Morgunblaðið - 07.07.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.07.2001, Qupperneq 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 45 NÚ hefur verið ákveðið að breyta tímasetningu guðsþjónusta á sunnu- dögum í Vídalínskirkju frá og með 8. júlí til og með 5. ágúst. Guðsþjónustur hafa verið kl. 11, eins og kunnugt er, en nú verður tímasetningin á ofan- greindu tímabili kl. 20.30, á sunnu- dagskvöldum. Komið hafa fram óskir frá fólki sem vill fara úr bænum um helgar í sum- arbústaði eða annað, að því fyndist gott að enda helgina með því að koma í guðsþjónustu. Guðsþjónusturnar verða með sumarsniði og eilítið styttri en venjulegar guðsþjónustur. Mætið vel og leyfið okkur að heyra skoðanir ykkar á þessum breytingum. Prestar Garðaprestakalls. Sýningarlok í Fella-og Hólakirkju Sýningunni „Samræmd heildar- mynd – kirkja, arkitektúr, glerlist og skrúði“ – sem opnuð var 19. júní sl. í Fella- og Hólakirkju, lýkur nk. sunnudag, 8. júlí. Sýningin er opin virka daga kl. 10-16 og kl. 13-18 um helgar. Sýningin hefur hlotið afar góðan hljómgrunn sem best sést á þeim fjölda sem sótt hefur sýninguna. Síðasta sýningardaginn veita lista- mennirnir Sigríður Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð, höfundar skrúða og glerlistaverka kirkjunnar, leiðsögn um sýninguna milli klukkan þrjú og sex. Þann dag verður sýningin opin frá kl. 13–21. Guðsþjónusta er í kirkj- unni kl. 20 síðasta sýningardaginn sem jafnframt er síðasta guðsþjón- ustan í kirkjunni fyrir sumarleyfi. Helgihald hefst svo aftur í Fella- og Hólakirkju 12. ágúst nk. Fella- og Hólakirkja. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju Aðalsafnaðarfundur Digranes- sóknar verður haldinn í safnaðarsal Digraneskirkju þriðjudaginn 10. júlí kl 18. Á dagskrá er: 1. Skýrsla for- manns. 2. Reikningar safnaðarins. 3. Um skipan sóknarmarka í Kópavogi. 4. Kosning sóknarnefndarmanna og varamanna. 5. Kosning skoðunar- manna reikninga. 6. Kosning í nefndir og ráð. 7. Önnur mál. Léttar veiting- ar. Danskur stúlknakór í Hallgrímskirkju Stúlknakór danska ríkisútvarpsins hefur verið á tónleikaferðalagi á Ís- landi þessa viku ásamt stjórnanda sínum Michael Bojesen og hljóðfæra- leikurunum Morten Bech (orgel) og Evu Malling (bassi). Næstkomandi sunnudag kl. 11 mun kórinn syngja við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju verk eftir Bojesen, Holten og Brahms. Ferð kórsins lýkur með tón- leikum í Langholtskirkju kl. 16. Guðs- þjónustuna annast séra Sigurður Pálsson. Þá mun fyrrverandi Oslóar- biskup, Andreas Aarflot, sem einnig er hér á ferð, ávarpa söfnuðinn. Messa í Borgarvirki Næsta sunnudag, 8. júlí, kl. 14, verður messað í Borgarvirki í Húna- þingi vestra. Síðustu tvö sumur var messað þar og var aðsókn afar góð. Gönguhópur leggur upp frá Faxa- lækjarbrú kl. 12. Þaðan er rúmlega klukkustundar ganga í Borgarvirki. Aðgengi að Borgarvirki er gott og vegur fær öllum bílum. Gestir eru hvattir til að hafa nesti meðferðis. Allir eru velkomnir. Sóknarprestur. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12-12.30. Iain Farrington frá Eng- landi leikur á orgel. Fella- og Hólakirkja. Samræmd heildarmynd, sýning á glerlistaverk- um og skrúða kirkjunnar opin kl. 13- 18. KEFAS: Þriðjud: Almenn bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Allir hjartan- lega velkomnir. Sumartími í Vídalínskirkju FRÉTTIR NÝLEGA afhenti Búnaðarbanki Ís- lands hf. 13 námsstyrki til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans. Þetta var í ellefta sinn sem Bún- aðarbankinn veitir slíka styrki og að þessu sinni var hver styrkur að upphæð 150.000 kr. Alls bárust 247 umsóknir. