borða hjá þeim en heima hjá mér, þó
svo að sjálfsagt hafi verið það sama í
matinn á báðum heimilunum. Þar
átti ég minn disk og hnífapör en oft-
ast notaði ég litla skeið. Hjá Vatnari
voru líka til mörgæsir í fjórum litum
með segli á til að setja á ísskápinn,
eitthvað sem ekki var til heima hjá
mér og þær gat ég dundað mér með
og sérstaklega ef það var að koma
matur. Þegar ég fór í barnaskóla
varð ég að fara til Vatnars til að sýna
HELGI VATNAR
HELGASON
✝ Helgi VatnarHelgason fædd-
ist 9. desember 1924
á Grímsstöðum í Mý-
vatnssveit. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 1. júlí síð-
astliðinn. Helgi
Vatnar var sonur
hjónanna Helga Sig-
urjónssonar og
Bjargar Kristjáns-
dóttur. Hann átti
eina systur, Laufeyju
Heiðbjörtu, f. 4.
janúar 1922, búsetta
í Borgarnesi og er
hennar maður Sigurður Þor-
steinsson, f. 2. nóvember 1919.
Helgi Vatnar var ókvæntur og
barnlaus. Hann bjó alla sína tíð á
Grímsstöðum og var við búskap til
ársins 1976 en vann jafnframt hjá
Sniðli í Mývatnssveit frá 1969 til
1991.
Útför Helga Vatnars fer fram
frá Reykjahlíðarkirkju laugar-
daginn í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
honum töskuna mína
og ýmislegt fleira sem í
henni var svo að hægt
væri að fara í skóla, og
svo var einnig þegar ég
fór að læra skólaljóðin
mín, því ég varð nátt-
úrlega að lofa honum
að heyra hvað ég var
dugleg að læra þau ut-
anbókar. Í því sam-
bandi er mér eitt mjög
minnisstætt og það
voru vísur um Arnar-
vatnsheiði, Vatnar
kenndi mér að fara með
fyrsta erindið á þessa
leið:
Efst á Arnarvatnsheiði
þar eru fjórir menn,
og ef þeir eru ekki farnir
þá eru þeir þar enn.
Þetta var að sjálfsögðu miklu
skemmtilegra en það sem ég átti að
læra rétt og svona fór ég með vísuna
fyrir kennarann minn sem hafði
gaman af, hinar lærði ég aldrei.
Vatnar var mjög skemmtilegur og
fyndinn og oftar en ekki var skelli-
hlegið þegar hann átti hlut að máli
og svo átti hann einatt svör við hin-
um ýmsu hlutum. Á sauðburði var
gjarnan gripið í spil og þá aðallega
spilaður Kani eða HúsavíkurJón á
fjárhúsavaktinni á næturna og oft
var glatt á hjalla og ýmislegt rætt á
gamansaman hátt. Eitt sumarið á
Grímsstöðum voru þrír strákguttar
að leika sér í byssu og bófaleik og-
voru þeir Dýrðlingurinn, Súper-
mann og Vatnar, í þeirra augum
voru þetta hinar mestu hetjur sem
þeir vissu um. Elsku Vatnar, ég tel
það mikil forréttindi að hafa fengið
að kynnast þér og alast upp við hlið-
ina á ykkur systkinunum. Ég vil
enda þessi orð mín á japanskri speki
sem ég fann í bók og hljóðar svona:
Alls kostar hvíli ég í Guði, sál mín
stendur í djúpum rótum. Henni bifa
hvorki bylgjur, gleði né harmur.
Kæra Laufey, ég og fjölskylda
mín vottum þér samúð okkar.
Hvíl þú í friði kæri Vatnar.
Auður Kjartansdóttir.
Elsku besta frænka
og vinkona mín.
Mig langar að kveðja
þig með nokkrum orð-
um.
Við gerðum svo
margt saman að það er margs að
minnast. Ég man að þú kenndir mér
að spila Litlu fluguna á píanóið heima
hjá þér. Við lékum okkur í litla kof-
HAFDÍS HLÍF
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Hafdís HlífBjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík
7. júlí 1990. Hún lést
í Húsafelli 21. júní
síðastliðinn af völd-
um heilahimnubólgu
og fór útför hennar
fram frá Áskirkju 2.
júlí.
anum þínum, þar var
alltaf hægt að taka til
eða breyta. Svo fórum
við svona hundrað sinn-
um í bað saman. Svo
man ég þegar ég átti
gulrætur í poka og ein-
hverja grænmetissósu
og við vorum svo svang-
ar að við kláruðum allar
gulræturnar á svona
klukkutíma og töluðum
og töluðum. Við kynnt-
umst þegar foreldrar
okkar voru að byggja
húsin okkar, þá vorum
við bara þriggja ára.
Svo hlupum við á milli á náttfötunum
og í stígvélum, stundum hlupum við í
brjáluðu roki og rigningu og urðum
rennandi blautar.
Við lékum okkur mikið saman
þangað til þú fluttir, þá varð ég ein-
mana án þín.
Hans vegur
er væng
haf
og geiminn
þér guð
gaf
um eilífð
sem einn
dag
hans frelsi
er faðm
lag
(Ingimar Erlendur Sigurðsson.)
Ég sakna þín. Góður Guð geymi
þig og blessi.
Elsku Bjössi, Sigrún, Siggi og
Margrét, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð. Megi góður Guð styrkja ykk-
ur og vernda um alla framtíð.
Sigríður Bára.