Morgunblaðið - 14.07.2001, Page 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 35
Fimmti flokkur Breiðabliks í knatt-
spyrnu drengja var saman kominn á
Vallargerðisvelli í Kópavogi síðdegis
einn sumardag fyrir rúmum þrjátíu
árum. Í stað æfingar var skyndilega
boðað til kappleikja a- og b-liða við
Víking og var eftir okkur beðið á leik-
velli Víkinganna í Bústaðahverfi. Ein-
hverjir okkar voru á reiðhjóli og hent-
ust þeir af stað. Valda þótti það
ekkert tiltökumál að skutla þeim sem
eftir voru á bíl sínum. Og þegar á
áfangastað var komið stukku hvorki
fleiri né færri en sautján grænklædd-
ir hnokkar út úr blöðruskóda Valda.
Ef minnið bregst mér ekki unnum við
báða leikina.
Valdimar Kr. Valdimarsson var
alltaf boðinn og búinn að gera hvað-
eina svo ungir Blikar gætu sparkað
bolta. Hann starfaði við knattpyrnu-
velli Kópavogsbæjar en hann helgaði
líf sitt þeirri æsku sem vildi spila fót-
bolta. Þeir skipta tugum Íslands-
meistaratitlar yngri flokka frá því á
áttunda og níunda áratugnum sem
Valdi á væna hlutdeild í. Þá má ekki
gleyma því að knattspyrnumenn voru
í huga Valda bæði strákar og stelpur.
Hið öfluga starf Breiðabliks í kvenna-
knattspyrnu óx úr grasi fyrir um ald-
arfjórðungi í skjóli Valda.
Breiðablik kveður einn sinn dug-
mesta félaga með innilegu þakklæti.
Sjálfur kveð ég góðan föður æskuvin-
ar, nágranna sem leyfði okkur að
spila fótbolta á lóð sinni og glaðværan
fisksala sem var að vestan. Fyrir
mína hönd og aðalstjórnar Breiða-
bliks sendi ég ekkju Valdimars og af-
komendum hlýjar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Valdimars Kr.
Valdimarssonar.
Ásgeir Friðgeirsson,
aðalstjórn Breiðabliks.
Mig langar að minnast vinar míns
„Valda gamla“ eins og ég kallaði
hann, en það var ekki af því að hann
væri gamall í mínum augum heldur til
að aðgreina þá feðgana vini mína. Ég
kynntist Valda þegar ég sá um
íþróttanámskeiðin „Íþróttir og útilíf“
fyrir nokkuð mörgum árum, en þá
vann Valdi á Kópavogsvelli. Hann sá
um að gera við netin í mörkum víðs
vegar um bæinn og margt fleira og
spjölluðum við þá oft er við hittumst
um alla heima og geima. Upp frá því
hittumst við oft og eftir að hann hætti
að vinna skrapp ég stundum til hans í
kaffi og oftast urðu umræður okkar
um íþróttir eða pólitík og kom maður
ekki að kofunum tómum í þessum
umræðum hjá Valda. Þegar ég fór
sjálf í bæjarpólitíkina hér í Kópavogi
fyrir rúmum þremur árum gaf hann
mér mörg góð ráð og eitt sinn skellti
hann bunka af pólitískum bæjarblöð-
um sem hann hafði safnað og gaf mér
um leið og hann sagði: „Hérna er
nokkuð sem þú getur lesið og séð hve
miklu hefur verið lofað fyrir kosning-
ar og ekki staðið við.“ Ég hitti Valda
vin minn síðast á Reykjavíkurflugvelli
í júní sl., þar sem við vorum að fylgja
barnabörnum okkar sem voru á leið á
Pæjumótið. Þá sagði Valdi: „Nú verð-
ur þú að fara að koma í heimsókn því
ég þarf að spjalla svolítið við þig.“ Því
brá mér illa er ég sat og las síðasta
sunnudagsmogga og sá að Valdi var
allur. Hann var góður maður og vildi
allt fyrir alla gera. Hvíl þú í friði og
megi guð geyma þig.
Kæra fjölskylda og öll þið sem nú
hafið misst góðan vin, ég sendi ykkur
öllum mínar bestu samúðarkveðjur.
Ásdís Ólafsdóttir.
Nú er fallinn í valinn einn af þeim
mönnum sem um áratuga skeið settu
sterkan svip á bæjarlífið í Kópavogi.
