Morgunblaðið - 14.07.2001, Qupperneq 14
AKUREYRI
14 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðbera
vantar
• Skerjafjörður
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
ⓦ
vantar
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið,
Kaupvangsstræti 1, Akureyri,
sími 461 1600.
í syðri hluta Oddeyrar,
Rimasíðu - Lindasíðu,
Byggðaveg - Ásveg.
AKUREYRARKIRKJA: Íslensk-
þýsk guðsþjónusta kl. 11 á morgun,
sunnudag. Sr. Svavar A. Jónsson og
sr. Ortwin Pfläging. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti:
Sveinn Arnar Sæmundsson. Niels
Henrik Jessen leikur á orgel.
Fermd verður Hulda Margrét Hall-
grímsdóttir, Houston, Bandaríkjun-
um.
Sumartónleikar kl. 17. Niels
Henrik Jessen frá Danmörku leikur
á orgel. Aðgangur ókeypis.
Kyrrðar- og fyrirbænastund kl.
12 næsta fimmtudag, 19. júlí.
Bænaefnum má koma til prestanna.
Hægt er að kaupa léttan hádeg-
isverð í safnaðarheimili eftir stund-
ina.
LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Svalbarðskirkju kl. 21
annað kvöld, sunnudagkvöldið 15.
júlí.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl.
18 í dag, laugardag, og kl. 11 á
morgun, sunnudag, í Péturskirkju
við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri.
Kirkjustarf
KARLMAÐUR hefur í Héraðsdómi
Norðurlands eystra verið dæmdur í
30 daga fangelsi, sem skilorðsbundið
er til tveggja ára, vegna líkamsárásar.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa slegið fyrrverandi sambýliskonu
sína krepptum hnefa í andlitið þannig
að áverkar hlutust af.
Maðurinn játaði brot sitt fyrir
dómi. Hann hefur ekki áður gerst
sekur um refsiverða háttsemi. Lýsti
hann yfir iðran sinni vegna verknað-
arins. Því þótti rétt að fresta fullnustu
refsingarinnar og láta hana niður falla
haldi hann almennt skilorð.
Skaðabóta var ekki krafist. Mann-
inum var gert að greiða sakarkostn-
að.
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
Skilorð vegna
hnefahöggs
NIELS Henrik Jessen orgelleikari
frá Danmörku er flytjandi á öðrum
tónleikum sumartónleikaraðarinnar
í Akureyrarkirkju, sem haldnir
verða sunnudaginn 15. júlí kl. 17.
Tónleikarnir eru ókeypis og allir vel-
komnir.
Niels Henrik Jessen er fæddur
1953 í Kaupmannahöfn. Hann lærði
á orgel frá 1973-85 í Óðinsvéum,
Kaupmannahöfn og París. Í
Danmörku lauk hann prófum í
kirkjutónlist 1979, einleikaraprófi
með debút-tónleikum árið 1982 og
tónlistarfræðingsprófi árið 1984. Við
Tónlistarháskólann í Rueil Malmai-
son í Frakklandi lauk hann „Prep-
eratoire Superieure“ 1981 og „Ex-
cellence“ árið 1985 með fyrstu
einkunn.
Í þessari Íslandsför mun Niels
Henrik einnig leika í tónleikaröðinni
Bláa kirkjan á Seyðisfirði miðviku-
daginn 18. júlí kl. 20.30.
Á efnisskrá tónleikanna verða
verk eftir Dietrich Buxtehude , Jens
Laursøn Emborg , Max Drischner,
Morten Bo Andersen og Alexandre
Guilmant.
Sumartónleikar
í Akureyrarkirkju
Danskur
orgel-
leikari
LAUFEY Stefánsdóttir hefur fært
Gamla bænum í Laufási skautbúning
að gjöf. Það gerði hún til minningar
um móður sína, Þóru Vilhjálmsdóttur
frá Munkaþverá, en Þóra var bróð-
urdóttir Laufeyjar Bjarnardóttur
sem saumaði búninginn í kringum ár-
ið 1881. Búninginn á að setja upp í
„Brúðarhúsi“ Gamla bæjarins þegar
viðgerð á því húsi lýkur, en þar til
verður hann varðveittur í Minjasafn-
inu á Akureyri að sögn Ingibjargar
Siglaugsdóttur, staðarhaldara í
Gamla bænum í Laufási.
