Morgunblaðið - 14.07.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.07.2001, Qupperneq 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ V estan hafs er um fátt meira rætt en kvennamál þing- manns nokkurs úr hópi demókrata. Reyndar fjallaði sagan upp- haflega um horfna stúlku en þungamiðjan hefur færst yfir á leynilegt ástarsamband hennar við þingmanninn og síðan mögu- legan þátt þingmannsins í hvarfi hennar. Nefndur þingmaður hélt sambandinu leyndu í lengstu lög og fór hörðum orð- um um vonsku fjölmiðlafólks sem væri ákveðið í að ræna hann öllu einkalífi og gera líf fjölskyldu hans óbæri- legt án nokk- urrar ástæðu. Hann botnaði bara ekki neitt í neinu og var ákaflega sár. Forsaga málsins er sú, að í lok apríl hvarf ung kona að nafni Chandra Levy sporlaust í Washington, þar sem hún hafði starfað sem lærlingur hjá fang- elsismálastofnun. Fljótlega skutu upp kollinum sögur um að hún hefði átt vingott við Gary Condit, þingmann frá Kali- forníu. Þingmaðurinn sagðist vissulega kannast við stúlkuna og að hún hefði eitt sinn gist á heimili hans, en tók fram að á milli þeirra hefði verið vináttu- samband. Hann lét starfsmenn sína endurtaka þetta æ ofan í æ við fjölmiðla og sumir sam- þingmenn hans sögðu hann hafa fullyrt þetta við þá. Og auðvitað margendurtók hann þetta í sím- tölum við foreldra ungu kon- unnar. Hann lýsti því líka yfir að hann myndi veita lögreglunni allar þær upplýsingar sem hann mögulega gæti. Þarna kom strax fyrsta klúð- ur. Auðvitað kom í ljós að þing- maðurinn var ekki bara góður vinur ungu konunnar, sem er hátt í þremur áratugum yngri en hann. Hann hafði staðið í ástarsambandi við hana, en reiknaði líklega ekki með að hún segði frænku sinni alla sól- arsöguna. Sjálfur viðurkenndi hann þetta loks í þriðja viðtali við lögreglu í byrjun júlí. Þing- maðurinn sagðist hafa þagað yf- ir sambandinu af tillitssemi við fjölskyldu sína og sagði sam- bandið ekki koma rannsókninni á hvarfi ungu konunnar á nokk- urn hátt við. Sem var auðvitað klúður númer tvö, því lögreglan hafði vikum saman lýst því yfir hversu mikilvægt væri að púsla saman öllum brotum til að reyna að fá heilsteypta mynd af lífi ungu konunnar, því þá væru meiri líkur á að finna hana. Það bætti ekki úr skák fyrir þingmanninn að foreldrar ungu konunnar réðu lögfræðing sér til halds og trausts, en hann er þekktastur fyrir störf sín fyrir móður Monicu Lewinsky. Þegar þetta spurðist fóru vondir menn á fjölmiðlum að rifja upp vand- lætingu þingmannsins, þegar Clinton forseti og flokksbróðir hans varð uppvís að framhjá- haldi með lærlingnum Monicu, og lygum í kjölfarið. Og ein- hvers staðar fannst meira að segja upptaka af þingmanninum þar sem hann lét móðan mása um ömurlegan siðferðisbrest forsetans. Þingmaðurinn hnykkti sjálfur klaufalega á þessum tengslum með því að ráða sér lögmann, sem hafði að- stoðað Clinton í hremmingum hans. Og þá hófust hártog- anirnar, þar sem lögmaðurinn hélt því fram að þingmaðurinn hefði í raun aldrei neitað ást- arsambandinu, heldur bara sagt að hann og unga konan hefðu verið góðir vinir. Aðrir (lesist: hið vonda fjölmiðlafólk) hefðu túlkað þau ummæli sem neitun á ástarsambandi. Þá sjaldan að þingmaðurinn sendi frá sér yfirlýsingar var það helst til að skammast út í