Morgunblaðið - 07.07.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 07.07.2001, Qupperneq 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ mætti áætla að Krókódíla-Dun- dee væri orðinn þreyttur á að berjast bæði við dýr og menn. Flestir muna hversu rækilega hann sló í gegn í fyrstu kvikmynd sinni árið 1986, og önnur fylgdi í kjölfarið tveimur árum seinna. En nei, ó nei, ástralska náttúru- barnið er mætt til leiks í þriðja sinn og nú er það hið villta líf Los Angeles- borgar sem hann þarf að átta sig á. „Mick Dundee á nú son eftir Bandaríkjadvölina, og saman kynna þeir sér lífið í Los Angeles, menning- arhöfuðborg heimsins. Flétta mynd- arinnar er ekki flókin, hún snýst um það að horfa á heiminn í gegnum augu Mick Dundee,“ segir leikarinn Paul Hogan um nýju myndina, en hann skrifaði handritið að henni ásamt Matthew Berry og Eric Abrams. Dundee þurfti nýja brandara „Dundee er gamaldags og hefur sinn háttinn á, og það gerir hann ut- angátta í fáguðum glansheiminum. En Los Angeles er líka hættulegur staður, hættulegri en villt náttúra Ástralíu því fólk er alltaf hættulegra en dýr.“ Paul, sem hefur sjálfur búið í Englaborginni, segir að Krókódíla- Dundee-myndirnar séu sýndar í sjón- varpinu í Bandaríkjunum í hverjum einasta mánuði, og að hann hafi hugs- að með sér nú þyrfti karlinn á nýjum bröndurum að halda. „Þegar ég flutti síðan frá Los Angeles fannst mér að ég yrði að leyfa Mick Dundee að koma þangað, þetta er svo mikil gerviborg að þar yrði hann alveg eins og þorskur á þurru landi.“ Paul á hús í Santa Barbara, sem er skammt frá Los Angeles, hann á einn- ig hluta í nautgripabúgarði í Kóló- radó-fylki, en býr hins vegar á bú- garði sínum í Ástralíu. Þar hefur hann kengúrur, vallabíur [minni tegund kengúra], refi, snáka og fleiri tegund- ir dýra en enga krókódíla. Berst ekki við krókódíla – Ertu kannksi svolítið líkur Mick Dundee í alvöru? „Við höfum alla vega sama húmor,“ segir Paul og hlær, en hann er einmitt giftur Lindu Kozlowski sem leikur eiginkonu hans í myndinni og á með henni ungan son. „Ég verð einnig að viðurkenna að flest atriði myndarinn- ar eru byggð á reynslu minni af þess- ari sérstæðu borg. Ég get samt ekki sagt að ég berjist við krókódíla.“ – Ertu hræddur við krókódíla? „Nei, en ég stekk samt ekki út í næsta vatn til að takast á við þá og ég myndi aldrei fá mér sundsprett í krókódílaá.“ – Á Krókódíla-Dundee sér raun- verulega fyrirmynd? „Nei, en þeir urðu nokkrir til eftir að myndin kom fyrst út. Og frægast- ur varð sá sem drap löggu og dó síðan í skotbardaga. Mér finnst það reynd- ar mjög ólíkt Krókódíla-Dundee. Annars var kvikmyndapersónan mjög raunveruleg fyrir marga og ég held að það sé vegna þess hversu auðvelt er að finna sig í henni. Mick Dundee er opinn, vingjarnlegur og dæmir engan fyrirfram. Fólk kann vel við það, og vill gjarna vera þann- ig.“ Lifir góðu lífi Paul hefur ýmislegt bardúsað í gegnum tíðina. Hann var skipamálari áður en hann fékk eigin grínþátt í sjónvarpinu, en upp úr því hófst kvik- myndaferillinn. Hann hefur skrifað flestar kvikmyndir sínar og framleitt og það er því spurning hvað hann tek- ur sér næst fyrir hendur. „Ég hef engin plön fyrir framtíðina. Ég hef bara gert nokkrar myndir og þannig vil ég vinna. Ef eitthvað áhugavert kemur upp þá er ég til í slaginn. Ég vinn bara á 2–4 ára fresti svo það er eiginlega „come back“ í hvert skipti. Þess á milli nýt ég bara lífsins og lifi mjög góðu lífi, þakka þér fyrir. Ég nýt útiverunnar, náttúrunn- ar og dýranna mikið og kvikmynda- gerðin er eiginlega eins konar áhuga- mál.“ Að lokum segir Paul að hann hafi áhuga á að koma til Íslands því hann viti lítið um landið en það sé einmitt ástæðan fyrir áhuganum, auk þess sem hann er viss um að vart séu til meiri andstæður en Ísland og Ástr- alía. – Ég held samt að Ástralar og Ís- lendingar séu ekkert svo ólíkir. „Já, ég get trúað því að þeim kæmi vel saman. Fólk sem býr í auðn og umkringt villtri náttúru skilur hvert annað. Fólk sem er tengt náttúrunni.“ – Og öðrum finnst við hálfskrýtin. „Já, en það er einmitt málið með Krókódíla-Dundee, það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst,“ segir Paul Hogan að lokum og lofar að kíkja til landsins innan tíðar. Fólk er hættulegra en dýr Kvikmyndin Krókódíla-Dundee í Los Angeles var frumsýnd hérlendis í gær. Paul Hogan sagði Hildi Loftsdóttur að kappinn væri ennþá samur við sig. Mick Dundee í ham. Fágað glamúrlíf Los Angeles er nýr og villtur heim- ur í augum Crocodile Dundee. Hogan á tökustað Krókódíla Dundee í Los Angeles með Serge Cockburn sem leikur son hans, og einhverjum svart/hvítum félaga þeirra. hilo@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.