Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 41 BRÉF TIL BLAÐSINS ÞAÐ er aldrei neitt svo slæmt að ekki megi hafa lúmskt gaman af hlutunum. Þann 1. júlí hlýtur að vera merkisdagur í lífi nýskipaðs trygginga- og heilbrigðismálaráð- herra. Með annarri hendinni gefur hann öllum hjónum sem trygginga- málaráðherra heilar 1128 krónur í auknar bætur hvoru fyrir sig (eftir skatta). En um leið eykur hann sem heilbrigðisráðherra og þá væntanlega með hinni hendinni út- gjöld aldraðra með aukinni kostn- aðarþáttöku við röntgenmyndatök- ur og viðtöl við sérfræðinga í læknastétt um 20%. Það verður aldrei deilt um það að hverjum manni er nauðsynlegt að hafa tvær hendur, en hjá venjulegu fólki vinna þessar tvær hendur saman. Það er mjög athyglivert að talað er um að „sparnaður“ ríkiskassans sé talin vera 8oo milljónir með þessum ráðstöfunum. Á venjulegu íslensku máli væri hinsvegar sagt að með þessari ákvörðun ráðherra sé verið að auka kostnað sjúklinga um 800 milljónir. Það virðist ekki vera nóg að vera hagmæltur til þess að koma öllum skilaboðum til skila á íslensku. Ekki vantaði það að útlista að þessi gjöf til aldraðra kostaði rík- issjóð um 1020 milljónir á ári. En hafið þið góðir lesendur séð það á prenti, hvað það kostaði ríkissjóð þegar kjaranefnd hækkaði laun embættismanna og þeirra líka um 7%? Finnst ykkur blaðamönnum það ef til vill ekki það vera nógu fréttnæmt? Það kemur mörgum betur að láta sumt kyrrt ligga. En ég get ekki gert að því að láta fylgja hérmeð lítið dæmi, þó að Jóni komi það ekki beint við. En það er dæmigert um meðferð rík- isins á öldruðum. Eitt lítið öku- skírteini fyrir þá sem eru 74 ára kostar 1300 krónur fyrir læknis- vottorð og 1000 krónur til lögregl- unnar, og það er til tveggja ára. Eftir það verður þú að borga það sama fyrir eitt ár! Þarna fer meira en tveggja mánaða hækkun þín, Jón, bara til þess að halda ökurétt- indum. Ertu sáttur við það? Ungt fólk greiðir eina upphæð fyrir skír- teini sem gildir til sjötugs, og það má geta þess í leiðinni að gaml- ingjar valda fæstum umferðarslys- um. Vilt þú breyta einhverju? Það verður sérstaklega skemmtilegt fyrir stjórnarflokkana í dag að vita það að 15% af öllum kjósendum eru 67 ára og eldri. Þeir gætu haft 9 þingmenn ef þeir stæðu saman. Við hljótum að vona að flokk- arnir taki mið af því í sínum fram- boðsmálum og við vitum að gaml- ingjar hafa staðið sig vel á þingi eins og dæmin sanna. En til þess að svo verði þurfa allir 60 ára og eldri að gerast félagar í félagi eldri borgara í sinni heimabyggð og þar- með standa vörð um okkar rétt- indi. PÉTUR GUÐMUNDSSON, Skeiðarvogi 41, Reykjavík. Sumir hlæja hátt en aðrir ekki Frá Pétri Guðmundssyni: Að trúa á eilífan anda og allt, sem er fagurt og gott, það leysir oft lífsins vanda og læknar allt háð og spott. Að láta sér aldrei leiðast, þó lífsbrautin virðist hál og hvorki raupa né reiðast, er reyndar hið besta mál. Að hrærast í glaumi og gleði og glapstigum lenda á, þú leggur allt lífið að veði og lætur það renna hjá. Að fikta við fíkniefni og fólskuleg myrkraverk, ég allskonar ógæfu nefni, því áhrifin reynast sterk. Þó lífið sé enginn leikur, við lærum að nýta það vel – og verði svo einhver veikur, skal vanda gott hugarþel. Að elska með opnum huga og eiga við konur mök, það aldrei mun yfirbuga hin eilífu sálartök. Að úthýsa öðrum þjóðum, sem eiga sér litla von og vantreysta guði góðum, er gert við hans einkason. Að láta gott af sér leiða á