Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 16
LANDIÐ
16 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SUMARLOÐNUVERTÍÐ stendur
nú sem hæst og er búið að landa
12000 tonnum hjá SR mjöli á Rauf-
arhöfn frá því að vertíðin hófst 23.
júní. Engin síld kom í vor úr norsk-
íslenska stofninum á móti 13000
tonnum vorið 2000 og vetrarver-
tíðin var stutt, þá veiddust 1055
tonn á móti 23000 tonnum veturinn
2000.
Morgunblaðið/Júlíus Helgason
Grænlenska loðnuskipið SIKU kemur með 1.300 tonn til Raufarhafnar.
Búið að landa 12 þúsund tonnum af loðnu
Raufarhöfn
NÝ NÁMSBRAUT í umhverfis-
skipulagi við Landbúnaðarháskól-
ann á Hvanneyri er nú fullsetin og
nemendum í háskólanámi þar hefur
fjölgað um 50 % frá því sem var í
fyrra. Sömu sögu er að segja af að-
sókn að bændadeild.
Námsbrautir við Landbúnaðarhá-
skólann eru nú alls fjórar, almenn
námsbraut í bændadeild og þrjár
brautir á háskólastigi, búfræðibraut,
landnýtingarbraut og umhverfis-
skipulagsbraut. Kennsla í búfræði
eða búvísindum hefur lengi verið á
Hvanneyri eða allt frá árinu 1947.
Kennsla á landnýtingarbraut
hófst í fyrra, en kennsla í umhverf-
isskipulagi hefst í haust. Teknir
verða inn 13 nemendur í nám í um-
hverfisskipulagi, en þar tekur
grunnnám þrjú ár og lýkur með
B.sc.-90 prófi í faginu. Þeir sem þess
óska geta lokið námi á þessu stigi, en
skólinn býður einnig upp á tvo mögu-
leika á meira námi fyrir nemendur
sem náð hafa tilskildum árangri.
Annars vegar er hægt að ganga inn í
meistaranám á Norðurlöndunum á
grundvelli sérstaks samstarfssamn-
ings við landbúnaðarháskóla þar.
Hins vegar er hægt að taka fjórða
árið á Hvanneyri og ljúka þar
B.sc.-120 í umhverfisskipulagi.
Helstu atvinnukostir fyrir þá, sem
lokið hafa námi í umhverfisskipulagi
eru hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum
og stofnunum við umsjón með fram-
kvæmdum, eftirlit og umsjón með
náttúruverndarsvæðum og landnýt-
ingu auk vinnu á skrifstofum lands-
lagsarkitekta. Aðsókn að öðrum
brautum skólans er einnig miki.l
Landbúnaðarháskólinn hefur ráð-
ið Guðrúnu Jónsdóttur, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Markaðsráðs
Borgarfjarðar, sem upplýsinga og
kynningarfulltrúa og hefur hún þeg-
ar tekið til starfa.
Ný námsbraut í um-
hverfisskipulagi full-
skipuð nemendum
Skorradalur
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
UM SÍÐUSTU helgi gékk 19 manna
hópur á vegum Ferðafélags fjarða-
manna á Grænafell í Reyðarfirði.
Gengið var upp frá Skriðuhóli á
Fagradal og komið niður með Geit-
húsárgili. Gangan tók þrjár klukku-
stundir í blíðskaparveðri. Ferðafélag
fjarðamanna í Fjarðabyggð skipu-
leggur gönguferðir víða um Austur-
land. Fullbókað er í júlíferðir félags-
ins um Gerpissvæðið, Loðmund-
arfjörð og Mjóafjörð. Í ágúst verður
farin dagsferð á Vopnafjarðarheiði í
leit að fjallagrösum. Einnig eru á
dagskrá gönguferð í Dyrfjöll, hjól-
reiðaferð í Karlsskála, fjölskylduferð
í Vöðlavík o.fl.
Morgunblaðið/Hallfríður
Hópurinn sem gekk á Grænafell.
Gengið á
Grænafell
Reyðarfjörður
Á AÐALFUNDI Markaðsstofu
Austurlands sem haldinn var nýver-
ið, hlaut Albert Eiríksson á Fá-
skrúðsfirði nafnbótina „Ferðafröm-
uður ársins 2000“. Tók Bergþór
Pálsson söngvari við verðlaunum
fyrir Alberts hönd. Söng Bergþór við
það tækifæri franskar sjómannavís-
ur sem borist höfðu til hans í mynd-
skeyti fyrr um daginn.
Albert er sonur hjónanna Eiríks
Guðmundssonar og Huldu Steins-
dóttur á Brimnesi við Fáskrúðsfjörð.
Hann er menntaður hársnyrtir og
matreiðslumaður, en hefur síðasta
eina og hálfa árið að mestu helgað
sig upplýsingaöflun, undirbúningi og
rekstri sýningarinnar „Fransmenn á
Íslandi.“ Albert hefur verið ötull við
að afla sér fróðleiks varðandi þennan
kafla í sögunni og er talinn vera með
fróðustu mönnum um franska sjó-
menn við Ísland.
