Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBjörgvin hóf atvinnumanns- ferilinn í Svíþjóð/B1 KA skaust á toppinn með góðum sigri/B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r14. j ú l í ˜ 2 0 0 1 ERLEND lán Reykjavíkurborgar jukust um 15,65% frá áramótum, eða um tæpa 2,5 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá fjármáladeild borgarinnar sem teknar voru saman að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Erlendar skuldir Reykjavíkurborgar námu 15,7 milljörðum króna um síðustu áramót en staðan í lok júní sl. var 18,2 milljarðar króna. Þar af voru 10,5 milljarðar vegna Orkuveitu Reykjavíkur, 6,5 milljarðar vegna borgarsjóðs, erlendar skuldir Reykjavíkurhafnar námu 680 milljónum króna og 450 milljónir hjá Bílastæða- sjóði. Karl Einarsson, viðskiptafræðingur á fjár- máladeild Reykjavíkurborgar, sagði við Morg- unblaðið að í samantektinni væri ekki gert ráð fyrir afborgunum af lánunum eða nýjum lántök- um ef einhverjar væru. Hann sagði lækkun ís- lensku krónunnar gagnvart erlendri mynt eðli- lega hafa haft mest um þessa þróun erlendra lána að segja. Sökum þess hve lánin væru tekin til langs tíma gæti hækkun fjölmyntasafnsins gengið til baka ef krónan styrktist og eins gæti það hækkað enn frekar ef gengi krónunnar lækkaði meira en orðið væri. Karl benti á að vextir af þessum lánum væru talsvert lægri en byðust á innlendum fjármála- markaði, eða 3,82% að jafnaði, en á móti kæmi gengisáhættan af töku erlendra lána, sem væri óhagstæð um þessar mundir. Erlendu lánin eru að mestu leyti í evrum, eða 35%, en næstmesta vægið í safninu hefur dollar, eða 27%. Vægi annarra gjaldmiðla er 13% í svissneskum frönkum, 10% í Norðurlandamynt- um, 8% í japönsku jeni og 7% í pundum. Erlend lán Reykjavíkurborgar Aukning um 2,5 millj- arða frá áramótum SJÓMANNI var bjargað eftir að eld- ur kom upp í bátnum MB Gógó SH 67, en hann sökk þrjár sjómílur vests- uðvestur af Öndverðarnesi í fyrrinótt. Vigfús Vigfússon var einn um borð í bátnum og komst hann í björgunar- bát. Honum var skömmu síðar bjarg- að um borð í Grindvíking GK. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslu barst tilkynning laust fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt föstudags um mikinn reyk skammt vestsuðvestur af Öndverðarnesi og kannaði Tilkynningaskyldan strax upplýsingar um báta á svæðinu. Stuttu síðar tilkynntu flugvélar í aðflugi að þær heyrðu í neyðarsendi. Varðskip og þyrla voru kölluð til leit- ar og einnig fjórir bátar sem á svæð- inu voru, Valdimar SH, Bára SH, Sig- urbjörg Þorsteins BA og Grindvík- ingur GK. Laust fyrir klukkan fimm tilkynnti Grindvíkingur að sæist til björgunar- báts og skömmu síðar var neyðarflug- eldi skotið upp. Tuttugu mínútum síð- ar höfðu skipverjar á Grindvíkingi bjargað Vigfúsi, heilum á húfi. Rúnar Björgvinsson, skipstjóri á Grindvíkingi, segir þá hafa verið þrjár sjómílur suðvestan við Öndverðarnes um klukkan fjögur um nóttina þegar þeir sáu reyk og stuttu síðar neyð- arblys. „Við settum þá allt á fullt og vorum komnir að honum um klukkan fimm. Það var blíðuveður, norðaustan gola, sléttur sjór og gott að eiga við þetta. Við tókum gúmbátinn upp í en það eina sem eftir var af bátnum var botninn og sökk hann rétt á eftir.“ Morgunblaðið/Alfons Vigfús Vigfússon eftir björg- unina í gær með dóttur sína, Súsönnu Sól, í fanginu. Mannbjörg út af Önd- verðarnesi                                   !   "# $$ $  % &      ' $ () *        FÓLK brá á leik við kínverska sendiráðið við Víðimel í Reykja- vík í gær og fagnaði því að Al- þjóðaólympíunefndin valdi Pek- ing, höfuðborg Kína, til að halda ólympíuleikana árið 2008. Kínverjar fengu í gær tilskilinn meirihluta atkvæða í annarri um- ferð leynilegrar atkvæðagreiðslu sem haldin var meðal þingfull- trúa á þingi Ólympíunefnd- arinnar í Moskvu. Í tilefni af því voru mikil há- tíðahöld í Kína og náði gleðin til Kínverja víða um heim eins og sjá mátti við sendiráðið. Að sögn Jianzhong Yang, blaðafulltrúa sendiráðsins, bárust sendiráðinu margar hamingju- óskir og Kínverjar sem búsettir eru hér á landi óskuðu eftir að fagna tíðindunum í sendiráðinu. Morgunblaðið/Jim Smart Fagnað við kínverska sendiráðið SAMNINGAR tókust í býtið í gær í kjaradeilu Lögreglufélags Reykja- víkur og ríkisins. Nýr samningur gild- ir fyrir alla lögreglumenn í landinu. Samið var um uppstokkun launa- flokkakerfisins, álagsgreiðslur og að lögreglumenn fari á eftirlaun við 65 ára aldur í stað 70. Samningar höfðu verið lausir frá í fyrrahaust en nýi samningurinn gildir fyrir alla lögreglumenn landsins, sem eru kringum 800. Óskar Bjartmarz, formaður Lög- reglufélagsins, kvaðst vera sæmilega sáttur við samninginn þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann í gær. „Þessi samningur er í öllum meginat- riðum í samræmi við það sem hefur verið að gerast á vinnumarkaðnum, en auk þess förum við inn í nýtt launa- kerfi, en það er nokkuð sem flestir aðrir opinberir starfsmenn gerðu í samningum fyrir nokkrum árum,“ sagði hann. Óskar sagði mest um vert við hinn nýja samning að náðst hefði í gegn krafan um eftirlaun við 65 ára aldur. Sagði hann það mikið og jákvætt skref fyrir lögreglumenn í landinu. Með samningum hins opinbera við lögreglumenn er lokið 29 af þeim 30 samningum sem ríkið gerir við félög opinberra starfsmanna. Enn er eftir að semja við sjúkraliða, en viðræður þeirra við ríkið hafa staðið lengi yfir og næsti fundur er ekki boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð. Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segist ekki skilja tregðu ríkisvaldsins í viðræðunum við sjúkraliða. Hann bendir á að þegar hafi náðst samn- ingar við aðrar heilbrigðisstéttir og ekki þýði annað en að fylgja því for- dæmi sem gefið hafi verið. „Sjúkra- liðastarfið er mjög erfitt starf en um leið ein undirstaðan í velferðarþjón- ustunni. Samningar hafa nú verið lausir mánuðum saman og allir vita hversu erfitt er að manna þessi störf, þótt slíkar tafir á kjarasamningagerð bætist ekki þar ofan á,“ sagði hann. Að sögn Ögmundar tók þessi samn- ingalota opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins ríflega sex mánuði og hann kallar eftir breytingu á því fyr- irkomulagi sem gilt hefur. „Þetta kerfi er að mínu mati allt of svifaseint. Í upphafi eru gerðar viðræðuáætlanir sem í engu standast og við þurfum að setjast niður og stokka þetta algjör- lega upp fyrir næstu samningagerð,“ sagði formaður BSRB. Lögreglumenn fara 5 árum fyrr á eftirlaun Í EYSTRI-Rangá eru nú miklar laxagöngur að sögn Einars Lúðvíks- sonar, framkvæmdastjóra Veiðifé- lags árinnar. „Veiðin var mjög góð í fyrra en byrjunin er betri núna þannig að það virðist stefna í met,“ sagði hann. Einar sagði að á þriðju- dag hafi verið búið að veiða um 240 laxa en síðan hafi bæst við ríflega 200 laxar á þremur dögum. Ástæður þess hvað veiðin er góð telur Einar einna helst vera góðan árangur við þróun sleppitækni gönguseiða í ána auk þess sem að- stæður í hafinu hafi verið góðar, en Einar er jafnframt umsjónarmaður seiðasleppinga í Eystri-Rangá. „Ef lífríkið er gott þá sleppa seiðin frek- ar á leið sinni til sjávar. Það verður gaman að sjá hvernig árið kemur út, en byrjunin lofar mjög góðu,“ sagði Einar. Stefnir í met- veiði í Eystri- Rangá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.