Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 31

Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 31 Elsku Garðar minn, það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Þessi seinasti mánuður var búinn að vera þér erfiður. Það virtist allt vera svo bjart framundan hjá þér í byrjun maí, þú varst svo hress þá og ætlaðir að fara að vinna í byrjun júní. En svo kom reiðarslagið í lok maí, meinið var búið að dreifa sér víðar. Eftir sitjum við og syrgjum þig, við erum búin að missa svo mikið. Alltaf varstu reiðubúinn að hjálpa okkur, þú hjálpaðir okkur svo mikið við hús- ið okkar sem við keyptum uppi á Akranesi og vil ég þakka þér fyrir GARÐAR ANDRÉSSON ✝ Garðar Andrés-son fæddist á Hamri í Múlasveit í Austur-Barðastrand- arsýslu 20. mars 1935. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 5. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kálfatjarnar- kirkju á Vatnsleysu- strönd 13. júlí. það. Alltaf voru þið hjónin tilbúin að passa börnin fyrir okkur þeg- ar við vorum með hann Sindra okkar inni á spítala. Þau Sindri og Dagný leituðu mikið að þér er við komum sam- an inn í Voga á laug- ardaginn seinasta, það er erfitt fyrir lítil börn að skilja að afi komi ekki aftur. Þú varst svo mikill afakarl og þér þótti svo vænt um litlu barnabörnin þín. Þau voru litlu ljósin þín og best sýndi það sig þegar þú komst tvisvar sinnum upp á Borgarspítala helsjúkur að heimsækja litla afast- rákinn þinn, hann Sindra okkar, og hafðirðu svo miklar áhyggjur af hon- um og var þér mikið létt er hann var kominn heim. Elsku Garðar minn, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Elsku Fríða, Edda, Garðar, Siggi og Þór- unn, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þín tengdadóttir, Guðleif Hallgrímsdóttir. ✝ Friðrik A. Jóns-son vélvirkja- meistari fæddist á Sauðárkróki 11. sept- ember 1930. Hann lést hinn 5. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Sig- valdi Nikodemusson hitaveitustjóri, f. 7.4. 1905, d. 9.10. 1983, og Anna Friðriks- dóttir húsmóðir, f. 22.12. 1909, d. 2.1. 1993. Systkini Frið- riks eru: Sigurlaug Helga húsmóðir, f. 1929; Valgarð, doktor í sýkla- fræði, f. 1932, búsettur í Banda- ríkjunum; Kjartan A. verkfræð- ingur, f. 1940, búsettur í Banda- ríkjunum; og Bjarni raftækni- fræðingur, f. 1945. Árið 1953 kvæntist Friðrik Elínborgu Dröfn Garðarsdóttur húsmóður, f. 31.5. 1933, d. 20.7. 1996. Dóttir þeirra er Anna Sigríður Friðriksdóttir skrifstofumaður, f. 5.8. 1952, maki Hörður Ólafsson pípulagninga- meistari f. 16.5. 1950. Börn þeirra eru Elinborg Björk hjúkrunarfræðing- ur, f. 29.5.1970, sam- býlismaður Hrafn Guðmundsson eðlis- fræðingur, f. 24.5. 1972; Ólafur Friðrik, f. 23.4. 1976, sam- býliskona Ingunn Þorkelsdóttir, f. 4.7. 1979; og Lísa Dröfn nemi, f. 10.11. 1981. Friðrik starfaði við vélgæslu í frysti- húsi staðarins og var einnig í útgerð. Hann rak ásamt konu sinni verslun og happdrætt- isumboð til margra ára, hann var einnig virkur félagi í Ferðafélagi Skagfirðinga og Björgunarsveit- inni Skagfirðingasveit. Þau hjón- in hófu sinn búskap á Öldustíg 9, en bjuggu hin síðari ár í Háuhlíð 14, Sauðárkróki. Útför Friðriks fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, sem lagður ert af stað í þína síðustu ferð. Ég sé þig á iða- grænum velli veifa áhyggjulaust. Við blasir íslensk náttúra í sínu blíðasta. Ég kveð þig, góða ferð. Elinborg. Kveðja frá Ferðafélagi Skagfirðinga Þegar Ferðafélag Skagfirðinga fagnaði á sl. vetri 30 ára starfsafmæli sínu, var það félagsfólki mikið fagn- aðarefni að geta heiðrað tvo af félög- um sínum og forystumönnum á starfstíma félagsins með því að gera þá að heiðursfélögum sínum. Nú stöndum við frammi fyrir því að ann- ar þeirra, Friðrik A. Jónsson vél- smíðameistari, hefur kvatt þetta líf og er okkur að sönnu þungt fyrir brjósti af þeim sökum og hefðum