Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 33

Morgunblaðið - 14.07.2001, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 33 ✝ Markús Sigur-jónsson bóndi á Reykjarhóli í Seylu- hreppi, Skagafirði, fæddist í Eyhildar- holti 16. mars 1909. Hann lést á sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 6. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Markússon, bóndi í Eyhildarholti og víð- ar, f. 1868, d. 1919, og Sigurlaug Reyk- dal Vigfúsdóttir, húsfreyja og fyrsta rjómabússtýra í Skagafirði, f. 1870, d. 1951. Markús giftist 1936 Þórönnu Jónsdóttur húsfreyju, f. 26. júní 1904, d. 1980, dóttur Jóns, bónda á Kársstöðum í Land- broti, Einarssonar og konu hans, Sigurlaugar Einarsdóttur hús- freyju. Fósturdóttir Markúsar og Þórönnu er Aðalheiður, f. 20. mars 1938, sonur hennar er Ragnar Arnar, f. 1965, giftur Teutu Bilbili, f. 1969. Börn Markúsar og Þór- önnu eru: 1) Sigur- jón, f. 26. maí 1941, kvæntur Önnu V. Gunnlaugsdóttur, börn þeirra eru: Hanna Guðrún, f. 1963, gift Sigurði Bogasyni, synir þeirra eru Bogi Arn- ar, f. 1994, og Sig- urjón Andri, f. 1997; Markús, f. 1966, í sambúð með Hafdísi Huld Þórólfsdóttur og sonur þeirra er Sigurjón Már, f. 1998; Andrea, f. 1969, í sambúð með Magnúsi Aronssyni; og Gunn- laugur Þór, f. 1971, í sambúð með Önnu Marin Kristjánsdóttur. 2) Sigurlaug, f. 6. júlí 1944. Útför Markúsar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku afi, með söknuði kveðjum við þig. Það er margt sem kemur upp í huga okkar. Á hverju vori var beðið með óþreyju eftir því að kom- ast í sveitina til afa og ömmu. Kom- ast á hestbak, fara á minkaveiðar, reka fé og stóð á fjöll, vera í heyskap og fá að fylgjast með þróuninni í heyskaparháttum í sveitinni. Afi fór víða og fengum við bræður Markús og Gulli oft að fara með og þá sérstaklega á minkaveiðar. Margt var brallað og margar fleyg- ar setningar komu frá afa. Eitt sinn var Gulli staddur með afa á bæ ein- um og var drengnum boðin mjólk en svaraði þá afi að bragði „Nei, hann drekkur kaffi.“ Var Gulla síðan boð- in mjólk í kaffið og svaraði afi þá: „Nei við drekkum það svart, við er- um frá Reykjarhóli.“ Öll lærðum við systkinin að keyra Landroverinn og dráttarvélarnar hjá afa. Þau voru ófá hestamannamótin sem farið var á. Afi átti mörg góð og falleg hross og voru nokkur þeirra sérstök, til dæmis vöktu höttóttu hrossin at- hygli. Hann var einnig þekktur fyrir fallega hrúta sem oft fengu verð- laun, einnig átti hann mikið for- ustufé og sauði. Hann vildi aldrei kollótt fé, bara hyrnt. Margt er það sem lifir í minning- unni sem verður rifjað upp á góðum stundum. En nú kveðjum við þig elsku afi. Því sál hans var stælt af því eðli sem er í ættlandi hörðu, er dekrar við fátt, … .. í voðanum skyldunni víkja ei úr, og vera í lífinu sjálfum þér trúr. (Stephan G. Steph.) Blessuð sé minning þín. Hanna Guðrún, Markús, Andrea og Gunnlaugur Þór. Elsku langafi. Fái eg ekki að faðma þig. fögnuð þann ég missi. Frelsarinn Jesú fyrir mig faðmi þig og kyssi. (S.J.) Blessuð sé minning þín. Sigurjón Már, Bogi Arnar og Sigurjón Andri. Gengin er sól að grænum viði, golan mér strýkur létt um kinn. Ilmandi jörðin andar friði unaðskennd í sál mér inn. Yfir mér hvelfist bjartur breiður, blikandi stjörnuhiminn skær, skínandi fagur, hár og heiður horfir á lítið blóm sem grær. Brosir við augum yndisfögur almættisdýrðar veröldin. Bráðum mun aftur láð og lögur ljóma við árdagssólarskin. (Valgarður Kristjánsson.) Mig langar til að kveðja þig, Markús, með þessum orðum. Eitt er víst að aldrei mun ég gleyma þér. Hvað þú stóðst alltaf fastur á þínu og komst svo vel til skila hvaða skoð- anir þú hafðir á hlutunum. Það kunni ég svo vel að meta því að þetta var allt svo beint frá hjartanu og umbúðalaust. Þú munt lifa í minn- ingunni