Morgunblaðið - 14.07.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Gunnari
Þór Jónssyni:
„Í yfirlýsingu frá rektor Háskóla
Íslands, varðandi niðurlagningu
prófessorsembættis í slysalækning-
um, koma fram fullyrðingar sem
eru ósannar.
Í fyrsta lagi heldur rektor því
fram að tillagan um þessa niður-
lagningu hafi verið í undirbúningi
frá því sl. haust.
Þetta hefur mér alls ekki verið
kunnugt um. Í samtölum við rektor
fyrst í september sl., síðan aftur á
vordögum og loks í sjónvarpsviðtali
á Stöð 2 í lok maí sl. kannaðist
rektor Háskóla Íslands ekki við að
neinar aðgerðir væru í gangi sem
væru af því tagi sem raun ber vitni
um. Í annan stað hefur málið ekki
verið rætt á læknadeildarfundi og
ekki í deildarráði læknadeildar
fyrr en 20. júní sl. (skv. fundar-
gerðum).
Rektor telur, að ég hafi horft
fram hjá kjarna málsins, sem sé sá,
að ákvarðanir hafi verið teknar
með hagsmuni kennslu og rann-
sókna að leiðarljósi. Höfuðrökin
eru þau að ung og lítil sérgrein
innan læknisfræðinnar eigi að taka
sess bæklunarlækninga á sviði
slysalækninga. Tillögu af þessum
toga er ég algjörlega mótfallinn og
er ekki einn um þá skoðun. Vísa ég
í þeim efnum á fréttatilkynningar
Fél. ísl. bæklunarlækna og starf-
andi bæklunarlækna við LSH, en
undir þá yfirlýsingu skrifuðu allir
bæklunarlæknar sjúkrahússins
nema tveir. Það eru einmitt þessir
tveir sem verið hafa ráðgjafar
deildarforseta og rektors um nið-
urlagningu prófessorsembættis í
slysalækningum. Undirritaður
hefði aldrei haft forgöngu um þá
þróun og tillögur sem nú hafa verið
lagðar fram. Ef það er raunin að
þessar breytingar grundvallist á
faglegum forsendum, eins og rekt-
or kýs að kalla það, þá eru það í
hæsta máta óeðlileg vinnubrögð að
prófessorinn í slysalækningum hafi
ekki verið spurður álits, né heldur
Félag íslenskra bæklunarlækna.
Að síðustu er það alls kostar
órétt að ég hafi átt þess kost að
fylgjast með umræðum um þessi
mál, þar sem þau hafa ekki verið
borin undir mig og ég hef hvorki
átt seturétt í kennslunefnd né
deildarráði.
Ég endurtek þau ummæli mín að
stjórnvaldshafar við LSH og Há-
skóla Íslands virðast ekki geta far-
ið að lögum og reglum í samskipt-
um sínum við mig. Enda liggja
fyrir dómsúrlausnir Héraðsdóms
Reykjavíkur, Hæstaréttar Íslands
og rannsóknarnefndar skv. 27. gr.
starfsmannalaga og allar þessar
úrlausnir kveða skýrt á um það að
umræddir stjórnvaldshafar hafa
ítrekað brotið á mér lög landsins.
Er ekki mál að linni?
Yfirlýsing frá Gunn-
ari Þór Jónssyni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá eftirtöld-
um bæklunarlæknum: Ríkarði Sig-
fússyni, Höskuldi Baldurssyni, Jóni
Ingvari Ragnarssyni, Svavari Har-
aldssyni, Ágústi Kárasyni, Brynjólfi
Jónssyni, Arnbirni Arnbjörnssyni,
Hauki Árnasyni, Stefáni Carlssyni,
Grétari Ottó Róbertssyni, Boga
Jónssyni og Yngva Ólafssyni.
