Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 20

Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 20
20 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á NÆSTA ári verða liðin 20 ár síðan formlegt samstarf Háskóla Íslands og Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum hófst með árlegum nemendaskiptum, en í tilefni tímamótanna verða tveir styrkir, sem felast í niðurfellingu skólagjalda og uppihaldi, í boði fyrir Íslendinga við Minnesotaháskóla skólaárið 2002–2003. Um miðjan apríl á næsta ári verður sérstök athöfn í Minnesotaháskóla þar sem haldið verður upp á 20 ára formleg samskipti háskólanna, en ár- lega hafa verið nemendaskipti og einn styrkur í boði við hvorn skóla. Páll Skúlason háskólarektor verður heið- ursgestur Marks Yudofs, forseta Minnesotaháskóla, og ætla fyrrver- andi íslenskir nemendur við skólann að fjölmenna vestur vegna athafnar- innar. Lilja Stefánsdóttir, aðstoðarhjúkr- unarforstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, er nýkjörinn formaður Hollvinafélags Minnesotaháskóla á Íslandi en Helga Jónsdóttir, dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, er formaður úthlutunarnefndarinnar sem velur íslensku styrkþegana. Aðr- ir í stjórn Hollvinafélagsins eru Fjóla Jónsdóttir, Guðbjörg R. Guðmunds- dóttir og Sigurjón Árnason. Tveir háskólastyrkir í tilefni tímamóta Helga Jónsdóttir og Lilja Stefánsdóttir. TÖLUVERT hefur rignt á Nýja Ís- landi í Manitoba í Kanada í sumar en þegar fyrstu hátíðarhöldin hóf- ust í Riverton á dögunum, í tilefni þess að um þessar mundir eru 125 ár frá því Íslendingar settust að í Ri- verton, stytti upp og sólin skein skært á íbúa og gesti. Vegna tímamótanna verður ým- islegt á döfinni í Riverton á árinu, að sögn Claude Thorsteinsons, en hátíðarhöldin hófust með óvenju- legum hætti á þjóðhátíðardegi Kan- ada, 1. júlí, þegar bátum af ýmsum stærðum og gerðum var siglt niður Íslendingafljót. Þarna mátti m.a. sjá skemmtibáta, stríðsbáta indjána og fiskibáta en flestir voru skreyttir í tilefni dagsins. Margret Lovisa Wishnowski, fjall- konan í ár, er einmitt frá Riverton, og tók hún þátt í siglingunni. Mar- gret hefur unnið ötullega að vernd íslenskrar menningar og arfleifðar á svæðinu og heiðruðu fulltrúar Kanadastjórnar, Manitobastjórnar og bæjarstjórna í fylkinu hana og aðra íbúa Riverton með nærveru sinni. Auk þess voru mættir fulltrú- ar frá Íslandi og ýmsum deildum Þjóðræknisfélagsins í Manitoba. Fjölbreytt dagskrá var í Riverton en í lokin gátu gestir gætt sér á ís- lensku góðgæti áður en þeir fylgd- ust með einni glæsilegustu flug- eldasýningu sem um getur á Nýja Íslandi. Skemmtunin tókst vel og allir sem vettlingi gátu valdið í Riv- erton, jafnt íbúar, fyrirtæki, nefndir sem ráð, lögðu sitt af mörkum til að svo gæti orðið. 125 ár frá landnámi í Riverton Sólin kom með hátíðarhöldunum Ljósmynd/Claude Thorsteinson Margret Lovisa Wishnowski fjallkona siglir niður Íslendingafljót. FYRSTA „Íslenska opna“ golfmótið fer fram í tengslum við Íslendinga- dagshátíðina á Gimli í ár og verður keppt á Sandy Hook-vellinum, sunn- an við Gimli, föstudaginn 3. ágúst. Stjórn og starfsfólk vikublaðsins Lögbergs-Heimskringlu, sem gefið er út í Winnipeg, gengst fyrir keppn- inni og rennur allur hagnaður til blaðsins, en hugmyndin er sótt í sér- stakan fjölskyldugolfdag sem Connie Magnusson-Shimnowski og Dan Johnson stóðu fyrir í fyrra til styrktar Menningarmiðstöðinni á Gimli sem var formlega opnuð í haust sem leið. Marno Olafson, formaður móts- stjórnar, segir að föstudagurinn hafi verið valinn með það í huga að gestir á Íslendingadagshátíðinni geti verið með en stefnt er að því að 36 fjögurra manna lið keppi eða 144 manns. Á fjölskyldudeginum í fyrra voru 12 fjögurra manna lið eða 48 keppendur. Að lokinni keppni verður dansleik- ur sem hefst með borðhaldi í Menn- ingarmiðstöðinni á Gimli. Þátttökugjald fyrir fjögurra manna lið er 125 kanadískir dollarar á mann, um 8.500 kr., en innifalið í gjaldinu er 18 holu golf, hádegisverður, kvöld- verður, verðlaun og dansleikur. Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á útliti og efnisvali Lögbergs- Heimskringlu síðan Lillian Vilborg tók við ritstjórninni fyrr á árinu. Hún gat þess á ársþingi Þjóðræknisfélaga í Vesturheimi í vor að markmiðið væri að fjölga áskrifendum blaðsins úr um 1.600 í 5.000 en til að svo gæti orðið yrði að bæta og breyta blaðinu. Með því að fara inn á slóðina logberg.com er m.a. hægt að gerast áskrifandi. Golfmót í Sandy Hook     ERLENT BANDARÍSKA alríkislögreglan hefur útvíkkað rannsókn sína á hvarfi Chöndru Levy, fyrrverandi lærlings, til þess að fá úr því skorið hvort þingmaðurinn Gary Condit hafi gerst sekur um að hindra fram- gang réttvísinnar með því að reyna að hefta rannsókn lögreglunnar á hvarfi Levys. Lögregla bíður nú eftir niðurstöð- um úr rannsóknum á hlutum sem teknir voru úr íbúð þingmannsins þegar húsleit var gerð hjá honum, og beinist rannsóknin að því hvort blóð sé að finna á umræddum hlut- um. Þá hefur lögreglan hafið leit í yfirgefnum byggingum í Washing- ton. Condit viðurkenndi fyrir rúmri viku að hafa átti í ástarsambandi við Chöndru Levy, 24 ára lærling sem ekkert hefur spurst til síðan 30. apríl sl. Það var við þriðju yfir- heyrslu hjá lögreglunni sem Condit viðurkenndi loksins sambandið, og staðfesti þar með fullyrðingar frænku Levys, sem sagði þing- manninn hafa átt vingott við lær- linginn. Terrance Gainer, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Washington, sagði um leitina í yfirgefnum byggingum að kanna yrði „þann möguleika að [Levy] gæti verið látin og við erum að leita að líkamsleifum hennar.“ Því væri verið að leita í tilteknum hverfum í höfuðborginni. Sagði Gainer að við rannsóknina á hvarfi Levys ynni lögreglan út frá fjórum möguleikum. Í fyrsta lagi að hún hafi orðið fórnarlamb misind- ismanna, í öðru lagi að hún hafi fyr- irfarið sér, í þriðja lagi að hún hafi vísvitandi stungið af, og í fjórða lagi að hún sé á ferðinni án þess að vita hver hún er. Lögreglan hefur ítrekað að Cond- til að skera úr um hvort um blóð sé að ræða. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum veita málinu gríðarlega athygli, og hvert sem Condit fer er hann hundeltur af fjölmiðlafólki. Einnig sitja fjöl- miðlar um heimili foreldra Levys í Kaliforníu. Hún var lærlingur í Fangelsismálastofnun Bandaríkj- anna í Washington, og síðast sást til hennar þegar hún sagði upp korti sínu í líkamsræktarstöð í borginni 30. apríl. Daginn áður hafði hún hringt í foreldra sína og sagst vera á leiðinni heim. Þegar þeir höfðu ekki heyrt frá henni í sex daga var samband haft við lögreglu. Í íbúð Levys í Washington fannst hálffull ferða- taska, handtaska, farsími, krítar- kort og peningar. Fréttaskýrandi blaðsins USA Today segir að stjórnmálaferill Condits hafi „farið svo hratt úr böndunum að það kom jafnvel út- jöskuðustu hneykslisáhugamönnum í Washington á óvart.“ Þá segir fréttaskýrandinn enn- fremur að þrátt fyrir ítrekaðan samanburð við hneykslismál sem áður hafi komið upp í bandarísku stjórnmálalífi gæti hvarf Levys falið í sér mun alvarlegra og meira mál en opinbert hneyksli um samband kvænts þingmanns og lærlings hjá hinu opinbera. Lögreglurannsókn á atferli Condits Reuters Lögreglumenn í Washington leita í yfirgefnum húsum í Shaw-hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Enn leitað að fyrrverandi lærlingi í Washington Washington. AP. it þingmaður liggi ekki undir grun. Gainer sagði að ekki hefði enn náðst samkomulag við lögfræðing Condits um skilyrði þess að þingmaðurinn gangist undir lygamælingu. Ennfremur er lögreglan að kanna ásakanir 39 ára flugfreyju, Anne Marie Smith, í garð Condits. Heldur Smith því fram að Condit hafi reynt að fá sig til að undirrita yfirlýsingu um að þau hafi ekki átt í tíu mánaða ástarsambandi sem þau hafi í raun átt. Segir Smith ennfremur að Condit hafi sagt sér að hún þyrfti ekki að sýna lögreglumönnum, sem yfirheyrðu hana, samstarfsvilja. Grunur um blóðbletti Condit er 53 ára og kvæntur. Hann hefur neitað að hafa nokk- urntíma beðið nokkurn mann að ljúga fyrir sig. Hann hefur ekkert sagt um meint samband við Smith, en yfirvöld eru nú m.a. að athuga hvort Smith hafi nokkra vitneskju um Levy. Lögreglan fjarlægði ýmsa hluti úr íbúð þingmannsins og voru þeir sendir á rannsóknarstofu eftir frumrannsókn á því, hvort á þeim væru blóðblettir. Ítrekar lögreglan að það sem frumrannsóknin hafi leitt í ljós geti reynst vera ýmis líf- ræn efni og nauðsynlegt sé að gera frekari athugun á rannsóknarstofu AP Candit kemur út af heimili sínu í Washington á fimmtudaginn, og er samstundis umkringdur fréttamönnum. Þótt bandaríski þing- maðurinn Gary Condit sé ekki grunaður um aðild að hvarfi Chöndru Levy er verið að rann- saka hvort blettir sem fundust í íbúð hans séu blóðblettir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.