Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MJÓIFJÖRÐUR skartaði sínu feg- ursta í gær þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kom þangað í heimsókn. „Það er mjög ánægjulegt að koma hingað í Mjóa- fjörð, en það er eini byggði stað- urinn á Austfjörðum sem ég hef ekki komið til,“ sagði forsetinn er hann var á Slenjuhálsi við hrepps- mörk Mjóafjarðar. Við komuna til Mjóafjarðar var forseta og fylgdarliði boðið til morgunkaffis á Brekku og síðan var farið um borð í bát sem sigldi út að kvíunum þar sem ala á laxaseiði, en megintilgangur ferðar forsetans var að opna formlega laxeldiskvíar Sæsilfurs, sem eru í eigu Samherja hf., Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað og Guðmundar Vals Stef- ánssonar. Forsetinn ræsti haugsugu sem notuð var til að dæla seiðunum úr Jónu Eðvalds, sem sótti þau um nóttina til Kópaskers. Áður en til þess kom lýsti Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunanr, starfsemi fyr- irtækisins og í máli þeirra kom fram að starfsemin mun vænt- anlega sjá um 40 manns fyrir vinnu auk þeirra sem starfa munu við frekari vinnslu laxins í Neskaup- stað og sögðu menn þetta stóra stund í sögu Mjóafjarðar. Finnbogi sagði að hlutafé félags- ins væri 175 milljónir króna og að allur kostnaður hefði verið fjár- magnaður með hlutafé til þessa. Í fyrstunni er áætlað að þetta verði um 4.000 tonna eldi en síðar meir, „ef hlutirnir ganga upp hjá okkur“, eins og Finnbogi komst að orði, á að auka það í 8.000 tonn. Reiknað er með að laxinum verði slátrað í Neskaupstað og sagði Björgólfur að hugmyndin væri að vinna laxinn meira en gert hefði verið, búa til bita og steikur þannig að laxinn verði tilbúinn á disk neyt- enda. Björgólfur sagði erfitt að gera sér grein fyrir hversu mörg störf myndu skapast við frekari vinnslu en reikna mætti með að um 40 manns fengju vinnu við slíkt og því mætti tala um ígildi stóriðju, án virkjana og byggingu álvers. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stutta ræðu og þakkaði fyrir að vera boðinn til þessa merka áfanga og sagði mjög áhugavert að fá að fylgjast með í framtíðinni hvernig mál þróuðust. Hann sagði greinilegt að vel væri að málum staðið í Mjóafirði þrátt fyrir að þar byggju ekki margir. Forsetinn hafði einnig á orði að trúlega hefði laxi sjaldan verið sýndur eins mikill heiður því meðal þeirra sem fylgd- ust með væri sýslumaður, ráðherra og tveir fyrrverandi ráðherrar auk tveggja presta. Jón Kristjánsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Austurlands, hélt stutta tölu og Vilhjálmur Hjálm- arsson, fyrrverandi ráðherra, einn- ig. Sigfús Vilhjálmsson, hreppstjóri í Mjóafirði og mikill áhugamaður um laxeldi í firðinum, var næstur á mælendaskrá en hann var stutt- orður. „Ég er svo spenntur. Eigum við ekki að setja í gang!“ Að því sögðu ræsti Ólafur Ragnar haug- suguna og seiðin streymdu í kvíarn- ar, en um borð í Jónu Eðvalds voru 24.000 seiði. Áhöfnin á Jónu Eð- valds hafði á orði að nú væri hlut- unum snúið við því venjulega væru þeir að dæla fiski úr sjó en ekki í sjó. „Maður er alltaf að prófa eitt- hvað nýtt,“ sagði einn hásetinn. Þegar í land var komið hélt for- setinn að Dalatanga áður en hann snæddi hádegisverð með íbúum Mjóafjarðar þar sem sjávarfang úr Mjóafirði var á matseðlinum, kræk- lingur í forrétt, rauðspretta í aðal- rétt og bláber úr hlíðum fjarðarins í eftirrétt. Eftir að hafa skoðað kirkj- una á staðnum var ekið til Egils- staða þar sem forsetinn var við- staddur setningu 23. landsmóts UMFÍ í gærkvöldi. Laxeldisstöð í Mjóa- firði sögð ígildi stóriðju Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Ólafur Ragnar spyr Sigfús Vilhjálmsson hreppstjóra og Sigurð Rúnar Ragnarsson sóknarprest um staðhætti í Mjóafirði. Mjóafirði. Morgunblaðið. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að unnið sé að því að bjóða út tilkynningaskylduna og strandstöðvaþjónustuna í einu lagi. Hann segist undrast orð forstjóra Landhelgisgæslunnar um að auka mætti öryggi sjómanna og ná veru- legri hagræðingu með því flytja til- kynningaskylduna undir Landhelg- isgæsluna. „Ég veit ekki betur en að sjálf- virka tilkynningaskyldan sem Slysa- varnafélagið Landsbjörg hefur borið hitann og þungann af í samstarfi við stofnanir samgönguráðuneytsins sé í góðum höndum,“ segir Sturla. „Í mínum huga er ekki á döfinni að færa þetta í þá átt sem forstjóri Landhelgisgæslunnar gerir ráð fyr- ir.