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru: Halldór Ísak Gylfason sem mun ljúka B.Sc. námi í tölvunarfræði við HÍ í október, Hallgrímur J. Ámundason sem lauk meistaranámi í íslenskum fræðum frá HÍ í júní, Magnús Fjalar Guðmundsson sem lýkur meistaranámi í hagfræði í HÍ næsta haust, Margrét Vilborg Bjarnadóttir sem stundar B.Sc. nám í iðnaðarverkfræði við HÍ og áætlar námslok í október, Elísa Sig- ríður Vilbergsdóttir sem stundar nám í klassískum söng við Tónlist- arháskólann í Lübeck í Þýskalandi, Hanna Loftsdóttir sem stundar dip- lomanám í sellóleik við Konunglega Konservatioríið í Kaupmannahöfn, Harpa Birgisdóttir sem stundar meistaranám í umhverfisverkfræði við Danmarks Tekniske Universi- tet, Inga Dóra Sigfúsdóttir sem stundar doktorsnám í rannsókn- araðferðum og kenningum á sviði félagsvísinda við Pennsylvania State University í Bandaríkjunum, Íris Þorsteinsdóttir en hún stundar nám í tölvugrafík fyrir Netið, sjón- varp og kvikmyndir við The Aca- demy of Art College í San Fran- cisco, Kaliforníu í Bandaríkjunum, Kristín Friðgeirsdóttir sem stundar doktorsnám í stjórnunarvísindum og verkfræði við Stanford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum og Óm- ar Ingþórsson en hann stundar meistaranám í landslagsarkitektúr við Guelph University í Ontario, Kanada. Útskriftarstyrki nemenda í ís- lenskum sérskólum hlutu að þessu sinni Elma Lísa Gunnarsdóttir sem útskrifaðist með BFA-próf í leiklist í vor frá Listaháskóla Íslands og Hugi Guðmundsson sem stundaði nám í tónsmíðum í tónfræðadeild við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan í vor. Á myndinni eru styrkþegar og aðstandendur þeirra sem ekki gátu mætt, ásamt dómnefndarmönnum. Hlutu styrk frá Búnaðarbankanum ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ fer fram á Siglufirði dagana 10.–15. júlí og verður með svipuðu sniði og síðasta sumar. Boðið verður upp á tíu nám- skeið, bæði fyrir börn og fullorðna, auk tónleika á hverjum degi. Þá verður sérstök lygavaka þar sem helstu lygalaupar norðan heiða segja sögur, kveðnar verða vísur og sung- inn fjöldasöngur. Poul Høxbro og Miriam Andersen frá Danmörku kenna norræna þjóð- dansa, evrópska hirðdansa og ball- öður og Kristín Valsdóttir verður með námskeið einkum ætlað grunn- skólakennurum þar sem hún sýnir hvernig nýta megi þjóðlög, þulur og kvæði í almennu skólastarfi. Gunn- steinn Ólafsson kennir kórstjórum að fást við þjóðlagaútsetningar fyrir barnakóra og blandaða kóra, Sigurð- ur Flosason og félagar í Flís-tríóinu kenna þjóðlagadjass og Steindór Andersen kvæðamaður leiðbeinir um rímnakveðskap. Einnig verður kennt gamalt hand- verk og stunduð útivera. Þorgerður Hlöðversdóttir mun kenna jurtalitun og feðgarnir Davíð Jóhannesson og Karl Davíðsson frá Egilsstöðum sýna gerð víravirkis íslenska þjóð- búningsins. Hægt verður að slást í för með Valgarði Egilssyni, en hann er gjör- kunnugur á þessum slóðum. Leiklistarnámskeið verður fyrir börn 10–12 ára í umsjá Theodórs Júlíussonar og síðan verður leikja- námskeið fyrir 9 ára og yngri. Námskeiðin kosta 10.000 kr. og aðgangur að tónleikum 1.000 kr. Hægt er að fá sérstök afsláttarkort á alla viðburði hátíðarinnar. Barna- námskeiðin eru ókeypis fyrir börn þátttakenda. Hátíðin er haldin með tilstyrk Menningarborgarsjóðs, Siglufjarðarbæjar og menntamála- ráðuneytisins. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu hátíðarinnar á www.siglo.is/festival2001. Þjóðlagahátíð á Siglufirði 10.-15. júlí SUNNUDAGINN 8. júlí verður opið hús hjá Orkuveitu Reykjavík- ur á Nesjavöllum frá kl. 10 til 17. Verður gestum boðið að skoða virkjunina og fyrir þá sem vilja ganga fræðslustíginn hefur verið gert sérstakt leiðakort í tilefni dagsins. Þetta er gert í tilefni þess að virkjunin er orðin stærsta gufu- aflsvirkjun landsins með 90 MWe framleiðslugetu í rafmagni og framleiðir 1100 lítra á sek. af heitu vatni sem jafngildir 200 MWt. Stöðvarhúsið verður opið gestum og farið verður í skoðunarferðir um það. Gestir geta meðal annars skoðað nýju vélasamstæðuna. Gott útsýni er yfir vélasalinn úr sér- stökum gestagangi, þar má líta þrjár vélasamstæður sem eru eng- in smásmíði eða um 218 tonn að þyngd hver. Rafallinn sjálfur er um 66 tonn, spennirinn er 72 tonn og hverfill- inn er um 80 tonn að þyngd. Gestum er boðið í kaffihlaðborð í Nesbúð. Rútuferðir á vegum Orku- veitunnar verða frá Suðurlands- braut 34 kl. 12.30 og 14 og til baka frá Nesjavöllum kl. 15 og 16.30. Opið hús á Nesjavöllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.