Morgunblaðið - 14.07.2001, Page 42
DAGBÓK
42 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
SVAR til Sigríðar Sigurð-
ardóttur, sem skrifaði í
Velvakanda þann 10. júlí sl.
vegna dóms í nauðgunar-
málinu. Svo sannarlega
hefur þú rétt fyrir þér í
sambandi við þetta nauðg-
unarmál. Á meðan dæmt er
í öðru máli út af nauðgun,
þar sem ekki sést á stúlk-
unni, engir áverkar af
neinu tagi fær sá maður tvö
ár, sem var mjög rangt, þar
sem ekki var tekið tillit til
þess að ekkert kom fram
sem sannaði málið, en hann
var samt dæmdur á líkum.
Svo fær þessi maður lítinn
dóm fyrir stóran glæp, sem
sýnist augljós eftir því sem
kemur fram. Spurt er:
Hvað er að gerast í okkar
réttarkerfi, fer það eftir
því í hvaða skapi dómarar
eru?
Helga R.
Þakkir
SONUR minn veiktist af
malaríu erlendis og var
fluttur heim með flugvél
Flugleiða frá Kaupmanna-
höfn fyrir stuttu. Langar
mig að senda landlæknis-
embættinu, Flugleiðum og
bráðamóttöku Landspítal-
ans mínar bestu þakkir
fyrir frábæra þjónustu. Þið
stóðuð ykkur öll með prýði.
Eyjólfur.
Kannast einhver
við þessa vísu ?
JÓN Kjartansson hafði
samband við Velvakanda
og langar að vita hvort ein-
hver kann þessa vísu.
Hann kann part af henni
sem er eftirfarandi: Í snör-
unni fuglinn sat fastur/ og
fóturinn þrútinn og blár.
Stórkostlegt
húsmæðraorlof
VIÐ fórum um 50 konur í
húsmæðraorlof að Laugum
í Sælingsdal fyrir stuttu.
Mig langar að þakka fyrir
frábæra ferð. Allur aðbún-
aður að Laugum var til fyr-
irmyndar, góð rúm og góð
aðstaða. Það ættu sem
flestar húsmæður að reyna
að sjá sér fært að fara í
slíka ferð. Hafið mínar
bestu þakkir fyrir.
Húsmóðir.
Þyrstan dreymir vatn
KONA hafði samband við
Velvakanda og vildi senda
þakklæti til framleiðenda
myndarinnar „Þyrstan
dreymir vatn“, sem sýnd
var í Ríkissjónvarpinu
þann 1. júlí sl. Hún vill
skora á Ríkissjónvarpið að
endursýna þessa stórkost-
legu mynd. Það var stór-
kostlegt að sjá alla þessa
gleði hjá fólkinu sem ekk-
ert á.
Sunnudagsblað
Morgunblaðsins
ÉG er mjög óánægð með
sunnudagsblað Morgun-
blaðsins. Mér finnst blaðið
vera eitt allsherjar „kaos“.
Bílablaðinu, barnablaðinu
og ferðablaðinu ægir öllu
saman. Vonandi verður
þessu breytt aftur í sitt
gamla form.
Guðlaug Ágústsd.
Fordómar gagnvart
nýbúum
ÁSTRÍÐUR hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi bera fram eina ósk í
sambandi við fordóma
gagnvart nýbúum. Óskin
er sú að börnin séu látin í
friði. Það er endalaust ver-
ið að ræða fordóma og
bitna þeir á börnunum. Ég
hvet alla til þess að taka
höndum saman og varð-
veita börnin.
Hundahald
í borginni
Í UMRÆÐUNNI um
hundahald í borginni lang-
ar mig að koma eftirfar-
andi á framfæri. Eigendur
hunda eru einstaklega dug-
legir að þrífa upp eftir þá,
annað en hægt er að segja
um fólkið sem í henni býr.
Ég hef margsinnis orðið
vitni að því að fólk hendir
rusli út um víðan völl og
jafnvel út um bílgluggann.
Finnst mér illa vegið að
hundaeigendum.
Margrét.
Tapað/fundið
Brjóstnæla tapaðist
V-LAGA gullbrjóstnæla
með perlum og álmum á
milli, tapaðist laugardag-
inn 9. júní sl. Gæti hafa tap-
ast í eða við Þjóðleikhúsið.
Skilvís finnandi er vinsam-
legast beðinn að hafa
samband í síma 565-6244.