“ Sturla segir að nú sé í skoðun á vegum ráðuneytisins að bjóða til- kynningaskylduna, sem Slysavarna- félagið Landsbjörg sinnir, og strandstöðvaþjónustuna, sem Land- síminn hefur á sinni könnu, út í einu lagi. Samningurinn við Landsímann rennur út í lok næsta árs, en frekari tímasetningar liggja ekki fyrir, að sögn Sturlu. „Þetta er breyting sem verður að undirbúa vel og ekki rétt að flana að neinu. Ég á von á að okkur takist að koma þessu í það horf að það verði bæði hagkvæmt og að fyllsta örygg- is verði að sjálfsögðu gætt,“ segir Sturla. Í Morgunblaðinu í gær sagði Haf- steinn Hafsteinsson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, að fjareftirlit sem Landhelgisgæslan notar við eftirlit með fiskveiðum henti vel til að sinna einnig því öryggishlutverki sem til- kynningaskyldan sinnir. Landhelg- isgæslan sendir tvisvar sinnum á sólarhring upplýsingar til tilkynn- ingaskyldunnar um staðsetningu skipa sem veiða utan íslenskrar lög- sögu, sem skipin senda frá sér um gervitungl einu sinni á klukkustund. Hafsteinn segir að hægt væri að fylgjast með öllum íslenskum skip- um í gegnum þetta kerfi og að auka þannig viðbragðsflýtinn í neyðartil- fellum. Ekki til hagsbóta að hafa tilkynningaskyldu hjá Landhelgisgæslu „Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur áður hreyft við því að taka við þessum verkefnum. Í skýrslu frá ríkisendurskoðun kveður við annan tón. Ríkisendurskoðun taldi að það væri eðlilegast að verkefnin færðust frekar undir stofnanir samgöngu- ráðuneytisins,“ segir Sturla. „Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt að for- stjóri Landhelgisgæslunnar sé í blaðaviðtölum að gera tillögur op- inberlega um að seilast eftir verk- efnum sem eru á vegum annarra ráðuneyta en þess ráðuneytis sem hann heyrir undir,“ segir Sturla. Aðspurður segir hann að það kunni að vera rétt sem Hafsteinn sagði að tvíverknaður væri fólginn í því að Landhelgisgæslan sé að senda staðsetningarhnit til tilkynn- ingaskyldunnar. „Þá væri eðlilegt að fjareftirlitið væri þar sem strand- stöðvaþjónustan og sjálfvirka til- kynningaskyldan er.“ Sturla segir af og frá að það þurfi að vera hjá Land- helgisgæslunni. „Ég tel í raun og veru eins og það blasir við okkur í samgönguráðuneytinu að það væri engan veginn til hagsbóta.“ Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að fyrir fiskveiðieft- irlitið skipti ekki meginmáli hvort Landhelgisgæslan sjái einnig um til- kynningaskylduna eða hvort sá hluti verði boðinn út. Mestu skipti að þetta sé vel rekið. LÍÚ og smábátaeigendur sammála Formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna telur, eins og formaður Landssambands smábáta- eigenda, eðlilegt að fiskveiðieftirlit og sjálfvirk tilkynningaskylda ís- lenskra skipa sé á höndum sama að- ila. Þessar hugmyndir voru kynntar á síðasta aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna og var vel tek- ið í þær, að sögn Kristjáns Ragn- arssonar, formanns sambandsins. „Ég tel fulla ástæðu til að íhuga hvort þessu sé ekki betur komið fyr- ir með þessum hætti, en þeim sem er í dag,“ segir hann. „Við teljum að þetta gæti verið til einföldunar, sparnaðar og aukið öryggi,“ segir hann. Kristján segir að þessar hug- myndir hafi ekki verið ræddar frek- ar eftir aðalfundinn, en hann segir að LÍÚ vilji skoða málið af fullri al- vöru. Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að fyrir allnokkrum árum hafi sambandið ályktað um að Landhelg- isgæslan ætti að sjá um tilkynninga- skylduna. Hann segir að smábáta- eigendur hafi lagt til að fjareftirlit yrði hluti af eftirliti með svokölluðu sóknardagakerfi smábáta. Arthúr segir þó fjarri lagi að allir tali einum rómi um þetta mál. „Ótti manna snýst einkum um að upplýs- ingar sem safnast saman á einum stað verði aðgengilegur aðilum sem eigi ekki að hafa aðgang að þeim. Það þarf að tryggja að það geti ekki gerst,“ segir hann. Einkum eru það upplýsingar um fengsæl fiskimið, sem menn óttast að geti dreifst út. Útboð undirbúin á Tilkynningaskyldunni