Ingibjörg rakti ævi Laufeyjar í
stuttu máli við afhendingu búnings-
ins, en hún var fædd 12. júlí 1857 og
var búningurinn afhentur formlega á
afmælisdegi hennar. Hún var yngst
fjögurra barna prófastshjónanna í
Laufási þeirra sr. Björns Halldórs-
sonar og frú Sigríðar Einarsdóttur.
Laufey þroskaðist af visku og vexti í
skjóli ástríkra foreldra og varð fljótt
efnileg til handa. Þegar hún dvaldi í
Laugalandsskóla saumaði hún skaut-
búninginn, en honum ætlaði hún að
klæðast er hún gengi í hjónaband.
Laufey var trúlofuð Guðmundi
Helgasyni frá Birtingaholti í Hruna-
mannahreppi, sem vígst hafði til að-
stoðarþjónustu á Hrafnagili. Síðar
var honum falin prestsþjónusta á Ak-
ureyri.
Lést úr lungnabólgu
skömmu fyrir brúðkaupið
Seinni part árs 1881 stóð brúðkaup
Laufeyjar og sr. Guðmundar fyrir
dyrum, en þá fékk Laufey svæsna
lungnabólgu, sennilega vegna ofkæl-
ingar á heimleið úr skóla. Lést hún af
hennar völdum 17. nóvember 1881,
þannig að ekkert varð af brúðkaup-
inu og Laufey fékk aldrei tækifæri til
að skarta hinum fagra búningi sínum.
„En nú er þessi fallegi búningur að
koma aftur heim í Laufás,“ sagði
Ingibjörg. „Við erum mjög stolt af
því að fá hann hingað aftur.“
Um Laufeyju var sagt í Norðlingi
er getið var um andlát hennar, að hún
hafi verið gædd hinum ágætustu
hæfileikum og notið bestu menntun-
ar bæði í heimahúsum og erlendis, en
hún dvaldi við nám í Kaupmanna-
höfn. „Hún mun hafa verið með
menntuðustu ungum konum þessa
lands bæði til munns og handa.“
120 ára gamall skautbúningur gefinn Laufási
Prestsdóttir saumaði bún-
inginn fyrir brúðkaup sitt
Laufey Stefánsdóttir færði Gamla
bænum í Laufási skautbúning að
gjöf en Ingibjörg Siglaugsdóttir
veitti gjöfinni móttöku.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Skautbúningur Laufeyjar
Bjarnadóttur er sérlega glæsi-
legur með gullbrydduðu belti.
ALLS hafa um 25 þúsund manns
heimsótt Sundlaug Akureyrar það
sem af er þessum mánuði og hafa
ekki verið jafnmargir á svo
skömmum tíma.
Gísli Kristinn Lórenzson for-
stöðumaður í Sundlaug Akureyrar
sagði að stöðugur straumur fólks
hefði verið í sundlaugina allan
mánuðinn og þá áætlaði hann að á
bilinu 30-40 þúsund manns hefðu
heimsótt fjölskyldugarðinn við hlið
laugarinnar. „Við erum að bæta
þar við nýjum hoppkastala, tram-
pólíni og fleiri rafmagnsbílum.
Þangað kemur mikill fjöldi alla
daga,“ sagði Gísli Kristinn.
Hann sagði að í júlímánuði í
fyrra hefðu komið 46 þúsund gest-
ir í Sundlaug Akureyrar og hefðu
aldrei verið fleiri í einum mánuði.
„Það hafa fleiri gestir komið það
sem af er þessum mánuði miðað við
sama tíma í fyrra, en ég veit ekki
hvort við sláum metið, síðari hluti
mánaðarins þarf þá líka að vera
góður,“ sagði Gísli Kristinn.
Hann sagði mikið um ferða-
menn, bæði innlenda og erlenda.
„Það virðast allir vilja heimsækja
sundlaugina á ferð sinni um Ak-
ureyri.“
Efri hæði gamla sundlaug-
arhússins hefur verið endurbætt
og þar er nú starfsmannaaðstaða.
Einnig hefur gufubað verið sett
þar upp og á næstu dögum verður
ljósalömpum komið þar fyrir.
Það er tilvalið að demba sér í pollinn. Glatt var á hjalla hjá börnunum sem nutu veðurblíðunnar í sundlauginni í gær.
Stöðugur straumur gesta undanfarið í Sundlaug Akureyrar
25 þúsund
manns í sund
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Eitthvað hafa sumir misskilið góða veðrið og reyndu að klæða af sér sól-
skinið eða er þetta kanski sólhlíf?
♦ ♦ ♦