Valdi vallarvörður er látinn, nýorðinn
75 ára. Ég man fyrst eftir Valda, þeg-
ar hann rak fiskbúð á Álfhólsveginum
og „átti“ allar húsmæður í nágrenn-
inu. Þá þekktu hann allir sem Valda
fisksala. Ég flutti í Kópavoginn árið
1950 en það var árið 1965, þegar ég
gekk í Breiðablik, að kynni okkar
Valda hófust fyrir alvöru. Valdi var
einn ötulasti stuðningsmaður félags-
ins í áratugi og helgaði þá félaginu
starfskrafta sína alfarið. Hann var á
annan áratug meira og minna í stjórn
knattspyrnueildar, sem formaður,
varaformaður, í nefndum á vegum
félagsins og vann að öllu sem til féll.
Valdi sá um að þvo búninga, raka völl-
inn og merkja hann og þetta gerði
hann lengi vel af einskærum áhuga.
Valdi var að því mig minnir ráðinn
íþróttafulltrúi bæjarins árið 1968 og
síðar þegar hann lét af því starfi þá
varð hann vallarvörður og gegndi
hann því starfi fram á efri ár. Starf
Valda í þágu knattspyrnu- og æsku-
lýðsmála í Kópavogi verður ekki met-
ið til fjár. Á þeim árum sem hann var
vallarvörður má segja að hann hafi
verið aðaluppalandi æskunnar í bæn-
um. Þá voru ekki til leikskólar en
krakkar allt niður í 5-6 ára ólust upp á
Vallargerðisvellinum hjá Valda og
þar var líf og fjör frá morgni til
kvölds. Þá hljómaði sú spurning dag-
inn út og inn „Valdi áttu bolta“ og allt-
af gat Valdi dregið fram einhverja
tuðru þannig að allir gátu leikið sér.
Þetta starf hans lagði síðan grunninn
að því blómaskeiði sem rann upp í
yngri flokkum Breiðabliks í knatt-
spyrnu á árunum 1973-1980. Á árinu
1973 eignuðumst við fyrstu Íslands-
meistara í 5. flokki og árið eftir vann
Breiðablik það afrek að verða Ís-
landsmeistarar í öllum yngri flokkum
sem þá var keppt í, þ.e. í 5., 4. og 3.
flokki, og voru úrslitaleikirnir allir
spilaðir sama kvöldið á Melavellinum
gamla. Á þessum árum unnust síðan
fjölmargir Íslandsmeistaratitlar bæði
í yngri flokkum karla og meistarar-
flokki kvenna og var þá undantekn-
ingartilfelli ef leikur tapaðist. Eitt af
því sem Valdi kom á laggirnar í Kópa-
vogi alfarið upp á sitt einsdæmi var
skólamót í knattspyrnu. Fyrsta skóla-
mótið var haldið árið 1969 og var þá
keppt í A og B liðum í hverjum ár-
gangi. Upphaflega voru það einungis
strákarnir sem kepptu en síðan komu
stúlkurnar til leiks og var þá keppt
milli barnaskólanna og upp í 9. bekk í
gaggó. Til marks um umfang þessa
móts þá voru þátttakendur hátt í 500
talsins árið 1984. Valdi var ekki sá eini
í fjölskyldunni sem lagði sitt af mörk-
um til knattspyrnunnar í Kópavogi
því fimm af börnum hans æfðu og
kepptu í knattspyrnu. Þau Ásgeir og
Kristín hættu áður en þau náðu inn í
meistaraflokk en Sigurjón og Valdi-
mar voru báðir á sínum tíma einir af
máttarstólpum meistaraflokks til
fjölda ára og Rósa var ein albesta
knattspyrnukona landsins, fyrirliði
meistaraflokks Breiðabliks á blóma-
skeiði kvennaknattspyrnunnar í
Kópavogi og fyrsti fyrirliði kvenna-
landsliðsins. Þá má ekki gleyma að
Valdi var einn ötulasti talsmaður
kvennaknattspyrnunnar á bernsku-
árum hennar og vildi veg hennar sem
mestan. Ég þjálfaði hjá yngri flokk-
um félagsins á annan áratug á þess-
um árum og síðar meistaraflokk
kvenna og var jafnframt í stjórn
knattspyrnudeildar um árabil og átti
því mikið og náið samstarf við Valda.
