Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 45 NÚ hefur verið ákveðið að breyta tímasetningu guðsþjónusta á sunnu- dögum í Vídalínskirkju frá og með 8. júlí til og með 5. ágúst. Guðsþjónustur hafa verið kl. 11, eins og kunnugt er, en nú verður tímasetningin á ofan- greindu tímabili kl. 20.30, á sunnu- dagskvöldum. Komið hafa fram óskir frá fólki sem vill fara úr bænum um helgar í sum- arbústaði eða annað, að því fyndist gott að enda helgina með því að koma í guðsþjónustu. Guðsþjónusturnar verða með sumarsniði og eilítið styttri en venjulegar guðsþjónustur. Mætið vel og leyfið okkur að heyra skoðanir ykkar á þessum breytingum. Prestar Garðaprestakalls. Sýningarlok í Fella-og Hólakirkju Sýningunni „Samræmd heildar- mynd – kirkja, arkitektúr, glerlist og skrúði“ – sem opnuð var 19. júní sl. í Fella- og Hólakirkju, lýkur nk. sunnudag, 8. júlí. Sýningin er opin virka daga kl. 10-16 og kl. 13-18 um helgar. Sýningin hefur hlotið afar góðan hljómgrunn sem best sést á þeim fjölda sem sótt hefur sýninguna. Síðasta sýningardaginn veita lista- mennirnir Sigríður Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð, höfundar skrúða og glerlistaverka kirkjunnar, leiðsögn um sýninguna milli klukkan þrjú og sex. Þann dag verður sýningin opin frá kl. 13–21. Guðsþjónusta er í kirkj- unni kl. 20 síðasta sýningardaginn sem jafnframt er síðasta guðsþjón- ustan í kirkjunni fyrir sumarleyfi. Helgihald hefst svo aftur í Fella- og Hólakirkju 12. ágúst nk. Fella- og Hólakirkja. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju Aðalsafnaðarfundur Digranes- sóknar verður haldinn í safnaðarsal Digraneskirkju þriðjudaginn 10. júlí kl 18. Á dagskrá er: 1. Skýrsla for- manns. 2. Reikningar safnaðarins. 3. Um skipan sóknarmarka í Kópavogi. 4. Kosning sóknarnefndarmanna og varamanna. 5. Kosning skoðunar- manna reikninga. 6. Kosning í nefndir og ráð. 7. Önnur mál. Léttar veiting- ar. Danskur stúlknakór í Hallgrímskirkju Stúlknakór danska ríkisútvarpsins hefur verið á tónleikaferðalagi á Ís- landi þessa viku ásamt stjórnanda sínum Michael Bojesen og hljóðfæra- leikurunum Morten Bech (orgel) og Evu Malling (bassi). Næstkomandi sunnudag kl. 11 mun kórinn syngja við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju verk eftir Bojesen, Holten og Brahms. Ferð kórsins lýkur með tón- leikum í Langholtskirkju kl. 16. Guðs- þjónustuna annast séra Sigurður Pálsson. Þá mun fyrrverandi Oslóar- biskup, Andreas Aarflot, sem einnig er hér á ferð, ávarpa söfnuðinn. Messa í Borgarvirki Næsta sunnudag, 8. júlí, kl. 14, verður messað í Borgarvirki í Húna- þingi vestra. Síðustu tvö sumur var messað þar og var aðsókn afar góð. Gönguhópur leggur upp frá Faxa- lækjarbrú kl. 12. Þaðan er rúmlega klukkustundar ganga í Borgarvirki. Aðgengi að Borgarvirki er gott og vegur fær öllum bílum. Gestir eru hvattir til að hafa nesti meðferðis. Allir eru velkomnir. Sóknarprestur. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12-12.30. Iain Farrington frá Eng- landi leikur á orgel. Fella- og Hólakirkja. Samræmd heildarmynd, sýning á glerlistaverk- um og skrúða kirkjunnar opin kl. 13- 18. KEFAS: Þriðjud: Almenn bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Allir hjartan- lega velkomnir. Sumartími í Vídalínskirkju FRÉTTIR NÝLEGA afhenti Búnaðarbanki Ís- lands hf. 13 námsstyrki til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans. Þetta var í ellefta sinn sem Bún- aðarbankinn veitir slíka styrki og að þessu sinni var hver styrkur að upphæð 150.000 kr. Alls bárust 247 umsóknir. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru: Halldór Ísak Gylfason sem mun ljúka B.Sc. námi í tölvunarfræði við HÍ í október, Hallgrímur J. Ámundason sem lauk meistaranámi í íslenskum fræðum frá HÍ í júní, Magnús Fjalar Guðmundsson sem lýkur meistaranámi í hagfræði í HÍ næsta haust, Margrét Vilborg Bjarnadóttir sem stundar B.Sc. nám í iðnaðarverkfræði við HÍ og áætlar námslok í október, Elísa Sig- ríður Vilbergsdóttir sem stundar nám í klassískum söng við Tónlist- arháskólann í Lübeck í Þýskalandi, Hanna Loftsdóttir sem stundar dip- lomanám í sellóleik við Konunglega Konservatioríið í Kaupmannahöfn, Harpa Birgisdóttir sem stundar meistaranám í umhverfisverkfræði við Danmarks Tekniske Universi- tet, Inga Dóra Sigfúsdóttir sem stundar doktorsnám í rannsókn- araðferðum og kenningum á sviði félagsvísinda við Pennsylvania State University í Bandaríkjunum, Íris Þorsteinsdóttir en hún stundar nám í tölvugrafík fyrir Netið, sjón- varp og kvikmyndir við The Aca- demy of Art College í San Fran- cisco, Kaliforníu í Bandaríkjunum, Kristín Friðgeirsdóttir sem stundar doktorsnám í stjórnunarvísindum og verkfræði við Stanford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum og Óm- ar Ingþórsson en hann stundar meistaranám í landslagsarkitektúr við Guelph University í Ontario, Kanada. Útskriftarstyrki nemenda í ís- lenskum sérskólum hlutu að þessu sinni Elma Lísa Gunnarsdóttir sem útskrifaðist með BFA-próf í leiklist í vor frá Listaháskóla Íslands og Hugi Guðmundsson sem stundaði nám í tónsmíðum í tónfræðadeild við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan í vor. Á myndinni eru styrkþegar og aðstandendur þeirra sem ekki gátu mætt, ásamt dómnefndarmönnum. Hlutu styrk frá Búnaðarbankanum ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ fer fram á Siglufirði dagana 10.–15. júlí og verður með svipuðu sniði og síðasta sumar. Boðið verður upp á tíu nám- skeið, bæði fyrir börn og fullorðna, auk tónleika á hverjum degi. Þá verður sérstök lygavaka þar sem helstu lygalaupar norðan heiða segja sögur, kveðnar verða vísur og sung- inn fjöldasöngur. Poul Høxbro og Miriam Andersen frá Danmörku kenna norræna þjóð- dansa, evrópska hirðdansa og ball- öður og Kristín Valsdóttir verður með námskeið einkum ætlað grunn- skólakennurum þar sem hún sýnir hvernig nýta megi þjóðlög, þulur og kvæði í almennu skólastarfi. Gunn- steinn Ólafsson kennir kórstjórum að fást við þjóðlagaútsetningar fyrir barnakóra og blandaða kóra, Sigurð- ur Flosason og félagar í Flís-tríóinu kenna þjóðlagadjass og Steindór Andersen kvæðamaður leiðbeinir um rímnakveðskap. Einnig verður kennt gamalt hand- verk og stunduð útivera. Þorgerður Hlöðversdóttir mun kenna jurtalitun og feðgarnir Davíð Jóhannesson og Karl Davíðsson frá Egilsstöðum sýna gerð víravirkis íslenska þjóð- búningsins. Hægt verður að slást í för með Valgarði Egilssyni, en hann er gjör- kunnugur á þessum slóðum. Leiklistarnámskeið verður fyrir börn 10–12 ára í umsjá Theodórs Júlíussonar og síðan verður leikja- námskeið fyrir 9 ára og yngri. Námskeiðin kosta 10.000 kr. og aðgangur að tónleikum 1.000 kr. Hægt er að fá sérstök afsláttarkort á alla viðburði hátíðarinnar. Barna- námskeiðin eru ókeypis fyrir börn þátttakenda. Hátíðin er haldin með tilstyrk Menningarborgarsjóðs, Siglufjarðarbæjar og menntamála- ráðuneytisins. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu hátíðarinnar á www.siglo.is/festival2001. Þjóðlagahátíð á Siglufirði 10.-15. júlí SUNNUDAGINN 8. júlí verður opið hús hjá Orkuveitu Reykjavík- ur á Nesjavöllum frá kl. 10 til 17. Verður gestum boðið að skoða virkjunina og fyrir þá sem vilja ganga fræðslustíginn hefur verið gert sérstakt leiðakort í tilefni dagsins. Þetta er gert í tilefni þess að virkjunin er orðin stærsta gufu- aflsvirkjun landsins með 90 MWe framleiðslugetu í rafmagni og framleiðir 1100 lítra á sek. af heitu vatni sem jafngildir 200 MWt. Stöðvarhúsið verður opið gestum og farið verður í skoðunarferðir um það. Gestir geta meðal annars skoðað nýju vélasamstæðuna. Gott útsýni er yfir vélasalinn úr sér- stökum gestagangi, þar má líta þrjár vélasamstæður sem eru eng- in smásmíði eða um 218 tonn að þyngd hver. Rafallinn sjálfur er um 66 tonn, spennirinn er 72 tonn og hverfill- inn er um 80 tonn að þyngd. Gestum er boðið í kaffihlaðborð í Nesbúð. Rútuferðir á vegum Orku- veitunnar verða frá Suðurlands- braut 34 kl. 12.30 og 14 og til baka frá Nesjavöllum kl. 15 og 16.30. Opið hús á Nesjavöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.