fjölmiðla. Hann var afskaplega áhyggjufullur yfir því að til- gangslaus áhugi þeirra á sér og meintu sambandi sínu við Chöndru (á þessu stigi málsins var hann ekki búinn að við- urkenna það), gæti afvegaleitt almenningsálitið og beint at- hygli lögreglu frá því brýna verkefni að finna Chöndru. Svo kom fram á sjónarsviðið kona sem sagðist hafa átt í ást- arsambandi við þingmanninn í 10 mánuði. Þegar fréttir af sambandinu hefðu lekið til fjöl- miðla hefðu lögmenn hans reynt að fá hana til að undirrita yf- irlýsingu um að ekkert hafi ver- ið á milli þeirra. Ef þessi kona segir satt og rétt frá hefur þing- maðurinn enn gerst sekur um dómgreindarskort af hæstu gráðu, enda ekki sæmandi þing- manni að knýja fram rangar yf- irlýsingar til að hlífa eigin skinni. Bandaríska alrík- islögreglan hefur ákveðið að skoða málið nánar, en blessaður þingmaðurinn er mest svekktur út í fjölmiðla fyrir að hafa búið til enn einn storminn í vatns- glasinu með því að greina frá þessu lítilræði. Frá upphafi hefur lögreglan margoft lýst því yfir, að Condit sé ekki grunaður um neinn glæp. Það er reyndar kannski fyrst og fremst tæknilegt atriði því enn er ekki víst að glæpur hafi verið framinn. Það er hins vegar ljóst að nú fer áhugi lög- reglunnar á Condit vaxandi. Það eitt, að hafa átt í vináttu- eða ástarsambandi við konu sem hvarf sporlaust, þýðir ekki að maðurinn hafi hvarf hennar á samviskunni. En hann hefði átt að læra þá lexíu af vandræða- gangi Clintons, að það þýðir lít- ið að ætla að skjóta sendiboðann þegar upp um allt saman kemst. Vondar fréttir af góðu fólki ... en blessaður þingmaðurinn er mest svekktur út í fjölmiðla fyrir að hafa búið til enn einn storminn í vatnsglasinu með því að greina frá þessu lítilræði.“ VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu ÍSINN rak vestur með land- inu. Hvað merkir þetta? Jú, það merkir að ísinn færðist vestur með landinu. Ísinn gerði hvorki eitt né annað. Hann var ekki gerandi þess verknaðar sem sögnin að reka felur í sér. Hann var þolandi verknaðarins, enda kemur í ljós, ef að er gáð, að ís- inn var þarna í þolfalli. Það lítur reyndar út alveg eins og nefni- fallið, svo að sumum kann að sjást yfir þetta að lítt athuguðu máli. Hver rak ísinn vestur með landinu? Þess var ekki getið og stóð ekki til. Það stafar af því, að þarna var að verki einhver óper- sónulegur kraftur sem rak ísinn. Að minnsta kosti kraftur sem menn eru ekki reiðubúnir að nafngreina. Í þessu dæmi er því sögnin að reka ópersónuleg, öðru nafni einpersónuleg, vegna þess að slíkar sagnir breyta ekki um mynd, þótt skipt sé um per- sónufornafn (eða nafnorð) með þeim. Mig rak, þig rak, bátinn rak, okkur rak, ísinn rak o.s.frv. Sögnin alltaf eins, einpersónu- leg, og alltaf með henni þolfall. Auðvitað getum við sagt: ísinn rakst vestur með landinu, eða: ísinn var rekinn, en heldur þykir mér það kollótt tal miðað við hið sígilda orðalag: ísinn rak. Ef mönnum þykir óljóst hvort ísinn var nefnifall eða þolfall, þá skulum við bara skipta um orð. Í staðinn fyrir safnheitið ís skul- um við prófa einheitið ísjaki. Ekki er það eins í nefnifalli og þolfalli. Þá eigum við að segja: ís- jakann rak vestur með landinu, ekki *ísjakinn rak, o.s.frv. Af þeirri einföldu ástæðu, að ísjak- inn rak ekki nokkurn skapaðan hlut, en einhver ópersónulegur kraftur rak ísjakann. Því segj- um við: bátinn rak (ekki bátur- inn) að landi, skýin bar (ekki báru) yfir bæinn, mig (ekki ég) bar af réttri leið. Og þvílíkar sögur bar (ekki báru) á góma, að mig (ekki ég) rak í rogastans. Ópersónulegar sagnir eru skemmtilegar, og rökhugsun býr á bak við þær. Mikill skaði væri máli okkar, ef við týndum þeim í fljótræði og heimsku.  