lífsins torsóttu braut, það skapar götuna greiða og gæfa þér fellur í skaut! SIGURGEIR ÞORVALDSSON, Keflavík. Lífsbrautin Frá Sigurgeiri Þorvaldssyni: FULLTRÚAR Strætó bs. og Heklu hf., sem flytur inn bíla frá Scania, undirrituðu í gær samning fyr- irtækjanna um kaup Strætó á 17 fullbúnum strætisvögnum frá Scania. Kaupverðið er um 300 milljónir króna sem þýðir um 17,6 milljónir króna á vagn. Fyrstu vagnarnir verða afhentir í janúar á næsta ári og nær af- hendingartíminn yfir þrjú ár. Nýju vagnarnir eru af gerðinni Scania Omnilink og eru hannaðir með tilliti til þess að þægilegt sé að stíga inn í þá beint af gang- stétt. Er það framhald svonefndra lággólfsvagna sem Scania hefur þróað. Skúli Bjarnason, stjórn- arformaður Strætó, sagði við und- irritunina að samningurinn væri fyrirtækinu hagstæður og miðuðu kaupin að því að bæta þjónustu fyrirtækisins með því að yngja upp vagnaflotann. Á vegum Strætó eru nærri 100 vagnar í akstri á leiðakerfinu og voru nærri 80 í eigu SVR. Þegar allir Scania-vagnarnir verða komnir í gagnið telja þeir alls um 50 í flota Strætó en SVR hefur síð- ustu árin keypt nokkra Scania- vagna og átti fyrir nokkra frá ár- unum 1986 til 1989. Vagnarnir eru búnir 9 lítra og 230 hestafla vél, eru sjálfskiptir og á loftfjöðrum. Morgunblaðið/Ásdís Skúli Bjarnason, stjórnarformaður Strætó , og Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, undirrituðu samninginn. Strætó kaupir 17 vagna frá Scania HINN 5. júlí 2001 barst Skipu- lagsstofnun tillaga Náttúrustofu Vestfjarða, f.h. Bolungarvíkur- kaupstaðar, að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna í Bolungarvík. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að óska eftir eintökum af til- lögunni hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík. Einnig er hægt að nálgast til- lögu að matsáætlun á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http:// www.skipulag.is, segir í frétt frá Skipulagsstofnun. „Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 18. júlí 2001 til Skipulagsstofn- unar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást enn fremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar sveitarstjórnar Bol- ungarvíkur, Byggðastofnunar, Náttúruverndar ríkisins, Veður- stofu Íslands og Þjóðminjasafns Íslands. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja fyrir 3. ágúst 2001,“ segir þar enn fremur. Snjóflóða- varnir í Bolung- arvík VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, samþykkti eftirfarandi ályktun í kjölfar gjaldskrárhækkana hjá leik- skólum Reykjavíkurborgar, þar seg- ir meðal annars: „Leikskólaráð Reykjavíkurborgar hefur nú samþykkt gjaldskrárhækk- anir hjá leikskólum borgarinnar. Til- lögur Reykjavíkurborgar gerðu ráð fyrir að hækka gjaldskrá leikskóla borgarinnar um 10 til 13%.13% hækkun hjá hjónum eða sambúðar- fólki hækkar leikskólagjald úr 22.700 krónum í 25.700 krónur á mánuði sé miðað við 8 tíma vistun. Hjá ein- stæðu foreldri hækkar gjaldið úr 11.700 krónum í 13.200 krónur miðað við sömu prósentuhækkun. Hækk- anirnar eru því umtalsverðar og koma illa við þá sem hafa minna á milli handanna, t.d stúdenta við Há- skóla Íslands. Athygli vekur að mesta hækkunin hefur orðið hjá stúdentum. Nú er dýrara að greiða leikskóla- pláss fyrir einn mánuð en innritun- argjöldin við Háskóla Íslands en þau gjöld greiðast einu sinni á ári.“ Vaka mótmælir gjald- skrárhækkunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.