„Í tilefni yfirlýsingar Páls Skúla-
sonar háskólarektors í Ríkisútvarp-
inu í gær, varðandi ákvörðunina um
„að störf prófessors og dósents í
slysalækningum, sem byggð voru á
grunni bæklunarlæknisfræði, verði
lögð niður frá og með 1. júlí 2001“,
vilja undirritaðir að eftirfarandi
komi fram:
Háskólarektor fullyrðir að breyt-
ingarnar séu liður í heildarendur-
skoðun læknanáms, séu gerðar með
hagsmuni kennslu og rannsókna að
leiðarljósi og byggist á grundvelli
umræðu sem hafi farið fram í
læknadeild frá síðastliðnu hausti.
Breytingarnar hafa áður verið
rökstuddar með að læknadeildin sé
að „svara kalli tímans og að koma
til móts við þróun læknisfræðinnar
bæði í Evrópu og Ameríku“.
Eftir þessa „skipulagsbreytingu“
er til staðar einn bæklunarlæknir í
stöðu dósents, en fyrir breytinguna
sátu 3 bæklunarlæknar í kennslu-
stöðum, einn í prófessorsstöðu og 2
í dósentsstöðum. Þessa breytingu
teljum við í engu samræmi við þró-
unina í Evrópu og Ameríku. Virðist
sem hvorki læknadeild né háskóla-
rektor hafi borist til eyrna sú
ákvörðun Sameinuðu þjóðanna
1999, að gera fyrsta áratug þess-
arar aldar að áratug stoðkerfis-
læknisfræðinnar (The Bone & Joint
Decade). Þannig á að auka veg
bæklunar-, gigtar-, endurhæfingar-
og heilbrigðislæknisfræði til
kennslu, rannsókna, lækninga og
forvarna á stoðkerfissjúkdómum.
Ríkisstjórnir 34 þjóða hafa þegar
skrifað undir viljayfirlýsingu þessa
efnis, þ.á m. ríkisstjórnir flestra
þjóða Vestur-Evrópu, sem og
Bandaríkjanna.
Okkur finnst með ólíkindum að
við nefndan undirbúning þessarar
miklu endurskipulagningar á
kennslu í bæklunarlæknisfræði, hafi
hvorki læknadeildin né háskólarekt-
or leitað álits Félags bæklunar-
lækna né starfandi bæklunarlækna
við Háskólasjúkrahúsið. Að það sé
talið nægilegt að fá einungis faglegt
álit þeirra einstaklinga sem geta
haft hag af breytingunum er lækna-
deildinni og Háskólanum til minnk-
unar.
Við eigum bágt með að trúa því
að megintilgangur „skipulagsbreyt-
inganna“ hafi verið að betrumbæta
kennslu og rannsóknir á Íslandi,
enda hefðu þær þá ekki farið svo
leynt heldur verið ræddar opinber-
lega og í víðara samhengi meðal
lækna, kennara og stúdenta. Hvort
sem breytingunum var ætlað að efla
nýja sérgrein, losna við menn eða
koma mönnum að, er ljóst að sér-
grein bæklunarlækninga hefur liðið
fyrir. Það teljum við alls óviðunandi.
Við krefjumst þess að ekki verði
stofnaðar nýjar kennslustöður í
bráðalækningum fyrr en „mál“
bæklunarlæknisfræðinnar innan
Háskólans hafa verið leyst. Einnig
krefjumst við þess að hlutur bækl-
unarlækninga innan Háskólans
verði að minnsta kosti óskertur og
helst aukinn. Bæklunarlækningum
ber þannig að minnsta kosti ein pró-
fessorsstaða og 2 dósentsstöður.