Grænn bakpoki
tapaðist
GRÆNN, lítill bakpoki
sem einnig er stóll, týndist
sl. helgi á Laugarvatni.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 690-7469.
Dýrahald
Lítil læða hvarf að
heiman
ÞRIGGJA mánaða grá-
bröndótt læða hvarf frá
Selbrekku í Kópavogi,
þriðjudaginn 10. júlí sl.
Hennar er ákaflega sárt
saknað. Ef einhver hefur
orðið var við ferðir hennar,
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 699-6779.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Lítill dómur
fyrir stóran
glæp
Víkverji skrifar...
VINKONA Víkverja er búsett íSuður-Ameríku og hefur ekki
búið hér á landi um árabil. Hún er
hér í heimsókn og það var forvitni-
legt að heyra lýsingar hennar á mið-
bænum.
Hún fór að sýna börnunum sínum
Austurvöllinn og umhverfið þar í
kring, kaupa handa þeim ís, gefa
öndunum og sýna þeim Alþingishús-
ið. Allt þetta fannst henni skemmti-
legt að geta gert með krökkunum og
rifjað upp góðar minningar í leiðinni.
Það sem á hinn bóginn kom óþægi-
lega við hana var að horfa upp á þann
fjölda óreglufólks sem hvíldi sig á
bekkjum og ráfaði um Austurstræti
og þar í kring um hábjartan dag.
Miðað við fjölda fólks sem var á rölti
í miðbænum fannst henni þessi hóp-
ur fólks mest áberandi.
Hún var hissa á að fleiri skyldu
ekki vera í miðborginni, það er að
segja fjölskyldufólk, og velti því fyrir
sér hvort allir færu nú í Kringluna til
að sýna sig og sjá aðra.
Vinkonan, sem býr í stórborg í
Suður-Ameríku, sagði að Íslending-
ar hefðu það annars auðsjáanlega
gott.
Þar sem hún býr er það daglegt
brauð að fólk berji að dyrum hjá
henni til að biðja um matarbita eða
fatnað, fátæktin er gífurleg og bilið
milli ríkra og fátækra hrópandi.
x x x
VEÐRIÐ hefur leikið við höfuð-borgarbúa síðustu dagana og
það er eins og lifni yfir fólki þegar
sólin skín. Nágrannar Víkverja dytta
að húsum og görðum, borða úti í
garði og njóta lífsins. Meðal þess
sem börn hafa áhuga á að gera þegar
veðrið er gott er að gefa öndunum á
Tjörninni. Eigendur Björnsbakarís
sem er á Hringbrautinni, stutt frá
Tjörninni, laða til sín ungviði með því
að gefa því brauð til að gefa þessum
smávinum.
Um daginn fóru tvær ungar stúlk-
ur niður á Tjörn og komu við í
Björnsbakaríi því þar vissu þær að
andabrauð væri hægt að fá ókeypis.
Þá var það búið þann daginn enda sól
og blíða og margir sem hafa ætlað að
fara niður á Tjörn. Þær tóku því
stefnuna á annað bakarí og þar var
brauðið frá gærdeginum selt á hálf-
virði. Í þriðja bakaríinu var þeim
boðið að kaupa bara fransbrauð
handa öndunum en það er iðulega
ódýrasta brauðið í bakaríum.
Þær ákváðu að sleppa því að gefa
öndunum þann daginn og voru stór-
hneykslaðar á því að þær skyldu ekki
alls staðar fá brauð eins og í Björns-
bakaríi.
x x x
VÍKVERJI á börn sem eru ííþróttum og liður í að fjár-
magna mót og ferðir sem krakkarnir
fara á felst í að selja ýmiss konar
varning. Nýlega var dóttir Víkverja
að selja eldhúsrúllur og salernis-
pappír í þessum tilgangi fyrir bróður
sinn og naut aðstoðar vinkonu sinnar
við sölumennskuna. Þær þrömmuðu
í hús í nokkra daga og buðu varning-
inn til sölu. Og viðtökurnar voru yf-
irleitt svo frábærar. Auðvitað kaupa
ekki allir af krökkum vörur eins og
þessar en það var áberandi hvað fólk
var elskulegt. Ef það keypti ekki af
þeim vörurnar þá gaukaði það jafn-
vel að þeim íspinnum eða sælgætis-
mola og hældi þeim fyrir dugnaðinn.
