Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 19
MICROSOFT-hugbúnaðarfyr-
irtækið bandaríska hefur nú
náð samkomulagi við stjórnvöld
í Nýja Mexíkó, sem er eitt 19
ríkja Bandaríkjanna sem hafa
lögsótt Microsoft fyrir meinta
misnotkun markaðsráðandi
stöðu. Tilkynntu talsmaður
Microsoft og fulltrúi saksókn-
araembættisins í Nýja Mexíkó
þetta á fimmtudagskvöld. En
aðrir gagnrýnendur Microsoft
voru ekki á því að þau fyrirheit
sem talsmenn Microsoft gáfu til
að fá lögsókn Nýju Mexíkó
fellda niður væru fullnægjandi.
Í samkomulaginu lofar Micro-
soft því að breytingar verði
gerðar á Windows-tölvustýri-
kerfinu sem eigi að gera auð-
veldara að nota með því aðra
netvafra en Internet Explorer-
forritið frá Microsoft.
Lesbía fæðir
barn bróður
RÚMLEGA fimmtug lesbía í
Bandaríkjunum fæddi nýlega
barn sem bróðir hennar er faðir
að og getið var með tækni-
frjóvgun. Eftir að þetta fréttist
hefur röddum fjölgað sem
halda því fram að verið sé að
misnota aðgerðir tæknifrjóvg-
unar. Fyrir nokkrum vikum
fæddi 62 ára gömul kona í
Frakklandi barn sem bróðir
hennar er faðir að. Læknar við
Columbia-háskóla í Washing-
ton komu frjóvguðu eggi fyrir í
bandarísku konunni „svo að
hún gæti átt barn sem deildi
genamengi með henni sjálfri,“
eftir því sem greint var frá í
læknisfræði-vefritinu Reprod-
uctive Biomedicine Online.
Sjöburar
fæddir
Á SJÚKRAHÚSI í Washing-
ton komu sjöburar í heiminn
síðdegis á fimmtudag. Fimm
drengir og tvö stúlkubörn voru
tekin með keisaraskurði, en
móðirin hafði gengið með þá í
28 vikur. Aðeins er vitað til
tveggja annarra sjöbura, sem
lifað hafa, fæddir í Sádi-Arabíu
árið 1998 og í Iowa í Bandaríkj-
unum árið 1997.
Gervihnettir á
ranga braut
ARIANE 5-eldflaug evrópsku
geimferðastofnunarinnar
(ESA) flutti í gær tvo gervi-
hnetti á sporbaug um jörðu, en
vegna bilunar skilaði hún þeim
ekki á rétta braut. Talsmenn
ESA sögðu hugsanlegt að hægt
væri að stýra þeim inn á rétta
braut með hjálp sólarorku og
eigin stýrihreyfla gerfihnatt-
anna, en það kann að stytta nýt-
anlegan líftíma þeirra.
Önnur kona
grýtt
FREGNIR af því að ung kona
hafi verið grýtt til bana í Íran í
vikunni hafa kallað á mótmæli
víða um heim, en þetta er í ann-
að sinn sem fregnast af slíkri
aftöku í Íran á tveimur mánuð-
um. Íranskir fjölmiðlar greindu
frá því að konan, hin rúmlega
þrítuga Maryam Ayyubi, hafi
verið grýtt til bana í dögun sl.
miðvikudag. Konan hafði verið
dæmd til dauða fyrir að hafa
verið samsek ástmanni sínum
að morði á eiginmanni hennar.
STUTT
Microsoft
semur
KAÞÓLSKIR óeirðaseggir börðust
við lögreglumenn í Belfast í fyrri-
nótt eftir að göngutíð Óraníumanna
á Norður-Írlandi hafði náð hámarki.
Að minnsta kosti 113 lögreglumenn
særðust í átökunum og tugir óeirða-
seggjanna. Eru þetta mestu óeirðir
í fimm ár í tengslum við árlegar
göngur Óraníumanna.
