Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 8

Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kvöldvaka á Skriðuklaustri Lesið úr fjórum skáldverkum Í KVÖLD verður aðSkriðuklaustri haldinskáldsagnakvöldvaka. Skúli Björn Gunnarsson. forstöðumaður Stofnunar Gunnars Gunnarssonar. var spurður nánar út í þennan viðburð? „Lesið verður úr verkum fjögurra íslenskra höfunda og fluttir fyrirlestrar um þau. Þessi viðburður er lið- ur í skáldsagnaþingi Hug- vísindastofnunar Háskóla Íslands. Verkin sem fjallað verður um eru Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson, Sú kvalda ást sem hugar- fylgsnin geyma eftir Guð- berg Bergsson, Leigjand- inn eftir Svövu Jakobsdóttur og Djúpið eftir Steinar Sigurjónsson. Fyrirlesarar eru Jón Yngvi Jó- hannsson bókmenntafræðingur, Birna Bjarnadóttir bókmennta- fræðingur, Garðar Baldvinsson bókmenntafræðingur og Matthías Viðar Sæmundsson dósent við H.Í.“ – Er þetta fyrsta kvöldvakan? „Þetta er í fyrsta skipti sem svona skáldsagnakvöldvaka í þessu formi er haldin hér, hins vegar hafa áður verið haldnar kvöldvökur á Skriðuklaustri með blandaðri dagskrá, þar sem ýmis íslensk skáldverk hafa verið tekin fyrir.“ – Eru skráðir gestir á þennan viðburð? „Nei, þetta er opin dagskrá fyr- ir hvern sem er og ég á von á að nokkuð margir láti sjá sig, miðað við góða mætingu á aðra viðburði að Skriðuklaustri.“ – Hefur verið gestkvæmt hjá ykkur í sumar? „Hingað koma ríflega hundrað manns á dag um þessar mundir. Gestir fá persónulega leiðsögn um húsið og geta skoðað ýmiskonar sýningar sem hér eru. Þar er fyrst að telja sýninguna Austfirsku meistararnir. Það er myndlistar- sýning með verkum frá Listasafni Íslands eftir listamenn sem annað hvort eru fæddir eða aldir upp á Austurlandi. Þar má nefna Jó- hannes Sveinsson Kjarval, Gunn- laug Scheving, Finn Jónsson og Svavar Guðnason. Einnig er hér grunnsýning um Gunnar Gunn- arsson rithöfund, sem byggði Skriðuklaustur árið 1939 og bjó hér til 1948 þegar hann gaf ís- lenska ríkinu hús sitt. Á grunnsýn- ingunni er æviferill skáldsins rak- inn í máli og myndum. Þá eru hér einnig Fjallkirkjuteikningar Gunnars yngri Gunnarssonar list- málara. Og í Gallerí Klaustri eru minni myndlistarsýningar með verkum ýmissa listamanna.“ – Hvað er fólk að sækja þegar það kemur að Skriðuklaustri? „Það er að sækja andlega og lík- amlega næringu. Sumir hafa áhuga á Gunnari Gunn- arssyni eða húsinu sem slíku, eða þeim sýning- um sem eru hér hverju sinni, aðrir láta sér nægja að tylla sér í veitingastofu, sem er í gömlu borðstofu hússins og njóta þar veitinga.“ – Er góður grundvöllur fyrir rekstri af þessu tagi? „Já, tvímælalaust. Starfsemin hér hófst á síðasta ári og strax síð- asta sumar komu 4.000 gestir í húsið. Aðsókn á viðburði hér sl. vetur sýndi að þessi starfsemi er kærkomin viðbót við menningarlíf Austfirðinga. Þá held ég að mörg- um hafi þótt tími til kominn að þessari gjöf skáldsins væri sómi sýndur með uppbyggingu menn- ingar- og fræðaseturs.“ – Er mikil aðsókn að gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn? „Já, hún er mjög góð og aðeins nokkrar vikur yfir háveturinn eru ekki nýttar. Menn dvelja hér í þrjár til sex vikur og vinna að margvíslegum verkefnum því öll- um er frjálst að sækja um og íbúð- inni er úthlutað á grundvelli þeirra verkefna sem menn ætla að vinna að.“ – Þurfa þau að tengjast Aust- fjörðum sérstaklega? „Þeir sem eru með verkefni sem tengjast á einhvern hátt Austur- landi, austfirskum fræðum eða Gunnari Gunnarssyni njóta ákveð- ins forgangs samkvæmt úthlutun- arreglum. En slík verkefni eru fá enn sem komið er.“ – Er blómlegt menningarlíf þarna í sveitinni? „Það búa ekki nema rúmlega 80 manns í Fljótsdalnum nú orðið en á Héraðinu öllu sækja íbúar menn- ingarviðburði innbyrðis. Tónlist- arstarf stendur hér með miklum blóma og annað menningarstarf vex með hverju árinu sem líður.“ – Er þarna margt muna Gunn- ars? „Hér eru nokkur húsgögn úr eigu Gunnars og Francisku konu hans til að varpa ljósi á hvernig skáldið bjó, annars er það ekki markmið okkar að koma hér upp „dauðu“ safni um skáldið Gunn- ar Gunnarsson, heldur halda minningu hans á lofti með uppbyggingu fjölnota menningarset- urs.“ – Þekkir fólk verk Gunnars núna? „Það er allur gangur á því, þeir sem eldri eru þekkja verk hans vel en síður þeir yngri. Flestir gestir þekkja hins vegar gömlu lygasög- una um að Skriðuklaustur sé teiknað af einum af húsameistur- um Hitlers. Arkitektinn var að vísu þýskur, hét Fritz Höger en komst ekki til metorða í þriðja rík- inu.“ Skúli Björn Gunnarsson  Skúli Björn Gunnarsson fædd- ist á Egilsstöðum 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbraut- arskólanum á Sauðárkróki 1991 og BA-prófi í íslensku frá Há- skóla Íslands 1996. Hann starfaði um tíma á Landsbókasafni- Há- skólabókasafni og sjálfstætt við almannatengsl, útgáfu og kynn- ingarstörf. Hann varð for- stöðumaður Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri í október 1999. Skúli er kvæntur Elísabetu Þorsteinsdóttur fram- reiðslumeistara og eiga þau tvö börn. Menn öðlast andlega og líkamlega næringu Þú verður bara að sætta þig við að vera orðinn með úrelt tól, góði. FASTEIGNIR mbl.is VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.