Þegar krakkar fá svona viðtökur
gleyma þeir því ekki.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 umgerðar, 4 skvettan, 7
enda við, 8 margt, 9 bein,
11 mjög, 13 fiskar,
14 ónar, 15 gaffal, 17
krafts, 20 bókstafur, 22
hljóðfærið, 23 ólyfjan, 24
fífls,
25 hyggja.
LÓÐRÉTT:
1 dý, 2 fugl, 3 brunninn
kveikur, 4 klúr, 5 skraut,
6 veiðarfæri, 10 fram-
kvæmir, 12 stormur, 13
strá, 15 ódaunninn, 16
skrifar, 18 fetill, 19 röð af
lögum,
20 ljúka, 21 þvengur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 háskalegt, 8 glens, 9 sýtir, 10 urt, 11 síður, 13
arðan, 15 gulls, 18 sagga, 21 tel, 22 síðla, 23 erfið, 24
hrufóttur.
Lóðrétt: 2 ákefð, 3 kisur, 4 losta, 5 gætið, 6 uggs, 7 hrun,
12 ull, 14 róa, 15 gest, 16 löður, 17 starf, 18 sleit, 19 giftu,
20 auða.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í gær
fóru út Mánafoss, Þórs-
hamar, Black Velvet,
Peggy, Ottó N. Þor-
láksson, Nukik, Sina,
Hawk og Skógarfoss. Í
dag kemur Delphin og
fer aftur út samdægurs.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
gær kom ms. Christina
III að losa súrál í
Straumsvík og út fóru
Gemini, Karelía, Boote
og Erindanus.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstudaga:
til Viðeyjar kl. 13, kl. 14
og kl. 15, frá Viðey kl.
15.30 og kl. 16.30. Laug-
ardaga og sunnudaga:
Fyrsta ferð til Viðeyjar
kl. 13 síðan á klukku-
stundar fresti til kl. 17,
frá Viðey kl. 13.30 og
síðan á klukkustundar
fresti til kl. 17.30.
Kvöldferðir eru föstu-
og laugardaga.: til Við-
eyjar kl. 19, kl. 19.30 og
kl. 20, frá Viðey kl. 22,
kl. 23 og kl. 24. Sérferð-
ir fyrir hópa eftir sam-
komulagi. Viðeyjarferj-
an sími 892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Við-
eyjarferju kl.10.30 og
kl. 16.45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b. 2 klst. sími
892 0099.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyking-
um í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Mannamót
Norðurbrún 1, Furu-
gerði 1 og Hæðagarður
31. Fimmtudaginn 19.
júlí verður farið í ferð á
Þingvelli og Laugar-
vatn. Ekið verður um
línuveg og Grafning til
Þingvalla. Þaðan verður
farið að Laugarvatni
þar sem drukkið verður
kaffi á veitingahúsinu
Lindinni. Til baka verð-
ur farið um Grímsnes
og Hellisheiði. Leið-
sögumaður Anna Þrúð-
ur Þorkelsdóttir. Lagt
verður af stað frá Norð-
urbrún 1 kl. 12.30 og
síðan verða teknir far-
þegar í Furugerði og
Hæðargerði. Skráning í
Norðurbrún 568-6960, í
Furugerði 553-6040 og
Hæðargarði 568-3132.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Morgungangan verður í
dag, rúta frá Firðinum
kl. 9.50 og kl. 10 frá
Hraunseli. Orlofið í
Hótel Reykholti í Borg-
arfirði 26.-31. ágúst nk.
Skráning og allar uppl. í
símum ferðanefndar
555-0416, 565-0941, 565-
0005 og 555-1703. Panta
þarf fyrir 1. ágúst.
Félagsheimilið Hraun-
sel verður lokað vegna
sumarleyfa starfsfólks
til 12. ágúst.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10.00-13.00. Matur í
hádeginu. Sunnudagur:
Dansleikur kl. 20.00
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13.00. Mið-
vikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Hlemmi kl.
9.45. Eigum tvö sæti
laus vegna forfalla í 6
daga ferð um Eyja-
fjörð-Skagafjörð og
Þingeyjarsýslur. 26.-
31.júlí. Ákveðið hefur
verið að fara aðra
hringferð um Norð-
austurland 20. ágúst
nk.vegna mikilla eftir-
spurnar, ef næg þátt-
taka verður. Þeir sem
hafa skráð sig á biðlista
eru vinsamlegast beðn-
ir að hafa samband við
skrifstofu FEB. Silfur-
línan er opin á mánu-
dögum og miðvikudög-
um frá kl. 10.00 til
12.00 f.h. í síma 588-
2111. Upplýsingar á
skrifstofu FEB kl.