Óeirðirnar blossuðu upp nokkrum
klukkustundum eftir að tugir þús-
unda mótmælenda höfðu tekið þátt í
göngum Óraníureglunnar sem
haldnar eru til að minnast sigurs
hersveita Vilhjálms III (af Óraníu) á
sveitum kaþólikka árið 1690.
Nokkrar göngurnar voru nálægt
svæðum kaþólikka og á nokkrum
þeirra voru hrópuð vígorð gegn
kaþólikkum.
Óraníumenn lýsa göngunum sem
hátíðahöldum til að vegsama menn-
ingararfleifð mótmælenda á Norð-
ur-Írlandi. Kaþólikkar lýsa þeim
hins vegar sem einskærri ögrun.
Óeirðirnar hófust í fyrrakvöld
þegar göngumenn fóru framhjá einu
af hverfum kaþólikka í Belfast. Um
það bil 200 kaþólikkar reyndu að
stöðva gönguna og börðust við lög-
reglumenn sem stíuðu hópunum
sundur. Óeirðaseggirnir köstuðu
bensínsprengjum og múrsteinum á
lögreglumennina sem beittu vatns-
þrýstibyssum og skutu plastkúlum.
Nítján lögreglumenn særðust allal-
varlega, þeirra á meðal tveir sem
urðu fyrir bensínsprengjum.
Óeirðaseggirnir stálu einnig um
það bil tólf bílum og kveiktu í þeim.
Viðræður um heimastjórnina
hafnar að nýju
Óeirðunum lauk um morguninn,
nokkrum klukkustundum áður en
forsætisráðherrar Bretlands og Ír-
lands hófu að nýju viðræður við leið-
toga norður-írsku stjórnmálaflokk-
anna til að reyna að bjarga heima-
stjórn Norður-Írlands. Náist ekki
samkomulag um áframhaldandi
stjórnarsamstarf flokka mótmæl-
enda og kaþólikka fyrir 12. ágúst
þarf breska stjórnin annaðhvort að
boða til þingkosninga á Norður-Ír-
landi eða leysa heimastjórnina upp.
Viðræðurnar fara fram í Weston
Park, höfðingjasetri á Mið-Eng-
landi. Forsætisráðherrarnir lögðu
áherslu á að ekki yrði hægt að
bjarga heimastjórninni nema Írski
lýðveldisherinn (IRA) lofaði að
hefja afvopnun. Leiðtogar mótmæl-
enda segjast ætla að ganga úr
heimastjórninni hefji IRA ekki af-
vopnun þegar í stað.
„Göngutíðin“ á Norður-Írlandi ekki verið ofbeldisfyllri í fimm ár
Á annað hundrað lög-
reglumanna særðist
AP
Óeirðaseggir kasta flöskum, múrsteinum og bensínsprengjum að lögreglumönnum í norðurhluta Belfast.
Belfast. AP.
VARNARMÁLARÁÐUNEYTI
Bandaríkjanna hefur gert áætlanir
um að flýta tilraunum með eldflauga-
varnarkerfi sem ætlað er að geta
leitað uppi og grandað kjarnorkueld-
flaugum sem skotið er að landinu.
Fulltrúar demókrata í varnarmála-
nefnd öldungadeildar Bandaríkja-
þings hafa lýst yfir áhyggjum sínum
með að tilraunirnar og kerfið sjálft
brjóti gegn ákvæðum alþjóðasamn-
inga. Í gildi er svokallaður ABM-
sáttmáli sem Bandaríkin gerðu við
Sovétríkin þáverandi árið 1972.
Hann kveður á um bann við búnaði
sem ætlað er að granda langdrægum
kjarnorkuvopnum. Samningnum var
á sínum tíma ætlað að hemja vígbún-
aðarkapphlaupið milli kaldastríðs-
stórveldanna tveggja og óttast
margir að áætlanir Bandaríkja-
stjórnar muni hleypa nýju slíku
kapphlaupi af stað.
