Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 13 UNNIÐ er að framkvæmdum við fyrsta áfanga áhorfenda- svæðis á íþróttasvæði Víkings sem ráðgert er að ljúki í sum- ar. Að sögn Þórs Símonar Ragnarssonar, formanns knattspyrnufélagsins Vík- ings, verður verkinu í heild væntanlega lokið að tveimur árum liðnum. „Núna er verið að setja nið- ur fyrir sökklum og síðan á að reisa þarna undirstöður undir steyptar einingar sem munu nýtast sem stæði til að byrja með,“ segir Þór. Heildarkostnaður tæpar 50 milljónir Að hans sögn er ætlunin að koma fyrir sætum og þaki yf- ir. Ráðgert er að 1.100 manns rúmist í sæti þegar mannvirk- ið verður fullbúið en heildar- kostnaður nemur tæpum 50 milljónum króna. Að sögn Þórs er í undirbún- ingi að sækja um styrki og fjárframlög til að kosta verk- ið. Í fyrra stóðu yfir fram- kvæmdir við vallarsvæðið og verður nýr knattspyrnuvöllur formlega tekinn í notkun 19. júlí nk. þegar Víkingur mætir Þrótti. Framkvæmdum við fyrsta áfanga áhorfendasvæðis verð- ur þó ekki lokið fyrir leikinn en lýkur í sumar eins og áður segir. Víkingur eignast nýtt áhorfendasvæði Fossvogur Morgunblaðið/Jim Smart Áætlað er að fyrsta áfanga við áhorfendasvæðið ljúki síðla sumars. BORGARSKIPULAGI Reykjavík- ur hafa verið afhent mótmæli 474 íbúa Staðahverfis í Grafarvogi gegn auglýstri breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. Samkvæmt auglýsing- unni er ætlunin að breyta norður- hluta lóðarinnar númer 1–5 við Barðastaði í íbúðasvæði en þessi lóð var ráðgerð sem verslunar- og þjón- ustumiðstöð hverfisins. Í tilkynningu frá íbúum hverfisins segir að þeir telji sig eiga hagsmuna að gæta þar sem þeir hafi lagt mikla fjármuni í íbúðir sínar í hverfinu í trausti þess að leikskóli, grunnskóli, verslun og önnur þjónusta yrði byggð upp í samræmi við samþykkt skipulag. Þeir segjast vænta þess að hagsmunir lóðarhafans á Barðastöð- um 1–5 verði ekki teknir fram yfir hagsmuni íbúa hverfisins. Þeir telja að vel rekin matvöruverslun muni bera sig á þessum stað og einnig sé þörf á opinberri þjónustu í þessu hverfi, svo sem heilsugæslu og félagsþjónustu. Íbúarnir leggja áherslu á að uppbygging á lóðinni verði í samræmi við aðalskipulag 1996–2016 eða að svæðinu verði haldið auðu til framtíðarnota fyrir verslun og þjónustu. Í fréttatilkynningunni segir að nær allir, sem náðst hafi í, hafi tekið undir mótmælin og minnt er á að samkvæmt auglýsingunni teljist þeir sem ekki mótmæla samþykkir. Frestur til að skila athugasemdum er til 13. júlí næstkomandi. Breytingu á aðal- skipulagi mótmælt Staðahverfi BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt að láta kanna hvaða breyt- ingar þurfi að gera á álagningarstigi fasteignagjalda til að endurskoðað fasteignamat leiði ekki til hækkunar fasteignagjalda Garðbæinga. Tillaga þessa efnis var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn en sam- kvæmt henni er bæjarstjóra falið að láta kanna þessar nauðsynlegu breytingar þannig að endurskoðað fasteignamat verði ekki til að hækka gjöld bæjarbúa. Er þá miðað við að hvorki heildargjöld vegna fasteigna- gjalda hækki né stuðli að misræmi við álagningu á einstaka tegundir eigna á árinu 2002, umfram almennar verðlagsbreytingar. Fyrr í vikunni var greint frá ákvörðun borgaryfirvalda um að lækka álagningarprósentu fasteigna- gjalda þannig að hækkun fasteigna- mats leiði ekki til aukinna álagninga á Reykvíkinga. Fasteigna- mat hækki ekki álögur Garðabær ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.