Þær voru ófáar ferðirnar sem við fór-
um vítt og breytt um velli landsins og
minnisstætt er þegar við vorum að
flytja strákana á milli Vallargerðis-
vallar og á vellina í nágrannabyggð-
unum en þá var oft vel troðið í Skod-
ann hans Valda. Þá fór hann sína
fyrstu utanlandsferð með mér þá að
nálgast fimmtugt en þá fórum við til
Skotlands, ég sem þjálfari og Valdi
sem fararstjóri. Þótt Valdi hefði ekki
svo vitað sé keppt í knattspyrnu þá
hafði hann merkilega næmt auga fyr-
ir gangi leiksins og hvaða stöður hent-
uðu hverjum leikmanni. Þær voru
ófáar ráðleggingarnar sem Valdi
laumaði að mér þegar ég var að
þjálfa, hvort ekki væri gott að prófa
þennan í þessari stöðu o.s.frv. og voru
ábendingar þessar oft teknar til
greina er lítið bar á og passað upp á
að láta Valda ekki halda að hann réði
einhverju um liðsskipan. Valdi hafði
mjög ákveðnar skoðanir og var oft
harður á sínu. Þetta olli oft deilum og
samstarfsörðugleikum við yfirvöld
bæjarins en skoðanir sínar setti Valdi
fram af heilum hug og ætíð með það
að leiðarljósi hvað hann taldi félaginu
fyrir bestu. Þrátt fyrir langt samstarf
okkar þá minnist ég þess ekki að okk-
ur hafi nokkurn tíma sundurorða og
þrátt fyrir skoðanamun í ýmsum mál-
um þá náðum við alltaf lendingu með
einum eða öðrum hætti.
Ég og fjölskylda mín viljum með
þessum fátæklegu orðum kveðja
gamlan vin og félaga og votta fjöl-
skyldu hans okkar dýpstu samúð.
Guðmundur Þórðarson.
Mig langar til að
kveðja Ellen með þess-
um fáu orðum. Hún
var stórbrotin per-
sónuleiki, „dúndur-
kona“ eins og dætur mínar kölluðu
hana. Hún hringdi iðulega til mín og
bað mig að koma við hjá sér á leið-
inni heim. Vildi fá fréttir af ættingj-
um mínum. Var framúrskarandi
minnug og fygldist með öllu. Ellen,
Sigfús og foreldrar mínir voru mikl-
ir vinir. Mörg ferðalög fóru þau
saman og langtímum dvöldum við í
ÍK-skálanum á Skálafelli. Ellen datt
allt í einu í hug að skreppa til Græn-
lands í vikutíma, jú þau Ásgeir og
móðir mín fóru með. Hestaferðir
voru farnar og ferðalög um landið
og það var á þeim árum þegar vegir
voru slæmir og rútuferðir voru
farnar og bílaeign landsmanna lítil.
Ég er búin að þekkja Ellen síðan ég
var smástelpa og hún tilheyrði æsku
minni og fullorðinsárum. Því kveð
ég hana hér og þakka fyrir yndis-
lega viðkynningu.
Margrét Pétursd. Jónsson.
Kveðjuorð frá samtökum
frímerkjasafnara
Hinn 26. f.m. lézt í hárri elli ágæt-
ur og áhugasamur félagi í Félagi frí-
merkjasafnara (FF) og um langt
skeið húsráðandi, þar sem félagið
hafði aðsetur að Amtmannsstíg 2
ásamt Landssambandi íslenzkra frí-
merkjasafnara (LÍF). Því miður
hafði undirritaður ekki aðstöðu til
að fylgja þessari heiðurskonu síð-
asta spöl hennar hér á jörðu eða
setja saman nokkur kveðjuorð á út-
farardegi hennar. Þess vegna birt-
ast þau nokkuð síðbúin fyrir hönd
þeirra sem nutu gistivináttu hennar
og margs konar aðstoðar á frumbýl-
ingsárum íslenzkra frímerkjasafn-
ara.
Eins og eðlilegt er, þegar menn
ná háum aldri, fækkar þeim óðum
sem muna þá og geta minnzt þeirra
að leiðarlokum. Þeir eru þess vegna
ekki margir eftir innan raða frí-
merkjasafnara sem mega mæla eft-
ir Ellen af eigin raun.
Hennar var minnzt á útfarardegi
sínum á verðugan hátt af þeim sem
hana þekktu gerzt og höfðu lengi
starfað með henni í margs konar
félögum. Þar kemur vel fram
hversu mannblendin hún var og
hversu drjúgan þátt hún átti í starfi
ELLEN HENRIETTE
SIGHVATSSON
✝ Ellen HenrietteSighvatsson
fæddist 11. febrúar
1909 í Ølstykke á
Sjálandi í Dan-
mörku. Hún lést á
Droplaugarstöðum
26. júní síðastliðinn.
og fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni 5. júlí.
margra félaga um
langan aldur. Það
fengum við frímerkja-
safnarar líka að reyna-
þótt félagsskapur okk-
ar væri ekki stór í
sniðum í samanburði
við þau önnur félög
sem Ellen lagði lið.
