Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 23 EF CHARLES „Buddy“ Bold- en hefði ekki verið haldinn geðsjúkdómnum geðklofa (schizophrenia) hefði djassinn að margra mati ekki orðið til, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Bolden hóf að leika af fingrum fram og seg- ir dr. Sean Spence prófessor við geðdeild Sheffield- háskóla að djasstónlistin hafi orðið til þegar tónlistarmaður með röskun á sviði vitsmuna og skynjunar fór nýjar og ótroðnar slóðir í túlkun sinni. Bolden, sem ekki kunni að lesa nótur, varð frægur fyrir kornettleik sinn í upphafi tuttugustu aldarinnar. Tón- listarstíll hans lá milli blús og ragtime og er látið liggja að því að án hans sérstöku stíl- brigða hefði ragtime-tónlistin aldrei þróast yfir í þann djass sem við þekkjum í dag. Hljómsveit Bolden varð frægust á árunum 1900-1906 en þegar frægðarsól hans skein sem hæst var hann hljóðfæraleikari í átta hljóm- sveitum samtímis. Engar hljóðritanir hafa varðveist með leik Boldens. Djass- geggjun Djassinn byggist á að spilað sé af fingrum fram. Morgunblaðið/Þorkell ÁRLEGA kosta veikindi vegna streitu í vinnu breskan efnahag um 370 milljónir punda að því að fram kemur á fréttavef BBC. Gera má ráð fyrir að hálf milljón Breta þjáist vegna vinnutengdrar streytu og þunglyndis og um 150 þúsund manns fari árlega í að minnsta kosti mánaðarlangt veik- indaleyfi af þeim sökum. Álag er mismikið eftir starfsstéttum og talið mest meðal kennara og hjúkrunarfræðingar. Að mati Heilsu- og öryggismála- stofnunarinnar í Bretlandi er hér um að ræða gríðarlegan heilsu- farsvanda sem tekur mikinn toll af bresku efnahagslífi og veldur einn- ig ómældum mannlegum þjáning- um. Tilbúnar í slaginn. Mest streita í hjúkrun og kennslu Morgunblaðið/Þorkell BRESKT fyrirtæki vinnur nú að hönnun salernisskálar framtíðarinnar, að því er greint er frá á fréttavef BBC. Á þessi skál að geta fylgst með úrganginum úr fólki og komið auga á hugsanleg veik- indi. Um leið og skálin verður vör við einhverjar vísbending- ar um kvilla hefur hún sam- band við heimilislækni með aðstoð tölvu. Þessi nýja tækni nefnist Versatile Interactive Pan, eða VIP, og er það hreinlætis- tækjaframleiðandinn Twyford sem hefur þróað hana. Setan á skálinni nýju er aukinheld- ur raddstýrð og skolun er sjálfvirk. Segir fyrirtækið um að ræða „meiriháttar fram- farir“ í salernisskálatækni. Enn er ekki hafin fram- leiðsla á VIP-salernisskálinni, en Twyford reiknar með að hún geti komið á markað inn- an fimm ára. Talsmaður fyr- irtækisins sagði: „Þetta eru meiriháttar framfarir hjá okkur. Salernisskálar hafa ekki breyst mikið síðan þær voru fundnar upp af Thomas Twy- ford fyrir 120 árum.“ Hugmyndin er að skálin nýja rannsaki þvag og hægð- ir, ekki einungis í leit að vís- bendingum um veikindi, held- ur einnig til að greina mataræði. Talsmaður Twy- ford sagði ennfremur: „Ef til dæmis lítið fer fyrir grófmeti hjá einhverjum einn daginn þá sendir VIP pöntun á baun- um eða belgjurtum til næsta matvörumarkaðar, og vörurn- ar verða afhentar samdæg- urs.“ Ráð- gefandi salerni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.