Sýningin „Fransmenn á Íslandi“
sem sett var upp í Templaranum á
Fáskrúðsfirði vorið 2000, er einka-
framtak Alberts. Einnig gaf hann út
„Göngukort um Fáskrúðsfjörð“ sem
inniheldur kort af þorpinu, ásamt
upplýsingum um áhugaverða staði.
Aðgangur að sýningunni var ókeypis
á síðasta sumri og hún einvörðungu
rekin með styrkjum og frjálsum
framlögum, ásamt eigin framlagi Al-
berts. Hann hyggst halda sýning-
unni opinni í sumar. Templarinn, þar
sem sýningin er til húsa, er gamalt
samkomuhús Fáskrúðsfirðinga, en
fyrir nokkrum árum stóð til að rífa
húsið. Hópur áhugafólks fékk húsið
til umráða og hefur unnið að end-
urbótum síðustu árin. Þar var síðast-
liðið sumar rekið kaffihús í tengslum
við sýninguna, en þar var áhugafólk
einnig að verki.
800 manns koma daglega
í upplýsingamiðstöðina
á Egilsstöðum
Markaðsstofa Austurlands var
stofnuð fyrir tveimur árum og starf-
ar fyrir sveitarfélögin frá Bakkafirði
til Breiðdals. Henni er ætlað að vera
leiðandi í stefnumótun og markaðs-
setningu í ferðaþjónustu á þessu
svæði.
Markaðsstofan sinnir m.a. rekstri
upplýsingamiðstöðvar á Egilsstöð-
um, sem er ein hin fjölsóttasta í land-
inu. Samkvæmt teljara sem settur
var upp í fyrrasumar, komu um 800
manns á dag yfir háannatímann og
að meðaltali 350 hvern dag á tíma-
bilinu 20. júlí - 31. september. Ferða-
málaráð veitti í fyrra kr. 1.250.000 til
reksturs upplýsingamiðstöðvarinnar
samkvæmt samningi sem krefur
rekstraraðila um ákveðna lágmarks-
þjónustu. Samhliða upplýsingamið-
stöð leigir Markaðsstofan einnig og
rekur tjaldsvæði á Egilsstöðum.
Önnur verkefni Markaðsstofu eru,
svo dæmi séu tekin, útgáfa Austur-
landsbæklings og undirbúningur og
þátttaka í Vestnorden ferðakaup-
stefnunni.
Botninn dottinn úr beinu
flugi LTU til Egilsstaða?
Jóhanna Gísladóttir, fram-
kvæmdastjóri Markaðsstofu, sagði
m.a. í skýrslu sinni á aðalfundinum,
að í fyrrasumar hefði verið lögð mikil
vinna í undirbúning fyrir beint flug
til Egilsstaða. Var það einkum Þró-
unarstofa Austurlands, í samvinnu
við ferðaskrifstofuna Terra Nova,
áður Ferðamiðstöð Austurlands,
sem kom að undirbúningi málsins.
Terra Nova er umboðsaðili þýska
LTU flugfélagsins á Íslandi.
Hlutverk Markaðsstofu var að
leggja sitt af mörkum til að gera
svæðið vænlegt til sölu í Þýskalandi
og sagði Jóhanna að náðst hefði sam-
staða á svæðinu um að veita afslátt á
afþreyingu og gistingu á jaðartíma-
bilum fyrir farþega LTU, gegn
kynningu flugfélagsins á Austur-
landi í bæklingum þeirra í Þýska-
landi. Ekkert hefur þó orðið úr beinu
flugi til Egilsstaða ennþá og óvíst um
framhaldið.
Á aðalfundinum var fráfarandi
stjórn Markaðsstofunnar endurkjör-
in. Í henni sitja Jónas Hallgrímsson,
formaður, Auður Anna Ingólfsdóttir,
Sveinn Sigurbjarnarson, Jón Björn
Hákonarson, Skúli Björn Gunnars-
son, Þorsteinn Steinsson og Jóhanna
Agnarsdóttir.
Setti upp sýningu um
franska sjómenn
Egilsstaðir
Albert Eiríksson á Fáskrúðsfirði kosinn ferðafrömuður ársins
GLER- og myndlistarkonan Re-
bekka Gunnarsdóttir hefur nýlega
opnað myndlistarsýningu í kaffihús-
inu Við árbakkann á Blönduósi.
Rebbekka sýnir 44 myndir og eru
margar hverjar úr A-Húnavatns-
sýslu. Rebekka hefur haldið sýn-
ingar frá árinu 1988 og komið víða
við. Auk þess að fást við myndlistina
þá hefur hún leiðbeint eldri borg-
urum við handavinnu, silfursmíði og
gler- og myndlist. Sýning Rebekku
Við árbakkann stendur allan júlí-
mánuð og eru myndirnar til sölu.
Myndlistar-
sýning við
árbakkann
Blönduós
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Eitt af verkum Rebekku Gunnarsdóttur sem er af gamla bæjarhluta
Blönduóss frá bryggjunni séð.
mbl.is
VIÐSKIPTI