Þegar FF fékk inni í
húsi Ellenar árið 1959,
var hún á miðjum
aldri, hress og kát og
vildi allt fyrir okkur
félagsmenn gera. Sjálf
gekk hún í FF og
reyndist þegar ötull
félagi og hjálpfús, ekki sízt þegar
frímerkjasýningar voru haldnar,
enda auðfundið að hún naut þess að
vera innan um okkur safnarana. Allt
kemur þetta heim og saman við um-
mæli þeirra sem þekktu hana bezt
og birtust á útfarardegi hennar.
Sjálfur sat ég í stjórn FF um nokk-
ur ár um það leyti, sem við flutt-
umst í hús hennar, og þá hófust
fyrst kynni okkar. Nokkru síðar en
þetta gerðist settist Landssamband
okkar (LÍF) einnig að á Amtmanns-
stíg 2. Voru þá aðalsamtök frí-
merkjasafnara komin á einn stað í
skjól Ellenar. Veit ég vel af eigin
reynslu að hún naut þess að hafa
okkur sem leigjendur í húsi sínu.
Hún sýndi okkur það líka á margan
hátt.
FF hafði á þessum árum opið hús
bæði á miðvikudögum og þó einkum
á laugardögum. Kom Ellen þá iðu-
lega í herbergi okkar til skrafs og
ráðagerða og eins voru híbýli henn-
ar sjálfrar opin okkur ef við þurft-
um á að halda, t.d. að komast í síma
sem var ekki eins auðvelt á þeim
dögum og nú er orðin raunin á.
Gestrisin var Ellen með afbrigð-
um. Það sást m.a. á því, að hún færði
okkur upp á loft á laugardögum
kaffi og kökur, alveg óumbeðið. Var
þá mikið skrafað við hana og aðra
félagsmenn um frímerki og alls kon-
ar aðra söfnun, enda voru mynt-
safnarar einnig leigjendur á efri
hæðinni með okkur.
Þetta voru skemmtilegar stundir
sem sjálfsagt er að minnast og
þakka Ellen fyrir nú að leiðarlok-
um.
Árið 1985 urðu þáttaskil í sögu
LÍF og FF því að þá eignuðust sam-
tökin eigið húsnæði í Síðumúla 17.
Ég veit vel að Ellen saknaði okkar
úr húsi sínu, enda þótti okkur vissu-
lega eftirsjá í því að njóta ekki leng-
ur nærveru hennar og gestrisni.
Að endingu þökkum við Ellen
samfylgdina við samtök frímerkja-
safnara og sendum dætrum hennar
og öðrum ástvinum samúðarkveðjur
okkar.
Jón Aðalsteinn Jónsson.
Hann Gísli Gíslason
var afi minn og er það
enn. Hann er enn í
hjarta mínu og mér
hefur þótt svo vænt um
hann afa minn frá því
ég var lítil stelpa. Á hverju sumri
fórum við í sveitina og það var alltaf
svo gaman að vera hjá ömmu og afa.
Hreggstaðir er skemmtilegasta
GÍSLI
GÍSLASON
✝ Gísli Gíslasonfæddist á Siglu-
nesi 9. maí 1910.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Patreks-
firði 17. maí síðast-
liðinn. Útför hans fór
fram frá Patreks-
fjarðarkirkju 24.
maí.
sveitin mín. Skemmti-
legast var að það var
alltaf svo mikið sungið,
við afi sungum kerling-
arhárin saman og það
var svo gaman þegar
hann söng og ég bjó
líka til ljóð um afa. Afi
var besti afi í heimi.
Gísli, Gísli, elsku afi
minn, ég er litla stelpan
þín, núna er ég að
hugsa um þig, ert þú
nokkuð að hugsa um
mig? Jæja núna, elsku
afi minn, núna þarftu
að kveðja mig, tárin
streyma niður að vanga og ég mun
aldrei gleyma þér.
Ástarkveðja, þín
Unnur Edda.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina
5
4
%
- 9 4"4 :
8 ;
#+
;5##$
.) #+##$ %@ ##
+) 1 #+##$ 4" ." 4 =+ ."!A#+
% =+" #+##$
4
$
%. /%9 "*" 85"
'&" 2;44& 3
%" &"21
8,
'2 9 , 2
$ #
&"25 4 " #*++
/ # 5" 4!*#*++
& " ##$
/4 5" 4!*##$ * 4"*++
#+ 5" 4!*#*++
**" /4#*++ %&!* 5" "#$
$4 2" "2