Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 21

Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 21 KRISTBERGUR Ó. Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum í Listasafni Borgar- ness í dag kl. 15. Þar sýnir hann um 20 olíumálverk og er elsta myndin frá árinu 1995 en nýjustu verkin eru frá þessu ári. Kristbergur hefur haldið yfir 20 einkasýningar á ferli sínum og eru mörg verk eftir hann í eigu safna og opinberra aðila. Kristbergur hefur hlotið starfslaun listamanna og kom- ið að ýmsum málefnum á sviði menn- ingar og lista. Listasafn Borgarness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnar- braut 4-6 Borgarnesi, og verður sýn- ingin opin á opnunartíma þess, alla daga vikunnar frá kl. 13-18 og þriðju- dags- og fimmtudagskvöld til kl. 20. Sýningin stendur til 7. ágúst. Olíuverk í Borgarnesi GRÉTA Berg teiknar andlitsmyndir í versluninni Te og kaffi dagana 16., 17., 18. og 19. júlí frá kl. 10 til 14. Til sýnis eru einnig blýants- og krítarmyndir af börnum og fullorðn- um. Teiknar andlit AÐRIR tónleikar í sumartónleika- röðinni í Akureyrarkirkju verða á sunnudag kl. 17. Flytjandi að þessu sinni verður orgelleikarinn Niels Henrik Jessen, frá Danmörku. Að- gangur er ókeypis. Niels Henrik Jessen er fæddur 1953 í Kaupmannahöfn. Hann lærði á orgel frá 1973-85 í Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og París. Við Tón- listarháskólann í Rueil Malmaison í Frakklandi lauk hann „Preperatoire Superieure“ 1981 og „Excellence“ árið 1985 bæði með fyrstu einkunn. Niels Henrik mun einnig leika í þess- ari Íslandsför, í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði miðvikudaginn 18. júlí kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Dietrich Buxtehude, Jens Laursøn Emborg, Max Drischner, Morten Bo Andersen og Alexandre Guilmant. Danskur orgelleik- ari í Akur- eyrarkirkju Bræðsluminjasafnið Grána kl. 14- 17. Sýning á íslenska þjóðbúningn- um og hannyrðum honum tengdum. Síldarminjasafnið kl. 15. Síldar- söltun á planinu. Siglufjarðarkirkja kl. 16. Göfug jómfrú, gráttu ei. Íslensk þjóðlög í útsetningum fyrir kór. Kór þjóð- lagahátíðar. Nemendur á kórstjórn- arnámskeiði stjórna. Íþróttahúsið kl. 20. Hátíðartón- leikar. Leiksýning barna. Kvæða- menn kveða. ALBA, Danmörku. Miðaldadansar og miðaldasöngvar. Harmónikusveit Siglufjarðar leikur fyrir gömlu dönsunum. Þjóðlagahátíð á Siglufirði Gallerí Sölva Helgasonar, Lónkoti, Skagafirði Sýningu Þorra Hringssonar á vatnslitamyndum lýkur á sunnudag. Sýningu lýkur MIG langar eiginlega ekki til að skrifa um þessa mynd, því ég nenni ekki að hugsa um hana. Ég vildi helst að ég hefði ekki séð hana. Ætli það sé kannski tilgangur myndar- innar? Að ganga svo fram af manni að maður gengur út í hálfgerðu losti? Það lítur út fyrir það. Ógæfustúlkunum Manu og Nad- ine verður báðum á að drepa ein- hvern nákominn og hittast af tilvilj- un á lestarstöð þar sem þær eru á leið úr bænum á vit óvissunnar. Þær ná strax vel saman og halda í ferða- lag dauðans og ofbeldisins; þar sem þær hafa samræði við hvern mann- inn á fætur öðrum og skemmta sér við að drepa þá á eftir. Höfundar myndarinnar byggja hana á reynslu sjálfra sín en þær voru einmitt vændiskona og klám- myndaleikkona, rétt eins og Manu og Nadine. Án efa er sú mynd sem þær gefa af undirheimunum og lífs- stíl stúlknanna mjög raunsæ. Sögu- þráðurinn er þó heldur þreytandi þar sem hann er þunnur og end- urtekningasamur og engin þróun á sér stað, hvorki í frásögninni né hjá persónunum. Þær eru kaldar og röff frá fyrstu mínútu og allt fram í end- ann. Raunsæisbíó er fínt, það kynnir forvitnu fólki nýja heima og ann- anhugsunarhátt. En þessu raunsæi fylgja engar tilfinningar og verst er að