Hlymrekur handan kvað: Um matgogginn, ofurátsmanninn, sem eðlilegt var, fór það þanninn, að hann át á sig gat, en ei þar við sat, því að gatið svo gleypti í sig manninn.  Jóhannes Arason, þaulreynd- ur útvarpsmaður, hringdi til mín, langmæddur eins og fleiri, á því að heyra „á“ fyrir framan 17. júní. Þetta á er fullkomlega óþarft og að tilfinningu okkar Jóhannesar til leiðinda svo nærri stappar vanhelgun. „Á sautjánd- anum“ heyrist líka, rétt eins og þegar menn eru að tala um 13. dag jóla. Hann er fremur glens- dagur en hátíð. Við Íslendingar erum svo heppnir að eiga tímaþolfall. Þess vegna setjum við í bréfhaus „Fyrsta febrúar“, til dæmis, ekki „Á fyrsta febrúar“. Það er þó ekkert nema hefð og tilfinning sem mælir gegn á-i fyrir framan tímaþolfall. Það er ekki mál- fræðilega rangt, enda segjum við jafnan „á aðfangadag“ jóla. Ég læt þetta duga í bili, en á von á bréfi frá Jóhannesi. Mér er kunnugt um að hann hefur í kyrrþey – og með góðum árangri – leiðbeint fjölmiðlafólki um fal- legt íslenskt mál.  Bréf Kristínar Pétursdóttur, annar hluti: 1) Þeir eru margir viðsjár- verðir viðmælendur þáttanna „Víðsjá“ svo og þáttastjórnend- urnir sjálfir. Hjá þeim verða allir „var“ við eitthvað, sama hvaða kyns þeir eru. Hann, hún, það, (barnið), þeir, þær og þau urðu var við óróa í sumar, og í vor varð Elisabeth Wurst var við einhvern bölvaðan ósómann. Svo ekki sé minnst á hökt og stirð- busalegt málfar, slettur, ambög- ur og þessi endalausu dánaraf- mæli í stað ártíða og sífelldrar notkunar ensku-kæksins „ókei“. „Segjandi þetta eða hitt, talandi um þetta eða hitt. Verandi í þessum sporum.“ 2) Sumir heimspekingar kunna ekki að beygja orðin faðir og dóttir. T.d. var sagt í þætti hjá heimspekingi: Rætt var við Kristínu Halldórsdóttir. Frá- sögn: hann spurði faðir sinn ekki ráða. 3) T.d. spurði stjórnandi þátt- ar um bókmenntir stórreykinga- konu, sem búin var að reykja í 40 ár og var nýlega hætt: „Hefirðu orðið var við einhver neikvæð áhrif, eftir þú hættir að reykja?“ Gagnrýnandi á kvikmyndir sagði t.d. í vor: „Mér hlakkar ofsalega til að sjá nýjasta pró- dukt þessa súpersénís horrors- ins.“ Og aftur sagði hún í sumar: „Þessi dogmatíski leikstjóri ger- ir í því að provokera fólki, point- edly.“ 4) Sumir sjónvarpsþulir og fréttafólk er t.d. gjarnt á að fara í bæinn og versla vörur (í merk- ingunni að kaupa). Eins lýsa þau hraðfleygum skipum en ekki hraðskreiðum. Nú er mjög vin- sælt að versla hluti. Hvað sem það þýðir. Svo er það þessi sí- fellda ensku-amaba „ókei“. Hve- nær losnum við við hana? 5) Fréttafólk íþrótta er oft sorglega klaufadómslegt og fá- tæklegt í lýsingum sínum. Í musterinu bylur sífellt sama bullið um boltahnoðið. Hvimleitt er þetta endalausa mas um að lið mæti liði og sumir lúti í gras, hvað svo sem það þýðir. Hvað er þá að lúta í mold, mýri, vatn eða grjót? Væri ekki rétt að skikka það til að lesa Íslendingasögurn- ar þar sem lýst er kappleikjum? Þar fengi það ríkulegan orða- forða.  