Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 13
KYNNA á nýja 1,9 km veg-
línu fyrir Álftanesveg í nýrri
skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum og er úrskurðar
Skipulagsstofnunar að vænta
í nóvember nk. Nýja veglínan,
svokölluð leið D, er fjórði
kosturinn sem metinn verður
og er kölluð „sáttaleið“ milli
tveggja annarra kosta í tillögu
að matsáætlun fyrir Álftanes-
veg og Vífilsstaðaveg. Hefur
bæjarráð Garðabæjar sam-
þykkt drög að tillögunni, en
lögð verður fram ein mats-
skýrsla fyrir Álftanesveg og
Vífilsstaðaveg, þar sem um
tengdar framkvæmdar er að
ræða. Í fundargerð bæjarráðs
er tekið fram, að um er að
ræða mat milli tveggja punkta
á Álftanesvegi.
Fyrirhugaður Álftanesveg-
ur er um 3,8 km að lengd og er
gert ráð fyrir að hanna veginn
samkvæmt vegflokki B2, þ.e.
10 m breiðan með sjö metra
slitlagi og 1,5 m öxlum. Hönn-
unin miðast við að seinna
verði hægt að tvöfalda veginn
frá Hafnarfjarðarvegi að
hringtorgi við Vífilsstaðaveg.
Kostnaður við fyrirhugaðan
Álftanesveg er um 400 millj-
ónir króna og er gert ráð fyrir
að leggja veginn á árunum
2002-2003.
Fyrirhuguð lega Álftanes-
vegar er frá Hafnarfjarða-
vegi, um Engidal að gatna-
mótum fyrirhugaðs
Vífilsstaðavegar í Garða-
hrauni. Þaðan liggur vegurinn
áfram yfir Garðahraun, að og
með hringtorgi nálægt núver-
andi gatnamótum að Bessa-
stöðum í Bessastaðahreppi.
Áður en stungið var upp á
leið D höfðu verið skoðaðir
þrír kostir í frummatsskýrslu
Álftanesvegar. Í úrskurði
skipulagsstjóra var fallist á
tvo þeirra, þ.e. leiðir B og C,
en sú þriðja, leið A, var úr-
skurðuð í frekara umhverfis-
mat. Leið D telst vera nokk-
urs konar „sáttaleið“ milli A
og B. Leið A er svipuð leið D
frá Garðahrauni að hringtorgi
í Garðabæ, en liggur þaðan
nokkru norðar en leið D og fer
nær fjörunni við Lambhúsa-
tjörn. Leið B liggur nokkru
sunnar í Garðahrauni en leið
A. Leitast var við að vera með
veginn sem næst skipulögðu
íbúasvæði í Garðaholti án
þess að skerða það, og þannig
að hönnunarforsendum væri
fullnægt. Í úrskurði skipu-
lagsstjóra er leið B samþykkt
með skilyrðum sem m.a. fela í
sér að breyta þurfi legu henn-
ar til að fara ekki yfir Garða-
stekk, sem eru rústir gamall-
ar fjárréttar. Leið C fer
stystu leið yfir hraunið og aft-
ur inn á núverandi veg eins
fljótt og kostur er. Þessi leið
liggur nokkrum metrum
hærra en áðurnefndar leiðir
og uppfyllir vegtæknilegar
kröfur sem gerðar eru fyrir
veg á þessu svæði.
„Sáttaleið“ kynnt í nýrri
umhverfismatsskýrslu
Álftanesvegur
,
,
FRAMKVÆMDIR við austur-
álmu Menntaskólans í Kópavogi
standa nú yfir, en verið er að
klæða álmuna og ljúka við nokkr-
ar stofur sem í henni eru.
Að sögn Guðmundar Pálssonar,
byggingatæknifræðings hjá
Framkvæmdasýslu ríkisins, er
verið að klæða álmuna og þak
hennar þannig að hún verði eins
og álmurnar sem fyrir eru. „Síðan
er verið að klára þær þrjár eða
fjórar stofur sem eftir eru og þá er
þessi álma orðin fullbúin eins og
allir aðrir hlutar hússins,“ segir
hann.
Framkvæmdir hófust í júní og á
þeim að vera lokið í nóvember.
Áætlað er að álman verði tekin í
notkun þegar skólinn hefst, því að
sögn Guðmundar verður fyrst lok-
ið við framkvæmdir innanhúss og
haldið áfram utandyra eftir skóla-
byrjun.
Það eru KE verktakar sem sjá
um framkvæmdina og er áætlaður
kostnaður um 22 milljónir króna.
MK klæddur í réttan búning
Kópavogur
Gert er ráð fyrir að ljúka framkvæmdum við MK í nóvember.
Ljósmynd/Jón Stefáns
MIKLAR skemmdir hafa ver-
ið unnar á sjaldgæfu skógar-
beyki í Hellisgerði í Hafnar-
firði og hefur verknaðurinn
verið kærður til lögreglunnar.
Tréð, sem var skemmt er eitt
þriggja beykitrjáa í Hellis-
gerði, sem eru um 40 ára göm-
ul, og 5-7 m há, en ekki eru til
heimildir um hvenær þau voru
gróðursett, að sögn Björns
Bögeskov Hilmarssonar garð-
yrkjustjóra Hafnarfjarðar.
Trén eru að sögn Björns
líklega þrjú hæstu beykitrén á
Íslandi. „Börkurinn á trénu er
mjög harður þannig að það er
augljóst að skemmdirnar hafa
verið unnar á löngum tíma
með beittum hníf. Tréð er allt
tálgað meira og minna og
börkurinn tekinn af þrem til
fjórum greinum, sem munu
drepast. Eftir að þær eru
dauðar verður ekki mikið eftir
af trénu. Þetta er mikið tjón.“
Björn segir að hugmyndir
hafi verið uppi um ráða gæslu-
mann í Hellisgerði eða setja
upp eftirlitsmyndavélar en
takmarkað fjármagn hefur
hindrað slíkt.