manni finnst stúlkurnar ekki hafa neina ástæðu til þess að fremja voðaverkin í upphafi, heldur ekki til að halda áfram þessum vitleysis- gangi og hvað þá að skjóta fólk sem einmitt er að sækjast eftir því sama og þær. Þær skjóta sig í fótinn með það, blessaðar. Ef maður hefði haft samúð með þeim hefði myndin í rauninni horft allt öðruvísi við. Þá myndi vakna spurningin um það hversu mikinn viðbjóð og siðblindu maður getur þolað aðalpersónunum í nafni samúðarinnar einnar saman og hvað það segir um okkur sjálf? Þetta hörkulega og ofbeldisfulla raunsæi er einnig kryddað með mjög opinskáum kynlífsatriðum, með nærmyndum af kynfærum í samförum sem mætti flokka undir klám. Þá er spurningin hvort höf- undar vilja hneyksla fólk enn frekar eða hvort þetta er ný útgáfa af klámmyndum? Á nú að fara að blanda öllu saman? Á heildina litið er þessi mynd raunsæisútgáfa af Thelma and Louise nema að það vantar þróun og sögu, með töffuðu Natural born Kill- ers ofbeldi, þótt upptökustíllinn sé frekar í anda dogma-myndanna, og frásagnarhörku Kids þar sem ekk- ert er dregið undan, með tilvitnanir í klámmyndir. Fyrir mér er á huldu hverju verið er að reyna að koma á framfæri með þessari mynd og vona bara að það sé eitthvað meira er hryllingurinn einn saman. Ég hef séð myndir þar sem karlar ganga um og skjóta mann og annan með köldu blóði og kannski þurftum við að sjá tvær franskar undirmálsdömur gera það. Hörkulegt og tilfinn- ingasnautt raunsæi KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n Leikstjórar og handritshöfundar: Coralie Trinh Thi og Virginie Despentes. Aðalhlutverk: Raffaëla Anderson, Karen Lancaume, Delphine MacCarty og Ouassini Embacalé. 77 mín. Toute premiere fois 2000. BAISE-MOI Hildur Loftsdótt ir LEIRLISTAKONAN Steinunn Marteinsdóttir í Hulduhólum í Mos- fellsveit, lætur ekki deigan síga á sumarsýningum í fallega húsinu sem þau Sverrir Haraldsson listmálari formuðu í lok sjöunda áratugarins. Húsuðu fjós og hlöðu fyrrum ábú- enda á staðnum og breyttu í íbúð og vinnuhúsnæði þar sem þau undu við sína listsköpun í leir og lit. Það er enginn hávaði á bak við þessar sumarsýningar listakonunn- ar, húsið eins og það leggur sig bar- asta galopið áhugasömum og forvitn- um, leirverk á gólfi, borðum og hillum en myndverk á veggjum. Þó verður ekki annað séð en að aðsókn á staðinn sé eins og best gerist í höf- uðborginni og þá einkum um helgar; ekki að undra fyrir þá alveg sérstöku lifun að koma þangað. Steinunn mál- ar líka, er þó vísast aukabúgrein og tilbreyting frá leirverkunum þar sem hreinir handverkslegir þættir eru margir og lýjandi. Segir sjálf, að fyrir sér opnist nýjar víddir í tjáningu þegar hún gerir hlé á leirnum og tek- ur til við pensilinn eða krítina og er laus við þær hömlur sem ofninn setur henni. Megi líkja því við að fá vængi og geta kannski flogið og skyldi það ekki frumstæður draumur mann- kyns? Tekur síðan aftur til við leirinn og notar þá gjarnan hugmyndirnar úr málverkinu og útfærir þær í leir og taka þær þá stakkaskiptum sam- kvæmt eðli þess efnis og nýjar víddir birtast henni þá aftur. Á stundum hefur Steinunn fengið fleiri listamenn í lið með sér um sum- arsýningar, en síðustu ár virðist sköpunarferlið hafa færst í ásmegin þannig að hún hefur kosið að standa ein að framtakinu sem er ekkert lak- ara. Takmarkaðar samsýningar vekja minni áhuga og hafa minni slagkraft en stórar einkafram- kvæmdir eins og meira en greinilega hefur komið í ljós á undanförnum misserum og að vissu marki verða listamenn að haga seglum eftir vindi eigi þeir að komast af í litlu landi. Listakonan hefur löngu þróað með sér persónulegt handbragð bæði hvað verklag og hugmyndir áhrærir. Á einn veg eru leirverk hennar vígð