Lausar stöður ber að auglýsa til
umsóknar þannig að enginn vafi
leiki á að skipun þeirra byggist á
eðlilegu hæfnismati.“
Yfirlýsing frá
bæklunarlæknum
FULLTRÚAR Framsóknarflokks
og Skagafjarðarlista í sveitarstjórn
hafa náð samkomulagi um myndun
meirihluta í sveitarstjórninni fram til
sveitarstjórnarkosninganna 2002. Á
fundum sem haldnir voru nýverið
kom fram að meginverkefni sveitar-
stjórnarinnar verða að tryggja fjár-
hagsstöðu sveitarfélagsins og koma
þannig í veg fyrir að skerða verði
þjónustu við íbúana sem og að
styrkja tiltrú Skagfirðinga á mögu-
leikum og getu hins nýja sameinaða
sveitarfélags til verkefna framtíðar-
innar.
Aðspurður hverjir standi að baki
Skagafjarðarlistanum segir Snorri
Styrkársson, formaður listans, að
listinn hafi verið stofnaður í aðdrag-
anda síðustu kosninga. „Hann er
sjálfstætt félag að framfaramálum
hér í Skagafirði. Það á engin pólitísk
hreyfing aðild að Skagafjarðarlistan-
um,“ segir hann en getur þess þó að í
aðdraganda stofnunar félagsins sé
ljóst að það hafi fyrst og fremst á
þeim tíma verið fólk úr Alþýðu-
bandalaginu, Þjóðvaka, Kvennalist-
anum og Alþýðuflokknum sem stóð á
bak við stofnunina. Það voru þó einn-
ig óflokksbundnir einstaklingar.
Þegar Herdís Sæmundardóttir,
oddviti Framsóknarflokks í sveitar-
stjórn Skagafjarðar, er spurð hvers
vegna samstarf fyrri meirihluta
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks hafi klofnað segir hún að
meirihlutinn hafi sprungið vegna
þess að hún hafi á sínum tíma flutt
tillögu þess efnis að fresta samein-
ingu veitnanna þriggja og skoða
möguleikann á að selja Rafveitu
Sauðárkróks.
„Ég flutti ekki tillögu um að selja
Rafveitu Sauðárkróks heldur ein-
göngu að kanna þann möguleika
hvort það gæti verið hagkvæmt að
selja rafveituna. Sjálfstæðismenn
höfnuðu því að skoða þennan mögu-
leika og ég gat ekki sætt mig við
það.“
Sveitarfélagið ekki
á heljarþröm
Í tilkynningu frá Skagafjarðarlista
og Framsóknarflokki segir að ákveð-
ið hafi verið að nýr sveitarstjóri verði
ráðinn tímabundið fram að næstu
sveitarstjórnarkosningum. Herdís
segir að ekki sé búið að ganga frá því
hver komi í stað Snorra Bjarnar Sig-
urðssonar, núverandi sveitarstjóra
Skagafjarðar, en samkomulag var
um að hann léti af störfum. „Snorri
er að hætta og við getum ekki upp-
lýst það að svo stöddu hver mun taka
við af honum,“ segir Herdís en bætir
við að hún vonist til að af því verði á
allra næstu dögum. Aðspurð hverjir
komi til greina sagðist hún ekki geta
gefið það upp en gat þess þó að ekki
væri um sveitarstjórnarfulltrúa að
ræða.
Innt eftir því hvort sveitarfélag
Skagafjarðar skuldi nú í kringum tvo
milljarða króna segir hún það rétt.
„Sveitarfélagið er ekki á heljarþröm.
Við eigum stórar, miklar og verð-
mætar eignir sem eru líka seljanleg-
ar og mitt sjónarmið er það að ef við
grípum ekki til einhverra ráða til að
koma einhverjum af þessum eigum
okkar í verð til að greiða niður skuld-
ir þá gætum við verið í mikilli hættu.
Í ljósi aukinnar verðbólgu og ýmissa
efnahagsþátta eins og gengisbreyt-
inga tel ég að það sé nauðsynlegt að
grípa til þess að selja eitthvað af
þessum stóru eignum.“
Spurð hvort hlutur sveitarfélags-
ins í Steinullarverksmiðjunni sé
meðal þess sem það hyggst selja seg-
ir hún að það komi vel til greina en
ekkert sé þó ákveðið í þeim efnum.