og þjónustu strandstöðva Hagkvæmt og fyllsta öryggis verður gætt Búnaður í öllum skipum EKKI þyrfti að ráðast í miklar fjár- festingar til að setja öll íslensk skip í fjareftirlit á vegum Landhelg- isgæslunnar, að sögn Gylfa Geirs- sonar, forstöðumanns fjarskipta- og upplýsingatækni hjá Landhelg- isgæslunni. Öll íslensk fiskveiðiskip eru búin sjálfvirkum tilkynningaskyldubún- aði sem sendir sjálfvirkt boð til Til- kynningaskyldunnar, eða til Land- helgisgæslunnar, sé skipið utan íslenskrar lögsögu. Tvö kerfi eru einkum notuð og er hægt að flytja þau bæði vandræða- laust yfir í fjareftirlit Landhelg- isgæslunnar. Annars vegar er um sjálfvirkan tilkynningaskyldubún- að, STK-kerfi, að ræða og hins veg- ar Inmarsat-C gervihnattabúnað. Jósef Kristjánsson, hjá Póst- og fjarskiptastofnun, segir að 1.314 ís- lensk skip séu búin STK-tækjum. Þau draga einungis sjónlínuna og mega skip sem eru búin þessum tækjum ekki fara lengra út á miðin en landstöðvarnar ná, eða um 40 sjómílur eftir aðstæðum. Jósef seg- ir að aðallega séu það smærri bátar sem noti þetta kerfi, þó nokkur skip sem eru allt upp í 35 metra löng hafi eingöngu STK-kerfi. Tæplega 250 skip eru með Inm- arsat-gervihnattabúnað sem sendir sjálfvirkt staðsetningu til Tilkynn- ingaskyldunnar á 12 klukkustunda fresti. Fari þau út úr íslenskri land- helgi sendir búnaðurinn merki á klukkustundar fresti til Landhelg- isgæslunnar, og eru skipin þá kom- in í svokallað fjareftirlitskerfi, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Þessi búnaður kostar um 300 þús- und krónur og er hann bæði not- aður sem samskipta- og örygg- istæki og einnig við fiskveiðieftirlit. Arthúr Bogason segist ekki telja nauðsynlegt að smábátar verði búnir gervihnattatækjum. Hann segir að það væri of kostnaðarsamt að fara út í slíkar aðgerðir og að það gerist ekki það oft að menn fari út fyrir drægni landstöðvanna. Það geri menn einungis í mjög góðu veðri þegar veðurspáin er góð. Gylfi segir að Landhelgisgæslan sjái fjareftirlit innan landhelginnar þannig fyrir sér að veiðiskýrslur væru sendar til Landhelgisgæsl- unnar reglulega, eins og þegar um veiðar erlendra fiskiskipa er að ræða. Mistök sem voru leið- rétt um leið ÁRNI Johnsen alþingismaður segir að mistök hafi átt sér stað við merk- ingar á pöntun, sem hann hafi gert í eigin nafni hjá Byko, en pöntunin var merkt Þjóðleikhúsinu þegar hann kom að sækja hana. Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann hygðist óska eftir stjórnsýsluúttekt á bygginganefnd Þjóðleikhússins. Sagðist hann telja óeðlilegt að sami maður, Árni Johnsen, sæti bæði í fjár- laganefnd Alþingis og bygginganefnd Þjóðleikhússins, en sjálfur á Gísli sæti í fjárlaganefnd. Sagt var frá því í DV í gær að Árni Johnsen hefði tekið byggingarefni út í Byko í nafni Þjóð- leikhússins fyrir á aðra milljón króna og látið senda það á heimili sitt í Vest- manneyjum og sagði Gísli að umrædd frétt hefði verið tilefni þess að hann óskar eftir úttektinni. Vörurnar aldrei skuldfærðar á reikning Þjóðleikhússins „Ég hafði reyndar áður rætt við sölumann Byko um möguleg viðskipti fyrir Þjóðleikhúsið. En þegar ég kem að ná í pöntunina virðast hafa orðið einhver mistök og mín pöntun er merkt Þjóðleikhúsinu. Ég var ekkert að fela það að ég leiðrétti það, síðan var þetta leiðrétt gagnvart Byko og aldrei skráð skuld á Þjóðleikhúsið heldur á mig. Það er reynt að gera það tortryggilegt að ég breytti nafn- inu á pöntuninni en annað var ekki hægt, því ég var að drífa þessa pöntun í flutning út í Vestmannaeyjar,“ sagði Árni og bætti við að yfirmenn Byko hefðu staðfest að þessi mistök hefðu átt sér stað og að umræddar vörur hefðu aldrei verið skuldfærðar á reikning Þjóðleikhússins, heldur á hans eigin reikning. Bílvelta við hraðakstur UNGUR ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi í fyrrakvöld. Lögreglan í Kópavogi hafði orðið þess vör að tveimur bif- reiðum var ekið hratt í suðurátt og benti flest til þess að ökumenn þeirra væru í kappakstri. Er lögregla hugðist mæla hraðann hægði ökumaður fremri bílsins skyndilega ferðina. Sá sem ók fyrir aftan missti við það stjórn á bílnum sem valt eina veltu. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.