einfaldleikanum þar sem heildar- form og efnisáferð eru meginþættir vinnuferlisins, en í annan stað eru það verk þar sem meira er lagt í skreyti yfirborðsins og sérkennileg form. Í báðum tilvikunum nær hún hrifmiklum árangri þegar best lætur, en persónulega er ég meira fyrir hin hreinu, sígildu, formrænu grunnmál og einföldu áferð. Leirlistin hefur þróast í undarlega átt hér á landi, burt frá kjarnan- um og út í hvers konar til- raunastarfsemi í nafni nýjunga. Og þótt allt gott megi um nýjungar segja er óráð að byggja á þeim einum og valta yfir grunnmálin eins og átt hefur sér stað, einkum í ljósi mjög grunnfærðs og tætingslegs undirbúnings sem og formrænnar þjálfunar í kennslukerf- inu hin síðari ár. Þetta hefur ekki ein- ungis gerst í leirlist heldur einnig vefnaði, þar sem fornum aðferðum er rutt út af borðinu, bara si sona. En í báðum tilvikum hafa verið gerðir af- ar framúrstefnulegir hlutir sem nú- listamenn hafa óspart tileinkað sér, og án víðtækrar þekkingar á grunn- inum og skynrænnar þjálfunar verða engin mikil leirlistarverk til, né mik- ilfenglegir vefir. Ekki er mögulegt að veita nýju og fersku blóði um æðar þar sem ekkert blóð var fyrir né bæta steini við vörðu sem ekki sér stað, allt verður að lúta lögmálum framþróunar, ekkert verður til af engu. Listsköpun í hlutum notagildis er svo til að mynda engan veginn úr- elt og lítum við okkur nær sér þess stað í leirverkum hinna dönsku Ger- trud Vaasegaard og Úrsúlu Munch- Petersen svo og hinnar tyrknesk fæddu Alev Siesbye, en fulltrúar út- lendra safna mæta jafnvel á sýningar þeirra. Þetta sannreyndi ég líka á söfnum fjærst í austrinu hinum meg- in á hnettinum, þ.e. í Tokyo og Kyoto, fyrir nokkrum árum, en á sama tíma þykjumst við á útskerinu ekki þurfa á hefðum og reynslu aldanna að halda. Þetta var ekki óraunhæfur útúr- dúr í ljósi þess að þessari öfugþróun fylgir að litið er niður á þá sem þræða hefðina í einhverjum mæli, en hvað einföldustu og formhreinustu verk Steinunnar Marteinsdóttur snertir eru þau jafn gild í núinu og hvers konar tilfæringar til hliðar sem meiri viðurkenningar njóta. Hvað máluðu myndirnar áhrærir nær listakonan víða að bregða upp stemmum sem hreyfa við hinum vandlátari skoðendum og á það eink- um við um leikandi létt málaðar vatnslitamyndir, hvar hennar eigið ég þrengir sér helst fram. Hulduhólar standa svo fyrir sínu sem listaverk í umhverfinu. Steinunn í Hulduhólum Verk á sýningu Steinunnar í Hulduhólum. Bragi Ásgeirsson MYNDLIST H u l d u h ó l a r Opið næstu helgar frá 14–18. Aðgangur 250 kr., frítt fyrir SÍN-félaga. MYNDVERK/LEIRLIST STEINUNN MARTEINSDÓTTIR Steinunn Marteins- dóttir ásamt barna- barni sínu, Sverri Haraldssyni. UM þessar mundir heldur listakon- an Bagga (Sigurbjörg Gunn- arsdóttir) myndlistarsýningu í Kaffi Mílanó, Faxafeni 11 í Reykja- vík. Allar myndirnar á sýningunni eru unnar með akrýllitum á striga. Bagga var í myndlistadeild Bað- stofunnar í Keflavík í sjö vetur, auk þess sem hún hefur sótt ýmis önnur námskeið, en að öðru leyti er hún sjálfmenntuð. Bagga var með sína fyrstu einka- sýningu í Gallerý Hringlist við Hringbraut í Keflavík í maí sl. Áður hafði hún tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Bagga er fædd árið 1946 í Kefla- vík og hefur búið þar alla tíð. Sýn- ing hennar í Kaffi Mílanó stendur fram í september. Ljósmynd/Helgi Dan. Bagga við eitt verka sinna. Bagga sýnir í Kaffi Mílanó ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ PÉTUR Örn Friðriksson og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson opna sýninguna Markmið í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 7, í dag kl. 14. Markmið á sýningu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.