víst kosið að mega eiga hann að enn um sinn. En vegferð Friðriks hér á jörðinni er lokið og um það tjáir ekki að deila. Að leiðarlokum vill félagið minnast Frið- riks og margvíslegra starfa hans í þess þágu með nokkrum orðum. Það er alkunna, að starfsemi langflestra þeirra félaga og samtaka, sem starfa að samfélagsmálum af ýmsum toga, hvílir oft á fórnfúsu starfi og áhuga tiltölulegra fárra, sem oft á tíðum leggja nótt við dag í þágu málefnis þess, sem starfað er að og skeyta þá oft lítt um laun í krónum og aurum að loknu dagsverki. Ekki á þetta síður við um áhugasamtök um ferðir og úti- vist en önnur málefni og starfsemi Ferðafélags Íslands hefur löngum byggst upp á samhentum og áhuga- sömum einstaklingum og hópum. Þegar sá harðsnúni hópur, sem opnað hafði öræfaleið úr Skagafirði með byggingu brúar á Jökulsá austari við Austurbug á Hofsafrétt, hafði for- göngu um stofnun sérstakrar deildar innan félagsins hér í Skagafirði, varð Ingólfur heitinn Nikodemusson nán- ast sjálfkrafa formaður félagsins, enda ókrýndur foringi þeirra héraðs- manna, er áhuga höfðu á slíkum ferð- um. Jafnframt var í hópnum ákveðinn kjarni fólks, sem hafði ódrepandi metnað og áhuga fyrir hönd hins ný- stofnaða félags og fljótlega varð Frið- rik, sem var bróðursonur Ingólfs, hans nánasti samverkamaður og stoð og stytta í framkvæmd verkefna félagsins, eins og hann hafði reyndar verið við fyrrgreinda brúarbyggingu. Þegar félagið tók til við sitt næsta verkefni, sem var bygging fjallaskála við Lambahraun vestara norðan Hofsjökuls, má segja að þótt margir kæmu að því verki á stundum og þeg- ar stærri áföngum var náð, hvíldi meginþunginn af framkvæmdum og skipulagningu þeirra á þessum tveim- ur mönnum. Sparaði Friðrik hvorki fé né fyrirhöfn í þágu félagsins og hefur líklega enginn tölu á þeim ferðum, sem hann fór á bílum sínum að skál- anum til þess að flytja þangað jafnt fólk sem varning, og allan þann kostn- að greiddi hann úr eigin vasa. Naut Friðrik einnig velvilja og áhuga konu sinnar, Elínborgar heitinnar Garð- arsdóttur, sem tók á sig aukaálag við rekstur þeirra hjóna svo Friðrik gæti sinnt þessu áhugamáli sínu. Var það ekki eini stuðningurinn, sem Elín- borg veitti félaginu, því hún aðstoðaði einnig mann sinn af drengskap og áhuga við umsjón með fjármálum félagsins og innheimtumálum þeim tengdum, sem Friðrik hafði á hendi lengst af. Eftir að Ingólfs naut ekki lengur við í málum félagsins má segja, að Friðrik hafi í raun verið sá drifkraftur, sem fjölmörg verkefni er félagið hefur leyst af hendi, hefur byggst á. Þau eru reyndar æði mörg og með ólíkindum, að svo lítið áhuga- mannafélag með takmörkuð fjárráð hafi leyst þau með jafn miklum glæsi- brag og raun ber vitni. Þar má nefna byggingu fjallaskálans Trölla, sem var Friðriki mikið áhuga- og hjartans mál; annan slíkan skála á Víðidal þar sem heitir á Þúfnavöllum, brú á Fossá á Hofsafrétt og í samstarfi við land- eigendur í Austurdal byggingu skál- ans að Hildarseli og göngubrú á Tinná, sem var farartálmi á leið þang- að. Hafði Friðrik reyndar mikinn áhuga á að koma upp viðlíka sam- göngubótum á öðrum ám á leiðinni milli Hildarsels og Laugarfells, en þessi leið, sem er flestum lítt kunn, er mikil og samfelld náttúruparadís, bæði með tilliti til fágæts gróðurfars sem jarðmyndana og tilkomumikils landslags. Verður það verkefni arf- taka hans í félaginu að þoka þeim málum áfram. Það má einnig þakka áhuga Friðriks að þeir þrír skálar félagsins, sem það á eitt og sér, hafa verið raflýstir með nýtingu sólarorku og rafhlaða og hefur það aukið nýt- ingarmöguleika þeirra og þægindi þeirra sem þá gista. Eins og fyrr er getið, eru spor Friðriks og snúningar í kringum öll þessi mál orðin býsna mörg og verða seint talin og úr þessu ekki þökkuð sem skyldi. Eiginkonu sína missti Friðrik fyrir fáum árum og var hún honum mikill