Vilja semja um breytingar
Aðstoðarvarnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, Paul Wolfovitz,
sagði á fimmtudaginn að Banda-
ríkjastjórn myndi reyna að semja við
Rússa um breytingar á ABM-samn-
ingnum og sagði að uppi væru hug-
myndir um að fækka kjarnavopnum
Bandaríkjanna um 1.000 sprengju-
odda, eða einn sjöunda hluta kjarn-
orkuvopnaforða landsins. Vonast
Bandaríkjamenn til þess að þessi
niðurskurður muni gera Rússa mót-
tækilegri fyrir breytingum á
samningnum.
Hann sagði einnig að líklega
myndu tilraunirnar brjóta gegn
ákvæðum ABM-samningsins, og að
það myndi gerast á næstu mánuðum.
Varnarmálaráðherrann, Donald
Rumsfeld, sagði hins vegar að til-
raunirnar væru undir miklu eftirliti
og að þær myndu ekki brjóta gegn
samningnum. Hann sagði jafnframt
að samningurinn hefti raunverulega
þróun á þessu sviði.
Rússar senda viðvörun
Stjórnvöld í Rússlandi sendu í gær
bréf til Washington þar sem þau vör-
uðu við því að áætlanir Bandaríkja-
stjórnar stefndu valdajafnvægi í
heiminum í hættu og myndu hleypa
af stað nýju vígbúnaðarkapphlaupi.
„Heimurinn mun þurfa að búa við
nýjar aðstæður þar sem samningur-
inn um bann við útbreiðslu kjarn-
orkuvopna er ónýtur,“ sagði hernað-
arráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta
Rússlands.
Bandaríkin hraða eldflaugatilraunum
Varað við nýju
vígbúnaðar-
kapphlaupi
Washington, Moskvu. AP, AFP.
IRA Einhorn, sem franskur
áfrýjunardómstóll úrskurðaði á
fimmtudag að skyldi framseldur
til Bandaríkjanna, var á „hippa-
tímanum“ í kring um 1970 áber-
andi málsvari róttækra friðar-
sinna. Hann flýði frá
Bandaríkjunum
1981, skömmu
áður en hann
átti að koma fyr-
ir dómstóla
vegna morðs á
unnustu sinni,
Holly Maddux.
Lík hennar
fannst í kistu í
skáp í íbúðinni
sem hún deildi
með Einhorn í borginni Phila-
delphia. Líkið hafði þá verið í
kistunni í hálft annað ár. 1993 var
kveðinn upp sá úrskurður í
Bandaríkjunum, að Einhorn fjar-
stöddum, að hann skyldi sæta
lífstíðar fangelsisvist fyrir morð-
ið. Árið 1999 úrskurðari annar
bandarískur dómstóll að Einhorn
væri skylt að greiða ættingjum
hinnar myrtu 907 milljónir doll-
ara, andvirði um 91,6 milljarða
króna, í miskabætur fyrir morðið.
Bandaríkjamenn fóru fyrst
fram á að hann yrði framseldur
1997, eftir að lögregla hafði uppi
á honum í þorpinu Champagne-
Mouton í Suðvestur-Frakklandi.
Einhorn hefur neitað því að hafa
myrt Maddux og segir að stjórn-
völd standi að samsæri gegn sér.
Einhorn var á árum Víetnam-
stríðsins áberandi baráttumaður
friðarhreyfingarinnar. Hann seg-
ist sjálfur hafa flúið Bandaríkin á
sínum tíma vegna þess að hann
teldi vonlaust að hann fengi þar
sanngjörn réttarhöld, þar sem
hann hafði skipulagt fjöldamót-
mæli gegn þátttöku Bandaríkja-
manna í Víetnam-stríðinu.
Skömmu eftir að framsalsúr-
skurðurinn var kveðinn upp á
fimmtudaginn gerði Einhorn til-
raun til að fyrirfara sér með því
að skera sig á háls, að því er lög-
fræðingur hans sagði, en ákvað
síðan að hann vildi lifa. Það var
að ráði Mannréttindadómstóls
Evrópu sem framsalinu var frest-
að um viku, svo að fulltrúum
dómstólsins gæfist svigrúm til að
skoða málið betur.
Flóttamaðurinn Ira Einhorn
Hippaleiðtogi
sem dæmdur
var fyrir morð
Champagne-Mouton í Frakklandi. AP.
Ira Einhorn