Sjálfrátt ei í sálu þína sólargeislar æðri skína, ofan að þá birtu ber. Ljóssins skilurðu eðli eigi, en – eins fyrir það á lífsins vegi ljómar það og lýsir þér. (Grímur Thomsen, 1820–1896, Skilningur og trú.) ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.118. þáttur ÞAÐ barst nýlega bréf inn um lúguna á heimilinu mínu. Frá Ríkisútvarpinu og stílað á dóttur mína. Hún er 25 ára. Stelpan er ennþá skráð með heim- ili hjá okkur foreldrun- um, fullorðin manneskj- an. Það er nú einfaldlega af því að hún er ekki farin að búa hér á landi. Hún býr sem stendur í Englandi af því að hún er í námi þar. Ég stalst til að opna bréfið. Svo sem ekki af því að mér finnist gluggapóstur svo spennandi. Heldur af því að mér datt jafnvel í hug að RÚV væri að senda frá sér efni sem væri til þess fallið að draga að nýja notendur. Áhugi minn á markaðssetningu hins opinbera er ódrepandi. Þetta var í þá áttina. Markaðssetning að hætti ríkisins: „Samkvæmt skrá yfir greiðendur afnotagjalda Ríkisútvarpsins virðist sem þú sért ekki greiðandi afnota- gjalda. Og til að ná athyglinni ennþá betur. „Samkvæmt lögum nr. 68/1985 skal greiða afnotagjald af öllum útvarps- og sjónvarpstækjum, einnig af tækj- um sem fengin eru að láni hjá öðrum greiðendum afnota- gjalda. Aðeins ber að greiða eitt afnotagjald á heimili. Jú, jú, þetta dregur að notendur. Sérstak- lega ef því væri líka fylgt eftir af embættis- mönnunum. Talandi til okkar í tón landsfeðr- anna, ábúðarmiklir á svip. Þegar þessi gamla góða markaðssetning nær til mín dettur mér í hug hvort það sé ekki hrein og klár vitleysa að vera að reyna að hafa sjálfstæðan vilja. Það þarf ekki marga Íslendinga til að sjá okkur fyrir ákvörðunum. Mig minnir að það hafi jafnvel verið töluvert í þeim dúr fyrir ekkert svo mörgum árum. Mér fannst t.d. alltaf nokkuð gaman að hlusta á lög unga fólksins og topp tíu, þegar þeir út- varpsþættir voru skammtaðir einu sinni í viku hvor. Ég hef heldur ekki gleymt mikilvægi þess að hlusta á fréttir og veður eða dánarfegnir og jarðarfarir. Krakkarnir mínir, sem reyndar eru að verða fullorðnir, ef horft er á tölurnar fyrir aldur þeirra, þeir skilja ekkert í áhuga mínum á botni Miðjarðarhafs, vindstigum og andlátum. Mér finnst þau eigi að láta sig þau málefni varða. Það eru greini- lega fleiri sammála mér í því. Mér finnst samt þessi umhyggju- semi RÚV óþörf. Þótt ég sé þeirrar skoðunar að börn eigi að fullorðnast með tímanum og stofna sitt eigið heimili, þá finnst mér ábendingar í þá átt frá RÚV ekki viðeigandi. Það mætti að sjálfsögðu hafa útvarps- eða sjónvarpsþátt um þannig málefni. En afnotadeildin á ekkert að vera að skipta sér af þessu. Það ætti að finna starfsmönnum hennar önnur verk- efni. Ég bíð spenntur eftir næsta mark- aðsátaki frá RÚV. Vonandi verður þá búið að losa R-ið frá nafninu og þeir sem mest halda upp á það farnir að gera eitthvað annað. Er RÚV dóni? Birgir Finnbogason Afnotagjöld Þegar þessi markaðs- setning nær til mín dettur mér í hug, segir Birgir Finnbogason, hvort það sé ekki vit- leysa að reyna að hafa sjálfstæðan vilja. Höfundur er endurskoðandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.