harmdauði, enda voru þau hjón sam- hent mjög og samrýmd. Var öllum ljóst er Friðrik þekktu, að honum þótti dagar lífs síns hafa lit sínum glatað að henni genginni. Hefur heilsu hans hrakað ört síðustu mánuði og misseri og lauk lífsgöngu hans föstudaginn 6. júlí sl. Ferðafélag Skagfirðinga sér nú á bak heiðurs- félaga sínum og þeim einstaklingi, sem lagt hefur því einna mest lið með beinum og óbeinum hætti án annarra launa en þeirra, sem gleðin yfir leystu verkefni veitir þeim, er að hefur unnið og hlýhug og þakklæti þeirra, er verkanna njóta. Félagið vill með þess- um fátæklegu orðum þakka honum samfylgdina og megi sá sem öllum leiðum ræður halda yfir honum verndarhendi sinni í þeirri ferð, sem hann hefur nú lagt upp í og við öllum þurfum að fara um síðir. Vinum hans og aðstandendum vottar félagið sam- úð sína. FRIÐRIK A. JÓNSSON Systir mín Elísabet Arnarsdóttir er dáin. Elsku litla krúttið mitt það er alveg hræðilegt að vita að þú sért farin, maður þarf að lifa af án þín sem eftir er. Ég veit að þú ert hjá guði. Ég man þegar þú komst fyrst til mín með mömmu þinni til mín og pabba, þú varst litla krúttið mitt með krullað og sítt hár og bara tveggja ára. Við áttum marg- ar góðar stundir saman eins og þegar ég fór alltaf með þig á leikskólann, ég man svo vel eftir því að ég var búin að ná í þig á leikskólann og þú varst á þríhjólinu þínu, en þú varst svo þreytt að þú sofnaðir á stýrinu, æ, æ, það var svo sætt og við lékum okkur alltaf á snúrustaurnum í garðinum, það eru svo góðar minningar. Svo þegar við fluttum til Spánar, vorum við alltaf að keppa um hvor gæti orð- ið brúnni en þú áttir auðvitað heið- urinn að því. Það var svo sniðugt þeg- ar þú fórst ofan í innkaupatösku og ég, Arna og Ingi keyrðum um allt með þig og þú varst alltaf að kíkja og brostir. Tíminn er svo fljótur að líða ELÍSABET ARNARSDÓTTIR ✝ Elísabet Arnars-dóttir fæddist í Reykjavík 8. mars 1988. Hún lést af slysförum við Breið- dalsvík 24. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Ak- ureyrarkirkju 2. júlí. og þú varst alltof fljót að eldast eða kannski bara hjá mér. Þú varst svo þroskuð að þú skildir allt. Þú varst alltaf með svo góðar einkunnir og alltaf svo skynsöm. Ég man svo vel eftir tálistinni hjá þér, þú sýndir mér það aftur og aftur þegar ég sá þig síðast. Ég er þannig manngerð Beta mín að ég á fullt af góð- um minningum um þig, þó það komi ekki á blað. Ég náði vonandi að kveðja þig á þann hátt sem þú vildir, ég gerði það með Dominos pizzu og brauðstöngum og kyssti þig og knús- aði áður en þú fórst og það var í sein- asta skipti sem ég sá þig mánudaginn 18. júní 2001. Það verður erfitt að lifa án þín elsku Beta mín. Þín systir Guðríður Aðalbjörg. Elsku Beta, þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Eng- in orð fá því lýst hve okkur þótti vænt um þig. Þú varst alltaf frábærlega góð vinkona og varst alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á. Þó að það hafi stundum reynt á vinskapinn blessaðist allt að lokum og við skild- um í sátt sem vinir. Þú fórst svo skyndilega, þetta kom svo á óvart að við skiljum ekki enn að þú sért farin frá okkur. En við hugg- um okkur þó við það að þú sért nú komin á betri stað og þér sé ætlað stærra og betra hlutverk. Það er ekkert réttlátt við það að svona góð stelpa deyi í svona hræði- legu slysi. Það er svo óréttlátt að þú skyldir deyja en hvenær er dauðinn réttlátur? Þú varst alltaf svo kát og skemmti- leg svo það er ekki skrítið að allir sakni þín. Allir sem höfðu tækifæri til að kynnast þér sáu hvað þú varst yndisleg stelpa. Minningin um þig mun ætíð búa í hjörtum okkar og við hittumst í guðs- ríki þegar röðin kemur að okkur. Ég bíð við mánans bleika skin í brekkunni út við sæinn og hlusta á brimsins hæga dyn og hugsa um liðna daginn. En festingin hvelfist fagurblá með flokka af ljómandi stjörnum, mér finnst ég þar hlæjandi hópa sjá af himneskum englabörnum. (Kristmann Guðmundsson.) Ástarkveðjur að eilífu. Súsanna og Sigrún. Elskuleg lítil frænka okkar og bróðurdóttir, hún Elísabet, hefur nú skyndilega verið tekin frá okkur í skelfilegu umferðarslysi. Þessar ótrúlegu sorgarfréttir bárust okkur í Bakkahjalla, í Kópavogi, að kveldi hins 24. júní síðastliðins. Hjartans litla vina, þú sem varst alltaf svo sér- staklega blíð og góð og sýndir strax svo mikil þroskamerki að af bar. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni ef fréttist af þér á leið í bæinn að fá þig í heimsókn, enda fóru þá frænkurnar strax að ráðgera hvernig best væri að nota tímann með þér og var Val- borg litla þar einna áköfust. Það var svo gott hve vel þið náðuð saman, þegar þið fenguð að hittast gátuð þið setið langtímum saman og rætt ykk- ar hjartans mál eða spilað á milli þess sem þið voruð að greiða hver annarri og gera ykkur fínar eins og nú í síð- ustu heimsókn þegar þið undirbjugg- uð ykkur af kostgæfni fyrir minning- arafmælið hennar Boggu frænku, þið voruð glæsilegar allar saman. Þótt þú sért nú farin, elsku vina, og hafir vart náð að ljúka barnæskunni hér, aðeins 13 ára gömul, finnst okk- ur samt að við séum nær þér en oft áður og að þetta sé bara eins og í feluleikjunum þegar þið voruð litlar, týnd í smá tíma en svo finnumst við öll aftur. Elsku Addi minn og Guðný, engin orð megna að lýsa sorg ykkar og söknuði, þó að þið hafið kosið að búa í sitt hvorum landshlutanum féll aldrei skuggi á þroskað samkomulag ykkar um hvað barninu væri fyrir bestu. Þá er einnig aðdáunarvert hve blíðlega hún Valrún tók henni Elísabetu sem hjálpað hefur mikið til að tengja syst- urnar saman þennan stutta tíma sem þær höfðu. Elskulegur bróðir, vinkonur og frænkur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum þess að góð- ur Guð styrki ykkur og verndi í sorg ykkar. Ólafur, Andrea, Ásdís, Sonja og Valborg. Þegar ég um fimm ára skeið þjónaði sem prestur í Grindavíkur- prestakalli kynntist ég mörgu góðu fólki. Og eðlilega hafði ég mest að segja af samstarfs- fólki í kirkjunni. Þar var Jón Hólmgeirsson í fylkingar- brjósti, gjaldkeri sóknarnefndar og meðhjálpari. Síðar varð hann for- JÓN HÓLMGEIRSSON ✝ Jón Hólmgeirs-son fæddist í Flatey á Skjálfanda 15. mars 1934. Hann lést 11. maí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Grindavík- urkirkju 18. maí. maður sóknarnefndar og hafði þar forgöngu um mörg góð mál. Jón rækti þau störf af vandvirkni, fórnfýsi og kærleika. Hann tók virkan þátt í lýðræðis- legri umræðu um mál- efni sóknarinnar, lagði hverju góðu máli lið af réttsýni og þroskuðu innsæi. Jón var jafnaðar- maður að hugsjón og lét sig máli skipta þau gildi sem sú stefna hef- ur löngum leitast við að hafa í heiðri, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þessi hugtök má að mínu viti öll rekja til kristinnar trúar, kristinnar lífssýnar og afstöðu til mannsins og þess samfélags sem hann myndar og mótar. Jón lagði líf- inu lið meðan hann lifði. Það var fög- ur guðsþjónusta og hver maður sem vinnur störf sín vel vinnur einmitt í þágu Guðs og lífsins. Jón var því meðhjálpari í mun víðari skilningi en alla jafnan er lagt í það orð, með- hjálpari Guðs í þeirri viðleitni að búa fólki betri kjör, betra líf, skapa betri heim. Það er því auðskilið hvers vegna honum voru falin ýmis trún- aðarstörf í þágu Grindvíkinga. Þar er nú skarð fyrir skildi. Af andláti hans frétti ég fyrst í júnílok nýkominn úr langri dvöl ytra og var þá útför afstaðin. Um leið og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Jóni, starfa með honum og kynnst mannkostum hans, sendum við Bjarnfríður, eftirlifandi eigin- konu hans og fjölskyldu, innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Jóns Hólmgeirssonar. Örn Bárður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.