Aðspurð hvort sérstök ágreinings-
efni hafi komið upp í samningavið-
ræðum segir hún svo ekki vera.
„Auðvitað er einhver áherslumunur
í einstökum málum en eins og
kemur fram í málefnasamningum er
um að ræða verkefni sem við bæði
höfum verið og erum að vinna að.
Það má því segja að verið sé að hnýta
þann skilning saman að skilningur-
inn sé eins hjá báðum aðilum. Ég tek
sem dæmi fyrirhugað sorpurðunar-
svæði við Kolkuós þar sem búið er að
gera umhverfisáætlun og stendur til
að fara í framkvæmdir,“ segir hún og
bætir við að það sé mikill kraftur í
samfélaginu sem fólk vilji efla frekar.
Haldið verður m.a. áfram stuðningi
við starfsemi Atvinnuþróunarfélags-
ins og áfram verður unnið að fegrun
og umhverfisbótum í sveitarfélaginu.
Fjárhagur sveitar-
félagsins verði tryggður
Nýtt meirihlutasamstarf í Skagafirði
SAMNINGUR um byggingu nýrra
höfuðstöðva Orkuveitu Reykja-
víkur við Réttarháls 1 í Reykja-
vík var undirritaður í gær. Í til-
kynningu frá Orkuveitunni segir
að ÞG verktakar taki að sér
fyrsta áfanga byggingarinnar
sem er uppsteypa hússins, en þeir
hafi átt tilboð í verkið upp á 559
milljónir króna. Nemur það tæp-
um 82 prósentum áætlaðs kostn-
aðar sem var 682 milljónir króna.
Sjö verktakar gerðu tilboð í
þennan verkhluta að und-
angengnu forvali. Gert er ráð
fyrir að húsið verði tilbúið í júní
árið 2002 en áætluð verklok
fyrsta áfanga eru í janúar sama
ár.
Hönnuðir hússins voru valdir
að undangenginni samkeppni en
þeir eru Ingimundur Sveinsson
og Ögmundur Skarphéðinsson.
Húsið verður 14.200 fermertar og
er áætlaður heildarkostnaður við
bygginguna rúmir 2 milljarðar
króna.
Orkuveitan er nú með starf-
semi á þremur stöðum í borginni
en ákvörðunin um að færa starf-
semina undir eitt þak var tekin
við sameiningu rafmagns-, hita-
og vatnsveitu.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Samningurinn handsalaður: Sigfús Jónsson og Þorvaldur Gissurarson fyrir hönd ÞG verktaka og Alfreð Þor-
steinsson ásamt Ásgeiri Margeirssyni fyrir hönd Orkuveitunnar.
Nýjar höfuðstöðvar Orkuveitunnar
NEFND sem meta á hvort og með
hvaða hætti mögulegt sé að koma
á sjálfbæru orkusamfélagi í
Grímsey hefur verið skipuð af iðn-
aðarráðherra. Nefndinni hefur
verið falið að koma með tillögur
um mögulegar leiðir og gera ítar-
lega grein fyrir hagkvæmni við-
komandi kosta út frá umhverfis-
legum, tæknilegum og
fjárhagslegum forsendum. Gert er
ráð fyrir að tillögur nefndarinnar
liggi fyrir eigi síðar en 15. febrúar
2002.
Í nefndinni eiga sæti Hjálmar
Árnason alþingismaður, sem jafn-
framt er formaður hennar, Þor-
steinn I. Sigfússon prófessor, Örn
Helgason prófessor, Helga Tul-
inius, jarðeðlisfræðingur hjá
Orkustofnun, og Árni Ragnarsson,
verkfræðingur hjá Orkustofnun.
Stefnt að sjálfbæru orku-
samfélagi í Grímsey