„Auk skemmdanna á þessu
tré hefur líka verið átt við
stærsta beykitréð, sem er
djásn Hellisgerðis. Það hafa
verið skorin í það einhver
tákn. Við vitum ekki hver hef-
ur verið að verki en það er
augljóst að þetta hefur ekki
verið á færi barna, enda þarf
töluvert átak til að vinna
skemmdir á trjánum,“ segir
Björn.
Beykitré
í Hellis-
gerði
skemmd
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
yfirbragð miðborgarinnar og
við höfum hugsað okkur að
nota staðinn, allavega tvö
kvöld í viku, sem unglingamið-
stöð eða unglingakaffihús fyrir
16–20 ára unglinga. Það hefur
vantað stað í borgina fyrir
þennan hóp þar sem hann gæti
komið saman og haft sam-
félag,“ segir Jóna Hrönn og út-
skýrir nánar hvað hún á við
með „fjölnota“ kaffihúsi. „Til
dæmis ætlum við að nota það
um helgar sem svona athvarf
eins og við höfum rekið í
KFUM og K í fimm ár í sam-
starfi við Samhjálp og Marita,
en það er forvarnarstarf innan
Samhjálpar. Við verðum þann-
ig í samstarfi um það að nota
þetta húsnæði um helgar til að
sinna unglingum í miðborg-
inni.“
Hún segir mikla aðsókn hafa
verið að unglingaathvarfinu í
gegnum árin. „Athvarfið hefur
að mestu verið rekið í sjálf-
boðavinnu og uppi á lofti í
þessu sama húsi sem er ekki
hentugt húsnæði. Það er ekki
gott aðgengi þar þannig að við
sjáum fyrir okkur að það
ÞEIR sem hafa saknað kaffi-
húsastemmningarinnar í Aust-
urstræti 20, þar sem gamli
Hressingarskálinn var eitt
sinn til húsa, geta tekið gleði
sína á ný því innan skamms
verður opnað þar nýtt kaffi-
hús. Það verður þó með nokk-
uð öðru sniði en gengur og ger-
ist í miðbænum því það verður
bæði reyk- og áfengislaust og
þar mun „ömmuleg stemmn-
ing“ ráða ríkjum.
Það er Miðborgarstarf
KFUM og K sem er rekstrar-
aðili kaffihússins en Jóna
Hrönn Bolladóttir miðborgar-
prestur hefur haft umsjón með
undirbúningnum. „Við byrjuð-
um í júní að innrétta þarna
fjölnota kaffihús sem á að vera
reyklaust og áfengislaust og
fyrir allar kynslóðir,“ segir
hún og bætir því við að smiðir
vinni nú hörðum höndum að
því að skapa bjart kaffihús
með jákvæðu og öðruvísi yfir-
bragði eins og hún kallar það.
„Það er hugsjón KFUM og
K að gera sitt besta til að bæta
myndi auðvelda unglingum að-
gengi að húsinu að færa okkur
niður á götuna.“
Að sögn Jónu Hrannar hef-
ur starfsemi athvarfsins
byggst á sjálfboðavinnu og
sömuleiðis sé kaffihúsið byggt
fyrir gjafafé sem komi að
mestu úr minningarsjóði Guð-
rúnar Lárusdóttur. „Þetta var
náttúrulega stórkostleg gjöf
og okkur langar að mæta
þarna ákveðinni þörf því það
hefur komið fram að ungu fólki
finnist ekki vera staður fyrir
það til að hittast á.“ Hún bætir
því við að vissulega sé þetta
spennandi verkefni en í leið-
inni áhættusamt.
Opnun kaffihússins verður
að sögn Jónu Hrannar í ágúst.
„Við vorum að hugsa um að
tengja eins konar vígsluathöfn
við menningarnótt af því að þá
ætlum við að hafa opið og vera
með lifandi tónlist. Okkur
finnst það gott tækifæri til að
fá blessun yfir húsnæðið og
hafa formlega opnun en það
gæti hins vegar verið að það
verði byrjaður rekstur ein-
hverjum dögum áður.“
Það er óhætt að segja að
kaffihúsið hvíli á gömlum merg
því hluti hússins er frá árinu
1805 og hefur veitingarekstur
verið í því frá árinu 1932. Það
má líka segja að hið gamla
verði haft í heiðri á staðnum.
„Það er ekki alveg búið að
ákveða nafnið endanlega,“ seg-
ir Jóna Hrönn. „En við ætlum
að tengja þetta ömmum og
reyna að hafa kaffihúsið eins
og maður sé að koma inn til
hlýlegrar ömmu. Kannski
verður það eitthvert gott nafn
sem tengist ömmum.“
Hún segir fyrirmyndina
fengna frá finnsku kirkjunni
sem rekur kaffihús sem eru
einkum hugsuð fyrir ungar
mæður og eru kallaðar ömm-
ustofur. „Þetta á að vera svolít-
ið í þeim anda því margir ung-
lingar eiga góða reynslu af
ömmum sem eru seigastar í
því að veita umhyggju. Fram
hefur komið í samtölum við þá
að þeim finnst það mjög já-
kvætt að gera þetta svolítið
ömmulegt.
KFUM og K hefur kaffihúsarekstur í gamla Hressingarskálanum
Nýtt kaffihús á gömlum merg
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Hreiðar Örn Gestsson yfirsmiður, Jóna Hrönn Bolladóttir
miðborgarprestur og Kjartan Ólafsson veitingamaður
hússins í gamla Hressingarskálanum.
Miðborg