og í þeim sem þótti vænt um þig. Kveðja, Hafdís Huld Þórólfsdóttir. Kynni okkar Markúsar á Reykj- arhóli hófust ekki fyrr en hann var kominn um eða yfir miðjan aldur. Ég hafði þó oft heyrt hans getið. Hann var sérstæður maður, kom til dyranna eins og hann var klæddur, hispurslaus í tali og sagði skoðun sína á mönnum og málefnum af- dráttarlaust hver sem í hlut átti. Skoðanir hans fóru ekki ávallt saman við það sem almælt var, en það skipti hann litlu. Hann talaði ómengaða íslensku, var skemmti- legur viðræðu og myndrík orðatil- tæki hans eru mér minnisstæð. Hann var Skagfirðingur í húð og hár, þekkti fjölda fólks og var fróður um ættir þess og sögu. Markús var óvenjulega minnugur og hélt þeirri hæfni sinni ótrúlega vel til hins síðasta. Saga byggðar- innar var honum því mjög kunn frá langri lífsleið og raunar lengra aftur í tímann. Markús talaði nær aldrei um sjálfan sig eða sína eigin hagi. Ég fann þó að honum þótti mjög miður að ekki skyldi vera mögulegt að hann gæti fengið ábýlisjörð sína keypta. Á fyrri árum átti hann í bú- stofni sínum verðlaunagripi, sem sýndu árangur ræktunarmannsins. Hann stundaði lengi minkaveiðar og seinni árin dró hann bústofninn saman, en það leyndi sér ekki að hrossin og önnur dýr í eigu heimilis- ins bjuggu við gott atlæti. Það var ávallt gott að koma að Reykjarhóli, rausn og hlýja ein- kenndi móttökurnar. Tryggð Mark- úsar við mig sem aðra vini sína var óbrigðul og frændsemi okkar spillti ekki. Hollráð hans voru veitt af heil- um hug. Markús missti Þórönnu konu sína fyrir um 20 árum. Eftir það annaðist Sigurlaug dóttir þeirra, sem ævin- lega er kölluð Imma, heimilið með föður sínum og hann sjálfa síðustu árin með þeirri alúð að óvenjulegt má telja. Ræktarsemi hennar við föður sinn vék öllu öðru til hliðar og var slík að hann gat verið heima á Reykjarhóli með litlum hléum þang- að til daginn fyrir lokadag. Ég veit að honum var það kært. Sjálfur var Markús dugmikill og óvílinn. Hann var krabbameins- sjúklingur síðustu árin og oftar en ekki sagði hann að sér liði mun bet- ur en áður og þegar hann kom síðast að Akri á leið frá Reykjavík fyrir um tveimur árum fundust honum slík ferðalög ekki umtalsverð. Þó þurfti nánast að bera hann upp tröppurn- ar. Hann tók hlutunum eins og þeir voru og þannig hefur hann gengið á fund síns herra. Við Helga flytjum Markúsi þakkir að leiðarlokum fyrir kynni okkar og vináttu á liðnum árum og sendum kveðjur okkar heim að Reykjahóli til barna hans og annarra aðstand- enda. Pálmi Jónsson. MARKÚS SIGURJÓNSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.                                    !"##$ %& '& ()#*++ ,"# ##$   '& #*++  !" ##$   !"          % -.   / 0 0%  ) 12 3 /45"*##"* 6*"  &             !"# $# %& 047#+##$ '" 047#+#*++ $4 "&#+"**              % - % /  .  /  ) 8* 9 4 & : ;85"'8         !"#  #  % &$ '      (     "!# $ # !)#)*#   +4*"2  2" "2  $4 2" "2" "2  +                .% )& + ,!# ' +"4 & : 7 ,578 " ,!  ,   % &$ -   !"# $#  #+' 95" 5" "*++ 87 ,"##$ " ,5)!#*++ %& 7 ,"#*++ &"#+ < &" #$ 4 '& ,"#*++ (=+ 5" "#$ 5"  ,"##$ %& 7 %" #*++ 2" "2  $4 2" "2" "2                   ,= "&#*!# 4!"&  ) 9"+; ) 85)"*"      $     .# $ # /     $ -  &    !0# $ # !1#**# -2          .' " ." 4 =+ " "*#*++ %& '& " "#*#*++ ",*  " "*#*++ %&!* "# " "*##$ 4"   '& " "*#*++  +    $     2      %  /   % -.  / 1"4 : ""  &      3$      $    !.# $ # !)#)*# 5         ( &$  '  #  %" +)##$ /44 & #*++  "* ##$ +) ##$ %& 7 % "* #*++ %&!* " ##$ ##5" %" #*++ *" #*++  4 6  9 &5##$ 4 '& %&!#*++ " 4"#$ $4 2" "2  6            .> (0 / "+ :?      % &$  '    !!# $ #     7    "*# $ # !)#)*# "44 ! ()##$ "4,& ) " "#*++ " # 4 *8+##$ 4 "#+#*++  ." '" *8+#*++ " ." 5"  ;5" *8+#*++ < "  1!*##$ 2" "2  $4 2" "2" "2 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.