10.00 til 16.00 í síma
588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæfing-
ar á vegum ÍTR í
Breiðholtslaug á þriðju-
dögum og fimmtudög-
um kl. 9.30. Púttvöllur-
inn er opinn virka daga
kl. 9-18, kylfur og bolt-
ar til leigu í afgreiðslu
sundlaugarinnar. Allir
velkomnir. Veitingabúð
Gerðubergs er opin
mánudaga til föstudaga
kl. 10-16. Félagsstarfið
lokað vegna sumarleyfa
frá 2. júlí til 14. ágúst.
Gullsmári. Lokað
vegna sumarleyfa til 7.
ágúst.
Félag eldri borgara
Kópavogi.
Púttað verðu á Lista-
túni í dag laugardag kl.
11. Mætum öll og reyn-
um með okkur.
Norðurbrún 1.
Hárgreiðslustofan verð-
ur lokuð frá 10. júlí til
14. ágúst. Fótaaðgerð-
arstofan verður lokuð
16.-20. júlí. Vinnustofur
lokaðar í júlí vegna
sumarleyfa.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur
verður í kvöld kl. 21 í
Konnakoti Hverfisgötu
105. Nýir félagar vel-
komnir. Munið göng-
una mánudag og
fimmtudag.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigtar-
hópar, jóga, vatnsþjálf-
un. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Nánari uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Sjálfsbjörg, félag fatn-
aðra á höfuðborgar-
svæðinu. Skrifstofan
verður lokuð vegna
sumarleyfa frá 16. júlí
til 7. ágúst.
Minningarkort
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs Maríu Jóns-
dóttur flugfreyju eru
fáanleg á eftirfarandi
stöðum: Á skrifstofu
Flugfreyjufélags Ís-
lands, s. 561-4307/fax
561-4306, hjá Halldóru
Filippusdóttur, s. 557-
3333 og Sigurlaugu
Halldórsdóttur, s. 552-
2526.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal v.
Byggðasafnsins í Skóg-
um fást á eftirtöldum
stöðum: Í Byggðasafn-
inu hjá Þórði Tómas-
syni, s.: 487-8842, í
Mýrdal hjá Eyþóri
Ólafssyni, Skeiðflöt, s.:
487-1299, í Reykjavík
hjá Frímerkjahúsinu,
Laufásvegi 2, s.: 551-
1814 og hjá Jóni Að-
alsteini Jónssyni, Geita-
stekk 9, s.: 557-4977.
Minningarkort, Félags
eldri borgara Selfossi.
eru afgreidd á skrifstof-
unni Grænumörk 5,
miðvikudaga kl. 13-15.
Einnig hjá Guðmundi
Geir í Grænumörk 5,
sími 482-1134, og versl-
uninni Íris í Miðgarði.
Slysavarnarfélagið
Landsbjörg, Stangarhyl
1, 110 Reykjavík. S.
570-5900. Fax: 570-5901.
Netfang: slysavarna-
felagid@landsbjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-
8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31,
s.: 562-1581 og hjá
Kristínu Gísladóttur, s.:
551-7193 og Elínu
Snorradóttur, s.: 561-
5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16, Reykja-
vík. Opið virka daga kl.
9-17. S. 553-9494.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils. Minningar-
kort Kvenfélagsins
Hringsins í Hafnarfirði
fást í blómabúðinni
Burkna, hjá Sjöfn s.:
555-0104 og hjá Ernu s.:
565-0152.
Minningakort Breið-
firðingafélagsins, eru
til sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni s.: 555-0383
eða 899-1161.
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar eru
afgreidd á bæjarskrif-
stofu Seltjarnarness hjá
Ingibjörgu.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju s.
520-1300 og í blómabúð-
inni Holtablómið, Lang-
holtsvegi 126. Gíróþjón-
usta er í kirkjunni.
Í dag er laugardagur 14. júlí, 195.
dagur ársins 2001. Orð dagsins: Og
hann tók brauð, gjörði þakkir, braut
það, gaf þeim og sagði: „Þetta er lík-
ami minn, sem fyrir yður er gefinn.
Gjörið þetta í mína minningu.“
(Lúk. 22.19.)